Morgunblaðið - 27.07.1966, Síða 21

Morgunblaðið - 27.07.1966, Síða 21
Miðvikudagur 27 JúTí 1968 MORGUNBLADIÐ 21 j' — /Jbröffír ^ Framhald af bls. 26. liðið var mjög í vörn og áhorf- endur stóðu á öndinni. Hver sóknarlotan af annarri dundi á IBnglendingum — og á siðustu mín náði hún hámarki er Coluna útherj i átti þrumuskot að marki lem straukst yfir þverslá eftir að Baniks markvörður hafði að- eins breytt stefnu knattarins með bláfingurgómunum. Meiri gat spennan ekki orðið. ■ Leikurinn var mjög vel leik- inn sem fyrr segir og sem til marks um hversu prúður hann var er að 8 aukaspyrnur voru dæmdar á Englendinga en 3 á portúganlska liðið — einhver hreinasti leikur keppninnar. Eusibio var sem fyrr driffjoð- wr Portúgala en hann barði hausnum við steininn þar sem enska vörnin var — og nú er spurningin: Hvað tekst þjóðverj um gegn Englendingum. ’ Á __________________________ — Stublar, strik Framh. af bls. 15 færi til þess að leika með nær hundrað manna hljómsveit, læra hljómsveitaraga og hljóta tilsögn tilkvaddra hæfileika- manna og engu síður áhuga- samra en þau eru sjálf. M Tónlistarstjóri hljómsveitar- innar var Sten Áke Axelsson, sem er „direktör musices“ við háskólann í Lundi og hafði ®ér til aðstoðar hljómsveitar- stjórana Otto Kern frá Maímö og Kjell Áke Bjerming. Einnig komu þar við sögu Bengt Aulin, sem veitti tilsögn í kammer- músík, og Anna Lena Isacson- Norlander, konsertmeistari. Nokkuð hefur verið gagnrýnt hversu mikið var leikið af nor- rænum verkum á tónleikum æskulýðshljómsveitarinnar nú, og söknuðu sumir þess að hafa þar ekki meira af Beebhoven, Mozart og öðrum öndvegis- mönnum tónlistarinnar. I>ví svara til forráðamenn hljóm- ■veitarinnar, að hvorttveggja »é að hljómsveitin eigi að heita norræn og því ekki frá- leitt að hún hafi töluvert af norrænum verkum á tónleik- um sínum og einnig sé þess að gæta, að auðveldara sé yfir- leitt að fá norrænu verkin en hin, t.d. hafi músikforlag eitt í Osló gefið allar nótur, sem hljómsveitin falaði af því til kaups, en slíkt örlæti sé ekki títt. Einnig sé reynt að hafa jafnan verk frá Norðurlönd- unum á tónleikunum og stundum sé það vandkvæðum bundið, nú hafi t.d. verið leikn ir íslenzkir dansar eftir Jón Leifs á einum tónleikanna og aðeins fengizt fyrir milligöngu sendiráðsins íslenzka. Til gam ans gátu forráðamenn þess að samtals væri nótnabunkinn sem notaður hefði verið um 500 kíló að þyngd. Norræna æskulýðshljómsveit in í Lundi er skemmtilegur þáttur í norrænu samstarfi og ber góðan ávöxt ef dæma má eftir reynslu undangenginna ára. Fjöldi þátttakenda kemur þar ár eftir ár og sumir loks sem stjórnendur eða aðstoðar- inenn við tónleika hljómsveit- arinnar (eins og t.d. Kjell Áke Bjerming nú) og sægur tón- listarmanna sem nú starfa við ýmsar hljómsveitir víða á Norðurlöndum hafa einhverju sinni, er þeir voru ungir og óreyndir sótt þangað fróðleik og skemmtan. — Samkomulag Framhald af bls. 14 futtar landbúnaðarafurðir frá ríkj^m utan Efnahagsbandalags ins. Enn er eftir að semja um ýms ar vörur, svo sem fiskafurðir, tóbak, kindakjöt og blóm, en þogar hafa verið lagðar fram tillögur þair að lútandi I tilefni af 100 ára afmæli ísafjarðarkaupstaðar gáfu börn og tengdabörn Sigur- vins Kristjánssonar og Bjarn- eyjar Einarsdóttur Isafjarð- arkirkju nýjan hökul til minningar um foreldra sána. Þennan hökul notaði séra Sig urður Kristjánsson á ísafirði í fyrsta skipti við messu sl. sunnudag, þar sem voru m.a. við messu konur á aðlfundi Sambands vestfirzkra kvenna sem haldinn var á Isafirði. — KR vann Framhald af bls. 26 urðu þeir Baldvin og Þórður að yfirgefa leikvöllinn, en vara- menn komu í þeirra stað. Skömmu fyrir leikslok var Gunnar Felixson kominn frír inn á vítateig SC-07, er varnarmað- ur tók það ráð að hindra hann með höndum. Óskar Sigurðsson skoraði örugglega úr vítaspyrn- unni, sem Hannes réttilega dæmdi. Lauk lciknum svo með sigri íslandsmeistaranna KR, 4 mörk gegn 1. „Það er djúpt á íslendingnum hjá Suðurnesiamönnum“, varð einum áhorfenda að orði, er hann yfirgaf leikvöllinn. Það er orð að sönnu, því baul áhorfenda á KR liðið var í hæsta máta smekk laust, þar sem hér var um ís- landsmeistarana að ræða í keppni við erlent lið. Það var vandalaust að sýna hinum þýzku gestum fuila samúð, án þess að sýna íslenzka liðinu ókurteisi. Þjóðverjar eru manna þjóðholl- asti og munu því áreiðanlega ekki hafa skilið „íþróttaandann", sem sveif yfir Njarðvíkurvellin- um á mánudagskvöldið. — Tjöld fuku Framhald af bls. 28 ar sinnar. Taldi Valtýr, að þeir hafi komið að Skarði kl. 2—3. Höfðu verið send skilaboð þang- að og var til reiðu beini, handa fólkinu, þegar þangað kom. Sandurinn skóf bílana. Þá átti Mbl. tal við Árna Kjartansson, kaupmann, sem kom í Jökulheima í laugardags- kvöld, en þar gistu 96 manns þá nótt. Hafði Árni farið úr bæn- um í lauggrdag og voru 6 jeppar í samfloti þar af 3 nýir Bronco bílar. Fóru þeir yfir Tungnaá á ferjunni og Búðaháls inn úr. Á leiðinni fengu þeir rokið og san bylinn. Frá Þórisósi og inn í Jökulheima var sandbylurinn svo svartur að ekki sá út úr augum. Voru bílarnir mikið sandblásn- ir og lakk á þeim skemmt. Mættu þeir félagar Landroverbíl og var fólkið í honum villt í sandbyln- um. í öðrum bíl hímdi fólkið alla nóttina og var afturrúða í hon- um eins og matt gler um morg- uninn. Sagði Arni að varla hefði sézt slóðin nema öðru hverju og ekki milli vegvísa í sandbilnum. 1 Jökuiíheimum fór vel um fólkið. Pétur Sumarliðason, sem þar er veðurathugunarmaður og húsráðandi, átti fimmtugsaf- mæli og voru hjá honum 15 gest- ir. Hann tók þó öðrum gestum vel, kallaði til sín 50 Akureyr- inga, sem voru á ferð á söndun- um auk þeirra sem komu aðvíf- andi. Var opnuð snjóbílaskemm- an og lágu þar Árni Kjartans- son og félagar hans. Og í nýju skálabyggingunni var legið svo þétt á gólfi að ekki var hægt að ' opna hurð. Gistu 96 manns í húsakynnum Jöklarannsóknar- félagsins. Upp úr hádegi á sunnudag lægði og héldu menn þá frá Jökulheimum. Ferðafélag Akur- eyrar lagði af stað norður yfir. Hímdu 5 klst. á bílþaki í Tungna á. Bílinn, sem festist í Tungnaá var af Dodge Cariol gerð. Voru 10 karlmenn í honum og fóru einbíla í vaðið við Hófinn. Það er mjög vandralað, og fóru þeir eitthvað skakkt í eð þræða brot- ið. Sat bíllinn fastur og var svo djúpt á honum að sætin flutu upp. En árbotninn er traustur þó grýttur sé, og fóru mennirn- ir upp á þakið á bílnum, þar sem þeir máttu híma i 5 klukku stundir, þar til annan bíl bar að, sem bjargaði þeim úr ánni. - íþróttir Framhald af bls. 27 4x100 metra boðhlaup: 1. Sveit KR 44,0 sek. 2. Sveit ÍR 45,4 sek. 3. Sveit ííSk 45,9 sek. KVENNAGREINAR 100 m. hlaup: Þuríður Jónsdóttir HSK 13,2 Olga Snorradóttir, HSk 13,4 Halldóra Helgadóttir, KR 13,5 Kúluvarp: Berghildur Reynisd. HSk 9,33 Ólöf Halldórsd., HSk ^ 9,20 Ragnheiður Ríkharðsd. ÍA 8,08 Spjótkast: Valgerður Guðmundsd. FH 36,26 Arndís Björnsdóttir UMSK 32,07 Birna Ágústsdóttir UMSK 27,49 Hástökk: Sigurlína Guðmundsd., HSk 1,40 Unnur Stefánsdóttir HSK 1,35 Rakel Ingadóttir, HSK 1,35 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit HSK 54,6 sek Kynþátta átök í Clevelanþ Cleveland 21. júlí. NTB—AP TIL kynþáttaátaka kom í Cleve- land í morgun með þeim afleið- ingum að fjögurra ára blökku- drengur slasaðist alvarlega á höfði og liggur nú þungt hald- inn í sjúkrahúsi. Einnig móðir drengsins og sjö mánaða bráðir slösuðust, svo og tólf ára þlökku drengur og hvítur lögreglumað- ur, en sár þeirra allra voru miuni og ekki hættuleg. Fólk þetta slasaðist í nágrenni blökkumannahverfisins Hough. Bar svo við að það kviknaði í danshúsi og skautahöil þar skammt frá og var lögreglan þeirrar skoðunar að um íkveikju hefði verið að ræða og skaut á bíl er ók burt frá höllinni og hlýddi ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. í bílnum reyndist vera konan með drengina tvo, fjögurra og sjö mánaða. Gleður mig að kynnast yður. — Nash. Somerset. — Þú kannt að hafa áhuga sprengd í loft upp“! Þannig hefndu synir Þetta er stúlkan, sem ferðast sem frú á þessu, Bond. „Rússnesk skrifstofa Kerim Bomb sín á föður sínum. JÚMBÖ K— K— Teiknari; J. M O R A Gamli einbúinn álítur, að ekki sé til neins að reyna að gripa þorparana. — Áður en þið komizt svo Iangt verða hinar ævagömlu ófreskjur, sem búa hér í héraðinu, búnar að éta ykkur, — segir haun. — Heyrðirðu þetta? hvislar Spori ó- styrkur að skipstjóranum. Ófreskjur! Meira að segja ævagamlar! Við skulum koma okkur burtu og það á stundinni! En svo margt hefur drifið á daga skip- stjórans að hann er ekkert hræddur. Júmbó hleypur á eftir öldungnum til að spyrja hann nánar út í þetta. Hvernig getur staðið á því, að þessar grimmu ófreskjur hafa ekki gert honum og for- feðrum hans neitt til niiska? — Við höfum vanizt þeim, er svarið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.