Morgunblaðið - 28.08.1966, Page 2
2
NORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 28. Sgúst 1966
Framleiöslu „Egils sterka" hætt
— Bruggun „Polar Beer" of kostnaðarsöm
vegna álagðs tappagjalds
— Framleiðslan ber sig ekki
BLAÐIÐ hafði af því spurnir
í gær að hætt væri viS fram-
leiðslu „Egils sterka“, eins og
sterki bjórinn, sem hér hefur
verið framleiddur til útflutnings,
málið.
— Ástæðan til t>ess að við
hættum að framleiða þennan
bjór, er svokallað tappagjald,
sem gildir ekki síður fyrir út-
flutningsvöru, en Það sem neytt
er hér innanlands. f>etta gjald var
30 aurar ,en hefur verið hækkað
upp í 60 aura, eða um 100%.
Eftir að svo er komið, er ekki
lengur hægt að keppa við er-
lent öl í sama gæðaflokki og
okkar. Sama gildir um gosdrykk
ina. Þeir eru ekki lengur keypt-
ir af íslenzkum skipum, sem til
útlanda, sigla, sökum þess, að
hinir útlendu gosdrykkir eru
mun ódýrari.
Sterki bjórinn okkar hefir
verið framleiddur fyrir sendi-
ráðin hér i borg og fluttur til
Keflavikurflugvallar, til varnar-
liðsins og ennfremur hefir hann
verið keyptur af skipum, sem
| sigla milli landa. Að sönnu hefir
þessi framleiðsla ekki verið stór
þáttur í heildarframleiðslu fyr-
irtækisins og breytir þar af leið-
' andi ekki miklu.
Annað veldur og, að vinnu-
laun hafa stöðugt farið hækk-
andi og hefir það einnig haft
sitt að segja, svo að bjórinn okk-
ar hefir átt erfiðara með að
keppa við erlenda bjórinn. Við
þurfum líka að flytja allt inn til
okkar bjórgerðar, nema vatnið,
sagði Tómas.
Myndin var tekin í Borgartúni sl. föstudagskvöld, en þar vari
roskinn maður fyrir bifreið og fótbrotnaði. (Ljósm. Sv. Þorm.
hefur verið nefndur. Vörumerki
bjórsins er „Polar-Beer“. Við
brugðum okkur til Tómasar
Tómassonar, ölgerðarmanns, eig-
anda Ölgerðarinnar Egill Skalla-
grimsson og spurðum hann um
N.Y.H.T,
Framhald af bls. 1
h.u „The World Journal Trib-
une.“
Blað þetta átti að koma út
fyrir fjórum mánuðum, en út-
gáfan strandaði á deilum við
tíu verkalýðsfélög er mótmæltu
því að blöðin yrðu sameinuð.
Þó tókst að komast að sam-
komulagi við níu félög en eftir
voru prentarar. Var tilkynnt fyr
ir nokkru, að ekkert yrði af út-
gáfunni og hörmuðu menn al-
mennt, að New York Tribune
skyldi þar með úr sögunni. —
Sjá nánar í Utan úr heimi —
en á það er bent, að sú grein
'<%ar komin inn í blaðið, áður
en ofangreind frétt barst.
— De Gaulle
Framhald af bls. 1
ekkert upplýst fyrirfram um
ferðir forsetans.
í Addis Abeba tók á móti de
Gaulle mikill mannfjöldi u.þ.b.
30.000 manns segir NTB og var
honum vel fagnað. Um 15.000 lög
reglumenn og hermenn gættu
reglu og öryggis. í NTB frétt
segir, að forsetinn hafi verið föl-
ur mjög og þreytulegur, er hann
kom til Addis Abeba. Frá flug-
vellinum var í fyrstu ekið með
forsetann í venjulegri bifreið, en
er um það bil helmingur leiðar-
innar var eftir, var skipt yfir í
gylltan vagn, sem sex hvítir fák-
ar drógu. Fylgdu vagninum sveit
ir úr rittaraliði Eþíopiukeisara,
og var þetta, að sögn frétta-
manna hin fríðasta skrúðfylk-
ing.
Eftir helgina heldur de Gaulle
áfram ferðinni til Asíulanda.
Ný vinnsluaöferð á mjólk
geymist í 3 mánuði án kælingar
NÝ vinnsluaðferð á mjólk
ryður sér nú til rúms í Ev-
rópu en hún gerir það að verk
um, að mjólk geymist sem ný
í þrjá mánuði án þess að vera
í kæli. Framleiðslan á þess-
ari mjólk er hafinn af fullum
krafti í Englandi og Svíþjóð
til útflutnings en heilbrigðis-
yfirvöld í Danmörku og Nor-
egi hafa enn ekki samþykkt
framleiðslu slíkrar mjólkar í
þessum löndum og telja ó-
sannað, að mjólkin missi ekki
mikilvæg fjörefni í vinnsl-
unni.
Þessi nýja vinnsluaðferð á
mjólk er í því fólgin, að mjólk-
in er hituð snögglega með gufu,
sem hleypt er í gegnum hana og
síðan kæld snögglega aftur.
Enskur sérfræðingur telur, að
mjólk þessi missi í engu þau
fjörefni, sem í henni eru við
þessa vinnsluaðferð og hafa
Bretar hafið umfangsmikinn út-
flutning á þessari mjólk t. d.
til Gíbraltar, sem ekki hefur
fengið nýmjólk í aldarfjórðung,
svo og Ameríku, Afríku, Evrópu
og Austurlanda. Skipafélög hafa
einnig hafið notkun á þessari
tnjólk og er hún t.d. notuð á
öllum olíuskipaflota Shell-oliu-
félagsins. Mjólk þessi er seld
í Tetra Pak hyrnum eins og
þeim sem hér eru notaðar, en
Bretar hafa í hyggju að selja
hana einnig i smærri umbúðum
svo og stærri, sem taki allt að
25 lítra. Dönsk mjólkursamlög
hafa mikinn áhuga á að hefja
framleiðslu mjólkur, sem geym-
ist í þrjá mánuði óskemmd og
hafa þá fyrst og fremst í huga
sölu til skipa og sjómanna svo Og
útflutning, en dönsk heilbrigðis-
yfirvöld hafa enn ekki veitt leyfi
til þessarar framleiðslu af fyrr-
greindum orsökum. Danski
mjólkurframleiðendur telja hins
vegar, að Danir missi mikilvæga
útflutningsmarkaði vegna tregðu
heilbrigðisyfirvalda við að veita
framleiðsluleyfi.
Mbl. sneri sér í gær til Stef-
áns Björnssonar, forstjóra Mjóik
ursamsölunnar og sagði hann, að
Mjólkursamsalan fylgdist vand-
lega með þróuninni á þessu sviði.
Enn sem komið er, væri fram-
leiðsla á þessari mjólk dýr, en
fylgst yrði með þróuninni á
þessu sviði í von um að takast
mætti að lækka framleiðslukostn
aðinn. Stefán kvað íslendinga
hafa náið samband við danska
mjólkuriðnaðinn og teldi hann
óhætt að hefja slíka framleiðslu,
þegar dönsk yfirvöld hefðu veitt
samþ. til þess í Danmörku. Fram
leiðsla mjólkur, sem hægt er að
geyma svo lengi á vissulega rétt
á sér, þegar um er að ræða
staði, sem erfitt er að koma
nýmjólk til daglega, sagði Stefán
Björnsson. Þess má að lokum
geta, að í Bretlandi er fullyrt að
einungis einn af hverjum tíu geti
fundið mun á nýmjólk og mjólk,
sem unnin er með hinni nýju
aðferð.
Sjaldgæft fyrirbrigði olli móttöku
skilyrðum fyrir sænskt sjónvarp
t GÆB var hér í Mbl.-frétt
um að sænsk sjónvarpsending
hefði sézt í Beykjavik í a.m.k.
tveimur húsum. Þar eð slíkt er
óalgengt hafði Mbl. samband við
tæknifróðan mann, Sæmund
Óskarsson verkfræðing hjá
Landssímanum, en hann hefur
mikið unnið fyrir sjónvarpið í
sumar við mætingar á útbreiðslu
sjónvarps, og spurði hann um,
hvaða skilyrði þurfi að vera til
þess að slíkt komi fyrir.
Sæmundur sagði að orsakir
þessa væru þær að í háloftun-
um mynduðust svokölluð spor-
adic-E inosferulög, sem væru
frekar sjaligæf og endurvörp-
uðu hátíðnibylgjum eins og sjón
varpsbylgjum. í Danmörku og
Noregi hafi t.d. komið fyrir að
íslandsmótið útkljáð í dag?
Spennandi leikir í 1. 2. 3. deild
tslandsmótið 66
TVEIB afar þýðingarmiklir
leikir í 1. deild verða leiknir um
helgina og jafnframt fer fram
annar tveggja úrslitaleikja í 2.
^deild, sá sem raunar er beðið
með miklu meiri spennu en að-
al-úrslitaleikurinn.
í 1. deil leika Akureyringar og
Valsmenn á Akureyri í dag klukk
an 4 síðd. Bæði liðin hafa sigui-
möguleika í mótinu. Valsmenn
hafa sem kunnugt er forystu
1. deilct með 11 stigum, Kefi-
víkingar hafa 10, Akureyringar
9, KR 8 og AkUrnesingar 7. Svo
ó’talmargir eru sigurmöguleikarn
ir að hugsanlegt er — með mjóg
mörgum EF-um — að Akurnes-
ingar geti, eftir umkeppni þó,
hreppt bikarinn.
En vonir allra liða — annars
en Vals — eru bundnar sigri
Akureyringa yfir Val fyrir norð
an í dag. Fari svo, að Akureyr-
ingar vinni er mótið „eins opið“
og hugsast getur. En svo kann
líka að fara að endir verði bund-
inn á spenningi mótsins í dag.
Það verður ef Valur vinnur á
Akureyri og Akurnesingar vinni
Keflvíkinga, en það er hinn leik-
ur mótsins í dag.
2. deild.
Ekki er spennan minni varð-
andi leik Fram og Vestmanna-
éyinga, sem fram fer á Melavell-
inum í dag kl. 7 síðdegis (Ekki
kl. 16.30 eins og kom fram í
Mibl. í gær vegna alvarlegra línu
brengla). Nægir Vestmannaey-
ingum jafntefli í þeirri baráttu
til að tryggja sig í úrslitaleikinn
gegn Breiðablik, sem fyrir löngu
hefur unnið hinn riðilinn í 2.
deild. Telja þeir „sérfróðu" að
þáð lið er vinni eigi örugga vi3t
fyrir höndum í 1. deild næsta
Loks er leikur á Sauðrárkróki
í 3. deild sem er annar tveggja
úrslitaleikja um það hvaða lið
vinnur sér sæti í 2. deild 1 stað
FH sem fallið hefur niður í 3.
deild ásamt suðurnesjamönnum.
Á Sauðárkróki eigast við UMSK
Skagafjarðar og Skallagrímur ur
BorgarnesL
ítalskar stöðvar hafi komið fram
á sjónvarpsskermum þar og
vær-i það helzt á rás 2 eða 3, en
myndirnar, sepi sáust í Reykja-
vík voru einmitt á þessum
bylgjum.
Sæmundur kvaðst sjálfur
hafa orðið var við þessa sænsku
stöð, þótt hann hafi ekki haft
eins gott loftnet og æskilegt hafi
verið. Aðspurður um iþað hvort
það svaraði kostnaði að magna
þessar bylgjur upp sagði Sæ-
mundur, að bylgjurnar væru of
stopular til bess að slíkt gæti
átt sér stað. Hann kvað hátíðni-
bylgjur lítið beygja, varla meira
en ljósleisU.
Sæmundur kvað sporadic-E
lag myndast á hverjum degi, en
eigi það að hafa þessa eiginleika
að geta endurvarpað sjónvarps-
bylgjum verður ionasamsetriing
þess að vera með sérstökum
hætti. Verijulegost fara sjón-
varpsbylgjur í gegnum loft-
hjúpinn og út ,í geiminn. Hann
kvað þetta fyrirbæri verða tíðara
er liði að hámarki sólbletta-
tímabilsins, sem væri 11 ár. Lág-
mark sólblettann? er nýlega
liðið, þannig að eftir svo sem
4 —5 ár mætti búast við að tíðni
þessa fyrirbæris aukist.
Leltað að 3 mönnum
- fundust við talstöð
ADFABANÓTT föstudags var
Slysavarnafélag íslands beðið
um aðstoð ,þar eð þrír ísfirðing-
ar, er verið höfðu á ferð í Aðal-
vík komu ekki til báts, sem
sendur hafði verið eftir þeim
að Sæbóli í víkinni.
Hina sömu nótt fundust síðan
mennirnir sofandi í skipbrots-
mannaskýli í Höfn í Hornvík.
Höfðu áður fundizt skilaboð frá
þeim, þar sem þeir sögðust ætla
að ganga til Hornbjargsvita.
Á Látrum í Aðalvík er skip-
brotsmanxxaskýli með talstöð
Einnig er talstöð í skipbrots
mannaskýli í Fljótavík og fór
mennirnir því fram hjá tveimu
talstöðvum unz þeir sofnuðu hj
hinni þriðju, án þess að lát
vita af sér. Þá höfðu þeir o
ekki komið til bátsins, þrátt fyri
tilkynningu, sem þeim var sen
gegnum útvarp.
Aðfaranótt laugardags vx
sendur bátur frá ísafirði að leri
mannanna og farm þá eft
nokkra mæðu sofandi hjá ta
stöðinni i Hornvík.