Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 4

Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. júlí 1966 BÍLALEICAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SEN DUM j* MAGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 t(M'311-60 mfíifiBifí Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bíluleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 22-1-75 '*■> Fjaðrír, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. BO SC H ÞOKULUKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Simi 38820. -Ar Strákar fullir í leigubílum J. K. skrifar: „Nýlega komu hér hjón, sem lengi hafa verið búsett í Dan- mörku og eru nú heima í leyfi. í þessu leyfi urðu þau fyrir reynslu og fengu að kynnast nokkru, sem gerði þau alveg undrandi. Ungur sonur þeirra var úti með íslenzkum félögum sm- um, 15, 16 og 17 ára gömlum. Piltarnir vildu nú fara að hegða sér eins og fullorðna fólkið og fá sér í staupinu Engin vandkvæði voru á því. í>eir hringdu bara á bílastöð, báðu um bílstjóra á ákveðnum bíl, sem þeir vissu um; sá kom og seldi þessum unglingum áfengi á svörtum markaði. Síð- an tóku piltarnir annan leigu- bíl, óku í honum og drukku brennivín af stút. Sá bílstjóri lét sér vel líka, að krakkar notuðu bílinn hans ttl að drekka í, svo lengi sem þeir gátu borgað fyrir aksturinn. Þetta endaði með því, að lög- reglan rakst á einhverja strák ana fárveika og drukkna og varð að taka þá í sína umsjá. Voru hjónin að vonum alveg furðu lostin yfir því, að ungl- ingarnir, sem eru „undir aldri“ skuli svo auðveldlega geta náð sér í áfengi, og að nokkur mað ur skuli bera svo litla virð- ingu fyrir sjálfum sér að gera sér að féþúfu að selja krökk- um vín og aka þeim um, með- an þeir drekka það. Voru þau sannfærð um, að annars staðar hefði í fyrst lagi enginn bíl- stjóri selt krökkum vín, og í öðru lagi enginn leigubílstjóri viljað hafa drykkjuskap í sín- ura bíl. Hann hefði umsvifa- laust vísað drengjunum út úr bílnum, þegar þeir tóku upp flöskuna þar, og fóru að nota bílinn fyrir drykkjubúllu. Svo er aftur önnur saga, hvað Gagnrýni á Konstantín. Aþenu, 23. júli — (AP) — George Papandreou, fyrrum forsætisráðherra, réðist harka Iega á Konstantin Grikkja- konung á Iaugardagskvöld, og sakaði hann um einræðistil- hneigingar. Sagði Papandreou að konungur léti sér ekki nægja að vera þjóðhöfðingi, heldur réði hann einnig yfir rikissjóm og þingi. Krafðist Papandreou þess að boðað yrði tíl nýrra þingkosninga, og sagði að bæði þjóðin í heild og herinn mundu risa upp gegn sérhverju einræði í land inu. strákarnir voru að gera með að drekka sig út úr fulla. Bamaskapurinn kom þeim reyr.dar í koll, þegar þeir voru hirtir upp fárveikir af öllu saman. Og hafa vonandi lært af öllu saman. — J.K.“. Slöpp þjónusta á íslandi XYZ skrifar: „Mikið er bjúið að skrifa um þjónustu eða réttara sagt þjón- ustuleysi á öllum sviðum á ís- landi. Tilfinningin fyrir því, að veita þarf þá þjónustu, sem boðin er og auglýst, virðist líka eitthvað sljó hjá okkur. Sést þetta vel á sumrin, þegar nauð synlegar skrifstofur loka alveg á laugardögum og jafnvel snemma á föstudögum, svo að ekki er hægt að fá þar af- greiðslu fyrr en á mánudag, hvað sem á liggur. Að sjálf- sögðu kemur þetta til af því, að fólkinu, sem starfar á þess- um stöðum, finnst starf sitt svo ómerkilegt, að litlu máli skipti, hvort það er leyst af hendi eða ekki. Þó ættu for- stjórar og skrifstofustjórar, er eyða í það ævinni að skipu- leggja þessi störf, að minnsta kosti að telja þau koma 'að einihverju gagni. Væri svo, gætu þeir auðveldlega haft vaktaskipti fyrir nauðsynleg- ustu þjónustu á laugardögum á sumrin, þannig að einn eða fáir tækju að sér bráðnauð- synlegustu störf og þjónustu við viðskiptamennina hverju sinni, og skiptu á sig sumar- helgunum. Jafnvel þó að þeir hafi heimild til að loka, ef hægt er, ættu þeir að beita dómgreind sinni á það, hvað þarf að gera og hvað ekki. -Ar Bílaskoðunin Þetta á við fjölmargar stofnanir. Eitt dæmi um það, hve lítils virði og lítt bindandi fólki finnst auglýst og lofuð þjónusta, er bílaskoðunin. Bíl- eigendum er gert að korna með bílinn í skoðun fyrir ákveð inn tíma, og lögreglunni jafn- vel sigað á þá, sem ekki gera það. Bílar þurfa að vera í lagi og ekkert við því að segja, þótt hart sé eftir gengið. Jafnvel þó að allir bílstjórar verði að taka sér frí úr vinnu og hanga tímunum saman inni í bifreiða eftirliti, vegna þess að ekki eru nægilegir starfskraftar þar. (Hvað skyldu þar tapast marg- ar vinnustundir?) Aður eiga nvenn að vera búnir að fara niður í tollstjóraskrifstofu, sem ekki er opnuð fyrr en kl. 10 og lokuð kl. 4 og ekki opin á laug- ardögum, til að fá kvittun. Nú er þetta allt gert, til að hlýðn- ast lögunum. En maður á ekki vist að fá bílinn skoðaðan fyr- ir þáð. Þó að þetta sé búið og komið á auglýstum tíma eða kl. 11.30, eftir að vera búinn að fá frí í vinnu, þá getur bless uðum mönnunum þóknast að ákveða að skoða ekki bílinn fyrir hádegi. — „Við skoðum ekki meira fyrir hádegi“, er svarið. Fáðu frí aftur eftir há- degi og komdu. Þá geturðu fengið að byrja að bíða aft- ur. Mennirnir fara í mat, er sagt. Þó að bílaskoðun sé aug- lýst til kl. 12 á hádegi, geta þeir, sem koma kl. hálf-tólf, ekki átt það tryggt að fá skoð- un. Nú þurfa menn að fara 1 mat. En því allir í einu kl. 12, ef fólk bíður? Þjónustu hefur verið lofað til kl. 12, og þá eiga að sjálfsögðu einlhverjir að vera eftir til að ljúka skoðun á þeim bílum, sem komnir eru fyrir þann tíma. Þetta er bara sama lítilsvirðingin fyrir lof- aðri þjónustu Eða vankunn- átta í skipulagningu vinnunn- ar. XYZ ELDHIJS Stærsta sýning á eldhús- innréttingum hér á landi Flestir munu því geta valið sér innréttingu á sanngjörnu verði. Opin virka daga frá kl. 9 til 6, nema laugardaga kl. 9 til 12. Einkaumboð á íslandi: SKORRI HF. Sölustjóri: Ólafur Gunnarsson. Hraunbraut 10 — Kópavogi — Sími 4-18-58. Y0GA Séra Þór Þóroddsson, fræðari í fræðum Mentalphsics flytur erindi „Leyndardómar sigursæls lífs“ í Tjarn arbæ miðvikudagskvöld kl. 8,30. Persónuleg kennsla í hinum Tibetsku yoga-aðferðum verður nokkur næstu kvöld, eítir fyrirlesturinn. Upplýsingar gefnar í síma 18578. Ný trrafflest. Bryan, Ohio, 24. júlí — (AP) New York Cental járn- brautarfélagiff reyndi um helgina nýja hrafflest, sem knúin er þrýstiloftshreyflum. Tókst tilraunin vel, og er áætlaff aff lestin geti ekiff meff ii m 360 kílómetra hraffa. Engar nánari upplýsingar hafa veriff gefnar. hvert sem þér farióhvenær sem þér farið hvernig sem þér f erðist tBm t vvf'/ ffinoa1*11 * »feröaslysatrygging

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.