Morgunblaðið - 27.07.1966, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. jélí 1966
Vinum mínum nær og fjær sendi ég alúðarfyllstu þakk
ir fyrir hlýhug, heimsóknir, skeyti og gjafir á áttræðis-
afmæli mínu, 4. júlí sl. Elskulegum börnum mínum,
tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum
þakka ég alveg sérstaklega fyrir allan þann sóma er þau
sýndu mér og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Ég bið ykkur blessunar drottins.
Lára Guðjónsdóttir,
Kirkjulandi, Vestmannaeyjum.
Hjartans þakkir til ykkar allra fjær og nær, sem
glöddu mig á sextugsafmælinu, með heimsóknum, gjöf-
um og skeytum. — Guð blessi ykkur.
Guðveig Stefánsdóttir,
Meðalholti 13.
Hjartans þakkir öllum þeim, sem glöddu mig með
heimsófenum og gjöfum á 70 ára aímæli mínu.
Guðmundur Kr. Sigurjónsson.
Irvert sem þer farið hvenær sem þer farið
hvemig sem þérferöisf
" —> ferðaslysatrygging
Móðir okkar,
JÓSEFINA LEIFSDÓTTIR HANSF.N
frá Vöglum, Vatnsdal,
sem lézt þann 21. þ. m. verður jarðsett frá Fossvogs-
kirkju, fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 1,30 e.h.
Dætur hinnar látnu.
Útför mannsins míns, föður og tengdaföður,
FRIÐGEIRS BJARNARSONAR
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl.
10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað.
Blóm vinsamlega afbeðin.
Soffía E. Ingólfsdóttir,
Sigvaldi og Annie-Jo Friðgeirsson.
Móðurbróðir okkar,
GUÐMUNDUR JÓSEFSSON
fyrrv. hreppstjóri frá Staðarhóli í Höfnum,
verður jarðsunginn frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum
fimmtudaginn 28. þ.m. kl. 14.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð. — Þeim, sem vildu minn-
ast hins látna er bent á líknarstofnanir.
Guðrún Magnúsdóttir,
Þóra Magnúsdóttir.
Eiginmaður minn,
EINAR S. JÓHANNESSON
vélstjóri, Ásvallagötu 10A,
verður jarðsettur frá Fossvogskir'kju föstudaginn
29. júlí kl. 1,30 e.h. — Blóm og kransai vinsamlegast
afbeðin.
Karólína Guðmundsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
TRAUSTA ÁRNASONAR
Ólafsfirði.
Sigríður Þorsteinsdóttir,
Lovísa Friðriksdóttir,
Jörundur Traustason.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR BENEDIKTSSONAR
Njálsgötu 81.
Margrét Einarsdóltir,
Einar Guðmundsson, Birgir Guðmundsson,
Bcnedikt Guðmundsson, Bergdís Ottósdóttir
og barnabörn.
Hjartans þakkir við andlát og útför móður okkar,
GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Bjargarstíg 3.
Lilja Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson.
75 ára í dag:
Haraldur Björnsson, leikari
HARALDUR Björnsson leikari
er 75 ára í dag, og gerði ég mér
ekki ljóst fyrr en á dögunum að
hann er afmælisbróðir dó'ttur
minnar og tengdaföður. Harald-
ur er búinn að eiga svo mörg
merkisafmæli undanfarinn áratug
að það er næstum að bera í
bakkafullan lækinn að fjölyrða
um hann við þessi tímamót. Á
fimmtíu ára leikafmæli hans í
fyrravor var hann hylltur og
margt um hann skrifað, auk þess
sem hann hefur flett rækilega
ofan af lífi sínu í ævisögunni ,Sá
svarti senu-þjófur" sem út kom
1963.
Haraldur Björnsson er enn í
fullu fjöri, gáskafullur og spræk-
ur eins og unglingur, sífelldlega
með nýjar hugmyndir á prjónun-
um, svo vís-ast er honum lítt að
skapi að farið sé að minna hann
á hraðgengi tímans og misbrigði
áranna. Hann ætti samkvæmt
öllum venjulegum mennskum
lögmálum að vera löngu setztur
í helgan stein, enda búinn að
vera á eftirlaunum í fimrn ár,
en hann hefur að eigin sögn
aldrei haft meira að gera en
einmitt síðustu árin. Er það til
marks um síungan anda hans, að
hann tók af miklum áhuga þátt
í sýningum ungra áhugamanna í
Grímu fyrir þremur árum, auk
þess sem hann hefur verið önn-
um hlaðinn hjá Leikfélagi
Reykjavíkur síðan hann lét af
störfum í Þjóðl-eikhúsinu 1961.
Hafa mörg hlutverk hans á þess-
um síðustu árum verið einkar
sk-emmtilega af hendi leyst, ekki
hvað sízt í nýstárlegum verku-m
eins og þeim sem Gríma og Leik
félag Reykjavíkur sýndu eftir
Odd Björnsson, Dúrrenmatt,
Dario Fo og Halldór Laxness.
Um rúmlega 50 ára leikferil
Haralds Björnssonar er ég ekki
bær að ræða, en hef fyrir satt
að hann hafi 1-eikið yfir 150 hlut-
verk á sviði, stjórnað 50 leiksýn-
ingurn og farið með yfir 320 hlut-
verk í útvarpi, að ógleymdu
hlutverki hans í „79 af stöð-
inni“. Segja þessar tölur sína
sögu um þátt Haralds í þróun ís-
lenzkrar leik-menntar, enda er
varla ofsagt að saga leiklistar-
innar hérlendis síðustu aldarhelft
sé samofin ævisögu hans. Við
þetta bætist, að Haraldur gaf út
tímarit um leikhúsmál í heilan
áratug, og hefur enginn fslend-
ingur leikið það eftir. Ennfrem-
ur stundaði hann um langt skeið
kennslu í leiklist.
Ég kynntist Haraldi fyrst fyr-
ir örfáum árum, og eru mér í
fersku minni þau skipti sem ég
hef sótt hann og hina indælu
konu hans, Júlíönu Friðriksdótt-
ur, seim, því bæði eru þau höfð-
ingjar að fornum sið og jafnan
ánægjulegt að eiga nveð þeim
kvöldstund í glaðra vina hópi.
Haraldur er að jafnaði viðmóts-
þýður maður, opinskár og góð-
látlega hæðinn, orðheppinn með
afbrigðum og mátulega sjálfhæl-
inn. Njóta þessir skemmtilegu
eiginleikar sín bezt þegar hann
heldur tækifærisræður, en í
veirri listgrein á hann fáa sína
jafnoka hérlendis. Hann er
gæddur þeim fremur fágæta
hæfileika að geta látið allt flakka
án þess að hneyksla nokkurn eða
særa, og ádeila hans er einatt
blandin glitrandi skopi. Yfirleitt
held ég að lognmolla haldist
ekki þar sem Haraldur er nærrL
Úr samskiptum okkar eru mér
minnisstæðastar þrjár vikur á
liðnu hausti, þegar hann tók sig
upp frá margvíslegum önnum og
hélt með mér suður til Grikk-
lands ásamt hópi íslendinga.
Hann var okkar elztur að árum,
en það veit hamingjan, að enginn
var yngri í andánum, fjörmeiri,
glensgjarnari eða áhugasamari
um allt sem fyrir okkur bar. í
þrjár vikur samfleytt lét hann
fyndninni rigna yfir okkur, á
hverju sem gekk, og margar voru
hlátursrokurnar sem ráðsettar
konur og háttvísir borgarar ráku
upp í návist hans.
Öllum verður okkur ferðafélög
um Haralds hugsað til þeirra
stunda, þegar þessi elzti sér-
menntaði leikari íslands kom í
leikhúsin fornu þar sem vagga
vesturlenzkrar leiklistar stóð í
árdaga: Knossos, Delfí, Epída-
vros og Efesus. Þar tók hann sér
stöðu á miðju leiksviði og þrum-
aði fræga kafla úr ljóðum og
leikbókmenntum yfir nokkrum
ísl-endmgum, furðu lostnum er-
lendum ferðamönnum og auðum
bekkjaröðum. Ætli það sé ekki
í eina skiptið sem íslenzk tunga
hefur hljómað frá leiksviðum
Hellena?
Eða barnsleg hrifning hans á
sögustöðum eins og Akrópólis,
Kórintu, Ródos, Delos og Mikla-
garði. Það var eins og hann vakn
aði á ný til tilveru, sem var hon-
um gamalkær, því hann hafði
lesið Grimberg sinn vendilega
og kunni skil á flestu sem fyrir
augun bar. Þá varð hann í bók-
staflegum skilningi ungur í ann-
að sinn, þar sem hann sprang-
aði hálfnakinn í sólarbreiskjunni,
með griska leikgrímu á brjóst-
inu, fullur af lífsgleði og leik-
araskap.
í dag er þessi káti ferðafélagi
búinn að hlaupa yfir þrjá aidar-
fjórðunga, svo ótrúlegt sem það
er, en við sem sáum til hans i
Grikklandi í fyrra trúum því
fastlega að hann eigi enn ófar-
inn að minnsta kosti heilan ald-
arfjórðung frjórrar lífsnautnar.
Ég færi Haraldi Björnssyni og
konu hans, Júlíö-nu, hjartanlegar
árnaðaróskir á þessum tímamot-
um, og sömuleiðis óska ég börn-
um hans þremur, Stefáni lækni
í Svíþjóð, Dóru húsfreyju í
Noregi og Jóni arkítekti, til ham
ingju m-eð síungan föður og fé-
laga.
Sigurður A. Magnússon *
Erlendur her verði á
burt frá Vietnam
segir De Gaulle; „barizt þar til yfir lýkur",
segir Ho Chi Minh 1 bréfi til Frakklandsforseta
París, 20. júlí — NTB
FORSETI N-Vietnam, Ho Chi
Minh, hefur lýst því yfir í bréfi
til De Gaulle, Frakklandsforseta,
að alþýða manna í N-Vietnam
sé þess reiðubúin að berjast, þar
til yfir lýkur.
Bréf N-Vietnamforsta var
fært De Gaulle siðdegis í dag, og
var það franski stjórnmálamað-
urinn Jean Saintenay, sem ann-
aðist bréfburðinn. Er bann ný-
komin úr ferðalagi um SA-
Asiu.
Bréfið er svar við bréfi því,
sem Frakklandsforseti sendi Ho
Nýtt götufcort
ol Reykjavik
Offsetprentsmiðjan Litbrá
hefur sent á markaðinn lit-
prentað kort af Reykjavík, sem
skreytt er ljósmyndum úr borg-
inni og teikningum af helztu
styttum og byggingu-m.
Kort þetta sem aðallega er
ætlað erlendum ferðamönnum
og utanbæjarfólki, er nýstárlegt
fyrir það að hótelin, ferðaskrif-
stofurnar, söfnin o.fl., sem ferða
fólk hefur áhuga fyrir, er merkt
með númerum inn á kortið og
er því auðfundið í borginni.
Aftan á kortinu eru svo heirn-
ilisföng og símanúmerum yfir
þau helztu fyrirtæki er veita
ferðafólki þjónustu, hótelin,
bankarnir, ferðaskrifstofurnar,
bílaleigurnar, flugfélögin, minja
gripaverzlanir, skipafélögin, bif-
reiðastöðvarnar og veitingastað
Kort þetta sem er smekklega
úr garði gert, hefur Torfi Jóns-
son sett upp og teiknað.
Chi Minh. í svarinu segir m.a„
að Saintenay hafi verið gerS
grein fyrir því, er hann heim-
sótti Hanoi, að N-Vietnam væri
fórnardýr árásarafla í Bandaríkj
unum, og myndi alþýða manna
í N-Vietnam berjast við árásar-
seggina, þar til fullur sigur hefði
unnizt. „Við erum ánægðir yfir
því“, segir Ho Chi Minh í bréf-
inu, „að Frakkland, sem átti
aðild að Genfarsanikomulaginu
1954, er eitt þeirra landa, sem
reynir að koma á friði, í anda
þess samkomulags".
Fyrr í dag hafði De Gaulle
lýst því yfir á ríkisráðsfundi,
að skoðun Frakka á ástandinu i
Vietnam væri óbreytt. Það, sem
mestu máli skipti, og yrði að
vera undanfari friðarumleitana,
vær, að allur erlendur her héldi
á burt frá Vietnam, þannig að
hægt yrði að vinna að lausn
í anda Genfarsáttmálans.
a# auglýsing
í útbreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.