Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 3

Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 3
Miðvikuflagur 27. Júlí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 ÁTTA hestamannafélög: af Suðvesturlandi gangast fyrir ntiklu hestamannamóti að Skógarhólum við Þingveiii núna um naestu helgi. Þetta er í þriðja skipti, sem slíkt hestamannamót fer fram á Skógarhólum, en það land er í leigu Landssambands hesta manna. Verður þarna væntan lega mikið um að vera, enda mun þetta vera stærsta mótið, sem þessi félög gangast fyr- ir. Þarna verður keppt í kapp reiðum, og ennfremur verða ýmiss sýningaatriði. Mun iáta nærri að hátt á 300 hestar komi fram á móti þessu, og þar af 65 hestar sem taka þátt í kappreiðunum, en þar er um 10 hestum fleira en Þessi mynd var tekin á landsmótinu að Hólum hér á dögunum, og sést þar hvar Ölvaldur sigrar í 300 metra stökkinu. Ölvald’ir verður meöal keppenda í 300 metra stökkinu :.j Skóg arhólum um helgina. Hátt á 3. hundrað hestar koma f ram á Skógarhólamótinu um helgina Verðiaun verða veitt rumlega 50 þúsund kr. í kappreiðunum tók þá’tt í kappreiðunum á Hólum hér á dögunum. Mótið hefst kl. 6 á laugar- dag með því að keppt verður í undanrásum kappreiðanna. Kn á sunnudag byrjar svo mótið aftur kl. 8 árdegis með því að hestamenn frá þessum átta félögum ríða í hópreið inn á mótssvæðið í félagsbún- ingum sínum. Þegar hópreið- inni er lokið verður mótið sett, og síðan verður stult helgistund á svæðinu, og mun séra>Eiríkur J. Eiríksson sjá um hana. Að því loknu fer fram hópsýning eða eins kon ar góðhestasýning. Hafa fjórir mestu gæðingar í hverju þess ara 8 félaga verið valdir, og mun þeim verða riðið inn á svæðið fjórum og fjórurn i einu. Ennfremur er ráðgert að ýmiss konar sýningar milli einstakra þátta mótsins, og munu hestamennirnir sjálfir annast þau. Loks má geta þess að Lúðrasveit Reykjavikur mun leika þarna á mótinu. Eins og áður segir munu 65 hestar taka þátt í kappreið- unum, sem fara fram á sunnu dag. Eru í þeirra hópi flestir af þekktustu hlaupahestum landsins. Verður keppt í 250 metra skeiði, en þar eru skráðir 16 hestar. Meðal þeirra eru hinir þekktu skeið hestar, Logi, Hrollur, sem sigraði á landsmótinu á Hól- um í þessari grein, Neisti frá Stokkseyri og Vordís úr Gnúpverjahrepp. Er þetta fyrsta mótið sem hún keppir á, en mjög miklar vonir eru bundnar við hana. Keppt verður ennfremur í 300 metra stökki, og eru þar skráðir hvorki meira né minna en 27 hestar. í þeirra hópi eru Tilberi Skúla á Svignaskarði, Gulagletta Sig- urðar Ólafssonar og Ölvald- ur úr Borgarfirði, sem var sigurvegari í þessari grein á STAKSTEIMAR Hólum. Þá verður keppt í 600 metra brokki, en Skóg- arhólamótið er eina mótið, sem hefur það á keppnisskrá sinni. Loks er það hápunktur mótsins — 800 metrar. Þar mætast allir þekktustu stökk hestar landsins, og má búast við mikilli og harðri keppni, Meðal þessara hesta eru fs- landsmethafinn í 300 metrun um frá því á Skógarhólum í fyrra og sigurvegarinn í þess ari grein að Hólum, Þytur, Blesi Þorgeirs í Gufunesi, — Kirkjubæjar-Blesi Jóns á Reykjum, Garpur Jóhanns í Dalsgarði og Gustur Baldurs Bergsteinssonar. Alls keppa í þessari grein 15 hestar. Góð verðlaun verða veitt fyrir kappreiðarnar. Þó ber þar hæst verðlaunin í 800 m., en þar eru 1. verðlaun 12 þús- und kr., önnur verðlaun 6 þús. kr. og þriðju verðlaun 3 þús. kr. Fyrstu verðlaun í skeið- inu verða 10 þús. kr., önnur 5 þús. kr. og þri'ðju 2500 kr. Fyrstu verðlaun í 300 mestra stökki eru 8 þús. kr., önnur 4 þúsund og þriðju 2 þús. kr. í brokkinu fá þrir fyrstu hest arnir verðlaunapening, en auk þess fá fyrstu hestar í hverri grein gullpening. Aðstaða er nú að verða mjög góð í Skógarhólum, að því er forráðamenn Skógar- hólamótsins tjáðu fréttamönn um í gær, vatnsból er komið á mótssvæðið, en það hefur vantað að undanförnu, og hlaupabrautirnar hafa aldrei verið betri. Þess má geta a‘ð lokum að Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði sér um veit ingar fyrir áhorfendur á mót- inu. Formaður framkvæmda- nefndar Skógarhólamótsins er Pétur Hjálmsson, gjaldkeri mótsins er Bergur Magnússon en ritari þess Kristján Karls- son. SannEeikurinn og Tarsis ÞAR eð ég hét lesendum ná- kvæmni í grein minni, sem birt var í Mbl. 24. júlí, tel ég rétt að leiðrétta villur, sem slæddust í greinina í setningu. 4 handriti mínu stóð, að heims- kommúnisminn hefði undirbúið yfirstandandi styrjöld í Víetnam í áratug — ekki áratugi. Þá áætl- aði ég sannleikshlutfall frásagn- ar Tarsis um 95 af hundraði og hlutfall islenzkra útvarpsfregna enn meira, en ekki einungis 90 af hundraði. Loks hét grein mín — Sann- leikurinn og Tarsis, en ekki sannleikurinn um Tarsis. Ber hér tvennt til, þekki ég Tarsis lítið og grein mín fjallar um fleira en hann. Freysteinn Þorbergsson. Hráefnisöflun irystihúsanna UmræSur um framtíð tögara- útgerðarinnar urðu miklar, þeg- ar Síldar- og fiskimjölsverksmiðj an ákvað að leggja fjórum tog- urum sínum og freista þess að fc. selja þá til útlanda. Síðan bafa þær umræður fallið niður, en. úrslit þessara mála geía haft víð tæk áhrif í fiskiðnaði íslendinga. í ræðu, sem Gunnar Guðjónsson, formaður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna flutti á aðalfundi S.H. í júní síðastliðnum ræddi hann um hráefnisskort hrað- frystihúsanna og sagði m.a.: „Neikvæð áhrif á rekstur hrað frystihúsa einstakra byggðar- Iaga vegna minnkandi fiskhrá- efnis á undanförnum vetrarver- tíðum má meðal annars sjá á framleiðslu hraðfrystihúsa innan S.H. Framleiðslan frá 1. janúar til 30. apríl í ár hafðí minnkað sem hér segir, samanborið við sama tíma 1964 j eftirtöldum byggðarlögum. í Vestmannaeyj- um hefur framleiðslan minnkað um 46%, á Suðurnesjum um 35%, í Reykjavík og nágrenni um 46%, á Akranesi um 37%, Reyðarfirði 18%, Norðurlandi um 13% og á Austfjörðum um 17%. Á Vestfjörðum hefur aftur á móti verið um örlitla fran.- leiðsluaukningu að ræða“. Þróun þorskveiðanna í fyrrgreindri ræðu fjallaði Gunnar Guðjónsson einnig um þróun þorskveiðanna samanbor- ið við sildveiðar og sagði: „Þróunin í þorskveiðunum samanborið við síldveiðarnar hef ur verið ömurleg síðustu fimm árin, svo ekki sé farið enn lengra aftur í tímann. Á tímabilinu 1961—1965 hækkar heildarfisk- aflinn úr 647 þúsund tonnum í eina milljón 198 þúsund tonn. Þorskaflinn sem fór í vinnslu árið 1961 var 273 þúsund tonn, eða 42,1% heildaraflans, árið 1965 fóru 326 þúsund tonn í vinnslu eða aðeins 27,2% heildar * aflans. Á þessum árum var ís- fiskur seldur úr togurum erlend is, óverulegur samanborið við það, sem áður tíðkaðist. Sé farið lengra aftur í tímann eru breyt- ingarnar enn meiri. T.d. árið 1956 eða fyrir . tíu árum var heildaraflinn 444 þúsund tonn, og fóru þar af þorskafli til vinnslu 313 þúsund tonn, eða 70,4% heildaraflans. Af þorsk- aflanum hafa farið I frystingu síðustu fimm árin rúmlega 50%. Að magni til hefur verið um al- gjöra stöðnun að ræða síðustu þrjú árin. Til frystingar fóru af þorskaflanum árið 1963 174 þúsund tonn eða 54%, 1964 184 þsund tonn eða 51,3% og árið 1965 183 þúsund tonn eða 56,1%“. Rækileg athugun Þessar tilvitnanir í ræðu for- manns S.H. ættu að nægja til þess að vekja athygli á því mikla vandamáli sem hér er um að ræða. Tilgangslaust er að halda því fram \ð það sé auðvelt úr- lausnar að það sé á færi stjórn arvalda einna að finna á því hag kvæma lausn. Framfarir og breytingar í fiskveiðum okkar hafa orðið til þess að megin- áherzlan hefur á undanförnum árum verið lögð á byggingu stórra og fullkominna fiskibáta til síldveiða og aðrar greinar fiskveiða hafa reynit ófærar að keppa við síldveiðsrnar um mannafla og kjör. * En það er alvarlegt mál ef hráefnisöflun til frystihúsanna minnkar stöðugt og þess vegna hljóta íslendingar nú að taka öll þessi mál til rækilegrar at- hugunar og endurskoðunar með það fyrir augum að hin full- komnu frystihús úti um land allt, sem veitt hafa mikla a t- vinnu og skapað mikil verðmæti verði nýtt, svo vei sem kostur er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.