Morgunblaðið - 22.07.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.1966, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. júlí 1966 MORGU N BLAÐIÐ 15 Rómantík og illgresi LíOKSINS er stefnan mótuð í ræktunarmálum okkar hér á landi. I>að á að rækta illgresi í stað túngrasa. Jónas Pétursson, alþingismaður, fyrrverandi til- raunastjóri í jarðrækt og núver- andi formaður stjórnar Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins, skrifaði á síðastliðnu ári greinar korn í Frey um fóðurgildi tún- fífils og annarra tvíkímblaða jurta, jafnframt kvartaði hann yfir ráðunautum, sem ferðuðust um landið og sprautuðu eitri á þessar dásamlegu jurtir. Róman- tíkin lengi lifi, en fer hún ekki út í öfgar þegar fyrrverandi til- raunastjóri fer að halda upp á arfa, aðeins af því, að hann ber blóm. í>að væri ekki óeðlilegt að fyrr verandi tilraunarstjóri reyndi að gera sér grein fyrir hvað er illgresi. Allar nytjajurtir geta verið iil gresi, t.d. voru kartöflur afleitt illgresi í gulrótargörðum hjá garð yrkjubændum í Grafarbakka- hverfinu í Hrunamannahreppi fyrir nokkrum árum. Bláber eru ágæt á bragðið og við tínum eins mikið af þeim og við höfum tök á, en bláberjalyng er versta illgresi í beitarlöndum, en sem betur fer þurfum við ekki að slást við það í túnum. Hveiti er illgresi í byggökrum og bygg illgresi í hveitiökrum. Túnfífill og arfi eru illgresi í túnum, en geta verið til verulegs gagns í beitilöndum. Sennilega á arfinn óvíða við, að minnsta kosti ekki haugarfi. Þótt nokkur ensk fræ- sölu fyrirtæki auglýsi sérstakar beitarblöndur, sem innihalda margar tegundir tvíkímblaða jurta, þar á meðal fræ af tún- fífli, þá er ekki ætlazt til, að þessum blöndum sé sáð í slægju lönd, eða að fyrrverandi tilrauna *tjóri uppi á íslandi fari að syngja „Fífilbrekka gróin grund“ með tregatón yfir horfnum, gul um breiðum fífla og sóleyja. Þar sem ég undirritaður hef gert nokkuð að því á undanförn- um árum að leiðbeina bændum um eyðingu illgresis, að vísu með misjöfnum árangri. þá var skeytum tilraunastjórans eflaust beint til mín. Mér vitanlega hef ur enginn annar ráðunautur farið um landið og úðað gegn illgresi. Smávegis huggun gæti það samt verið fyrir formann Rannsóknarstofnunar landbúnað arins að fá vitneskju um það, að sennilega hefur enginn ráðunaut ur drepið túnfífil vísvitandi í túnum, en ég get ekki neitað því að hafa drepið nokkrá fífla í grasblettum hér í Reykjavík. Fífillinn hefur sennilega orðið sjálfdauður í flestum túnum hér á landi þegar áburðarnotkunm jókst og ræktun túnanna varð betri. „Nú hækkar hagur Strympu", því sennilega á fífillinn og arf- inn og allir þeirra fylgifiskar bjarta farmtíð fyrir höndum, þar sem einn valdamesti maður í til rauna- og rannsóknastarfsemi landbúnaðarins hefur tekið þá félaga undir sinn verndarvæng. Hér að framan hefur ekki ver- ið vitnað í niðurstöður tilrauna, enda gefur grein Jónasar Péturs sonar ekki tilefni til þess. En í flestum löndum hafa verið gerð- ar víðtækar tilraunir með ýms illgresiseyðingarlyf, til að út- rýma fíflum og öðru illgresi úr nytjagróðri. Þessum fáu línum vildi ág koma á framfæri i Morgunblað- inu vegna þess, að aðalatriðin úr umræddri grein Jónasar voru endurprentuð í Morgunblaðinu þann 1. þ.m. undir fyrirsögnlnni „Fífilbrekka gróin grund“. Agnar Guðnason. H allgrímskirkja ÞEXJAR ég geng upp Skólavörðu- stíginn og sé útbreiddan geysi- víðan faðm hinnar hækkandi Hallgrímskirkju, finnst mér skemmtilegt að hugsa til þess, að Guðjón Samúelsson, fyrrverandi húsameistari ríkisins, skyldi vera svo bjartsýnn, framsýnn, stórhuga og trúaður á framtíð Reykjavíkur og þjóðarinnar, að áræða að gera uppdrátt að þess- ari miklu kirkju, sem sennilega á eftir að verða vegleg kóróna höfuðstaðarins. í framhlið kirkjunnar sé ég útbreiddan faðm móður okkar kristinna manna. Einhverjir, sem vildu þoka henni burt, þóttust sjá þar „selshreifa". Menn líta misjöfnum augum á eitt og ann- að. Eitt skáldið okkar sá í gróð- Yfirlýsing um landbúnaðarmál frá formanni framkvæmdanefndar héraðsnefnda bænda VEGNA spurninga, sem sum dag blöðin hata beint til mín síð- ustu daga, sem formanns fram- kvæmda stjórnar þeirrar, er hér aðsnefndir bænda kusu sér, um viðhorf þessara samtaka nú eft- ir tilkynningu Framleiðsluráðs og fund fulltrúa nefndanna á Akureyri 16 júlí sl vil ég leyfa mér að senda dagblöðunum eftir farandi, svo að þau sitji öll við sama borð um svör af minni hálfu. Ég vil taka það fram, að full- trúar bænda gera sér ljóst, að innvigtunargjaldið svonefnda er ekki orsök heldur afleiðing vand ræðaástands, sem orðið var. Vegna hinna miklu smjörbirgða, og þess, sem vantaði á að út- flutningsuppbætur dygðu, vant- aði um 80 millj. kr. til þess að bændur gætu fengið lögákveðið framleiðsluverð fyrir vöru sína á sl. ári og nokkrar mjólkur- vinnslustöðvar gátu ekki greitt bændum út að fullu verð sl. árs. Orsök þess var einnig sú, að Seðlabankinn lækkaði afurðalán landbúnaðarins um 14,5% þar sem hann taldi smjörbirgðirnar ekki þess virði, sem þær voru skráðar. Ráðstöfun Framleiðslu- ráðs var því eðlilegt neyðarúr- ræði eins og komið var. Eftir tilkynningu Framleiðsluráðs á dögunum um að Seðlabankinn hafi hækkað afurðalánin og inn vigtunargj aldinu verði aflétt 1. september er fjárhagsvandinn ekki leystur nema að nokkru og engin viðhlítandi lausn feng- in á þeim vanda, sem fundur héraðsnefndanna fjallaði um, og var það einróma álit Akureyrar- fundarins. Enn vantar þessar vinnslustöðvar rúmar 20 milljón ir til þess að geta lokið greiðsl- um fyrir árið 1965 og vantar t.d. 40 aura á lítra hjá Mjólkursam- lagi KEA og meira hjá hinum tveimur. Það liggur í hlutarins eðli, að bændur geta ekki tekið þeirri verðskerðingu, sem þeim yrði þarna búin, og ég vil undir- strika það, sem Sigurður Sig- mundsson í Syði a-Langholti, einn af stjórnarmönnum héraðs- nefndanna hefur sagt, að sunn- lenzkir bændur mundu ekki una slíkri skerðingu og ekki von að norðlenzkir bændur geri það heldur, og því legði hann þunga áherzlu á, að þessi vandi væri leystur nú þegar Af þéim orsökum, sem hér hafa verið taldar, leit Akureyr- arfundurinn einróma svo á, að fjárhagsvandinn væri ekki nema að nokkru leystur og engin við- hlítandi svör fengin við þeim kröfum, sem futidur héraðsnefnd anna á Sögu um daginn setti fram, og er það forsenda þeirrar álytkunar, sem Akureyrarfund- urinn gerði einróma og tilmæl- anna um stéttarsambandsfund til þess að ræða aðgerðir. Við telj- um einnig, að ein meginorsök þess, að fullt verð næst ekki á yfirstandandi ári sé setning Framhald á bls. 27 ursælum sléttum Danmerkur einna helzt neflausa og augna- lausa ásýnd, en þjóðskáldið okk- ar, Matthías Jochumsson, sá þar „Brosandi land, fléttað af sól- hýrum sundum saumað með blómstrandi lundum.“ Og stór- skáldið Einar Bendiktsson kvað um flatlendið í Kanada: „Þar frelsandi sléttan, fangmjúk og sterk, fóstrar hvert barn hins sækjandi vilja.“ — Svo misjafn- lega líta menn á meistaraverk náttúrunnar, hvað þá mannanna. Á vesturhæð miðbæjar Reykja- víkur rís fögur kirkja. Hana teiknaði Guðjón Samúelsson. Á austurhæðinni er að rísa önnur enn meiri. Hana teiknaði sami maðurinn, er hann hafði lokið að mestu að gera og láta gera uppdrætti að 700 húsurn, þar af 62 kirkjum, 66 prestsetrum og yfir 100 skólum, einnig stórhýs- unum Háskóla íslands, Þjóðleik- húsinu, Landsspítalanum og fleiri, þá gerði hann teikninguna af Hallgrímskirkju. Hiún mun lengi vitna um stórhug hans, en hún vitnar þó fyrst og fremst um hann, sem hún er heitin eftir, hann, sem „svo vel söng“ trúar- Ijóðin „að sólin skein í gegnum dauðans göng,“ — Hallgrím Pétursson. Þegar framtíðarbörn Reykja- víkur fara sína skemmtigöngu frá dældinni milli hæðanna tveggja, dalnum, þar sem varð- veittar eru minningarnar um hið fyrsta landnám í Reykjavík, og ’eggja leið sina upp á Skóla- vörðuhæðina, þá opnast þeim þessi mikli, útbreiddi faðm kirkjunnar, sem í nafni þess lausnara, sem Hallgrímur Pét- ursson, söng um sín ódauðlegu trúarljóð, vill taka börn þjóðar- innar í faðm sinn um allar ókom.iar aldir. Ef kynslóð geimrannsókna og vísinda blindast svo af ljóma sinna eigin afreka, að hún kemur ekki auga á guð feðra sinna, þá ríður henni mun meira á að eiga musteri hinna guðlegu dyggða — kærleikans, réttlætis- ins og góðvildarinnar, þessara dyggða, sem við innifelum í guðshugtakinu og mannkyn get- ur ekki án verið vilji iþað lifa í sátt og farsæld, leyst fná eðlis- hneigð rándýrsins, og láta sönn reynast orð skáídsins, að „must- eri Guðs eru hjörtun sem trúa.“ Pétur Sigurðsson. ABC UPPTÆKT Madrid, 21. júlí, NTB — Spænska lögreglan gerði í dag upptækt upplag dagbla'ðsins ABC, sem er málgagn konungs- sinna. Ástæðan var grein eftir blaðamanninn og rithöfundinn Luis Maria Anson, þar sem hann hvatti eindregið til þess, að Don Juan Carlos prins tæki við stjórn artaumum á Spáni, að Franco iiðnum. Giftir sig senn MIKIL leynd hefur hvílt til þessa yfir brúðkaupi for- setadóttur Bandarikjanna, Luci Baines, og Patricks John Nugent, sem haldið verður laugardaginn 6. ágúst Nú eru boðskortin tekin að streyma úr Hvíta húsinu til 400 gesta, sem enginn veit hverjir eru, en margir þeirra kváðu vera frá Waukegan og Texas. Luci er nú búin að velja sér brúðarkjói með klassisku sniði og gjafir eru þegar teknar að streyma til Hvita hússins, 50-60 að meðal tali á dag. Vinir þeirra hafa látið í veðri vaka, að eftir brúð- kaupið muni þau líklega leigja sér flugvél og halda til Caribbean eyju til að eyða hveitibrauðsdögunum. Hverjum verður boðið? Isaf jörður fær góð ar afmælisgjafir ísafirði, 20. júlí — í SAMBANDI við hátíðahöldin á aldarafmæli ísafjarðarkaup- staðar um s.l. helgi bárust ýmsar veglegar og góðar gjafir. Sigur- jón Sigurbjörnsson frá Reykja- vík gaf 30 þús kr. í byggingar- sjóð Elliheimilis til minningar um fósturforeldra sína Kristínu Hákonardóttur og Þórarin S. Guðbjartsson. Ingólfur Jónsson, fyrsti bæjarstjóri á ísafirði og kona hans, Sóley S. Njarðvík, gáfu tvær vandaðar og fallegar bækur. Er önnur listaverkabók, en hin fyrsta heildarútgáfa af verkum G.B. Shaw í einu stóru bindi. Frá Vestfirðingafélaginu á Akureyri barst að gjöf mál- verk af Akureyrarkaupstað eftir Garðar. Auk þess barst fyrir skömmu gjöf bæjarstjórnar Húsa- víkur, sem tilkynnt hafði verið í vetur, en það er stór og mjög fögur lituð ljósmynd af Húsa- vík. Bæjarstjórninni bárust ágæt- ar gjafir frá vinabæjum á Norð- urlöndum. Frá Hróarskeldu barst ljósprentun af handriti Sturlunga sögu. Var sú ljósprentun gefin út árið 1958. Frá Tönnsberg bárust mjög fallegir þriggja arma kertastjakar úr silfri. Frá Linköping barst blár krystal- stallur hár og forkunnarfagur með sandblásnu skjaldarmerki Linkjöping-bæjar. Og frá Joen suu barst skjaldamerki bæjar ins og einnig fögur silfurskái með igreyptri mynd af dóm- kirkju bæjarins. Mikill fjöldi gjafa barst ísa- fjarðarkaupstað á afmælisdag- inn 26. janúar s.l. og hefur þeirra verið getið áður. Gunnar Vagnss. yfir fjármála- deild útvarpsins Menntamálaráðuneytið hefur tilkynnt að Gunnar Vagnsson, viðskiptafræðingur, hafi verið settur framkvæmdastjóri fjár- máladeildar Ríkisútvarpsms frá 1. október næstkomandi að telja. Gunnar er viðskiptafræðingur að mennt . Hann var fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna 1945-46, bæjar- stjóri á Siglufirði 1946-1949, starfaði síðan við endurskoðun og var fultrúi á aðalskrifstofu SÍS 1953-58, en þá varð hann fulltrúi í samgöngu- og iðnaðar- málaráðuneytinu og deildar- stjóri þar frá 1962. Biskupar Islands og Færeyja til Skúlholtshútíðar SKÁLHOLTSHÁTÍÐIN verður haldin 24. júli n.k., en hún er að venju haldin sunnudag næst an Þorláksmessu á sumri. Hátíðin hefst með messu í Skálholti. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson þjón ar fyrir altari. Biskup Færeyja, herra Jakup Joensen prédikar. Þá syngur Skálholtskórinn, for- söngvarar eru Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlendsson. Trompet leikarar eru Sæbjörn Jónsson og Kristján A. Kjartansson. Organ- leik annast Guðjón Guðjónsson stud. theol. Samkoma í Skálholtskirkju hefst kl. 16,30. Þá leikur Árni Arinbjarnarson orgellög trúar- legs eðlis eftir Johan Sebastian Bach. Guðmundur Daníelsson skáld, flytur ræðu og Sigurveig Hjaltested og Margrét Eggerts- dóttir syngja með undirleik Árna Arinbj arnarsonar. Þá les Guðmundur Ingi Krist- jánsson skáld frá Kirkjubóli frumort kvæði. Síra Guðmundur Óli Ólafsson staðarprestur annast ritningarlestur og flytur bæn. Samkoman endar á almennum söng. Hjónaspil og Tónaspil á Húsavík Húsavík, 19. júlí. Ferðaleikhúsið sýndi sjónleik ina Tónaspil og Hjónaspil í sam' komuhúsinu í Húsavík í gær- kvöldi. Aðsókn var góð þrátt fyrir að yfir stæði fyrsta síldar söltun sumarsins, enda gafst þarna tækifæri á að sjá unga leikara ásamt hinum þjóðþekktu gestum Baldvini Halldórssyni og Róbert Arnfinnssyni, sem nú fara með hlutverkin í Hjóna- spilinu ásamt Kristínu Magnús. Flokkurinn fer héðan vestur um land og sýnir á Akureyri á fimmtudagskvöld-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.