Morgunblaðið - 27.07.1966, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 27. julí 196Í
MORGUNBLAÐIÐ
17
póststimplm
í TIBFNI 100 ára afmaelis ísa-
fjarðar lét Frímerkjamiðstöðin
í Reykjavík gera sérstök umslög,
sem stimpluð voru á ísafirði dag-
inn sem hátíðahöldin hófust og
eru þau til sölu á Týsgötu 1.
Upplagið var mjög takmarkað,
en þetta er tækifæri fyrir þá
sem safna umslögum með sér-
stimplum,
Einnig er notaður smekklegur
sérs' impill á pósthúsinu á skáta-
mótinu að Hreðavatni, sem byrj-
eði í gær og stendur yfi” til 1.
ágúst og vilja eflaust margir frí-
inerkjasafnarar eignast stimpil
þennan á bréfi.
Hussein Jórdaníukonungur
og hin brezka eiginkona hans,
Muna prinsessa, komu í opin-
bera heimsdkn til Bretlands
sl. þriðjudag. Myndin var tek-
in á tröppunum í Buckingham
höll eftir að þau höfðu ekið
um borgina frá flugvellinum
í opinni bifreið. Má s'á hverja
útreið þau fengu á leiðinni,
gegnblotnuðu af grenjandi
rigningu. í gærmorgun fóru
þau flugleiðis til Edinborgar,
þar sem þau dveljast fram yf-
ir helgi. Þetta er í fyrsta sinn,
sem Jórdaniukonungur kemur
I opinbera heimsókn til Bret-
lands.
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
mennta-
Jónas Snæbjörnsson
skólakennari - Minning
í dag er til moldar borinn í
Reykjavík Jónas Snæbjörnsson,
fyrrum kennari við Menntaskól
ann á Akureyri. Með honum er
genginn einn hinn síðasti þeirra,
er kenndu í gamla Gagnfræða-
skólanum á Akureyri, sem þá
var pnn ekki orðinn menntaskóli,
vorið 1022, er ég kom fyrst í
þann skóla. Aðeins einn lifir
eftir, Áskell Snorrason, söng-
kennari og tónskáld. Hinir allir,
Sigurður Guðmundsson, Árni
Þorvaldsson, Guðmundur Bárð-
arson, Lárus Bjarnason, Bryn-
leifur Tobiasson og Lárus Rist,
eru horfnir yfir móðuna miklu.
Og nú hefir Jónas Snæbjörnsson
bætzt í hópinn. í þessari sveit
finnast mér þeir einnig eiga
heima, Vernharður Þorsteinsson
og Björgvin Guðmundsson, þó að
þeir kæmu litlu seinna að skól-
anum. Allir þessir, sem áður
gengu um göng og stofur með
Iheitu blóði og mannlegum yl,
hafa srnám saman á undanförn-
urn árum orðið að myndum á
veggjum skólans. í>egar komið
er saman „á Sal“, verður mér
það löngum að virða fyrir mér
svipi þeirra, og enn finnast mér
þeir verma gamla húsið á brekku
brúninni yfir fagurskyggndum
Pollinum. Og blessuð sé minn-
ing þeirra. Ég ætla, að þeir séu
fáir af nemendum skólans frá
þessum árum, sem minnast ekki
þessara mætu manna með ljúf-
sárum trega og hlýrri þökk. Og
senn munum við, sem einu sinni
vorum ungir og nutum leiðsögu
þeirra og umhyggju, troða þá
stigu, er þeir hafa þegar troð-
ið.
Jónas Snæbjörnsson var fædd
ur 21. marz 1890 í Svefneyjum
á Breiðafirði. Hann var af kjark-
miklum breiðfirzkum ættum.
Faðir hans var Snæbjörn í Herg
ilsey, þjóðkunnur maður og mik
ið þrekmenni, hreppstjóri um
hálfrar aldar skeið og talinn
einn helztur sjósóknari og for-
maður við Breiðafjörð á sinni
tíð. En móðir Jónasar var Guð-
rún Hafliðadóttir úr . Svefneyj-
um, og voru þeir Svefneyjar-
feðgar, Hafliði og Eyjólfur, sem
nefndur var Eyjajarl, miklir
höfðingjar og héraðsríkir, að
sögn. Jónas átti því ekki til
neinna aukvisa að telja, enda
var hann vel að manni. Vera
má, að hann hafi verið öllu gæf-
lyndari en sumir frændur hans
þar vestra, en æðruleysi karl-
mennskunnar var honum gefið.
Jónas lærði ungur trésmíðar í
Reykjavík og sigldi síðan til
Kaupmannahafnar, þar sem
hann lagði stund á teikninám
Árið 1914 gerðist hann smíða-
og teiknikennari við Gagnfræða
skólann á Akureyri og var það
alla tíð síðan til ársins 1960,
að hann lét af embætti fyrir
aldurs sakir. í nær hálfa öld,
eða 46 ár óslitið, var hann kenn-
ari skólans, lengur en nokkur
annar fyrr eða síðar við þann
skóla, og stóð af sér umrót
tveggja heimsstyrjalda. Nemend
ur hans voru því orðnir margir
og dreifðir víðs vegar um land.
Hin síðari ár var það stundum
svo, að allir kennarar Mennta-
skólans á Akureyri voru gaml-
ir nemendur hans. í hinni sund-
urleitu sveit nemenda voru þeir
eðlilega ekki svo fáir, sem hvorki
voru drátthagir né áttu sér
smiðshendur, svo að geta hlaut
að vera harla misjöfn og áhugi
eftir þvi. Hér reyndi því mjög
á þolinmæði kennarans og lip-
urð, en þeim kostum var Jónas
ríkulega búinn, og munu margir
minnast þess með þakklæti.
Árum saman hafði Jónas hlut-
verk að veita forstöðu skreyti-
nefnd nemenda á hátíðum skól-
ans. Skyldu húsakynni skólans
skreytt eftir föngum og þó við
hóf. Aldrei þraut nemendur
hugmyndir, og var bæði fróð-
legt og ánægjulegt að kynnast
frjógnótt þeirra og hugarflugi.
Hitt var vandi forystumannsins
að stilla öllu í hóf, svo að eklci
yrði færzt meira í fang en ráðið
varð við. Var hér áreiðanlega
oft vandi á höndum, því að
hver hópur vildi gjarna gera
betur og meira en sá, sem á und-
an hafði farið. Hér var Jónas
hinn ráðholli leiðbeinandi, sem
með stillingu og lagni tókst að
sveigja óstýrilátan æskuhug inn
á færar leiðir. Efast ég ekki um,
að margir listhneigðir nemendur
muni minnast með ánægju sam-
vinnunnar við Jónas stundum.
Á sumrum vann Jónas löng-
um að alls konar smíðum, lengst
og oftast að brúarsmíð fyrir
vegamálastjórn. Hafði hann þá
oft skólapilta í þjónustu sinni.
Hefi ég heyrt ýmsa þeirra róma
vistina hjá Jónasi. Hann var
þeim ekki aðeins nærgætinn
húsbóndi, hgldur einnig góður
félagi, jafningjalegur og nota-
legur, og lét eitt ganga yfir sig
og menn sína. Voru oft hinir
áömú hjá honum sumar eftir
sumar, og segir það sína sögu.
Brúarsmíði hélt Jónas enn
áfram, eftir að hann hafði látið
af kennslu. Þær skipta því ef-
laust mörgum tugum, brýrnar,
sem Jónas annaðist smiði á, svo
að víða sér stað verka hans í
þjónustu við landsins börn.
Árið 1913 kvæntist Jónas Her-
dísi Símonardóttur, borgfirzkri
að ætt, hinni ágætustu konu,
greindri og glaðværri. Á heimili
þeirra var gott að koma. Ró
húsbóndans og léttleiki húsfreyj
unnar virtust eiga fullkomna sam
leið. Andrúmsloftið var nota-
legt. Ef til vill er það einn af
leyndardómum lífshamingjunn-
ar að kunna að sameina kyrrð
og líf. Það ætla ég, að þau hafi
kunnað, Jónas og Herdís. Og þau
voru hamingjusöm, stundum
eins og ung hjón, að mér fannst,
og höfðu þá búið saman í meira
en hálfa öld. Frú Herdís lifir
mann sinn ásamt þremur börn-
um þeirra hjóna. Þau eru:
Brjánn, skrifstofumaður, Val-
borg, húsfreyja og Snæbjörn,
verkfræðingur, öll búsett í
Reykjavík.
Að leiðarlokum er mér Ijúft
að færa Jónasi Snæbjörnssyni
þakkir Mentaskólans á Akureyri
fyrir langa þjónustu, um leið og
ég flyt honum persónulega þökk
fyrir elskuleg kynni bæði sem
gömlum kennara mínum og síð-
an samstarfsmanni. Frú Herdísi
og börnum hennar votta ég ein-
læga samúð. Minningin um góðan
dreng og elskuríkan eiginmann
og föður verður þeim dýrmæt
eign á veginn fram.
Þórarinn Björnsson.
Póststimpillinn
SérsioL'r
Ensk mynd, eftir samnefndri
sögu Ian Flemmings.
Framleiðendur: Harry Saltz-
man -— Albert K. Broccoli.
Leikstjóri: Terence Young.
Að 'eikendur: Sean Connery
Danila Bianchi
og fl.
Mörg kvikmyndahús okkar
hafa um þessar mundir lagt sér-
staða áherzlu á að sýna ævin-
týralegar kynjamyndir, hraðar,
spennandi, hasarfengnar, með
„happy end“, en ekki allt of trú-
verðugar. Meðal þessara mynda
má nefna „Pardusfélagið“ í Kópa
vogsbiói, „Manninn frá Istanbul“
í Laugarásbíói og mynd þá, sem
nú er búið áð sýna á annan
mánuð í Tónabíói við mikla að-
sókn, þ.e. „Með ástarkveðju frá
Rússlandi".
hættulegasta andstæðingi glæpa
hringsins og komast yfir rúss-
nesku dulmálsvélina.
Brezka leyniþjónustan tekur
áhættuna, énda þótt hún viti, að
hér er verið að búa henni gildru.
Hún veit af reynslunni, að Bond
er ekki auðdræpur, og auk þess
er til mikils að vinna.
Bond heldur' til Istanbul og
•nær þar sambandi vi'ð rúss-
nesku leyniþjónstustúlkuna, sem
•leikin er af hinni fögru, ítölsku
kvikmyndadís Danielu Bianchi.
•Hún reynist hin altillegasta við
•hann, og sofa þau saman um
nætur, til að reyna hvort annað,
því að ekki er trútt um, að hann
a.m.k. gruni hana um sviksemi.
En glæpahringurinn „Spectre“
fylgist með rúmförum þeirra í
leynum og hyggur gott til glóð-
í mynd þessari fer brezkur
leynilögreglumaður, James Bond
að nafni, með aðalhetjuhlutverk
ið, en margir hérlendis munu
kannast við þann mann af orð-
spori. Hann á í höggi við al-
þjóðl^gan glæpahring, sem nefn
ir sig „Spectre", afskaplega um-
fangsmikið og vel skipulagt
fyrirtæki, byggt upp með
ströngum aga, og liggur ekki
minna en líflát við, ef einhver
meðlimur hringsins getur ekki
leyst af hendi þau verkefni, sem
honum eru falin, jafnvel þótt sá
sami leggi sig allan fram. Þeir
seku eru drepnir með eitri, sem
verkar á 12 sekúndum.
Hvort sem um er að ræða til-
viljun eður eigi, þá verður Istan
bul í Tyrklandi (Konstantínópel)
aðalstarfsvettvangur Bonds í
'þessari mynd, eins og Tonys
hins sterka í Laugarásbíói. í
rú- sneska sendiráðinu þar í borg
er geymdur kjörgripur mikill,
vél, sem les dulmálsskeyti, og
er brezku leyniþjónustunni mik
ið í mun að komast yfir vél þessa,
því að með því móti yrði henni
kleift að lesa dulmálsskeyti
rússnesku leyniþjónustunnar.
Nú fær James Bond það hlut-
verk að reyna að ná vél þessari
frá Rússum. I lei'ðinni á hann
að taka með sér unga stúlku þar
í borg, sem verið hefur í leyni-
þjónustu Rússa, en er sagt fýsa
að komast til Englands. Á hún
að hjálpa honum til að komast
yfir dulmálsvélina.
Það er glæpahringurinn
„Spectre", sem upphaflega laum
aði þessari hugmynd inn í heila
bú brezku leyniþjónustunnar, í
miður góðum tilgangi þó. Ætlun
in er sem sé, að slá tvær flugur
í einu höggi: kála James Bond,
arinnar........
Hin mikla aðsókn að mynd
þessari sýnir, að þetta er ein af
þeim myndum, sem stórir hópar
fólks hafa gaman af að sjá og þá
líklega helzt ungt fólk. Loftur
Guðmundsson hefur gert allvand
aðan íslenzkan texta við mynd-
ina og hefur það vafalaust enn
aukið á vinsældir hennar. Hitt
leiðir af sjálfu sér, að myndir.
sem þessi skilja ekki mikfð eftir,
menn verða að láta sér nægja
það stundargaman, sem þær
veita. Ég fæ ekki greint dýpri
rök að baki mynda sem þessarar
en þau, að gefa fólki kost á að
sjá ævintýralega og spennandi,
uppdiktaða atburðarás, og að
sjálfsögðu býr hagnaðarvonin að
baki, eins og raunin er með
flestar eða allar aðrar kvikmynd
ir.
Ég get t.d. ekki séð, eins og
kvikmyndagagnrýrandi eins dag
blaðs borgarinnar virðist gera, að
kvikmynd þessi sé að yfirlögðu
ráði sviðsett til að flekka b,;na
hreinu ',,áru“ Rússa í alþjóðleg-
um samskiptum. Ef svo væri
mundi svo opinská mynd sem
þessi vafalaust geyma merkjan-
legri áróður. Til dæmis aðal--
fegurðargyðjan í myndinni,
mjög hugþekk stúlka, látin vera
rússnesk, og glæpahringurinn
„Spectre" er ekki rússneskari en
svo, að hann heldur uppi harðri
samkeppni um njósnir við Rússa
og reynir að draga til sín menn
úr þeirra liði. Og harðsvíraðasti
glæpamaðurinn í myndinni og
sá sem gengur næst lífi Bonds,
er irskur.
Því er að vísu ekki að neita,
að starf rússnesku leyniþjón-
ustunnar ber þarna nokkuð- á
góma. Er það efni að sjálfsögðu
nærtækt Bretum, því að þeir
hafa alloft orðið fyrir barðinu
á rússneskum njósnurum eftir
stríð, eins og raunar fleiri þjóð-
ir. En þrátt fyrir það, ber mynd-
in þess ekki merki, eins og drep
ið var á áðan, að vera upphugs-
uð sem áróðursmynd, heldur
fyrst og fremst sem skemmti-
mynd, og tel ég víst, að ýmsir
Rússar hefðu gaman af að leiða
hana sjónum sér til afslönpun-
ar, þrátt fyrir áhyggjur \ mra
sjálfskiptðra haggæzlumanna
sinna hérlendra.