Morgunblaðið - 27.07.1966, Síða 7
gismssm
Miðvikuðagur 27. JíOi 1966
MORGUNBLAÐIÐ
7
*
\ ferð með
fuglavernd-
unarfélagi
Ei.ns og komið hefur fram í
blöðum, efnir Fuglaverndunar
félag íslands til fugla- og nátt
úruskoðunarferðar laugardag
inn 30. júlí n.k.
l>að mun því óþarfi að fjöl-
yrða mjög um áætlunina. Hún
hefur verið samin á þann veg,
að fólki gefist sem bezt tæki-
færi til að athuga og skoða
fugla þá, sem gefur að líta um
þetta leyti árs.
I>annig mun verða reynt að
nálgast eitthvert skarfavarp-
ið í Breiðafjarðareyjum, og
reynt verður einnig að finna
þórshana á þeim slóðum, en
þórshaninn verpir á mjög fá-
um stöðum hér á landi og er
vitað, að hann verpir í ein-
hverjum Breiðafjarðareyj-
anna.
Hápunktur ferðarinnar verð
ur þó heimsóknin að Látra-
bjargL Bjarg þetta, þegar
Keflavíkurbjarg og Breiða-
víkurbjarg eru talin með, er
talið stærsta fuglatojarg í
heimL/ Bjargið er um 16 km
að lengd frá Bjargtöngum að
Keflavík og má heita, að fugl
ar verpi samfellt á öllum þess
um kafla. Bjargið er um 450
m þar sem það er hæst og er
tignarlegt og stórbrotið að
sjá það, bæði frá sjó og af
bjargbrúninnL
Mánudeginum verður að
mestu varið í hinni gullfallegu
sveit, Rauðasandi, og verður
forvitnilegt að sjá hvaða
Stúttnefja í Hafnarbergi situr fyrir hjá Birni Björnssyni.
I ferðalaginu til I.átrabjargs mun fólk sjá mikið af svartfugli.
fugla getur að líta þar.
Farið verður stundvíslega
Stuttnefjur í Ilafnarbergi. (Ljósmynd: Björn Björnsson).
M. 9.00 laugardaginn 30. júlí
n.k. Lækjargötumeginn við
Miðbæjarskólann. >ess skal
getið að mjög æskilegt er að
hafa með sér sjónauka. í>að
eykur mjög á ánægjuna við
fuglaskoðunina.
Þetta er önnur fuglaskoðun
arferð Fuglaverndunarfélags
íslands á þessu ári. Fyrri ferð
in var farin í vor sl. um
Reykjanesskagann og mun sú
ferð verða endurtekin á hausti
komanda.
Eitt af aðalviðfangsefnum
Fuglaverndunarfélags er að
kynna landsmönnum hina
villtu, ósnortnu nátturu okkar
fagra lands.
I>að er nú einu sinni svo,
að þeim mun meira sem
steypt er af vegum, þeim mun
meira sem öll tækni þróast,
hraðinn eykst og þeim mun
fjær jörðu sem mönnum
heppnast að komast, þeim
mun nauðsynlegra er fyrir
mannfólkið að kynnast Móður
náttúru. Það er mikill sann
leikur í því, að borgarbúinn
hafi uppgötgvað hina ósnortnu
villtu náttúru, því að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
í>að er því einlæg ósk og
vilji stjórnar Fuglaverndunar
félags íslands, að sem flestir
megi njóta og læra af því
dásamlega, sem Móðir náttúra
hefur upp á að bjóða.
Árni Waag.
Gengið >f
RcykjaviH 25. Júb 1966
Kaup Sala
1 Sterlingspund 119.70 120.00
1 Bandar. dollar 42,95 43,06
1 Kanadadollar 39,92 40,03
100 Danskar krónur 620.50 622.10
100 Norskar krónur 600,64 602,18
100 Sænskar krónur 831,45 833,60
100 Finsk mörk 1.335,30 1.388,72
300 Fr. frankar 876,18 878,42
300 Belg. frankar 86,56 86p77
100 Svissn. frankar 994,50 997,05
100 C-ylUni 1.191,80 1.194,86
100 Tékkn. kr. 596,40 598,00
100 v-þýzik mörk 1.076,44 1.079,20
100 Lirur 6,88 6,90
300 Austurr. »ch. 166,16 166,60
300 Pesetax 71,60 njm
ÆSKAN, 7. — 8. tölublað 1966
hefur verið sent blaðinu, og er
ákaflega fjölbreytt eins og fyrri
daginn. Af efni blaðsins má geta
myndasöguna: Milli heims og
helju, Ævintýri Webbs skipstjóra,
myndir af leikurum, Hefnd hins
kristna Indiána, framhaldsagan
Davíð Copperfield, myndir af
knattspyrnuhundi, þríþraut Æsk
unnar og FRÍ, grein um Vilhjálm
Einarsson, Hrói höttur og Óli
frá Dalnum, Sumarævintýri
Danna, Ævintýri Buffaló Bill,
Unglingsárin, Sólskrikjan, Upp
á fjallið, Draugurinn, grein um
blökkustúlkurnar, Díönu, Mary
og Plorenee, Ajar, og kanntu að
teikna? Páfagaukur í réttarsal,
myndir frá barna stúkunni Sið-
semd í Garði, fræðsluþáttur um
Ferðir í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina frá
Bifreiðastöð íslands, Umferðarmiðstöðinni.
Fimmtudag kl. 9,30 og 20.00.
Föstudag kl. 20.00.
Laugardag kl. 13,30.
Til baka sunnudag og mánudag.
Ennfremur murnrni við ferja farþega úr smærri
bílum frá Jökulsá yfir í Húsadal sömu daga.
Upplýsingar og farmiðasala hjá Bifreiðastöð íslands
simi 22-300.
Austurfeið hf.
Smurstöð — Atvinna
Óskum eftir að ráða tvo duglega menn til starfa á
smurstöð vorri á Kópavogshálsi. Nánari upplýsingar
á skrifstofu Véladeildar í Ármúla 3.
SIS Véladeilíii
Ármúla 3. — Sími 38-900.
Með glasi af mjólk eða bolla af tei eru
4 Limmits Crackers
full máltíð, er inniheldur þó aðeins 350
kalóríur.
— Léttist án erfiðis —
— Grennist án hungurs —
Limmits Crackers
fást í næsta Apóteki.
Heildsölubirgðir
G. Ólafsson hf.
Sími 24418.
Góðir framtíðarmóguleikar
Vel þekkt innflutningsfyrirtæki leitar eftir hlut-
hafa, sem gæti lagt fram allháa íjárupphæð og jafn-
framt tékið að sér sölustjórn fyrirtækisins. Tilboð
sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi nk. laugardag, merkt:
„500 — 4663“.
í ferðalagið
Nýkomið: Danskir ANORAKAR harna,
unglinga- og fullorðnisstærðir.
teddyv
U tovUðir*
Laugavegi 31. — Sími 12815.