Morgunblaðið - 26.08.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.1966, Blaðsíða 26
zo MUKbUnDL/tUlt/ í'östudagur 26. agú£t 1960 Wíegand bætli fárra daga heimsmet Schollanders og landsmet fjúka í tugatali GUÐMUNDUR Gíslason og Davíð Valgarðsson, sem einir íslenzkra sundmanna voru valdir til þátttöku í Evrópu- meistaramóti sundmanna, hafa báðir sett íslenzk met þar á mótinu og með því undirstrikað að þeir voru ekki sendir á fölskum for- sendum. EM er haldið í Ut- recht í Hollandi, hófst sl. sunnudag og lýkur annað kvöld, laugardag. Við höfðum tal af Guðm. Gíslasyni í gær og tókst að slíta hann frá lauginni eftir langan tima. „Það ætlaði allt um koll að keyra hér rétt áðan“, sagði Guð- mundur. „Það var A-Þjóðverj- inn Frank Wiegand (íslending- um að góðu kunnur síðan 1958) sem sigraði í 400 m. skriðsundi á 4:11:1 mín. og bætti þar með fárra daga heimsmet Don Scholl anders sem sett var á banda- ríska meistaramótinu og var 4:11.6. Þetta er óvænta afrek mótsins. Fleiri heimsmeta hafa verið sett, Evrópumet og lands- met í tugataii". — En hvað er af ykkur þátt- töku að segja? — Davíð tók þátt í 400 m. skriðsundinu (undanrás) f.n. á þriðjudaginn. Hann synti í 2. riðli og varð 5. af 6 er svntu. Tími hans var 4:42.6 mín. sem er nýtt ísl. met. Gamla meiiá hans var 4:43.4. Davíð byrjaði mjög vel ög átti ágætt sund, utan það að endaspretturinn hjá honum hef- ur stundum verið betri. í heild varð Davíð nr. 22 af 28 sundmönnum er þátt tóku. Davíð syndir svo 1500 m. á föstu dagsmorgun. Guðmundur fór í undanrásir 400 m. fjórsundsins f.h. á sunnu dag. Tíminn varð 5:15.2 og er nýtt met. Eldra metið átti hann 5:15.5 sett á Ol. í Tokíó. Guð- mundur yarð 18 í röðinni af 26 í heild. Atta beztu komust í úr- slit og þar sigraði Frank Wieg- and A-Þýzkal. á 4:47.9, sem er næst bezti tími er náðst hefur í heiminum og Rússi var reV á hæla honum á 4:48.7. Af 200 m. flugsundinu segir annars staðar á síðunni. Guðmundur lét vel yfir að- búnaði sundfólksins og rómaði laugina mjög. Það bar til tíðinda Framhald á bls. 27 Fyrstu 3 inenn í keppni um „Flugfélagsbikarinn", 1966. Talið frá vinstri. Óttar Yngvason, GR, sem varð annar. Magnús Guð- mundsson, GA. sem sigraði og Pétur Björnsson, GK, sem hlaut <}> þriðju verðlaun. — Skáli GR i baksýn. Hörð keppni um Flug- félagsbikarinn hjá GR. 13 núverandi og fyrrverandi meistarar kepptu KEPPNI iim hinn nýja og veg- lega bikar. sem Flugfélag fs- lands hefur gefið Golfklúbbi Reykjavíkur, fór fram á Grafar- holtsvellinum um síðustu helgi. Leiknar voi u 18 holur á laugard- dag og 18 á sunnudag. Aðeins núverandi og fyrrver- andi golfmeistarar höfðu þátttöku rétt, og mættu 13 til leiks. — Keppni var mjög jöfn framan af, en nokkuð breikkaði bilið / Kerlingarfjöllum ÞESSAR myndir voru teknar á stórsvigsmótinu í Kerlingar- fjöllum um s.l. helgi. Önnur er »í keppendum í kvennaflokki f.v. Edda Erlendsdóttir ÍR, Mar- grét Eyfells ÍR, en hún sigraði, Jóna Bjarnadóttir Á, Guðbjörg Sigurðardóttir ÍR og Edda Sverrisdóttir Á. Á hinni er Leifur Gíslason KR sem varð nr. 1—2 í karlaflokki. Var ranghermdur tími hans hér í blaðinu á miðvikudag og sagð- ur 135.5 sek. í stað 125.5 en Leifur og Haraldur Pálsson hlutu sama tima. „Hef aldrei lent í ööru eins“ sagði Guðmundur Gislason sem varð að hætta 10 metra frá marki i 200 metra flugsundi — ÉG IIEF aldrei lent í öðru eins og þvi, sem henti mig í 200 m flugsundinu, sagði Guð mundur Gíslason, fræknasti sundkappi fslands, er við rædduui við hann í síma í gær, en hann dvelur í Utrecht í Hollandi, þar sem Evrópu- meistaramótið fer fram. Þetta var á miðvikudags- morguntnn. Sundið gekk eins vel og við var að búast og markið nálgaðist. En þegar ég átti eftir um 10 m í mark kom alda at næstu braut og ég saup illilega. Ég hóstaði vatninu frá mér í næsta taki og kom upp aftur algerlega loftlaus cg hugðist grípa and ann á lofti En þá saup ég aft ur og mér fataðist sundið. Og í hið þriðja sinn saup ég er *ég ætlaði að ná andanum og mér sortnaðí fyrir augum. Ég greip eftir brautarlínunni og fékk fljótt jafnað mig og fór í land á henni. — Hafðirðu gengið nær þér en venjulega í þessu sundi? — Nei, en að sjálfsögðu eru kraftarnir að þrotum komnir þegar nálgast markið. — En þetta getur alltaf hent, ekki sízt þá, sem fá öldu hinna fyrstu í riðiinum. — Var hraði þinn slíkur fram að þessn að likur væru til mets? — Millitími minn á 100 m var 1:08,6 en var 1:08,9 á dög unum er ég setti metið í Laug ardalslauginni. Millitími á 150 m var nú 1:48,6 en var þá 1:49,0. Svo sundið nú var ó sköp svipað, kannski skúndu broti hraðara. Þetta var að- eíns óhapp. sem getur hent og hefur hent þó leiðinlegt sé að það komi fyrir á slíkum mót- um. í úrslitaspretti flugsundsins sigraði Rússinn Kuzmin á nýju Evrópumeti 2:10,2. Hann átti sjálfur það eldra, sem var 2:11,2. Annar varð A-Þjóðverj inn Gregor á 2:10,6 og þriðji maður, Rússi, jafnaði gamla Evrópumetið 2:11,2 — svo sjá má hvcr harkan er í verð- launabaréttunni. Skemmtileff unff- Hnffaheppni hjá CJR milli keppenda, er á leið. Eink- um var keppni hörð um l. og 2. sætið síðari dag keppninnar, en þar skildu 3 högg er mótinu lauk og einnig munaði mjóu lengst at milli 3. til 6. manns. Keppnin fór prýðileg fram, og hefur vart sést golfvcllur í betra ástandi hér á landi, en Grafarholtsvöll- urinn um helgina, enda voru flatir allar slegnar daglega. Úrslit urðu þessi: Magnús Guðmundsson, GA 72 + 74 = 146 Óttar Yngvason, GR 77 + 72 = 149 Pétur Bjórnsson, GR 77 + 80 = 157 Jóhann Þorkelsson, GA 85 + 76 = 161 Jóhann Eyjól+son, GR 81+81 = 162 Ólafur Biarki Ragnarsson, GR 84+79 = 163 Að lokinrii kcppni mælti Birg- ir Þorgilsson, frá Flugfélagi Is- lands nokkur orð og síðan af- henti Sigurður Matthíasson, aðal fulltrúi, verðlaunagripi. Leiðréttiníj Á síðunni hér í gær var mynd af hinum nýbakaða heimsmet- hafa í 1500 m skriðsundi, sem bætti heimsmetið um 16 sek. Sagt var í texta að gamli heims- methafinn hefði orðið annar og synt á 7 mín betri tíma en gamla met hans var. Þar átti að sjálf- sögðu að standa 7 sekundur. FYRIR skömmu var háð á Grafarholtsvelli „Unglinga- keppni“, að visu afar fámenn, en mjög sæmilegur árangur náð ist. Leiknar voru 18 holur með forgjöf. Unglingarnir 6, sem tóku þátt í þessari keppni eru allir synir kylfinga í G.R. nema einn Ólafur J. Skúlason frá Laxalóni, sem starfað hefur hjá klúbbnum nú í sumar og sýnt lofsverðar framfarir í golfieik sínum. Hin- ir voru Elías Kárason, Eyjólfur Jóhannsson, Hans ísebarn, hinn nýbakaði Unglingameistari ís- lands, Jónatan Ólafsson og Mark ús Jóhannsson. Ágætisveður var þennan laugardag þ. 6. ágúst, enda léku strákarnir næstum ailir í samræmi við forgjöf sína G.R. vill brýna fyrir unglingum, sem hug hafa á að hefja golfleik, að í félaginu er starfandi sérstök Unglingadeild undir ötulli for- ustu Vilhjálms Hjálmarssonar, arkitekts. Úrsiit í þessari keppni urðu þau að Markús Jóhannsson sigraði glæsilega á 59 höggum nettó (að frádreginni forgjöf). Heildarárangur var, sem hér segir: Með Forgjöf: 1. Markús Jóhanns. 88-29=59 h 2. Ólaf. J. Skúlas. 102-36=66 h 3. Jónatan Óiafss. 92-26=66 h Án forgjafar: 1. Hans ísebarn 84 h 2. Markús Jóhannsson 88 h 3. Eyjólfur Jóhannsson 89 h Sigur Markúsar í keppninni nú var annar sigur hans á tæp- um mánuði. Er slíkt vel af sér vikið af svo ungum manni. Guðmundur og Davíð hafa báðir sett ísl. met á EM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.