Morgunblaðið - 22.07.1966, Blaðsíða 19
T^studagur 22. júti 19W
MORCUNBLADID
19
— Tryggvi
Framhald af bls. 12
>ó Trygigvi hafi rekið útgerð í
Hafnarfirði í nær tvo áratugi og
lagt þar afla á land hátt á þriðja
áratug, þá átti hann al'ltaf heim-
ili í Reykjavík, svo var og um
Ólaf og Bjarna. >á var málum
þannig komið í Hafnarfirði a@
erfitt reyndist að fá starfsfólk til
útgerðarinnar. Sú mikla breyting
hafði gerzt í stríðinu, að nú var
orðið erfitt að fá mannskap til
togaralosunar eða viðlegupláss.
Þess vegna var það, að í árs'lok
1947 fluttu þeir bræður Tryggvi
og Ólafur og Bjarni Ingimars-
son, sem þá var orðinn meðeig-
andi í hf. Júpiter, útgerð sína til
Reykjavíkur. Stjórnarformaður
var þá orðinn Páll Ásg. Tryggva-
son hrl., frá 1945. í>á hafði hafizt
endurnýj.un á togaraflotanum,
hin svokal'laða nýsköpun og fyr-
ir áramó tkom togarinn Neptún-
us til íslands og snemma á árinu
1948 kom togarinn Marz. Þessir
togarar voru ‘þá stærstu vei'ði-
skip í eign fslendinga og hafa
reynzt alla tíð hin mestu happa-
Skip. Bæði þessi skip hafa sett
heimsmet í sölu á brezkum fiski-
markaði, og stóð met Neptúnus-
ar í 13 ár, sett 1948, og Marz setti
met sitt á þessu sumri.
1948 keypti hf. Júpiter smíða-
samning uim einn togara af
Reykjavíkurbæ, það varð Úran-
us„ sem skilað hefur miklum
afla til Reykjavíkur, en engum
halla fyrir Reykj avíkurbæ.
1960 keypti hf. Júpiter togar-
ann Gerpi frá Norðfirði. Hann
hefur reynzt happafLeyta og er
talinn eitt hið bezta sjóskip ís-
lendinga.
Árið 1949 hefst merkdlegur
þáttur í starfsemi hf. Júpiters
með byggingu fiskverkunarstöðv
arinnar á Kirkjusandi, fyrst fyr-
k saltfiskverkun og harðfisk-
verkun og 1954 var byrjað á
byggingu frystihússins, sem ný-
ðega hefur starfað í 10 ár. Þar er
fiskurinn flattur og gegnum'lýst-
ur og pakkaður til útflutninigs.
Þessi íðnaður veitir geysilega
mikla atvinnu og sá kostur fylg-
ir henni, að hún fer fram í góðr
um húsakynnum og að henni
geta starfað jafnt konur sem
karlar, krakkar og unglingar.
Ég hefi grennslazt fyrir um
það, að einnar viku útborgun hjá
lausráðnu fólki hefur komizt
upp í á áttunda hundrað þúsund
krónur, þar fyrir utan er fast-
ráðið fólk og allir sem á skipun-
um eru.
Kynni okkar Tryggva urðu
með þeim hætti, að veturinn 1911
neri ég yfir vetrarvertíðina á
Litla-Hólmi á Leiru, sem var
skammt frá Ráðagerði, þar sem
foreldrar hans bjuggu. Eitt sinn
féké kg orðsendingu frá móður
hans, sem var beiðni um áð ég
leiðbeindi honum eitthvað í
sundi. Þetta var auðsótt mál.
Þegar tímig afst til, var hafizt
handa og sundtök æfð á landi.
Veturinn 1911 var fremur venju
etormasamur .Sundstaður var
ekki annar en sjórinn og þangað
varð að leita og hefja sundæfing-
ar í lónunum um fjöru. Var þá
byrjað á Mullersæfingum til að
hita sig upp og svo farið í sjó-
inn. Ég var vanur þessu volki,
Tryggvi hafði lítt vanizt slík-
um æfingum, en slíkt lét hann
aér ekki fyrir brjósti brenna og
allt fór vel. Lærði hann vel að
fleyta sér og varð síður en svo
meint við þetta.
Part úr tveimur vetrum kom
Tryiggvi svo til Reykjavíkur eftir
áramót til að æfa sund. Telur
hann, að þetta hafi reynzt sér
gott veganesti undir það starf,
tem hans beið. Tryggvi hefur æ
síðan haldið tryggð við sund-
fþróttina og m.a. verið gott il
hans að leita, þegar sundmenn
hefur vantað fallega verðlauna-
gripi o. fl.
Þroskasaga Tryggva Ófeigsson-
ar er líkust ævintýrunum um
unglingana 1 þjóðsögunum, er
héldu að heiman að leita sér íjár
og frama, en höfðu eigi önnur
fararefni en nesti og nýja skó, en
unnu samt sigur á öllum erfið-
leikum og urðu miklir menn.
Tryggvi bauð öilum erfiðleikum
birginn og náði því takmarki áð
„standa uppi stafni, stýra dýrum
knerri“, ekki til að „höggva
onann og annan“, heldur tii að
idraga björg í bú að fornum sið.
Honum hefur auðnazt að sjá
(hugsjónir sínar bera árangur.
Hann er einn af mestu skip-
stjórum og aflamönnum togara-
aldar og fyrirtæki hans jafnan
verið fært um að greiða hæstu
skatta til almenningsþarfa. Út-
gerð hans hefur átt velgengni að
fagna, þó að togaraútgerðin hér
sé í hrörnun og tvísýnt sé, því
ver, um framtíð hennar. Hann
hefur byggt upp glæsilegt fisk-
iðjuver, sem er eins konar fisk-
iðju-háskóli og ein af þeim
styrku stoðum, sem lyft hafa
þjóðinni til æi'ði verkmenningar.
Velgengni Tryggva tel ég
stafa frá hans frábæru glögg-
skyggni og hagsýni og mannþekk
ingu í að velja góða samstarfs-
menn og óbilandi viljaþreki.
Tryggvi var afar mannasæll g
með honum hefur alltaf verið ein
valalið, bæði á sjó og landi. Enn
starfa með honum margir úrvals-
menn, sem verið hafa hjá honum
allan tímann frá byrjun. Á sinni
löngu útgerðartíð hefur Tryggvi
aldrei tapað peningum annarra,
hvorki einstaklinga né bæjarfé-
laga. Hann lét sér ekki nægja að
standa allra manna lengst á
stjórnpal’li, heldur lagði hann
stund á að reikria sem bezt út
hvernig fiskigöngum var háttað,
og mældi hann út hafgrunnið,
þar sem fiskimiðin eru bezt og
hremmdi veiðina, en sneiddi hjá
hættum botnsins og bjarga’ði
vörpunni.
Tryggvi er gæfumaður. Hann
hefur þegið mikið af gjafara
allra góðra hluta í ríkulegum
arði iðju sinnar og í vernd fyrir
sig og skipshafnir sínar og skip á
hafi úti, enda ber hann óbilandi
trúnartraust til hans.
Tryggvi er kvæntur Herdísi
Ásgeirsdóttur skipstjóra Þor-
steinssonar frá Kjörvogi á Strönd
um. Þau hjón eiga miklu barna-
láni að fagna. Börn þeirra eru:
Páll Ásgeir, deildarstjóri í ut-
anríkisráðuneytinu, kvæntur
Björgu Á&geirsdóttur fonseta.
Þau eiga 5 börn. Jóhanna er gift
Jónasi Bjarnasyni, yfirlækni.
Eiga þau 6 börn. Rannveig á 5
börn. Herdís, gift Þorgeiri Þor-
steinssyni, lögreglufulltrúa á
Keflavíkurtflugvelli. Anna, gift
Lawrence P. Mc Donald, lækni,
Atlanta í U.S.A. Þau eiga 3 börn.
Rógmálmi ríða, rekkar á helvegu,
vélráð illa vegast.
En auði með andans orku
snjal'lri
aflaðir þú Tryggvi.
Þau Herdís og Tryggvi verða
fjarverandi á afmælisdaginn.
Erlingur Pálsson.
TRYGGVT er fæddur á Brún í
Svartárdal í Húnavatnssýslu 22.
júlí 1896. Foreldrar hans voru
hjónin Ófeigur Ófeigsson og
Jóhanna Frímannsdóttir. Ófeig-
ur var sunnlenzkur að ætt,
greindur maður og frábær verk-
maður. Jóhanna var dóttir Frí-
manns Björnssonar er lengst var
bóndi í Hvammi í Langadal.
Móðir hennar og fyrri kona Frí-
manns var Helga Eiríksdóttir
frá Efri-Mýrum, en hennar móð-
ir var Ingigerður Þorkelsdóttir,
systir Þorleifs hreppstjóra í
Stóradal.
Fjögra ára að aldri fluttist
Tryggvi með foreldrum sínum
suður á Suðurnes og dvaldi fjöl-
skyldan þar á fleirum en einum
stað um 6 ára skeið, en flutti að
Ráðagerði í Leiru 1906 og til
Reykjavíkur árið 1926. Tryggvi
fór tid Reykjavíkur í ársbyrjun
1916 og hefir alla tíð síðan verið
á togurum og við togaraútgerð.
Hann tók próf frá Stýrimanna-
skólanum 1919 og varð skip-
stjóri á togara 1921. Það starf
stundaði hann samfleytt í 19 ár,
en hætti því 1940. Varð hann
útgerðarmaður nokkru áður en
hann hætti sjómennsku. Einn af
stofnendum „Júpitersfélagsins“
og „Venusarfélagsins“ 1936 og
„Marzfélagsins" 1939 ásamt
Ólafi bróður sínum og fleiri
góðum mönnum. Útgerðin var
rekin frá Hafnarfirði fram til
ársloka 1947, en þá fluttu félögin
alla sína starfsemi til Reykjavík-
ur.
Tryggvi varð framkvæmda-
stjóri félaganna þegar hann
hætti skipstjórn og hefir alltaf
síðan haft það starf á hendi.
Hefir hann átt hluti 1 8 togurum.
Fiskverkunarstöðina á Kirkju-
sandi lét hann byggja á árunum
1948—1950 og frystihúsið þar
1954—1956. Mun það vera
stærsta frystihús landsins og
mjög fullkomið að öllum útbún-
aði.
Þegar Tryggvi flutti til
Reykjavíkur 1916 þá fór hann
gangandi sunnan úr Leiru, og
var þá eignalaus með öllu.
Árið 1920 kvæntist hann Her-
dísi Ásgeirsdóttur, greindri konu
og myndarlegri, Húnvetnskri að
ætt. Þau hafa eignast 5 börn.
Einn son og fjórar dætur. Eru
þau nú öll fullorðin og ágætt
fólk.
Tryggvi ófeigsson er einn af
mestu afburðamönnum íslenzku
þjóðarinnar á þessari öld. Hann
tók að sér, ungur að árum, að
gerast skipstjóri á togara, sem
alla tíð hefir verið örðugt starf
og vandasamt. Var þó miklu
örðugra fyr á árum, vegna þess
að skipin voru þá ekki eins full-
komin að öllum útbúnaði eins
og nú er orðið. En alla þá tíð,
sem Tryggvi var skipstjóri
reyndist hann heppinn aflamað-
ur og að öllu leyti farsæll í
starfi sínu, hvort sem hann var
á sjó eða í landi. Leið því eigi á
löngu þar til hann gerðist sjálf-
ur útgerðarmaður í félagi við
aðra góða menn. Og þegar að
því kom, að hann þreyttist á
sjómennskunni, þá Iþótti hann til
þess sjálfkjörinn, að gerast
framkvæmdastjóri þess útgerð-
arfyrirtækis, sem hann var einn
aðal maðurinn í. Það vandasama
starf hefir hann nú haft á hendi
26 ár og farist það svo farsællega
og vel, að almennt mun litið
svo á, að hann beri af öllum
framkvæmdastjórum togaraút-
gerðarfyrirtækja á landi voru.
Byggist iþað á raunhæfri og ítar-
legri þekkingu, djúpskyggni og
þeirri trúmennsku og samvizku-
semi, að gefa sig óskiptan að
starfi sínu, og sem nú á tímum
er því miður sjaldgæfara en vera
þyrfti. Hann hefir verið mjög
heppiim í því að velja sér góða
menn, bæði til skipstjórnar á
skipunum og til annarra þeirra
starfa, sem mikið veltur á. Hefir
þekking hans og hagsýni átt þar
drýgstan þátt í. Hans hyggilega
stjórn hefir nú leitt til þess, að
hans fyrirtæki hefir um margra
ára skeið borið af öllum útgerð-
arfyrirtækjum togara á fslandi.
Gerir það nú út fjóra togara,
sem heita: Júpiter, Neptúnus,
Marz og Úranus.
Sú fiskverkunarstöð og það
frystihús, sem áður er frá sagt,
hefir haft mikla þýðingu fyrir
allan hag fyrirtækisins í heild
sinni, og sýndi bygging þess
fyrirhyggju Tryggva á þeim
tíma. Þannig hefir og gengið.
mörg síðustu árin að á fyrirtæki
Tryggva hafa verið lögð mikil
og 'þung gjöld, sem orðið hefir
að kasta í hinn stórkostlega
reksturshalla sem reynzt hefir
verða á þeim togarafyrrtækjum,
sem rekin eru á opinberan kostn
að. Er þar að finna gleggsta
sönnun fyrir því hvað hyggileg
stjórn hefir að þýða, og hvort
heppilegra sé að útgerðin sé
rekin af því opinbera eða ein-
stökum mönnum.
Tryggvi Ófeigsson hefir lengi
haft á því mikinn áhuga, að nota
sínar fáu frístundir í sínu ættar-
héraði, Húnavatnssýslu. Þess
vegna gerðist það, að hann tók á
leigu stangarveiði i Vatnsdalsá.
Hafði hann þá starfsemi með
höndum í 11 ár samfleytt. Fór
hann svo vel með ána á því tíma
bili, að fágætt mun eða eins-
dæmi um leigjendur laxveiði-
ánna á ilandi voru. Byggði hann
þar á sinni víðtæku þekkingu og
hyggindum, sem sanna það, að
rányrkjan hefnir sín illa þegar
fram líða stundir.
Á heimili Tryggva og konu
hans á Hávallagötu 9 ríkir frá-
bær rausn og gleðskapur. Hefi
ég af því náin kynni um fjölda
ára. Hjónin bæði eru skemmti-
leg og veitul, og þar er venju-
lega rætt um margvíslega hluti,
sem til ánægju eru. Tryggvi
kann ógrynni af vísum og kvæð-
um, gömlum og nýjum, úr mörg-
um héruðum og eftir fjölda höf-
unda. Hefir hann Hka mjög
glöggan skilning á gildi alls
skáldskapar, og er svo dómbær
á þá hluti, að fágætt má telja.
Nokkuð mun hann hagorður
sjálfur, en fer ákaflega dult með.
Ég nota þetta tækifæri til að
færa þessum mínum kæra vini,
innilegar þakkir fyrir langvar-
andi óbrigðula ' vináttu, fyrir
margar og ógleymanlegar
ánægjustundir á liðnum árum,
og fyrir margvíslega fyrir-
greiðslu og hjálpsemi á liðnum
áratugum.
Ég óska honum innilega tH.
hamingju á þessum tímamótum
ævinnar. í fyrsta lagi með alla
þá gæfu, sem honum hefir
hlotnazt, og allan þann happa-
sæla árangur, sem orðið hefir af
hans fjölþættu störfum á liðn-
um árum.
Ég óska konu hans og börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
til hamingju með að eiga hann
slíkan, sem hann er. Og ég óska
allri fjölskyldunni þeirrar ham-
ingju, að hann megi ennþá lengi
lifa og njóta góðrar heilsu,
vandamönnum sínum og þjóð-
inni allri til heilla og blessunar.
Jón Fálmason.
Guðmundur Péturs-
son — Minningurorð
F. 14. apríl 1951. D. 13. júlí 1966.
í DAG fer fram frá kapellunni
í Fossvogi útför ungs Reykja-
vikurpilts, Guðmundar Péturs-
sonar, Skeiðarvogi 41. Það er
óvænt og sár kveðjustund, því
að Guðmundur starfaði og lék
sér glaðuir og hraustur, unz hann
fórst í vinnuslysi á Öskjuhlíð
síðdegis miðvikudaginn 13. júlí.
Guðmundur Péfcursson fæddist
hér í Reykjavík 14. apríl 1961.
Foreldrar hans voru hjónin Stein
unn Ólafsdóttir og Pétur Guð-
mundsson verkfræðingur. Hann
ólst upp úti í Kaupmannahöfn,
austur á Homafirði og í Reykja-
vík. Hér gekk hann í skóla,
fyrst Austurbæjarskólann, en síð
an Vogaskóiann. Þaðan lauk
hann unglingaprófi á s.l. vori.
Guðmundur ólst upp í góðri og
samhentri fjölskyldu. Systkini
hans eru tvö, Margrét, sem nú
er 11 ára, og Sverrir, 8 ára. Við
afa sina og ömmur hafði hann
mikið samband. Föðurforeldrar
hans eru Helga Jónsdóttir og
Guðmundur Magnússon, sem
margir borgarbúar þekkja af
starfi hans við danska sendiráðið
við Hverfisgötu um áratugi. Móð
urforeldrarnir eru Margrét Hálf
danardóttir og Ólafur ólafsson
húsasmíðameistari, sem lengi
bjuggu í Bolungarvík, en fluttust
til Reykjavíkur fyrir allimörgum
árum.
Guðmundur var fimm ára,
þegar kynni okkar hófust, skýr
snáði og ófeiminn í orðaskiptum
Hann átti jafnan auðvelt með að
blanda geði við jafnaldra sína
og raunar allt fólk. Tók hann
því þátt í ýmsum félagsskap og
kynntist mörgum. Hann var
hjálpfús og lagði sig fram um
að sinna þeim, sem hann vissi
afekipta. Hann var framtaks-
sámur og réðst sl. sumar sem að-
stoðarmaður við byggingarfram-
kvæmdir. Til sama starfa réð
hann sig nú í vor. Er iíklegt, að
hann hafi látið sér til hugar
koma að takast síðar á við flókn
ari verkefni á þessu sviði og feta
í fótspor föður síns við að skipu
leggja verk og stjórna mann-
virkjagerð.
Þegar unglingar falla frá,
bregðast vonir okkar litlu þjóð-
ar um nýta þegna, góða liðs-
menn í sókninni til betra lífs í
landinu. Vonir foreldra og vina
um framtíð ungs manns bregðast
að sönnu um leið, en þar með
er ekki öll sagan sögð. Steinunn
og Pétur Guðmundsson eiga minn
inguna um gleði þeirra 15 ára,
sem þau höfðu Guðmund hjá sér
og vissuna um, að þau áttu góð-
an dreng, sem á skammri ævi
var hvers manns hugljúfi. Vinir
og ættingjar minnast hans sem
hins káta pilts og góða manns-
efnis. Hann var alla ævi að
stækka og styrkjast að afli og
þroska. Til moldar er hann bor-
inn í miðri árstíð gróðurs og
blómgunar. í hugum okkar verð
ur minning hans tengd því, sem
er bjart, ungt og vaxandi.
Þór Vilhjálmsson.
t
ÞEGAR kveðja skal ungan vin
hinzta sinni, vin sem ekki var
eldri en 15 ára, segir það sig
sjálft, að ekki er af miklu að
taka, svo ungur drengur hefur
a'ð sjálfeögðu lítið skilið eftir sig
af stórum verkum. Hins er þó að
geta, að slíkur drengur, sem vin-
ur okkar Guðmundur var, skildi
eftir sig djúp spor af góðum end-
urminningum, sem gott er að
minnast.
Hann starfaði mikið í Skátafé-
lagi Reykjavíkur, var einnig á-
hugasamur í æskulýðsstarfi Lang
holtssafnaðar og skógarmönnum
KFUM. Vel búinn frá sínu heim-
ili og frá þessum æskulýðsfélög
um var hér mannsefni á fer'
inni.
Okkur er það hulið, hva.
hendi Drottins ^er hverju sinni,
en setur jafnan hljóða, er hún
tekur svo nærri.
Það er óskiljanlegt, hvernig
það má vera, að hún skuli lenda
á svo ungum dreng. Dreng, sem
átti svo marga drauma, sem átti
svo margt eftir að gera, sem leit
svo björtum augum á lífið, sem
svo miklar vonir voru bundnar
vfð, elskaður af foreldrum, syst-
kinum og öllum, sem til hans
þekktu.
Við getum verið viss um. að
Guð hefur ætlrð honum starf
hjá sér. Það er huggun harmi
gegn.
Söknuður og harmur sá, sem
foreldrar hans hafa orðið fyrir,
er mikill, en Guð mun lækna
hin djúpu sár. Það eina, sem við
getum gert, er að treysta honum
og forsjá hans.
Við sendum foreldrum hans,
Steinunni H. Ólafsdóttur og
Pétri Guðmundssyni, systkinum
og öðrum ættingjum okkar inni-
legustu kveðjur og biðjum Guð
að blessa þau.
Vini sína vildi hann hafa káta,
vorið um hann kveður gleðibrag.
Ég veit hann enn þá vakir yfir
þér,
og vill ei, að þú grátir yfir sér.