Morgunblaðið - 29.07.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1966, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. júlí 1966 Erlend tlði ndi (i^ Erlend tíðindi EFTIR um bað bil fjögurra ára samningatilraunir hefur aðildarríkjum Efnahagsbanda- lags Evrópu loks tekizt að kom ast að somkomulagi um sameig inlega stefnu í landbúnaðar- málum — samræmingu á fram leiðslu, sölu og verðlagi land- búnaðarafurða og stefnuna gagnvart Bandaríkjunum 1 Kennedy-viðræðunum um tollamálin, sem nú eiga að hefj ast aftur eftir nokkurt hlé. Samkomulag þetta, sem náð- ist í aðalatriðum á sunnudag eftir þriggja sólarhringa naer sleitulausar viðræður, er talið einn merkasti áfanginn í sögu Efnahagsbandalagsins til þessa enda er þetta mál, er varðar miklu um lífskjör nær tvö hundruð milljóna manna og hefur hein áhrif á störf og kjör 13 milljóna bænda. Enda þótt það hafi fram til þessa verið de Gaulle, forseti Frakklands, sem staðið hefur I vegi samkomulagsins, reyndist loka átakið í umræðunum um helgina að jafna ágreining Hol- lendinga og ítala um það. hvernig haga skyldi verðlagi og sölu ávaxta og grænmetis. en loks komust þeir að sam- Komulagi í stórum dráttum un. flókið uppbótarkerfi fyrir þest »r vörutegundir, m.a. á land- búnaðarsjóður bandalagsins að atyðja framleiðsluna, ef verð- lag fer niður fyrir ákveðið lág- mark. Það var þó ekki fyrr en á miðvikudagsmorgun, sem end- anlegt samkomulag náðist um stefnuna í Kennedy-viðræðun- um, — eftir 16 klst. fund — og tafði þar fyrir afstaða franska fulltrúans, sem vildi ekki gera Bandaríkjamönnum jafn rausn arleg tilboð í ýmsum greinum og fulltrúar hinna aðildarríkj- anna. Nú er hinsvegar ekki ann að að sjá en Kennedy-viðræð- umar geti hafizt á ný og mun það ósk margra hlutaðeigandi aðila að þeim verði endanlega lokið fyrir næsta sumar. Við- ræður þessar hafa legið niðri, sem kunnugt er', frá því í sept- ember sl. Af öllum aðildarríkjum Efna hagsbandalagsins, hafa Frakk- ar mestan hag af samkomulagi því, er gert var sl. sunnudag, þar sem gengið var að flestum mikilvægustu kröfum þeirra. Engu að síður kvaðst franski utanrikisráðherrann, Couve de Murville óttast að verðið, sem bandalagið hyggst greiða fyrir landbúnaðarafurðir, muni reyn ast of hátt. Verður það til þess að hækka verðlag matvæla í Frakklandi, Hollandi, Belgiu og Luxembourg en lækka verð lag í V-Þýzkalandi og Ítalíu. Samkvæmt samkomulaginu hefur stjórn bandalagsins með höndum ákvörðun verðlags á Sllum tegundum matvæla og drykkjarfanga í bandalagsríkj- unum öllum og verður sama verð greitt fyrir afurðirnar ails staðar, allt frá Norður-Þýzka- landi til Sikileyjar. Búizt er við, að samkomulagið verði endanlega komið í framkvæmd 1 árslok 1968. Á þá að verða lokið yfirfærzlu allra uppbótar kerfa frá einstökum ríkisstjórn um til yfirstjórnar bandalags- ins. Er gert ráð fyrir, að upp- bætur muni í árslok 1968 nema um 70 milljörðum króna (ísl.) á ári. Helmingur fjárins til þessara uppbóta verður feng- inn með tollum af innfluttum matvælum til bandalagsríkj- anna, en hinn helminginn greiða ríkin sjálf, — Frakk- land 32%, Þýzkaland 31.2%, Ítalía 20.3%, Holland, 8.2%, Belgía 8.1% og Luxembourg 0.2%. Þá er gert ráð fyrir, að sjóð- ir bandalagsins verði notaðir til þess að endurbæta landbún að ríkjanna, þar sem þess er þörf og greiða útflutningsbætur Frá kynþáttaátökunum í Cleveland. með vissum vörutegundum, einkum frá Frakklandi til ríkja utan bandalagsins. Jafnframt hinni samræmdu stefnu í landbúnaðarmálunum verða afnumdir þeir tollar, sem enn eru í gildi milli banda lagsríkjanna. ■jc. Kynþátfaóeirðir Eins og síðustu ár hefur sum arhitinn á ýmsum stöðum í Bandarikjunum orðið til þess að leysa úr læðingi ólgandi óánægju — og hatursöfl með- al blökkumanna og afleiðing- arnar orðið blóðug átök, bani margra manna og geysilegt tjón á verðmætum. Oft hefur tiltölulega lítið þurft til að koma átökunum af stað, svæði blökkumanna hafa verið eins og pottur, sem lengst af kraumar í, en upp úr sýður af völdum steikjandi sólarhitans. Unglingar valda hávaða að kvöldi og trufla svefnfrið fullorðinna, sem kalla á lögregluna. Hún kemur á vettvang en unglingarnir taka á móti með því að grýta flöskum og öðru lauslegu. Börn og unglingar opna vatnspósta til að svala sér í nær 40 stiga hitanum og 70% raka, sem ætl- ar alla að kæfa — lögreglan reynir að loka vatnspóstunum og. allt fer í bál og brand. Það kviknar í húsi — og lögreglan, sem hefur grun um, að um íkveikju sé að ræða, skýtur á bifreið, sem sinnir ekki stöðv unarmerki, með þeim afleiðing um, að 16 ára móðir og þrjú börn slasast. Leyniskytta verð- ur ellefu ára dreng að bana og áður en dagur er liðinn eru dauðsföll orðin fleiri. Hvar- vetna rennur blóð og handtök- ur skipta hundruðum. Þannig hefur þetta verið sið- ustu árin. Sumarið 1964 í Har- lem og Brooklyn í New York, Dixmoor í Chicago, norður- hluta Philadelpia, Rochester og borgunum Jersey, Paterson og Elizabetha í New Jersey. í fyrrasumar í Danibury í Conn- ecticut, Filmore í Chicago og síðast en ekki sízt í Watts í Los Angeles. Og í sumar hefur komið til alvarlegra átaka á mörgum stöðum, Omaha, Des Moines, Chicago, Cleveland, Troy og Brooklyn nú síðast i þeim hverfum þar sem grunnt er jafnan á því góða með íbú unum sumpart af ítölskum ætt um, sumpart blökkum og sum- part frá Puerto Rico. Það veldur mörgum áhyggj um og furðu, m.a. bandarísk- um stjórnarvöldum, að til átaka þessara skuli koma ein- mitt nú, er allt kapp er lagt á að bæta kjör og réttindi blökkumanna. En aðrir, þar á meðal ýmsir þjóðfélagsfræðing ar og sálfræðingar, telja ástand ið ekki óeðlilegt, því þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé einmitt á tímum efna- hagslegra framfara og þjóð- félagsumbóta, sem ofbeldis megi vænta af þeim, er búið hafa við bág kjör og óréttláta meðferð. Vonir blökkumanna í þessu tilfelli hafa verið vaktar, en framfarirnarverða ekki nægi lega skjótar, þeir hafa ekki þolinmæði til að bíða. Þar við bætist, að þær breytingar, sem verða blökkumönnum í hag vekja andúð ýmissa þeirra hvítu manna, sem eru þeim andvígastir og líklegastir til að skeyta á þeim skapi sínu. Og beggja skapsmunir eru í senn meiri og örari, þegar sól- arhitinn kyndir undir. Þjóðfélagsfræðingurinn Alen Grimshaw bendir á, að á fyrri hluta þessarar haldar, þ.e.a s. 1900—1949 hafi 33 sinnum kom ið til meiri háttar kynþátca- átaka, þar af 23 sinnum meðan yfir stóðu heimsstyrjaldirnar, sem báðar veittu blökkumönn- um bætt lífskjör. Aðrir sérfræðingar, þ.á.m. sálfræðingurinn dr. Thomas F. Pettigrew bendir á, að enda þótt tekjur blökkumanna hafi farið vaxandi að undanförnu, hafi bilið milli tekna þeirra og hvítra manna fremur breikkað en mjókkað. Það í sjálfu sér veldur óánægju meðal blökku- manna svo og niðurstöður at- hugana, sem stjórnin í Was- hington hefur látið gera á menntun blökkumanna — sem sýna, að því fer víðs fjarri að samskólun hvítra og blakkra hafi verið framkvæmd sem skyldi, að blökku'börn og ung- lingar njóta ekki handleiðslu nægilega góðra kennara með þeim afleiðingum, að þau reyn ast ekki samkeppnisfær við hvíta nemendur, þegar til kem ur framhaldsnám eða starf, er krefst menntunar. Það, sem aftur á móti vekur almennar áhyggjur nú er sú hryggilega staðreynd, að sam- tök blökkumanna eru nú marg klofin og öfgamönnum, sem beinlínis krefjast algers valds blökkumanna, og blóðugrar baráttu þegar í stað, fái þeir ekki samstundis allar kröfur sínar uppfylltar , vex stöðugt fiskur um hrygg. Sú skoðun verður æ útbreiddari meðal blökkumanna að dr. Martin Luther King jr. og öðrum, sem hvetja til friðsamlegra baráttu aðferða og leggja áherzlu á, að blökkumenn fái fyrst og frefnst jafnrétti á við hvíta menn, verði ekki nægilega mik ið ágengt nægilega fljótt og eru þeir því tíðum sakaðir um hugleysi og undirgefni við stjórnarvöldin. Fyrir nokkru hélt King fund með blökkuunglingum, sem vaðið höfðu uppi með götu- óspektum í Chicago, og talaði við þá um gildi baráttu án of- beldis. Sýndi hann þeim jafn- framt kvikmynd, er tekin hafði verið af átökunum í Watts í fyrrasumar, þar sem sjá mátti, hvernig þeir, er tóku þátt í óeirðunum, eyði- lögðu sitt eigið umhverfi og ollu sinu eigin fólki tjóni, án þess nokkuð áynnizt. Ekki tókst King betur en svo að tala um fyrir Chicago-ungling- unum, að hvenær sem lögregl i maður sást á kvikmyndinni var fussað og sveiað en í hvert sinn, sem blökkumenn sáust ráðast á lögregluna, ráku ung lingarnir upp fagnaðaróp. At- vik, sem þetta, vekja með mörg um ugg um að margra ára bar- átta Kings og fylgismanna hans verði að engu gerð með ofbeldi og yfirgangi. -K Cengi Wilsons og sterlings- pundsins Einn þingmanna brezka íhaldsflokksins lét svo um- mælt um síðustu helgi, að ráð- stafanir þær, sem Harold Wil- son, forsætisráðherra Bret- lands, greip til í síðustu viku hefðu að visu komið í veg fyr- ir að gengi sterlingspundsins yrði fellt en þær hefðu ekki komið í veg fyrir, að gengi Wilsons héldi áfram að falla. Hvort svo verður áfram skal ósagt látið — en fáir munu öf- unda Wilson, forsætisráðherra, af þeirri aðstöð sem hann nú er í eða þeim stormum, sem um hann leika. Staða Wilsons styrktist þó allverulega á miðvikudag, þeg ar stjórn brezka ver.kalýðssam bandsins samþykkti að styðja efnahagsráðstafanir Wilsons, — sem m.a. fela í sér skattahækk anir og algera bindingu kaup- gjalds og verðlags í sex mán- uði, en síðan verði haldið fast aftur af kauphækkunum í aðra sex mánuði. Var það út af fyr- ir sig töluverður sigur fyrir Wilson, að felld skyldi með 19 atkv. gegn 4 tillaga Frank Cousins, fyrrum tæknimálaráð herra, þess efnis, að frestað yrði ákvörðun um málið þar til fulltrúar allra verkalýðs- félaga landsins, 170 að tölu, hefðu rætt það á sameiginleg- um fundi. Cousins er nú aftur kominn til Sambands flutninga verkamanna, sem hann var framkvæmdastjóri fyrir áður en hann varð ráðherra — og það félag hefur alltaf barizt gegn tilraunum til kaupbind- ingar. Viðræður stjórnarinnar við forvigismenn verkalýðssam- bandsins höfðu staðið yfir frá því fyrir helgi og verið afar erfiðar. Af hálfu stjórnarinnar hafði George Brown innanrík- is- og efnahagsmálaráðherra forgöngu um viðræðumar og átti ekki auðveldan leik, þar sem hann hafði i upphafi lýst sig andstæðan tillögum Wil- son og ætlaði að segja af sér. Wilson fékk hann hinsvegar til liðs við sig og beitti Browa allri sinni hæfni til að telja leiðtoga verkalýðsins á að veita stjórninni lið í þessu máh. Brezkir fréttamenn benda a, að áður fyrr hafi verkalýðs- leiðtogar oft haft horn í síðu Browns fyrir ósjálfstæði gagn- vart Wilson — en nú hafi þeim orðið ljóst hve aðstaða Browns var erfið. Hafi margir verka- lýðsleiðtogar látið í ljós virð- ingu fyrir Brown og litla hrifn ingu á Cousins, sem berzt gegn hvers kyns liðveizlu við Wilson. En þótt stjórn verkalýðssam- bandsins hafi orðið við óskum Þeirra Browns og Wilsons — með vissum skilyrðum þó — er engan veginn útséð um það, hvort þeim tekst að fá einstök verkalýðsfélög til að fallast á þær. Einkum er óttast, að erfið ar verði viðureignar þær stétt- ir, sem þegar höfðu samið um kauphækkanir, sem koma skyldu til framkvæmda síðar — svo sem járnbrautarstarfs- menn, sem Wilson hafði sjálf- ur heitið 3 V£% kauphækkun 1. september. Forsætisráðherrann er sagður ófús að gera nokkrar tilslakanir, nema þá gagnvart allra lægst launuðu stétlum. Það, sem andstæðinga- ráð- stafana Wilsons leggja þó mesta áherzlu á, er sú hætta á ört vaxandi atvinnuleysi, sem þeir telja að muni leiða af þeim. Spá sumir því að tala atvinnulausra fari allt upp i milljón — aðrir segja, að hún verði hálf milljón eða um helm ingi hærri en nú. Af þingmónn um Verkamannaflokksins hafa um fjörutíu lýst andstöðu sinni við ráðstafanir Wilsons af þess- um sökum, þar sem þeir m.a. óttast að atvinnuleysi kynni að koma illilega niður á kjördæm um þeirra. Á fundi þingflokks Verkamannaflokksins sl. mánu dag, báru þingmenn þessir fram tillögur til úrbóta í stað tillagna ríkisstjórnarinnar, en þær voru felldar. Fréttamenn segja, að andstæðingar stjórn- arinnar innan flokksins hafi ákveðið að berjast ekki gegn henni af neinni hörku nú enda eigi hún nóg með að standast storma stjórnarandstöðunnar — heldur láta það bíða flokks- þingsins á hausti komanda. Hvar sem skrifað er um efna hagsráðstafanir Wilsons eru menn á einu máli um, að þær hafi verið mjög strangar. — sumir segja allt of strangar, minna hafi mátt gagn gera, og hér sé í rauninni um að ræða samdráttar ráðstafanir, sem sízt muni bæta eða auka fram- leiðni brezka iðnaðarins, sem svo mjög er þörf. Þá benda margir fréttamenn á — eins og Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.