Morgunblaðið - 27.07.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.07.1966, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. júlí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti ö. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið. UM TVÆR LEIÐIR AÐ VELJA Lýstur ,persona non grata' en meinað að fara úr landi T g^öggri grein, sem Ólafur Björnsson prófessor ritaði hér í blaðið í gær tekur hann til meðferðar háðsyrði stjórn- arandstæðinga um valfrelsi fólksins gagnvart stefnum í stjórnmálum og viðskiptamál um. Hann bendir á það að þegar innflutningur hefur verið gefinn frjáls í þeim mæli sem nú er, þá væri ekki að saka innflytjendur um það þótt eitthvað væri flutt inn, sem sumum kynni að finnast óþarfi, því að inn- flytjandinn yrði þá algerlega háður því, hvað fólkið vildi kaupa og hvað ekki. Þegar haftafyrirkomulag ríkti hins vegar þá gæti kaupmaðurinn eða kaupfélagsstjórinn sagt við viðskiptavininn: „Viljirðu ekki þetta sem ég hef á boð- stólum, þá færðu ekkert“. Ólafur Björnsson segir síð- an í grein sinni: „En þetta, að óskir neyt- endanna séu látnar ráða því hvaða erlendar vörur séu fluttar til landsins og seldar, kallar Frjáls þjóð að „nautið sé látið ráða ferðinni“. Menn geta verið á móti því lífsvið- horfi sem í þessu felst, og það er höfundur þessarar greinar vissulega og jafnvel hneykslast á því. En mjög ber þessi málflutningur að mínu áliti, af þeirri loðmollu, sem að jafnaði er borin á borð fyrir fólkið í hinum út- breiddari málgögnum stjórn arandstöðunnar, sem stýrt er af „æfðari“ stjórnmálamönn- um. Hér er því haldið fram, að frjálsræðið í viðskiptamál um, sem ríkisstjórnin hafi stefnt að og tekizt að koma á muni leiða til ófarnaðar fyrir þjóðina. Það þurfi að koma á annarri skipan. Það á ekki að láta „nautið“ þ.e. húsmæð urnar og aðra neytendur ráða ferðinni. Nei, það þarf að nýju að skipa vitringa í gjaldeyrisnefnd, bílaúthlutun arnefnd, skömmtunarnefnd og svo framvegis, sem stjórn ar nautunum þannig ,að þau eigi ekki kost á því að kaupa annað eða ferðast annað en þessir vitringar telja að sé í samræmi við þjóðarhags- muni“. Með þessum ummælum hins ágæta og glögga hagfræð ings er dregin upp óvenju skýr mynd af því sem raun- verulega er um að ræða í bar áttunni um stefnur og flokka í íslenzku þjóðfélagi í dag. Það er í raun og sannleika um tvær stefnur í efnahags- málum að ræða, að halda á- fram þeirri stefnu sem fylgt hefur verið, þ.e. athafna- og viðskiptafrelsi eða hverfa aftur að gamla haftafyrir- komulaginu. En haftafyrir- komulagið byggist eins og alþjóð er kunnugt fyrst og fremst á alræði pólitískra nefnda um innflutning til landsins, um framkvæmdir í landinu, um úthlutun bif- reiða, skipa, landbúnaðar- véla, heimilistækja og marg- víslegra lífsins gæða. Þetta verður íslenzkur al- menningur að gera sér ljóst. Það er um þessar tvær leiðir, sem verður kosið í næstu kosningum. Vilja íslendingar kalla yfir sig spiliingu hafta- fyrirkomulagsins eða vilja þeir halda áfram á braut frjálsræðis og alhliða upp- byggingar, og tryggja jafn- framt athafna- og viðskipta- frelsi með hyggilegum og sjálfsögðum ráðstöfunum á svipaðan hátt og aðrar lýð- ræðisþjóðir gera? Þetta er hin einfalda spurn ing sem íslenzkir kjósendur munu svara í almennum al- þingiskosningum. á næsta sumri. SANNLEIKURINN UM BÚVÖRUVERÐIÐ FVóðlegt væri að vita hver * skrifar forustugreinar Tím- ans þessa dagana. í gær er vitnað þar í ummæli Sjálf- stæðismanna frá 1963. Voru þau á þá lund „að bændum hafi nú verið tryggt umsamið verð fyrir framleiðsluna“. Sannleikurinn er sá, að síðan að Sjálfstæðismenn tóku við forustu vlandbúnaðar málanna 1959 hafa bændur fengið fullt grundvallarverð fyrir framleiðslu sína, vegna breytinga á framleiðsluráðs- lögunum, sem gerðar voru undir forustu Ingólfs Jóns- sonar. Breytingin var í því fólgin að ákveðið var að greiða útflutningsuppbætur á þær landbúnaðarvörur, sem fluttar eru úr landi. Upjpbæt urnar skyldu þó aldrei verða meiri en 10% af heildarverð- mæti landbúnaðarframleiðsl- unnar. Tíminn segir, annaðhvort af fáfræði eða af löngun til þess að leggja sannleikann til hliðar, að bændur hafi ekki fengið fullt grundvallarverð á s.L ári. Allir bændur vita að svo varð þó, og að sunnan lands og vestan var fyllilega greitt grundvallarverð fyrir mjólkina. Að nokkur kaup- félög norðanlands, sem starf rækja jafnframt mjólkurbú, hafa ekki enn borgað hluta - Pekingstjórnin heldur hollenzka sendifulltrúanum sem gísl • Pekingstjórnin hefur sýnt hina furðulegustu framkomu í máli því, er risið hefur vegna láts kínverska verkfræðings- ins í Hollandi á dögunum. Var frá því skýrt í Mbl. s.l. sunnudag, að kínverski sendi- fulltrúinn í Haag væri farinn þaðan, sem „persona non grata“, þar sem hann neitaði að aðstoða hollenzku lögregl- una við að upplýsa málið — og hollenzka sendifulltrúan- um í Peking hefði einnig verið vísað úr landi. Komið er hins vegar í ljós að Peking stjórnin gekk enn lengra — hún lýsti sendifulltrúann, Jean Jongejans, „persona non grata“ í Kína — svo sem við var búizt — en meinaði hon- um að hverfa heim til Hol- lands sem er fáheyrt athæfi. Þess í stað heldur hún hon- um sem gísl í Peking fneðan hollenzka stjórnin heldur fram þeirri kröfu, að kín- versku verkfræðingarnir átta, sem enn eru í Hollandi, svari spurningum lögreglunnar, áð- ur en þeim er sleppt úr landi. Telur lögreglan að þeir viti gjörla, hvað fyrir Kínverjann kom og séu neyddir til þagnar af starfsmönnum sendiráðsins. Ekki er enn að fullu ljóst, hvort Jongejans hefur verið sviptur diplómatískum réttind um sínum við yfirlýsingu stjórnarinnar — eða hvort hann hefur enn ferðafrelsi allt að 25 km. frá Peking, eins Jean Jongejans og aðrir erlendir sendimenn. Að sögn fréttamanna er ekki gott að sjá, hvað Pekingstjórn in hyggst gera við hann. Hollenzki forsætisráðherr- ann, Jozef Cals, hefur látið svo um mælt, að stjórnmála- sambandi Kína og Hollands verði samstundið slitið, verði skert svo mikið sem hár á höfði sendifulltrúans. Ho}- iepzka stjórnin hefur rætt mál þetta og ákveðið, að allt verði gert sem hægt er til að upplýsa hvað olli láti Kín- verjans. „Holland er réttar- ríki“, segir Cals forsætisráð- herra, — og sérhver útlend- ingur á rétt á vernd sam- kvæmt hollenzkum lögum, meðan hann dvelst í Hollandi. Við munum ekki láta við- gangast að mikilsverðum vitn um sé sleppt úr landi án yfir- heyrslu". Pekingstjórnin hefur stað- 1 hæft, að verkfræðingurinn, sem lézt í Haag, Hzu Tzu Tsai, l hafi fleygt sér út um glugga. f Hafi bandarískir njósnarar verið á hælum hans og lagt , að honum að svíkja þjóð sína og gerast handbendi þeirra. Er og gefið í skyn, að hol- I lenzkir aðilar hafi aðstoðað j bandarísku njósnarana. Hol- lenzka stjórnin hefur neitað 1 því afdráttarlaust, að hollenzk I ir menn hafi komið nærri t Iþessu máli. j Einu upplýsingarnar sem hollenzku lögreglunni hafa 1 borizt um mál þetta, eru frá I 12 ára dreng, sem segist hafa j séð og heyrt hinn látna tala við evrópskan mann úti fyrir ! sendiráðshúsinu og hafi hann l síðan orðið fyrir bifreið, er j hann gekk yfir götuna, til félaga sinna. Framan af lagði I lögreglan ekki mikinn trúnað I á orð drengsins, því að ekkert , hafði frétzt um bifreiðaslys á Iþessum stað eða tíma. Þar við bætist, að þó nokkur tími virð j ist hafa liðið frá því drengur- | inn sá þetta gerast og þar til ; maðurinn fannst. i. Samkomulag um landbún.stefnu EBE af verðinu stafar af því, að þau virðist vanta rekstursfé og eiga bændur því þennan hluta eða 40 aura á hvern mjólkurlítra inni hjá viðkom- andi fyrirtækjum. Það er vitanlega mál þess- ara fyrirtækja, hvernig þau leysa rekstrarvandræði sín. Ríkisstjórnin hefur hlutazt til um, í samráði við Framleiðslu ráð landbúnaðarins, að afurða lán út á mjólkurafurðir yrðu í samræmi við það sem ger- ist hjá sjávarútveginum. Kjarni málsins er sá, að á meðan Framsóknarmenn fóru með landbúnaðarmálin skeyttu þeir ekkert um það, þótt landbúnaðarvörur væru fluttar út fyrir lágt verð. Bændur urðu sjálfir að bera hallann af því á þeim tíma. Það er svo augljóst mál að framleiðslan hefur vaxið langt fram úr því sem vonir stóðu til. Þess vegna er búizt við að útflutningsuppbjgturn ar nægi ekki að lullu á yfir- standandi ári. Þó er of snemmt að fullyrða nokkuð um það nú. Reynslan sker úr því þegar endanlega verður gert upp. Það var fyrir einni viku að bóndi úr Eyjafirði kom með þá vizku, að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar á s.l. ári um verðlagningu búvöru Brussel, 25. júlí (AP) UTANRÍKIS- og landbúnaðar- ráðherrar allra Efnahagsbanda- hefðu orsakað þann vanda, sem stafaði af offramleiðslu mjólkurvara! Enginn hafði áður látið sér detta þetta í hug. Það tók einnig vikutíma á ritstjórn Tímans að átta sig á því, hvort frambærilegt væri að halda þessu fram. Öruggt er að Tíminn slær met í fjarstæðukenndum mál flutningi með því að taka und ir þessa fullyrðingu. Á s.l. hausti var það þriggja manna verðlagsnefnd, sem ákvað bú vöruverðið. Fór hún algerlega eftir tillögum Framleiðslu- ráðsins með tilfærslu á milli ýmsra búgreina. Þannig gæti Tíminn ef hann vildi hafa það sem sannara reynist, tal- að við nokkra mæta menn úr Framleiðsluráði, svo sem Einar Ólafsson í Lækjar- hvammi, Svein Tryggvason, framkvæmdastjóra og fleiri framleiðsluráðsmenn. Kæmi þá í ljós að fullyrðing Tímans er rakalaus með öllu. lagsríkjanna sátu fundi í Briiss- el um helgina. Aðfaranótt sunnudagsins náðist mjög mikils verður áfangi er ráðherrarnir urðu á eitt sáttir um lausn land- búnaðarmálanna. Lögðu ráðherr arnir á það áherzlu að ákvarðan- ir þeirra á fundinum muni á næstu árum hafa mjög víðtæk áhrif, bæði á sviði efnahags- og stjórnmála. Einstaka fulltrúar gáfu þó i skyn að aðilar að Efnahagsbanda laginu ættu eftir að iðrast þess að hafa bundizt landbúnaðar- stefnu, sem eigi eftir að kosta aðildarríkin marga milljarða króna. Hið nýja samkomulag nær til um 90% allrar landbúnaðarfram leiðslu Efnahagsbandalagsríkj- anna. Felur samkomulagið í sér mjög flókið kerfi varðandi stuðn ing hins opinbera við útflutn- ing á landbúnaðarvörum, sam- eiginlegri birgðasöfnun til stuðn ings verðlagi á landbúnaðarvör- um, og samþykktir, sem eiga að tryggja framleiðendum hæfileg laun og ábyrgjast að fyrirliggj- andi verði nægilegt magn af land búnaðarvörum. Þýðingarmikið atriði í samkomulaginu er sam eiginlegt verðlag í aðiidarríkjun um á flestum afurðum. Auk þess eru verndartollar lagðir á inn- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.