Morgunblaðið - 29.07.1966, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 29. júlí 1966
»
UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆDISMANNA
HÉRAÐSMÓT SjálfstæSis-
manna voru um síðustu helgi
haldin á Vopnafirði, Egilsstöðum
og Fúskrúðsfirði. Héraðsmótin
hafa allt frá byrjun notið mikilla
og sívaxandi vinsælda, sem, að
sjálfsögðu helgast fyrst og fremst
af því, að frábærir skemmti-
kraftar bera af þeim hitann og
þungan. Austfirðingar troðfylltu
félagsheimili sín í fyrrgreindum
byggðarlögum og höfðu, að því
er bezt varð séð, óblandna
ánægju af því, sem þar fór fram.
Skemmtikraftamir, sem fram
komu á mótunum era allir þjóð
kunnir listamenn, hver á sínu
sviði. En um skemmtan hins
talaða orðs annast þeir Gunnar
og Bessi af snilid, og hin sí-
vinsæla hijómsveit Magnúsar
Dansinn stiginn í Valaskjálf.
Ingimarssonar ásamt söngvurun-
Í IMiklagarði, Vala-
skjálf og Skrúði
um fjölhæfu Önnu Vilhjálms og
Vilhjálmi Vilhjálmssyni fram-
leiðir músik fyrir unga sem
aldna, þannig að ailir eiga að
skemmta sér.
Staðarmenn ásamt fólki úr
fjarlægum byggðarlögum fylltu
samkomuhúsið Miklagarð í hinu
gullfagra og kyrrláta kauptúni
Vopnfirðinga og hvert manns-
barn var einhuga um að upplifa
eftirminnilega kvöldstund með
listafólkinu, sem áður var nefnt
og hinum skeleggu ræðumönn-
um. Ávörp kvöldsins fluttu Magn
ús Jónsson fjármálaráðherra,
Jónas Pétursson alþingismaður
og Kristófer Þorleifsson stúdent.
J»á gengust þeir Gunnar og
Bessi fyrir spurningakeppni og
fengu til hennar 2 konur og 4
karlmenn: Hallgrím Helgason,
Stefán Ásbjörnsson, Hafþór Ró-
bertsson, Sigríði Pétursdóttur,
Jakob Björnsson og Guðrúnu
Emilsdóttur. Var hópnum skipt
til helminga og þeir síðan látnir
etja kapp saman. Keppnin var
afarhörð og sýndu þátttakendur
hugkvæmni við svör spurning-
anna, sem spyrillinn, Gunnar
Eyjólfsson, lagði fyrir þá. Dóm-
ari var sjálfskipaður, Bessi
Bjarnason, og gat sér fyrir al-
menna hylli.
Þegar skemmtiatriðum er lok-
ið klukkan rösklega 11, og með-
an Jenka er stiginn af austfirzkri
dansgleði náðum við tali af bænd
unum Hauki Kristinssyni á Ey-
vindarstöðum í Vopnafirði og
Georg Jósepssyni í Sunnuhlíð,
en Georg býr þar á nýbýli úr
Síreksstaðalandi.
— Ég vil þá byrja á að geta
þess áhugamáls míns, segir
Haukur — að Hellisheiðarvegur
vérði sem fyrst gerður vel ak-
fær. Endurbætur á honum
mundu tryggja til okkar veginn
frá Vopnafirði, sem er okkur
nauðsyn, en þessi vegur er enn
sem komið er ófulkominn.
— Hvort hefur þú, Haukur,
meiri kúa- eða sauðfjárbú?
— Ég hef mun meira sauð-
fjárbú, þar sem áhugi fyrir
mjólkurframleiðslu er ekki fyr-
ir hendi hjá mér, enda ekki sem
ákjósanlegast vegaskilyrði til að
koma mjólkinni frá sér, t.d. á
▼eturna.
Georg Jóepsson tekur í sama
•treng:
— Ég hef til þessa haft nokkr-
ar kýr, segir hann, — en fer nú
hvað úr hverju að fækka þeim
vegna erfiðleika á að koma
mjólkinni áleiðis til kaupenda.
Ég fæst því mest við sauðfjár-
búskap eins og Haukur. Þá vil
ég geta þess að ég er ánægður
með verðlag sauðfjárafurðanna,
ef við bændur fáum grundvallar
verðið.
Talið berst að harðindum síð-
asta vetrar og þær búsifjar, sem
óblíð veðrátta hefur oft veitt
bændum austanlands.
— Veturinn síðasti var sá
harðasti, sem ég man eftir, seg-
ir Haukur Kristinsson, — og
einnig einhver mesti snjóavetur,
sem ég minnist. Ég býst við að
hann hafi komið hart niður á
fleirum en mér. En ég kvarta
þó ekki og vil geta þess, að mér
fannst afkoman af sauðfjárbúi
mínu árið 1965 ágæt. Það er
tvímælalaust betra að búa nú
en áður var.
Áður en við kveðjum þá fé-
laga kemur upp úr kafinu, að
Georg Jósepsson hefur ástundað
fleira en búskap um dagana.
Hann semur dægurlög í tóm-
stundum sínum við texta, sem
hann fær senda frá Kristjáni
á Djúpalæk.
Brátt er þessi ágæta skemmt-
un á enda, mörgum til armæðu
og þeim einkum af yngri kyn-
slóðinni. Ölvun, hið hvimleiða
fyrirbæri, sem stundum bregður
fyrir á slíkum skemmtunum,
var næsta fátíð á Vopnafirði
þetta kvöld, enda sáu röggsam-
ir lagaverðir urn, að allt færi
vel fram.
★
Að kvöldi laugardags, 23. júlí,
var mót Sjálfstæðismanna háð í
hinu nýja og glæsilega sam-
komuhúsi Valaskjálf á Egilsstöð
um. Var ekki að sökum að spyrja
að brátt troðfylltist húsið af
Héraðsbúum og öðrum, sem
langt voru að komnir, þannig
að margir urðu frá að hverfa.
Ræðumenn kvöldsins voru
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, Jónas Pétursson, alþing-
ismaður og Gísli Helgason,
sem talaði fyrir hönd ungra
Sjálfstæðismanna.
f spurningarkeppninni tóku
iþátt: Steinþór Eiríksson, Bjarg-
hildur Sigurðardóttir, Margrét
Hallgrímsdóttir, Bergur Ólafs-
son, Eiríkur Eiríksson, Reynir
Zoega og Guðmundur Auðbjörns
son.
Skömmu eftir að skemmtiat-
riðunum er lokið hittum við að
máli Geir Stefánsson bónda að
Sleðbrjót í Jökulsárhlíð. Geir
hefur, að því er hann segir okk-
ur sjálfur, verið Sjálfstæðis-
bóndi þarna í sveitinni allt frá
1934.
— Það er harðbýl sveit Jök-
ulsárhlíð, segir Geir bóndi. —
En hún hefur haldið sínu, ef
miðað er við margar aðrar sveit
ir. Má geta þess, að þar hafa
aldrei verið jafnmargir á kjör-
skrá og nú, og aldrei jafn marg-
ir íbúar, en þeir munu vera frá
160-170 á 20 býlum. Bændur í
Jökulsárhlíðinni stunda mest-
megnis sauðfjárbúskap, en nokkr
ir fást við mjólkurframleiðslu.
Við erum illa í sveit settir vegna
snjáþyngsla á vetrum, en þá er
oft veglaust eins og gefur að
skilja og erfiðleikum bundið að
koma frá sér mjólk.
— En það sem veldur okkur
bændum hvað mestum áhyggj-
Um nú, er vaxandi kal í tún-
um okkar. A minni jörð eru nú
t.d. 10 hektarar aldauða vegna
kalsins, en ég á um 30 ræktaða
hektara. Hitt er svo annað mál,
að hjá mér er óaðfinnanlegt
ræktarland, sem nemur hundruð
um hektara. Við fáum lítil svör
við því hjá ráðunautunum okk-
ar hvað valdi kalinu. Við höfum
löngun til að kenna kjarnanum
Guðmundur Björnsson
um það. Til að rata ekki í ógöng
ur vegna þess höfum við jafn-
•an haft túnin stór, notað lítinn
köfnunarefnisáburð og ekki tek-
ið seinni slátt. Það er reynsla
okkar, að þetta hafi orðið til
bóta. Hins vegar er kalið hreinn
barnaleikur hjá garnaveikinni,
sem herjaði fénað okkar bænd-
anna í Jökulsárhlíðinni og víð-
ar á árunum 1948-54, þá þurfti
og að skera hátt á fjórða hundr-
að kindur. Það voru erfiðir tím-
ar. Nú er allt fé bólusótt og sú
vá, sem garnaveikin var er von-
andi úr sögunni. Nú er það kalið
og ótíðin, sem veldur okkur
hvað þyngstum áhyggjum. Má
geta þess, að nú í kvöld áður
en ég fór að heiman, hafði hvítn-
að af snjó alveg niður í byggð.
— Ég vil taka það fram að
lokum, að við verðum að fá
tryggari vegasamgöngur. Við
höldum ekki byggðinni, eins og
hún er í dag, ef við fáum ekki
bætt vegasamband og rafmagn
á alla bæi.
Við tökum þá tali annan bónda
úr Jökulsárhlíðinni, Guðmund
Björnsson á Hrafnabjörgum, en
þar hefur Guðmundur búið fé-
lagsbúi með bróður sínum und-
anfarna tvo áratugi. Við spyrj-
um Guðmund hvort skemmdir
Þórarinn Sveinsson
hafi orðið miklar af kali á landi
hans.
— Nei, það er ekki mikið um
kal í túni hjá okkur á Hrafna-
björgum, svarar Guðmundur.
— Ég hef enga sérfræðiþekk-
ingu á þessum málum, en ég tel
að meira sé um kal á mýrlendi
en þurrlendi. Til að hindra kal-
ið þarf þá að sjálfsögðu fyrst
og fremst örugga framræslu
mýranna. Svo er það einnig mín
reynsla, að kal virðist minna
þar sem húsdýraáburður er bor-
inn á.
— Það hefur nú myndast sam
staða og liggja fyrir kröfur íbúa
Hlíða- og Tungnahrepps um
barnaskóla. Þá vantar okkur til-
finnanlega félagsheimili norður
á Héraðinu, svo íbúarnir eigi
kost á að koma þar saman.
Annars eru sízt minni fram-
kvæmdir í Hlíðahrepp en ann-
arsstaðar og þar er nú t.d. unnið
að ræktunar, og byggingarfram-
kvæmdum.. Þá er brýnt nauð-
synjamál, að við fáum rafmagn
hið fyrsta, ef við eigum ekki
að missa ungdóminn úr sveit-
inni, en hingað til hafa fáar eða
engin sveit haldið eins vel á
æskufólki og Jökulsánhlíðin.
Vegasamgöngur við okkur era
ekki eins góðar og skyldi og
mjög ótryggar á veturna. Má
til dæmis minna á að síðasti
vetur var sá snjóþyngsti, sem
menn muna síðan 1951 en það
er frægur snjóavetur. Var í vet-
ur ekki hægt að beita snjóýtum
við vegarruðning þar sem þær
stöðvuðust af völdum illviðranna
og sveitin nánast einangraðist.
— Ég vil taka það fram að
lokum, að það er á ýmsan hátt
mikinn mun betra að stunda
búskap nú en áður var vegna
nýrrar tækni og bættra atvinnu-
hátta. Þjóðin hefur á síðustu
árum lifað mikla og einstæða
uppgangstíma og það finnum
við bændur ekki síður en aðrir.
Við þökkum Guðmundi bónda
Björnssyni fyrir samtalið og
snúum okkur að tvítugum bú-
fræðing, Þórarni Sveinssyni, syni
Sveins Einarssonar frá Miðhúsa-
seli í Fellum.
Geir Krlstjánsson
aði er vissulega mikið vanda-
mál, segir Þórarinn, — og það
er margt sem hjálpast að; kjarn
inn, tíðarfar og sérstaklega erf-
iður vetur.
— Hvernig heldur þín sveit á
fólki, Þórarinn?
— Fólki virðist fara fækk-
andi í okkar sveit. Bæði er, að
gamalt fólk, sem treystir sér
ekki til að halda áfram hverf-
ur á braut og ungt fólk virðist
fráhverft búskap. Það stafar ef
til vill af slæmum samgöngu-
skilyrðum og einnig vantar raf-
magn á flesta bæina. Mér finnst
'það þó bera vott um kjarkleysi
af ungu fólki að flýja sveitirn-
ar vegna þess, því rafmagn er
væntanlegt innan tíðar, þar að
auki hafa miklar samgöngubæt-
ur orðið að 3ja km löngum vegi,
sem nýlega var lagður í miðri
sveitinni.
— Hvenær laukst þú prófi í
búfræði, Þórarinn?
— Það eru tvö ár síðan. f
haust. fer ég svo til framhalds-
skólanáms til Reykjavíkur.