Morgunblaðið - 27.07.1966, Qupperneq 12
12
MORCUNBLAÐID
Miðvikuclacrur 27. júlí 1966
„Hjarta mitt var
Hætt við Gelr Zoegá,
frðmkjæmdastjóra, sjötugan
alltaf á sjónum"
Geir Zoéga. Á vegffnum íyrir aftan hann hangir ljósmynd af
Reykjavíkurhöfn, sem tekin var í maí 1910. Þegar Geir
Zoéga eldri varð áttræður 26. maí 1910, hélt Reykjavíkur-
bær honum samsæti, og við það tækifæri afhenti Páll Einars
son, bæjarstjóri, honum þessa mynd, sem tekin er við búð-
arhornið hjá Geir. Engin önnur kópía er til af myndinni. —
Þremur árum siðar hófst hafnargerðin í Reykjavik.
(Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.)
Geir Zoéga, fram-
kvæmdastjóri og aðalum-
boðsmaður á íslandi fyrir
vátryggjendur brezkra
togaraeigenda, er sjötug-
ur í dag.
Hann er fæddur á Vest-
urgötu 7, í húsi, sem nú er
uppi við Árbæ, sonur hins
mikla athafnamanns,
Geirs Zoéga, kaupmanns
og útgerðarmanns, sem
setti svip á Reykjavík um
langan aldur.
Blaðam. Mbl. átti sam-
tal við Geir í tilefni afmæl
isins og fara hér á eftir
svör hans við spurningum
blaðamannsins.
— Ég er fæddur hér við
Vesturgötuna 27. júlí árið
1896. Foreldrar mínir voru
C?eir Zoéga og kona hans,
Helga Jónsdóttir frá Ármóti.
Zoéga-nafnið kom til íslands
með Jóhannesi Zoéga (eldra),
afa föður mins. Hann kom
hingað frá Danmörku, en
annars er þetta upphaflega
ítölsk aðalsætt í Mílanó.
— Faðir minn seldi útgerð-
ina árið 1905, þegar hann
var 75 ára gamall, en ég að-
eins níu ára, svo að ég kynnt-
ist lítið umsvifum hans hér í
athafnalífinu. Ég hóf ungur
verzlunarstörf í Verzlun
Geirs Zoéga hér fyrir neðan
á Vesturgötu 6 (samtalið fór
fram í skrifstofu Geirs á Vest
urgötu 10), en fyrir 53 árum,
árið 1913, lauk ég prófi við
Verzlunarskóla íslands.
— Árið 1920 fluttist ég til
Hafnarfjarðar og átti þar
heima fram til ársins 1946.
Árið 1924 réðst ég í þjónustu
Hellyersbræðra, sem ráku
mikla togaraútgerð frá Hafn
affirði. Gerðist ég fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins
hér, sem gerði lengstum út
sex togara og var stærsta
togarafélag á landinu. Þessi
starfsemi lagðist niður í nóv-
ember 1929 af ýmsum ástæð-
um, sem ekki verða raktar
hér. Mér þótti ávallt gott að
vinna hjá þessu fyrirtæki og
kem þangað árlega í heim-
sókn, þegar ég er á ferð í
Englandi.
— Margt gerðíst á þessum
árum, sem gott er að minn-
ast, en hitt situr kannske
betur í manni, sem var sorg-
legt. Það voru t.d. daprir dag
ar árið 1925, þegar tveir tog-
arar frá fyrirtækinu, Field-
marshal R-obertsson og Leífur
heppni, fórust með 40 mönn-
um; þar af 24 íslendingar.
— Árið 1930 fór ég í mik-
inn lúðuleiðangur til Græn-
lands með skipum Hellyers-
bræðra. Lagt var af stað frá
Hull 17. apríl og komið til
baka 30. september. Við vor-
um 165 daga úti á sjó, án
þess að koma i land. Það var
allt saman stórkostlegt ævin-
týri. Ég var á fyrra móður-
skipinu, sem fór í leiðangur-
inn. Um borð voru 20 mótor-
doríur, sem hver lestaði yfir
5 tonn, og áhöfnin var 235
menn. Ég var eini íslending-
urinn, hitt voru mestallt Norð
rnenn,, nema yfirmennirnir,
sem voru brezkir. Við veidd-
um við Vestur-Grænland, og
þarna var feiknamikið fiski-
rí. Eftir 55 daga var skipið
hér um bil fullt. Þá vorum við
komnir með 5.500 tonn af
frystri lúðu. Annað móður-
skip kom 24. júní, og var það
stærra en hið fyrra, sem sigldi
þá til Englands. Ég fór ásamt
200 manns af fyrra skipinu
yfir á hið stærra. Þar vuru
40 doríur um borð og á 6.
hundrað manns. Auk þess að
veiða lúðu, var veiddur þorsk
ur og hann saltaður um borð.
Við fengum nokkuð mikið af
lúðu og 2.000 tonn af saltfiski.
Hellyers-bræður gerðu svona
leiðangra út í átta ár, en
’hættu því þá, enda voru þá
mörg fleiri útgerðarfyrirtæki
komin í spilið, og ske.nmdi
svo hver fyrir öðrum, eins
og gengur.
— Á árunum 1940-1945 var
ég framkvæmdastjóri hér fyr
ir útflutningi á Islenzkum af-
urðum fyrir brezka matvæla
ráðuneytið. Sá ég um allan
útflutning og greiðslu fyrir
hann. Þetta var ákaflega mik
ið starf. Ég hafði sextán skip
á minni könnu, en fékk til
viðbótar aukaskip, þegar
þeirra var þörf.
— Ég varð umboðsmaður
fyrir Hull-togara hér á landi
árið 1934, og eftir styrjöldina
varð ég aðalumboðsmaður á
íslandi fyrir alla brezka tog-
ara. Þetta er fjölbreytt starf,
en einna mest er að gera í
sambandi við viðgerðir, slys
og óhöpp hvers konar, strönd
og landhelgisbrotamál. Ég
hef óbundnar hendur um að
gera þær ráðstafanir, sem
mér þykja skynsamlegastar,
þegar t.d. strönd ber að hönd
um, og þarf ekki að bíða
leyfis utan frá um að hefjast
handa. Allir umboðsmenn
brezkra togara úti á lar.d;
heyra undir skrifstofu mína.
Ég hef verið við flest réttar-
höld í landhelgismálum, síð-
an ég tók við þessu itarfi,
og þykir mér það leiðvnlegt,
en það er náttúrulega evis og
hver önnur þjónusta.
— Já, ég hef haft afskipti
af mörgum skipsströndum, og
í sambandi við þau hafa
gerzt ýmsar sorgarsögur.
Annars hefur yfirleitt gengið
vel að bjarga mönnum; því
að slysavarnafélögin, varð-
skipin og aðrir aðiljar hafa
alltaf sýnt bæði snarræði og
dugnað og ekki talið neitt eft
ir sér, þegar mannslif hafa
verið í veði. Öll tækni hef-
ur líka batnað á síðari árum,
t.d. fjarskiptaþjónusta.
— Verstu ströndin hafa
verið við Jökul og á Vest-
fjörðum, þar sem landtaka er
víða afleit og fjara klettótt.
Á Suðurlandi hefur aftur á
móti oftast verið hægt að
bjarga mönnunum, ef þeir
hafa beðið eftir hjálp í skip-
unum. Björgunin undir Látra
bjargi var „mest spennandi“.
— Stundum hefur þó ýmis
legt gamansamt gerzt i sam-
bandi við ströndin. Til dæm
is man ég eftir togarastrandi
suður í Grindavik. Ég fór
suður eftir, og eftir hálftíma
var búið að bjarga öllum í
land nema skipstjóranum. Ég
fór niður í fjöru, og var svo
mikið foráttubrim, að mastr-
ið klóraði botninn, en kjölur
inn sneri upp. Skipbrotsmenn
irnir höfðu fengið snarpheit-
an kaffibolla hver, og voru
þeir ákaflega ánægðir með
það. Ég spurði, hvort þeim
væri ekki kalt, en allir kváðu
nei við þvi. Þeim liði ágæt-
lega. Ég sagði, að það væri
slæmt, því að ég væri með
„Nelsons-blóð“, sem ég hefði
ætlað að hressa þá á. „Nel-
sons-blóð“ er sterkasta teg-
und af rommi. Þá brá svo
við, að öllum varð jökulkalt,
og kepptust þeim um að ’ýsa
því fyrir mér, hve þeir væru
helteknir og illa haldnir af
kulda.
— Útgerð Breta hér í kring
um landið hefur dregizt sam-
an hin síðari ár. Kolakyntu
skipin gátu ekki farið eins
langt og þau dísilknúnu, og
síðán Bretar fengu sér stærri
togara, geta þeir farið um
mun víðara svæði, enda leita
þeir miklu meira nú en áður
norður til Bjarnareyjar, í
Hvítahaf og til Nýfundna-
lands.
— Já, svo að vikið sé að
persónulegri atriðum. þá gift-
ist ég árið 1928 Halldóru
Ólafsdóttur, Ófeigssonar frá
Keflavík. Við höfum eignazt
þrjú börn, en misst einn son.
— Ég get sagt með sanni,
að hjarta mitt hafi alltaf ver-
ið á sjónum, þótt ég færi ekki
til sjós. Mig langaði til þess,
en faðir minn vildi það alls
ekki. Hann var orðinn 66 ára
þegar ég fæddst, og ég var
eini sonurinn, svo að hann
hefur ekki viljað taka neina
áhættu. Ég hef bætt mér þetta
up með því að sigla oft og
fara oft út með togurum,
bæði íslenzkum og brezkum.
Fyrir einum tólf árum fór
ég til dæmis á brezkum togara
til Grænlands á saltfiskirí.
Við vorum sex vikur í túrn-
um. Þetta var ágætistúr, sem
ég hafði ákaflega gaman af.
— Að lokum er bezt að
taka fram, að ég verð heima
í dag á Öldugötu 14.
,Að útryðja erroribus'
ÉG þakka Páli Líndal fróðlegt
og skemmtilegt tilskrif í Morg-
unblaðinu á sunnudaginn, þó
mér þyki að vonum leitt að Les-
bókarrabb mitt fyrra sunnudag
skyldi fara svo mjög í hans
fínu taugar. Fyrir mér vakti
það eitt að vekja máls á
atriðum sem ég tel tímabært
að ræða, eins og t.d. byggingu
yfir Listasafn ríkisins. Páll
þykir mikil firra, að Lista-
safnið hafi „gleymzt“ á skipu-
lagsuppdrætti Reykjavíkur, og
að feiignum skýringum hans hlýt
ég að játa, að orðalagið var
meira en hæpið.
Aftur á móti liggja til þess all-
þungvægar ástæður að ég tók
þannig til orða. Ásmundur
Sveinsson myndhöggvaru færði
það í tal við mig nýlega, að
Listasafnið hefði „gleymzt“ á
skipulagsuppdrættinum, og
kvaðst hafa bent borgarstjóra á
„mistökin“, en borgarstjóri hefði
þá lagt til að Listasafnið fengi
lóð í Öskjuhlíðinni suðvestan-
verðri, þó hann væri að vísu
ekki öruggur um að hann hlyti
stuðning skipulagsy.firvaldanna
í því máli. Ásmundur er grand-
var maður, og satt að segja tók
ég viðbrögð borgarstjóra sem
vísbendingu um, að málinu væri
eins háttað og ég hélt fram í
rabbinu.
Páll Lindal kveðst ekki fyrr
hafa heyrt minnzt á þessa
„gleymsku", og er ekkert við því
að segja, því honum ber hreint
engin skylda til að lesa þær bæk
ur sem hér koma út árlega, enda
æ-rinn starfi. En til gamans vil
ég geta þess, að um síðustp jól
kom út allmyndarleg bók, „Stein-
ar og sterkir litir“, með viðtöl-
um við ýmsa helztu myndlistar-
menn þjóðarinnar. í fyrsta kafla
þeirrar bókar heldur Ásmundur
Sveinsson þvi eindregið fram, að
gleymzt hafi að gera ráð fyrir
Listasafni ríkisins á skipuiags-
uppdrætti Reykjavíkurborgar,
og hefur enginn orðið til að and-
mæla honum opinberlega, svo
mér sé kunnugt. Mér var því
nokkur vorkunn þegar ég fór
að hjálpa þessum „erroribus á
gang“; það var gert í góðri trú.
Að því er varðar seinna atrið-
ið í grein Páls Líndals, þá er það
ekki rétt að Laugarnestanginn
hafi verið friðaður, heldur ein-
ungis allstór skiki á honum
sunnanverðum, og er ætlunin að
umkringja þennan skika vöru-
skemmum og fabrikkum land
megin, þannig áð hann virðist
eiga að vera algerlega einangr-
aður frá íbúðarhverfum, sam-
kvæmt skipulagsuppdrættinum.
Er mér slík ráðabreytni
með öllu óskiljanleg Ég þyk-
ist hvergi hafa lagt til að
„listamenn verði hafðir al-
menningi til sýnis eins og
sjaldgæfar dýrategundir eða
önnur furðuverk", þó ég bæri
fram þá tillögu að komið yrði
upp listamannahverfi á Laugar-
nestanga. Eða dettur Páli
kannski í hug, að eitthvað svip-
að Wafi vakað fyrir þeim góðu
mönnum sem á sínum tíma áttu
hugmyndina að prófessorabústöð-
unum við Háskóla íslands? Ég
hafði einungis í huga það hag-
nýta sjónarmið að veita íslenzk-
um listamönnum, sem fæstir
vaða í peningum, kost á að reisa
sér ódýrar vinnustofur og rbúð-
arhús á einum fegursta bletti
borgarinnar, eins og Sigurjón
ólafsson hefur þegar gert, í
stað þess að leggja tangann að
Rbodesia:
Ekki þörf
Skattahækkuiia
Salisbury, 21. júlí NTB.
JOHN WRATHALL, fjármála-
ráðherra Rhodesiu, lagði í dag
fyrir þingið fyrsta fjárlagafrum-
varp stjórnarinnar frá því lýst var
yfir sjálfstæði landsins.
Búizt var við miklum skatta-
hækkunum vegna efnahagsþving
ana þeirra, er reynt hefur verið
að beita landið, en ráðstafanir
þær virðast ekki hafa haft meiri
áhrif en svo, að skattahækkana
er enn ekki þörf.
Óbeinir skattar hafa þegar
verið hækkaðir töluvert, einkum
skattar á munaðarvarningi ýmis
konar.
Fjármálaráðherrann kvaðst þó
hafa gengið út frá því við samn-
ingu frumvarpsins, að viðræð-
verulegu leyti undir skemmur
og skúra.
Meira var það ekki.
Sigurður A. Magnússon.
urnar, sem að undanförnu
hafa farið fram milli fulltrúa
stjórna Rhodesíu og Bretlands,
færu út um þúfur og efnahags-
þvingunum yrði haldið áfram.
Gert er ráð fyrir hálfrar milljón
punda halla á frumvarpinu.
Wrathall upplýsti, að sala tó-
baks, sem er mikilvægasta út-
flutning«vara landsins, hefði
gengið vel þrátt fyrir efnahags-
þvinganirnar svo og sala annarra
framleiðsluvara.
Moskvu, 21. júlí, NTB — 57
manns hafa beðið bana af völd-
um rigninga og flóða í og um-
hverfis Ulan Bator, höfuðborg
Mongólíu. Jafnframt hefur orðið
verulegt tjón á mannvirkjum.
Fyrir nokkrum dögum rigndi þar
jafnmikið á 4 klst. og venjulega
á heilum mánuði.