Morgunblaðið - 09.07.1966, Side 23
Xiaugarðagur §• JGlí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
23
Burundi:
Stjórnin rekin frá,
stjórnarskrá afnumin
Fransk-brezk áætlun
um Ermarsundsgöng
— Finnist tœknileg lausn, sem báðir
aðilar sœtta sig við
Burundi 8. júlí NTB
Hinn tvítugi ríkLsarfi í Burundi
Charles Ndizeye prins, tilkynnti
um Bujumba-útvarpið í dag, að
hann hefði tekið yfir stjórn
landsins, rekið ríkisstjórnina
írá og afnumið stjórnarskrána.
Kvaðst prinsinn hafa tekið
völd eftir að hafa samráð við
leiðandi menn í landinu, svo og
við föður sinn, Mwambutsa kon
ung IV, sem staddur er í Evrópu
um þessar mundir
Prinsinn sagði og, að hann
hefði tekið sér öll völd í landinu
sökum þess að ríkisstjórnum
landsins hafi verið steypt af stóli
hverri af annari og með stöðugt
styttra millibili eftir morðið á
MBL. hefur borizt eftirfarandi
orðsending frá H.f. Kol & Salt,
þar sem skýrt er frá því að fyr-
irtækið sé nú um það bil að
hætta kolasölu í bænum eftir 50
ór.
Vér höfum í dag birt tilkynn-
ingu í dagblöðum bæjarins þess
efnis, að vér séum í þann veg-
inn að hætta kolasölu. Er nú
svo komið, eftir að hafa selt kol
í rösk 50 ár, að vér sjáum oss
ekki fært að halda þeirri verzl-
un áfram.
Kolin, sem á sínum tíma
voru nauðsynjavara fyrir flest
heimili, hafa nú orðfð að víkja
fyrir hitaveitu, rafmagni og olíu,
sem vissulega em auðveldari í
meðförum og bjóða upp á meiri
þægindi.
Þessi þróun hefur orðið örari
hér á landi en erlendis, og er kola
notkun hér í dag aðeins lítið
brot af því, sem áður var. Verð-
ur það því tiltölulega lítil rösk-
un á högum fólks, þótt þau hverfi
• f markaðnum.
Þeir sem hafa þurft að nota
kol á undanförnum árum hafa orð
ið þess varir, að þjónustu þeirri,
er vér höfum veitt, hefur því
Björk, Mývatnssveit.
FORRÁÐAMENN eftirtalinnar
félagsheimila Þingeyjarsýslu
héldu með sér fund að Breiða-
mýri í Reykjadal 20. júní: Skjól
brekku Mývatnssveit, Brhiða-
mýri Reykjadal, Sólvangur á
Tjörnesi og Skúlagarður í Keldu
hverfi. Megintilgangur með
þessum fundi var m.a. sá að
reyna að samræma vissar að-
gerðir, sem stuðlað gætu að því
að opinberir dansleikir, sem
haldnir kunna að vera í þessum
félagsheimilum, geti orðið með
sem mestum menningarbrag, en
ó það hefur þótt skorta, svo sem
kunnugt er víða um land.
— Surveyor
Framhaid af bls. 1
ar myndasendingar frá tunglinu.
Vísindamenn eiga eftir að gera
margar mikilvægar tilraunir með
Surveyor áður en sólin hverfur
undir sjóndeildarhringinn á
tunglinu n.k. fimmtudag. M.a. á
að setja hinar þrjár hemlaeld-
flaugar tunglfarsins í gang, til
þess að kanna hvort nokkurt ryk
þyrlast upp. Þá á Surveyor áð
kanna Stormahafið aftur, til þess
að ganga úr skugga um hvort ný
ir gígar eftir loftsteina hafi mynd
ast á þeim tveim vikum, sem
tunglfarið „lá í dvala.“
þáverandi forsætisráðherra Lou-
is Rwagasore í október 1061.
Kvað prinsinn i>ólitísk morð
og samsæri gegn ríkinu stöðugt
hafa ágerzt og stjórnleysi og
ringulreið ógnaði nú landinu.
Efnahagur þess væri orðinn
lakari,og ennfremur sagði prins
irín að völd ráðherra hefðu veikzt
mjög.
Prinsinn tilkynnti síðan, að
hann mundi stjórna með kon-
unglegum tilskipunum þar til
samin hefði verið ný stjórnar-
skrá.
1 Burundi hefur verið þing-
bundin konungsstjórn. Landið,
sem liggur í hjarta Afríku,
byggja um 3 millj. manna.
miður í mörgu verið ábótaavnt.
Orsakir þessa eru sívaxandi erf-
iðleikar á að fá menn til að
vinna við kol, og það eitt út af
fyrir sig gerir það að verkum,
að vart mun hægt að reka hér
kolaverzlun.
Þessa erfiðleika höfum vér átt
við að stríða undanfarin ár, en
nú hefur bætzt við sú staðreynd,
að borgar- og hafnaryfirvöld
hafa ákveðið, að vér skulum
víkja á brott með starfsemi vora
af núverandi athafnasvæði við
Reykjavíkurhöfn og kolakrani og
önnur þau mannvirki, sem byggð
hafa verið og nauðsynleg eru til
kolaafgreiðslu, eiga nú að hverfa
þaðan.
Þar með verður þessari ákvörð
un vorri ekki lengur skotið á
frest, þvi það er augljóst mál, að
óhugsandi er að byggja upp nýtt
afgreiðslukerfi á nýjum stað til
þess að afgreiða vöru, sem menn
eru nú yfirleitt hættir að nota,
og brátt vii'ðist með öllu úrelt
hér á landi.
Með þessum skýringarorðum
fylgja beztu þakkir forráða-
manna félagsins til hinna mörgu,
sem á liðnum árum hafa átt kola-
viðskipti við félagið.
A þessum fundi mætti enn-
fremur sýslumaður Þingeyjar-
sýslu, Jóhann Skaftason, svo og
nokkrir löggæzlumenn.
Fundurinn samiþykkti eftirfar-
andi: Að hafa sem öflvjgasta lög-
gæzlu á öllum opinberum dans-
leikjum. Þá verði aðgangur tak-
markaður, þannig að húsin séu
ekki yfirfyllt, svo sem oft hefir
borið við. Við hvert félagsheim-
ili skulu vera fangaklefar til
að geyma ölóða menn. Setja skal
samkomubann á þá menn, er
brjóta lög og reglur um lengri
eða skemmri tíma.
Allir þeir, er sækja dansleiki
í þessum félagsheimilum, skulu
koma snyrtilega- eða spari-
klæddir.
Oft hefur fólk sézt koma á
dansleiki í allavega fatnaði, og
sumt jafnvel í miður hreinum
vinnufötum. Sjá vafalaust flest-
ir hvílík óhæfa slíkt er, og er
ekki nema von, að fólk, sem
vill koma betur klætt láti ekki
bjóða sér annað eins.
Þegar dansleikir eru haldnir
skal húsunum yfirleitt lokað
klukkan 23:30. Forráðamenn fé-
lagsheimila vona að þær aðgerð-
ir, sem hér um ræðir ásamt
fleiru muni verða til þess að
hefja samkomumenningu þessa
litla héraðs, er vissuleea vel, ef
svo yrði. — Kr. Þ,
Þuríður Jónsdóttir
Selfossi í langstökki í Svíamótinu
- Íþróttír
Framhald af bls. 22
íslendingar hið lengra með
7 gegn 4.
Hástökkið vinnur Jón Þ. Ólafs
son, en Kilpatrick hlýtur silfur.
ísland fær 7 stig gegn 4.
Stangarstökkið gaeti orðið
tvöfaldur sigur fslands en við
förum hægt í sakirnar: ísland 7,
Skotland 4.
Langstökkið eiga Ólafur Guð-
mundsson og Gestur Þorstein^-
son að skila „hreinu", íslani 3,
Skotland 3.
f þrístökki á ísl. sigur að vera
nokkuð öruggur og þriðja sætið
einnig, en betri Skotinn hefur
stokkið 13.63. íslands fær 7 stig,
Skotland 4.
í sleggjukasti eru Skotarnir
með 54.39 og 49.69 bezt. Við ætl
um þó Þórði og Jóni Magnús-
syni að komast upp á mdli
þeirra. Skotland 6, ísland 5.
Kringlukastið á að geta orðið
„hrein“ ísl. grein og þeir Þor-
steinn Alfreðsson og En. Magn-
ússon að vinna 8 stig gegn 3.
í kúluvarpi eiga Skotarnir
15.70 og 13.95. Guðm. He'manns-
son ætti að sigra og ísland að
fá 3. sætið og þar með 7 stig
gegn 4.
Sömu sögu er að segja í spjót
kastinu. Þar verður sigurinn
erfiður Valbirni en ætti að vmn-
ast með heppni og því ísland að
fá 7 stig gegn 4.
Boðhlaupin jafnast sennilega
upp. Skotarnir vinna hið styttra
og íslendingar 4x400 m. og hvor-
ir um sig að fá 7 stig úr boð-
hlaupunum báðum.
Með þessari spá, þar sem nokk
urrar bjartsýni gætir, er sigur-
inn íslendinga með 108 stigum
gegn 93.
í kvennakeppninni eru hinar
skozku öruggar með sigur.
BANDARÍSKUR listamaður, að
nafni Hans Kalischer opnaði í
gær sýningu á vatnslita- og olíu-
málverkum auk teikninga í
Mokkakaffi við Skólavörðustíg.
Kalischer er að uppruna þýzk-
ur gyðingur, sem flúði land
þegar Hitler komst. til valda
1933. Hann dvaldist um hríð í
Frakklandi og stundaði þar list
sína, en varð einnig að hrökkl-
ast þaðan, þegar nazistar her-
námu landið. H.inn slapp nauðug
lega með fjölskyldu sína til
Bandaríkjanna og hefur síðan
haft búsetu í New York.
Kalischer hefur þrivar sinn-
London, 8. júlí — NTB.
FRAKKLAND og England til-
kynntu í dag, að þáu myndu
vinna saman að því að gera göng
undir Ermarsund, — en með
nokkrum skilyrðum þó. Ef hægt
er að finna tæknilega lausn a
málinu, sem hæði löndin geta
sætt sig við, munu þau hefjast
handa um framkvæmdir. Áætlun
þessi um göng undir Ermarsund
var gerð opinber í lok þriggja
daga heimsóknar Georges Pompi
dou, forsætisráðherra Frakk-
lands, til London. Þá eru Frakk
land og England og sammála um
að halda áfram Concord-áætlun-
inni .jafnframt því, að kostnað-
arhliðinni varðandi það mál
verða gefnar nánar gætur.
Pompidou, forsætisráðherra,
sagði í London í dag, að hann
sæi ekki að það þjónaði nokkr-
um tilgangi að kveðja saman til
MBL. barst í gær fréttatilkynn-
ing frá Ferðamálaráði þar sem
mjög var gagnrýnt að Þingvalla-
nefnd hefði nú nýlega leyft ein-
staka mönnum að reisa sumarbú-
staði „innan þjóðgarðssvæðisins“
á Þingvöllum.
Mbl. snéri sér af þessu tilefni
tli Emils Jónssonar, utanríkis-
ráðherra, sem er formaður Þing-
vallanefndar, og spurðist fyrir
um hvað hæft væri í þessu.
Komst hann við það tækifæri að
orði á þessa leið:
— Þingvallanefnd hefur ekki
veitt leyfi fyrir neinum sumar-
bústaðalöndum innan þjóðgarðs-
ins. Ásakanir um það eru því
með öllu rakalausar. Hafa
verið veitt leyfi fyrir bygg-
landi Gljábakka og Kárastaða.
ingu nokkurra sumarbústaða í
Bhutto fer frd
Rawalpindi, 8. júlí — NTB
ZULFIKAR Ali Bhutta, utanrík
isráðherra Pakistan, sem nú er
í veikindafríi, mun láta af em-
bætti í ágústlok, að því er til-
kynnt var opinberlega hér í
dag. Bhutto hefur verið frá störf
um síðan 18. júní, eftir að orð-
rómur komst á um ósamkomulag
milli hans og Ayub Khan, for-
seta. Bhutto er einkum þekktur
fyrir hina hörðu afstöðu sína í
Kasmírmálinu, og sagt er, að ut-
anríkismálastefna hans hafi ver-
ið Kínverjum andsnúin.
um áður komið til fslands, með
það fyrir augum að festa náttúru
dýrð landsins á léreft. Að þessu
sinni eru flest málverkanna frá
ísafirði, þar sem listamaðurinn
hefur dvalið um nokkurt skeið
í sumar.
Kalischer hefur haft sérsýn-
ingar í Bandaríkjunum og hlotið
góða dóma þar vestra fyrir ein-
lægni o ghlýju í list sinni .
Þá hefur listamaðurinn í
hyggju að sýna verk sín í Skóg-
arskóla og Vík í Mýrdal í sum-
ar og notar þá tækifærið til að
mála á þessum stöðum.
fundar aðila þá, sem sátu Gen-
farráðstefnuna um Vietnam 1954,
til að reyna að binda enda á
Vietnam-styrjöidina.
Þá sagði Pompidou, að Frakk-
land mundi halda áfram þátt-
töku í NATO, einnig eftir 1969,
en eftir þann tíma geta þátt-
tökuríkin sagt sig úr bandalag-
inu með eins árs fyrirvara.
Þeir, sem mcð málum fylgj-
ast í London, segja ,að viðræður
Pompidous við Harold Wilson,
forsætisráðherra hafi aðeins
undirstrikað þann djúpstæða
skoðanaágreining varðandi öll
meiriháttar heimsmál, sem ríkti
milli Englands og Frakklands.
Hinn eini raunverulegi árangur
af viðræðunum hafi verið
ákvörðunin um samstarf um
gatnagerð undir Ermarsund og
framhald samstarfsins um smíði
Concord-risaþotunnar.
Þetta voru ummæli formanns
Þingvallanefndar. Til viðbótar
má svo geta þess, að Þingvalla-
nefnd hefur nýlega samþykkt
að öll byggð umhverfis Þing-
vallavatn utan þjóðgarðsins skuli
gerð skipulagsskyld.
I STUTTll m
Jóhannesarborg —
Ný blaðapappírsverksmiðja
hefur tekið til starfa í Tugela
í Natal í S-Afríku. Verksmiðj-
an framleiðir 70,000 tonn af
pappír á ári, og er S-Afríka
þar með sjálfri sér nóg á
þessu svi'ði.
Moskva —
123. gerfitungli af Kosmos-
gerð hefur verið skotið upp
frá > vétríkjunum. í gerfi-
tunghnu eru ýmis mælitæki
til rannsókna á geimnum.
Gerfitunglið er 529 km. frá
jörðu, þá það er fjærst.
— U Thant
Framhald af bls. 2
en andleg menntun og trúarleg
situr ekki í fyrirrúmi. Það er
ekki heppilegt, þegar tækni-
menntun helzt ekki í hendur
við andlega og trúarlega þróun.
Að mínum dómi þarf því mennt
unin að ná að jöfnu til allra
þessara þriggja atriða, sem ég
hef nú nefnt“.
í lok fyrirlesturs síns vék U
Thant að tveimur meginskoð-
unum, sem nú ríktu um starf og
tilgang Sameinuðu þjóðanna.
Einn hópur talaði fyrir því, að
samtökin væru umræðugrund-
völlur einungis, en annar, að
samtökin væru áhrifaríkur veU-
vangur, ekki umræðna ein-
göngu, heldur athafna. „Það
þarf ekki að taka það fra:n,“
sagði U Thant loks, „að ég til-
heyri síðari hópnum“.
Að fyrirlestrinuim loknum
þakkaði Bjarni Benediktsson,
f ors ætisrá ðher r a, framkvæmda-
stjóranum, og fór lofsamlegum
orðum um starf hans, og sagðist
vonast til þess, að hann myndi
enn um langt skeið gegna þvi
embætti, sem hann fer nú með.
Þá þakkaði Ánmann Snævarr,
háskólarektor, U Thant fyrirlest
urinn, og árnaði honum heiUa í
J starfi.
Kol & Salt hættir
kolasölu í bænurn
Bætt samkomumenning
— A.SL
Bandarískur iista-
maður sýniríMokka
Engir nýii sumnrbustaðir innon
þjóðgnrðs n Þingvöllum