Morgunblaðið - 27.07.1966, Qupperneq 10
10
MORGU N B LADIÐ
Mið\%kudagur 27. Júlf 196i
Samvinna ríkisstjórnar, laun-
þega og atvinnurekenda
Dmmæli Aubrey Jones, formanns brezka kaup-
gjaids- og verðiagsráðsins, um verðbólguna
í Bretlandi
í yfirlýsingunni, að þörf sé í
senn á aðgerðum ríkisstjórn-
arinnar og þjóðfélagsins?
Hva'ða öfl eru það, sem standa
að baki verðbólgunni? Þeim
má lýsa, í þeirri röð, sem þau
eru talin upp í yfirlýsingunni,
þ.e. aukin framleiðni, sam-
ræmi milli kaupgjalds og þjóð
arframleiðslu og stöðugt verð-
lag.
Minni framleiðsla.
Um framleiðni er það að
segja, að aukning hennar (pr.
vinnandi mann) var á árunum
1955—1964 lægri í Bretlandi
en nokkru öðru iðnaðarlandi,
að Bandaríkjunum frátöldum.
í því sambandi er rétt að
benda á, a'ð það, sem helzt
stendur í vegi fyrir aukinni
framleiðni í Bretlandi, eru
hömlur þær, sem Jagðar eru
á hagnýtingu vinnuaflsins og
brezka launakerfið.
Sennilega eru meiri hömlur
lagðar á hagnýtingu vinnu-
afls í Bretlandi en í nokkru
öðru landi, og kemur þar
fyrst og fremst til görrvul hefð.
í upphafi iðnbyltingarinnar
voru sjálfþjálfaðir iðnaðar-
menn þeir, sem hæst bar á
vinnumarkaðnum. Svo er enn
í dag, og kemur það greinilega
í ljós, þegar litið er á mis-
mun sérþjálfaðra manna og
annarra. Þannig er gerður
greinarmunur á venjulegum
bui'ðarkörlum á járnibrautar-
stöðum, og þeim, sem annast
bögglaflutning, þótt báðir séu
meðlimir sama verkalýðsfé-
lagsins. Þegar umferð er mest
[ London, hafa venjulegir
burðarkarlar mikið að gera,
an bögglaburðamenn lítið.
Hins vegar má eklki láta
hafa á undanförnum árum
komið í veg fyrir raunveru-
lega styttingu vinnuvikunnar,
þrátt fyrir, að grunnlaunin
miðist við, styttri vinnuviku
en áður. Þannig hefur laun-
þeginn enga hvatningu feng-
ið til að ljúka verki sinu á
skemmri tíma en fyrr. Vel má
vera, og er alls ekki ósenni-
legt, að aukavinnugreiðslurn-
ar, jafnvel þegar um nóga at-
vinnu er að ræða, veki örygg-
istilfinningu í brjósti laun-
þegans, og geri hann andvíg-
an öllum breytingartillögum,
sem hann telur að geti stefnt
aukavinnugreiðslunum í
hættu.
Það er hins vegar ekki auð-
velt að koma á breytingu, sem
miðar að föstum launum. Þeir,
sem nú vinna í rafmagnsi'ðn-
aði, og fá föst laun, líta með
nokkurri öfund til þeirra, sem
fá í senn grunnkaup og auka-
greiðslur. Rafiðnaðarmennirn-
ir vilja að vísu halda sinum
föstu launum, en þeir óska
eftir möguleika til að afla sér
á ný aukatekna. Hér er um að
ræða mikið vandamál og erf-
itt.
Um sjálft kaupgjaldið er
það að segja, að á sfðustu
tíu árum hafa laun vaxið
hraðar í Bretland'i, í hlutfalli
við framleiðsluna, en í nokkru
öðru iðnaðarlandi, þ.e.a.s. tekj
ur (pr. vinnandi mann) juk-
ust hraðar í hlutfalli við fram
leiðsluna en annars staðar.
Hér er með öðrum orðum
um það a'ð ræða, að tekjur
þeirra, sem hraðast auka fram
leiðslu sína, eru hafðar til
hliðsjónar, er ákveðin em
laun þeirra, sem að minnstri
framleiðsluaukningu standa.
£ Verðbólguvandamálið
segir til sín í fleiri
löndum en Bretlandi. Verð
bólga á sér stað í öllum
iðnaðarþjóðfélögum Vest-
urlanda, og hennar gætir
einnig á suðurhveli jarðar.
Segja má, að hér sé um
alþjóðlegt vandamál að
ræða.
Fyrir tíu eða fimmtán
árum höfðu menn til-
hneigingu til að halda því
fram, að verðbólgan væri
til komin vegna andvara-
leysis ríkisstjórna, og
sögðu gjarnan, að betri
stjórn myndi koma í veg
fyrir hana. Þetta er að
nokkru leyti rétt, þótt þeir
séu færri nú á dögum, sem
halda fast við þessa skoð-
un. Ríkisstjórnir móta þjóð
félögin, en því má ekki
gleyma, að þau hafa sín
áhrif á ríkisstjórnirnar.
Ríkisstjórn er hluti þjóð-
félagsins, og er að mörgu
leyti spegilmynd þess. Sú
staðreynd, að verðbólgu-
vandamálið segir til sín um
heim allan, bendir til, að
ekki sé um að ræða að-
gerðarleysi flestra eða
allra ríkisstjórna, heldur
frekar, að þær séu háðar
sömu þjóðfélagsöflunum;
að verið sé að glíma við
eitt meginvandamála nú-
tímaþjóðfélagsins.
bögglaburðarmenn vinna verk
burðarkarla, þótt nauðsyn
bæri til. Þessu er einnig öfugt
farið, og afleiðingin er sú, að
fleiri menn eru ráðnir til
beggja þessara starfa en þörf
er á, og vinnuaflið nýtist því
ekki til fulls.
Þá er launakerfið jafnvel
enn meiri hindrun í vegi fullr-
ar nýtingar vinnuaflsins.
Venjuleg laun byggjast á
grunnnkaupi, en svo koma til
alls konar aukagreiðslur, sem
venjulega nema að minnsta
kosti grunnlaunum ,og oft
meira. Hér er yfirvinnu-
greiðsla þyngzt á metunum,
og verður launþeginn að
treysta á hana, eigi hann að
tryggja sér þau laun, sem
hann telur sér nauðsynleg.
Aaukavinnugreiðslur.
Aukavinnugreiðslurnar, og
þýðing þeirra fyrir launþega,
Hve hratt eiga launin að
hækka?
Framleiðsluaukningin er
misjöfn í einstökum iðngrein-
um. Á árunum 1954—1960 var
tframleiðsluaukningin í raf-
magns- og vélaiðnaðinum um
6,5%, en tæp 2% í matvæla-
ingariðna'ðinum, skipasmíð-
um, byggingar- og þjónustu-
iðnaði.
Tilhneigingin hefur hins veg
ar verið sú, að framleiðslu-
aukningin í þeim greinum,
þar sem hún hefur verið hröð-
ust, hefur komið fram í hærri
launum þeirra, sem starfa í
íðngreininni — en ekki í
lægra vöruverði til neytenda.
Hærri laun þessara þegna veld
ur því sams konar launahækk
unum í þeim greinum, sem
minnst hafa aukið framleiðslu
sína. Þeir bera laun sín sam-
an við laun þeirra, sem starfa
í rafmagns- og vélaiðnaðinum,
og krefjast svipaðra hækkana.
Heildarafleiðingin verður sú,
að launin hækka örar en svar-
ar til framleiðsluaukningar-
innar.
Hátekjur.
Það kann að vera, að verð-
bólgan, sem fylgt hefur í kjöl-
far þessara hækkana, kunni
enn að aukast, vegna tilrauna
til að breyta því starfskerfi,
sem fyrr var lýst. Undanfar-
ið hafa veri'ð gerðar allvíð-
tækar tilraunir til að hækka
laun, gegn breytingum á starfs
kerfinu. Er hér um að ræða
samkomulag, sem getur leitt
til þess, en enn fleiri stéttir
krefjast hærri launa, án þess
að nokkur breyting komi til
af þeirra hálfu, og yrði það
þá til að auka enn á verðbólg-
una.
Það kann því vel að vera,
að ákvæðisvinna í einstökum
iðngreinum leiði til almennra
launahækkana, í enn meiri
mæli en verið hefur, en það
myndi aftur leiða til hærra
vöruverðs.
Ríkisstjórnin, sem haft hef-
ur áhyggjur af þróuninni, bef-
ur nú loks ákveðið að grípa
til sinna ráða. Ein ráðstöfunin
er sú að hækka skatta, og
reyna þannig að stöðva pen-
ingaflóðfð, þ.e. taka hluta fjár
ins úr umferð, og vinna
þannig gegn verðbólgunni.
Um leið koma hins vegar til
sögunnar ýmis öfl, sem vinna
í gagnstæða átt. Er stjórnin
hækkar óbeina skatta, t.d. sölu
skatta, hækkar vöruverð.
Launin hækka því, og þannig
hefur ráðstöfun stjórnarinnar
ekki tilætluð áhrif.
Hækki ríkisstjórnin hins
vegar beina skatta, þ.e. tekju-
skatta, þá reyna framleiðend-
ur að hækka vöruverðið,
þannig að ágóðahlutfallið hald
ist óbreytt. Enn koma til sög-
unnar öfl, sem vinna gegn
stefnu stjórnarinnar. Það má
því segja, eins og áður er
vikið að, að ríkisstjórn í
frjálsu landi hafi ekki yfir
neinu úrslitavaldi að ráða.
Hún, eins og allir aðrir þættir
þjóðfélagsins, er því sjálfu
háð.
Þetta er því vandamálið, en
hver er lausnin? Ahnennt má
segja, að ríkisstjórn geti gripið
til tveggja ráða. f fyrsta lagi
getur hún barizt gegn hærri
launum og hærra vöruverði
með eftirliti. Me'ð öðrum orð-
um má segja, að stjórnin reyni
að hafa eftirlit með því, á
hvern hátt þau öfl, sem vikið
hefur verið að, verka, án þess
þó að reyna að beizla þau ger
samlega. Eftirlit gefur ráða-
möhnum oft góðar vonir, því
að það á að leiða til skjótra
verkana. Það getur hins vegar
haft hættulegar afíeiðingar í
för með sér.
Nefna má, að sú stjórn
Verkamannaflokksins, sem
fyrst sat að völdum eftir styrj
öldina, náði samstarfi við
verkalýðsfélögin um að halda
niðri launum. Þetta samstarf
Aubrey Jones.
stóð þó ekki lengi, m.a. vegna
þess, að sums staðar var unn
in ákvæðisvinna, svo að laun
þeirra, sem hana stunduðu
hækkuðu, þótt laun annarra
stæðu að mestu í stað. Mis-
munurinn var’ð loks of mikill,
og launaskriðunni var hrund
ið af stað.
Það leikur því ekki á því
neinn vafi, að ríkisstjórn
verður að gera meira en koma
á eftirliti. Hún verður að
reyna að hafa áhrif á þróun
þeirra mála sem að baki búa.
Ríkisstjórn verður að takast
á við vandamálin á annan
hátt en á 19. öldinni, er eirv-
stakir aðilar voru látnir
glíma sín á milli. Hún verður
a'ð gera annað og meira en
leggja á skatta og setja lög.
Ríkisstjórn verður að koma
fram í hlutverki læriföður,
og mynda skoðanir. Þá verður
hún að reyna að draga úr
áhrifum þeirra afla, sem gera
á mismunandi hátt vart við
sig í ýmsum hlutum þjóð-
félagsins.
Nýtt tæki.
Hér er um að ræða ný
verkefni, og af því að beita
skal nýjum tækjum, þá vak,na
nýjar grunsemdir. Eitt þess-
ara nýju tækja í Bretlandi,
er Kaupgjalds- og verðlags-
ráðið, sem er afleiðing yfir-
lýsingar ríkisstjórnarinnar,
atvinnurekenda- og launasam
takanna, en þessir aðilar hafa
orðfð sammála um, að þeir
séu fórnardýr sömu aflanna,
og því ættu þeir að taka hönd
um saman í baráttunni við
þau. Tilgangurinn er að varpa
ljósi á vandamálin, hafa for
ystu í baráttunni, ekki með
ofbeldi, heldur með upplýs-
ingum og beinum dæmum.
Það verkefni, sem hér hefur
verið rætt um — að hafa*
áhrif á öflin, sem að baki
búa — verður ekki unnið á
einum degi. Reyndar virðast
þjóðfélögin aldrei sigrast til
fullnustu á vandamálum sín-
um, en þær tölur um ástandið
í Bretlandi, og lýsing þess,
sýnir, að Bretar hafa staðið
sig verr en aðrar þjóðir, þ.e.
haft minni stjórn á kaupgjaldi
og verðlagi, og þá um leið
framleiðslu.
Að ganga hreint til verks
á þessu sviði hlýtur að vera
skynsamleg stefna, sem leitt
getur til árangurs.
Sameiginleg yfirlýsing
Það styður þessa kenningu,
að á siðustu fimm árum hefur
fengizt á því almenn viður-
kenning, að beinar aðgerðir á
fjármálasviðinu duga hverg1
nærri, þótt slíkar aðgerðir séu
þýðingarmilkið vopn. Annað
þarf einnig að koma til, og
þar er fyrst og fremst um að
ræða þa'ð, sem venjulega er
nefnt kaupgjald.
1964 var í Bretlandi gefin
út sérstök stefnuyfirlýsing,
undirrituð af rikisstjórninni,
fulltrúum atvinnurekenda og
fulltrúum verkalýðsfélaganna.
Þar kemur fram, að það sé
ekki eingöngu á valdi ríkis-
stjórnarinnar að kveða niður
verðbólguna, heldur verði
sjálft þjóðfélagið að leggja sitt
af mörkum.
Er það rétt, sem fram kom
Volvo A 94 ATHUGIÐ’
til sölu P. 544 favorit, árg. 1964, ve] með farin einka
bifreið, ekinn 18 þús. km. Tilboð óskast. — Þegar miðað er við útbreiðslu.
Til sýnis að Bugðulæk 20 í dag og fyrir hádegi á er langtum ódýrara að auglýsa
morgun. — Staðgreiðsla. í Morgunblaðinu en öðrum
KÁRI SIGURJÓNSSON, sími 35833. blöðum.
Börn óskast til að bera út Morgunblaðið
í Silfurtúni. — Upplýsingar í síma
51247