Morgunblaðið - 27.07.1966, Blaðsíða 19
MiSvikucIagur 27. 1966
MORGU N BLAÐIÐ
19
RÍKISÚTVARPIÐ er sú stofnun
sem nær til flestra landsmanna.
Það mun leitun á fjölskyldum
sem ekki hafa útvarpstæki, eitt
eða fleiri. í flestum bifreiðum og
Ibátum eru hlustunartæki og víða
á vinnustöðum glymur í útvarpi,
sýknt og heilagt, einfcum hávær
músik, mörgum til leiðínda og,
jafnvel heilsutjóns. Á kvölddag-
skrána hlustar fólk mikið, eink-
um |þó aldraðir menn og iþeir
er ekki eiga mjög heimangengt.
Þetta er óneitanleg dægrastytt-
ing og skemmtun fyrir þúsundir
manna. Það er því hreint ekki
lítiis vert, að vel sé vandað til
útvarpsefnis, af þekkingu, alúð
og nærgætni með tilliti til hins
mismunandi smekks hlustenda.
Mér finnst hafa tekizt furðu-
vel að gera hið íslenzka útvarp
sæmilega úr garði. Þetta var og
er mikið vandaverk. Það vildi
svo heppilega til að nokkrir vel
færir menn komu að útvarpinu
í byrjun og settu það á laggirnar.
Vil ég þar aðeins nefna þrjá
menn, Jónas Þorebrgsson, Jón Ey
þórsson og Helga Hjörvar, þótt
fleiri mætti geta. Síðan mætti
nefna marga ágæta og færa
menn, sem hafa lagt hæfileika
tíma og krafta í stjórn útvarps-
ins og rekstur þess.
Ríkisútvarpið er vel þess vert,
að þess sé getið og um það fjall-
að, stuttlega, í stærsta blaði lands
ins og víðlesnasta, iþá einkum til
lofs, því er vel þykir gert en þó
einnig til aðfinnslu og ábend-
inga, þar sem miður þykir fara.
Mig langar til að byrja með
því, að minnast lítils háttár á
þulina. Það gleður alla útvarps-
hlustendur að bezti þulurinn,
Jón Múli Árnason, er nú aftur
kominn og tekinn til starfa. Ósk-
um við honum góðrar heilsu.
Mér þykir alltaf ánægjulegt að
heyra hann bjóða okkur velkom-
in á fætur klukkan sjö á
morgnana og rabba svo við okk-
ur stuttá stund, um veðrið,
fuglana, skýin, sólina og skipin
á sinn góðlátlega og greindarlega
hátt. — Ragnheiður Ásta Péturs-
dóttir talar áheyrilega og skýrt.
Jóhannes Arason er duglegur
þulur en talar stundum of (eða
óþarflega) hart. Leifur Þórarins-
son hefur góða rödd, en málfær-
ið mætti laga, t. d. sleppa ekki
aftan af oröum. Sjálfsagt gæti
hann vanið sig af þessari hroð-
virkni, sem virðist alveg óþörf,
en er til iýta. Aðrir er sjaldanar
tala sem þulir eða viðtalsmenn
eru sumir ágætir en aðrir lakari.
Mér finnst að útvarpið ætti ekki
að láta tala í síma utan af landi
eða frá útlöndum, það heyrist
oft illa, heldur senda skeyti og
láta þul lesa. Þetta á, sjálfsagt,
að vera eitthvað „persónulegra"
en nær sjaldnast tilgangi sínum.
Sverrir Kristjánsson flytur nú
ágæta þætti um kafla úr sögu
Þýzkalands. Er mikill fengur að
þessum fróðleik um hina þýzku
þjóð sem var svo undarlega
sundruð í fjölda smáríkja um
langa hríð, að fádæmum sætti.
Bismarck júnkari, síðari fursti,
stofnaði hið prússneska keisara-
dæmi, voldugt ríki, samsett úr
mörgum ríkjum, konungsríkjum,
stórfursta, fursta, hertogadœmum
og fríborgum en járnkanslarinn
vildi það aldrei, eða vildi ekki
skilja, að sameining allra þýzkra
manna í Mið-Evrópu með lýð-
ræðislegu stjórnarfyrirkomulagi
var eina vonin um viðgang og
veldi Þýzkalands og Austur-
ríkis. Bismarck dó 1895. Ég vona
að Sverrir Kristjánsson haldi
áfram sagnfræðilegum útvarps-
fyrirlestrum sem lengst. — Gunn
ar Bergmann flytur erindi um
ferðalag í Sovét-Rússlandi, all-
fróðleg en kryddar þau með
alltof mikilli músik. Að vísu er
músikin góð, en ætti betur heima
í sérstökum þætti. Þórleifur
Bjarnason flutti á mánudag tutt-
ugasta lestur skáldsögu sinnar
„Hvað sagði tröllið“. Eins og
mörgum er kunnugt er saga
þessi um hrjúft fólk í hrikalegu
umhverfi, gerist á Hornströnd-
um á síðari hluta nítjándu aldar.
Það var á þeim tímum er lýsis-
lampar voru enn notaðir, rímur
kveðnar, fólk og fénaður dó úr
hor og harðrétti í harðindum. Þá
var annað hvort að duga eða
drepast á þeim slóðum. Kraft-
mikil saga og góð lýsing á fólki
og umhverfi.
„Á höfuðbólum landsins" nefn-
ist þáttur er nú gengur í útvarp-
inu. Er þetta fróðlegur þáttur,
er vel tekst. Prófessor Magnús
Már Lárusson talaði á þriðju-
dag um höfuðbólin Laugarnes,
Reykjavík og Nes við Seltjörn.
Hann er mjög vel að sér í sögu
þessara býla, sem höfuðborgin
hefur nú lagt undir sig að mestu
leyti. Vitnaði hann í mörg rit og
marga fræðimenn. Dr. Ólafur
Lárusson, sem líklega er fróðast-
ur maður í byggðasögu landsins
á sinni tíð, telur að Seltjarnar-
nes takmarkist við Fossvogsbotn
og Elliðaárvog, eða nálægt því.
Þetta getur verið rétt, en þó
hygg ég að nesin hafi upphaflega
verið þrjú, Digranes, Laugarnes
og svo Seltjarnarnes. Byggi ég
þá skoðun á því, að Seltjörnin
sést ekki fyrr en komið er alveg
að henni að austan og setur því
engan svip á landið er komið er
austan að. — Það er líklega rétt,
sem prófessor Magnús sagði, að
fyrsta kirkjan, hér hefur staðið
nálægt því sem minnisvarði
Skúla fógeta nú stendur, en þó
er líklegt að bærinn Reykjavík
hafi í fyrstu verið austan við
lækinn, í eina til hálfa aðra öld
en þá verið færður vestur fyrir
tjörnina, en þetta verður aldrei
sannað. Þýðingarlaust að pexa
um það, aðalatriðið er, að fyrsti
landnámsmaðurinn Ingólfur Arn
arson byggði fyrstur bæ sinn í
Reykjavík er síðar varð svo höf-
uðborg landsins.
Á miðvikudag var lesin stutt
saga eftir Unni Eiríksdóttur.
Virtist mér þessi örstutta saga
athyglisverð og nýstárleg en
flutningur var þannig, að oft
féllu orð alveg niður í enda setn-
inga. Er leitt að spilla góðu efni
með flausturslegum og óná-
kvæmum lestri. Alveg mótsetn-
ing var lestur Ingibjargar Step-
hensen á sögu Gunnars Bene-
diktssonar „Gekk ég í gljúfrinu
dökku“. Þar var prýðilega með
efni farið, hverju orði skilað á
þann hátt, sem bezt varð á 'kosið.
Gunnar hefur að undanförnu
flutt í útvarpi erindi um konur
nokkrar á Sturlungaöld af mifcl-
um fróðleik enda munu fáir bet-
ur að sér í sögu þeirra tíma en
hann. Hann skrifar kröftugt og
mjög vandað mál, svo að af ber.
Að mörgu leyti fannst mér sag-
an umhugsunarverð og vildi
gjarnan lesa hana til nánari at-
hugunar. — Á föstudagskvöld
las Guðbjörg Þorbjarnardóttir
nokkur kvæði eftir Snorra Hjart-
arson, ágætur lestur góðra kvæða
hins snjalla skálds.
Að lokum í þetta sinn: Sumir
halda því fram, að konur séu
lakari í útvarpi en karlar. Ég
held ekki að svo sé. Margar kon-
ur lesa ágætlega. Hitt er satt að
stjórn útvarpsins ætti ekki að
hleypa þeim í útvarpið sem
hvorki kunna að lesa né hafa
málfæri til þess.
Þorsteinn Jónsson.
Hleðslutæki
fyrir rafgeyma 6, 12 og 24 volt.
Start-tæki
fyrir bifreiðar og vélar 6, 12 og 24 volt.
Vinsamlegast pantið í tíma þessi
nauðsynlegu áhöld.
Garðar Gíslason hf.
bifreiðaverzlun.
Hvað verður uns
mig í ellinni?
Vandamálin eru mörg hjá fá-
mennri þjóð í stóru og erfiðu
landi. Um þau er rætt og ritað
og eru menn oft ekki á einu
máli um úrlausn þeirra. En eitt
vinnst þó við umræður og blaða
greinar: menn sýna áhuga á
þeim og ýmislegt nytsamt kem-
ur fram. Þess vegna er enn einu
sinni lagt út í það að rita blaða-
grein um málefni aldraða fólks-
ins, sem gleymist venjulega,
nema þá helzt rétt fyrir kosn-
ingar. Eitt skal þó 'strax tekið
fram, að löggjöfin um ellilaun
og ríkisframfærslu sjúkra er ó-
metanleg.
Líklega verður nú þessum mál
um meiri gaumur gefinn en áð-
ur, einfaldlega vegna þess, að
nú eru fleiri og fleiri að verða
persónulega varir við, hvað van
ræksla og skeytingarleysi und-
anfarna áratugi í þessum efn-
um leiðir af sér. Vandræðin eru
farin að gera alvarlega vart við
sig. Fjöldi manns í landinu veit
bókstaflega ekkert, hvað það á
að gera í vandræðum sínum.
Afi, amma, tengdapabbi, tengda
mamma, aldraða fólkið þarf um-
önnun, aðhlynningu og hjúkrun
og svo auðvitað fyrst og fremst
húsaskjól, og allt þetta vantar
víða.
„Hvert eigum við að snúa
okkur?“, er mjög oft spurt. Það
kemur til okkar, sem að þessum
málum starfa, og við getum svo
raunalega lítið gert. Að vísu
'höfum við á Grund og í Ásun-
um í Hveragerði 410 vistpláss,
en þau eru öll fullsetin, og sama
sagan er á Hrafnistu með 280
og Sólvangi með 130 vlstpláss
og á öllum öðrum elliheimilum
í landinu. Alls staðar allt ’full-
setið og reyndar meira en það
— þrengslin meiri en góðu hófi
gegnir oft og einatt.
Já, hvert á fólkið að fara?
hver á að leysa vandræði þess?
Ég er farinn að benda því á að
tala við alþingismann sinn, borg
arstjórann í Reykjavík eða lilið-
stæða embættismenn úti á landi.
Ennfremur landlækni, borgar-
lækni í Reykjavík og síðast en
ekki sízt heilbrigðismálaráð-
herra og félagsmálaráðherra.
Það er enginn vafi á því, að all-
ir þessir menn vita ekki nægi-
lega vel, hvernig málum er kom
ið, annars væru vandræðin ekki
svona mikil.
Að vísu fær fólkið ekki neina
úrlausn mála sinna 'hjá þeim.
Það tekur tíma að bæta fyrir
það, sem vanrækt hefur verið, en
líklega verða heimsóknir, bréf,
skeyti, fundahöld og áskoranir
til þess að koma einhverri hreyf-
ingu á mál, sem svo fáir skipta
sér af — en snertir þó ótal
marga á einn eða annan hátt,
fyrr eða síðar.
„Hvað verður um mig í ell-
inni?“, verður spurt af fjölda
manns. í dag er sumt af þessu
fólki á bezta aldri, og ellin virð-
ist óralangt í burtu, en alltaf
færist hún nær og þá fer spurn-
ingin að gerast nærgöngul. —
Hvað verður um mig í ellinni?
— Hvert skal snúa sér? — Börn
in, ættingjamir, vinirnir, flest
hafa þau nóg með sig. Tímarnir
hafa breytzt svo mikið og reynd
ar 'hugsunarhátturinn líka.
Margt er hægt að gera, þegar
fólkið fer að hugsa um fram-
tíð sína 1 ellinni, en ráð er ekki
nema í tíma sé tekið. Oft hef
ég skrifað um þetta mál. Stund-
um hef ég beinlínis beðið fólk
að koma til mín og ræða þessi
mál, í von um, að hægt sé að
skapa áhuga og samstarf, en
enginn hefur komið. Hinir eru
margir, sem koma daglega og
sækja um vistpláss fyrir sig eða
sína.
Sumir halda því fram, að bezt
sé blessað gamla fólkið verði
sem lengst í heimahúsum. Þar
uni það sér bezt og að gamla
heimilið sé bezta heimilið. Þetta
þekki ég nokkuð og hef aðra
skoðun á því.
Oft getur fólkið sökum las-
leika og veikinda ekki verið í
heimaihúsum, en vegna aldurs
fær það erfiðlega sjúkrapláss —
æskan er framtíðin — ellin er
fortíðin. Einmana er það oft,
góðhjartað fólk lítur inn við og
við, hjálpar eftir getu — stund-
um —, allir hafa svo mikið að
gera, og við þurfum líka ein-
hvern tíma að hafa frí — hvers
vegna fer þetta blessað fólk ekki
á spítala eða elliheimili?
Elliheimilin þurfa að verða
fleiri í landinu. Ekki lítil heim-
ili með 15-25 vistmönnum, eins
og þeir lögðu til á Alþingi einu
sinni, heldur myndarlegar stofn-
anir með 50-100 vistmönnum,
þar sem imnt er að veita vist-
fólkinu alls kyns þjónustu, ekki
aðeins fæði og húsnæði. Við
verðum að reyna að gera elli-
heimilin þannig úr garði, að þau
verði fegursta heimilið fyrir
margra, því að oftast eru þau
síðasta heimilið.
„Hver á að hafa forystuna í
þessum málum?“ er spurt. Svar-
ið verður: Þeir, sem skilja,
hversu alvarlegt vandamálið er
og hafa vilja og áhuga á að
reyna að hjálpa til að leysa úr
vandanum. En eru þeir margir?
Líklega ekki svo mjög, en þeim
mun fjölga, held ég, annars verð
ur ekkert gamanmál að verða
80 ára 1980.
Ágætur borgari spurði mig ný
lega, hvort ekki væri rétt að
stofna áhugamannafélag um
vandamál ellinnar. Agæt tillaga.
Áhugamannafélag vegna ellinn
ar kemur, en hvenær? Líklega
þegar við erum komnir í gröf-
ina eða bíðum eftir vistplássi á
elliheimili sem reisa á einhvern
tíma.
Gísli Sigurbjörnsson.
Hnlldóro Jósefs-
dóttir—Minning
Liðinn er þinn lífsins dagur,
ljúfa kæra vina mín.
Yfir þínum ævisporum,
auðna góðrar konu skín.
Gulli dýrri auð þú áttir,
ást og mildi kærleikans.
Vannst í kyrrþey, virt af öllum,
veittir heill til náungans.
Okkar kynni aldrei gleymast,
elskulega vina mín.
Átti ég um áraraðir,
ótal mörgu gæðin þín.
Vel ég þekkti .hjartað hlýja,
hér sem aldrei vinum brást.
Göfugleikans gullið dýra,
glöggt í hverju verki sást.
'
Veittir styrk, og varst mér ætíð
vina sönn í gleði og þraut.
Grandvör kona, glöð í lundu
gekkstu þína ævibraut. !
Liðnar stundir þér ég þakka,
þína tryggð og gæðafjöld.
Hjá mér býr þín bjarta minning,
blessuð fram á hinztu stund.
Frá vinkonu.