Morgunblaðið - 28.08.1966, Page 3

Morgunblaðið - 28.08.1966, Page 3
Sunnudagur 28. Sgftst 1966 MORGUNBLAÐiÐ 2 •» Sr. Jón Auðuns dómpróf^ Biskup og sóknarprestur taka söfnuöinn til altaris. H Guð þetta? MAÐUR, som hafði orðið fyrir óvenjulega sárri reynslu, sagði við mig: ,,Ég vildi geta tekið þátt í guðódí rkuninni, en eftir að ég fór að hugsa varð ég að hætta því. Kenmngin um almátt- ugan og í senn algóðan Guð er of barnaleg fyrir fullorðið fólk“. Ég er ekki viss um, að þessi maður hafr ,hugsað“ meira en sumir aðrir, sem orðið hafa fyrir stórri sorg en ekki orðið viðskila kristilegri guðsdýrkun fyrir það. En hitt er víst, að gamlar hug- myndir, og þær barnalegar sumar, um almætti Guðs er mörgum hugsardi manni óger- legt að aðhyllart. Það er sungið og sagt, að ekkert ger.ist án vilja Guðs. Hví- lík fjarstæða. Mig furðar ekki, að maðurinn, sem missti einka- barn, uppkominn son, af slysför- um, ætti erfitt að átta sig á því, að það hefði ver:ð vilji almáttugs Guðs. Ég gat veí skilið, að hann taldi slíka predikun „vanhugsað bull“, eins og hann komst að orði. Vill Guð slvs og slysadauða, eins og hvað eftir annað hefur orðið í sumar á litlum börnum? Vill Guð slíka atburði? Nei, ekki sá Guð sem Kristur boðaði. En hann lætur okkur fæðast inn í veröld, sem mann- leg fávizka hefir fyllt af þján- ingum og þar sem hættur leyn- ast hvarvetna við veginn. Er ekki svipað að segja um flestar hættur, sem á vegi okkar verða? Eigum við að ásaka Guð fyrir það, að við förum ógæti- lega meðan við erum að læra'* dýrmæta lexíu? Og eru ekki allar þessar hættur algerlega nauðsynlegar til að ala okkur upp? Mynöum við nokkurntíma læra, nokkurntíma verða full- veðja menn, ef við værum ekki umkringd þessum hættum? Langflest harmaefnin stafa beinlínis af því, að innan ein- hverra takmarlrana höfum við frelsi til að velja og hafna. Fyrst Guð gaf manninum þetta frelsi, urðu þjáningar hans óhjákvæmi legar. En vill samt nokkur sá, sem ásakar Guð í hjarta sínu fyrir böl sem hann beið, skipta á því að vera frjáls maður með allri áhættunni sem því fylgir, og hinu, að vera barn, sem hugs-*» að er fyrir, ákvarðað er fyrir, getur ekki valiS að eigin vild og þessvegna lifir ábyrgðarlausu og þá líka þjáningalausu lífi? Elding fellur og lýstur ungan mann til bana. Eigum við af þeirri ástæðu að óska þess, að ekkert rafmagn væri til? Æð- andi stormur grandar ungum manni, sem á bafinu siglir veikri súð? Eigum við þá að óska þess, að ekkert haf væri til ,enginn stormur? Jarðlífið er skóli, reynsluskóli. Þessvegna hlýtur sársaukinn að Hversvegna hefir Guð komið. ... þessu svo fynr? Vegna þess að | yera 1,1 °S Þ’anmgin oumflyjan- við erum börn, sem hann er að ala upp. Barninu getur orðið það hættu legt að gartga yfír götu. En sarot er enginn faðir svo heimskur, að hann haldi barninu sínu alltaf innan dyra. Btrnið getur dottið og brotið fót á sléttu gólfi. Samt lætur faðir barnsins það læra að ganga. Menn hafa dottið af hjól- hesti og slasazt svo, að þeir biðu þess aldrei bætur. Samt gefur góðui faðir drengnum sín- um hjólhest, hiklaust. Hann veit að barninu er holit eð læra að stýra slíku faiartæki, hvað sem líður hættJinni, sem barnsins bíður. leg. Þjáningin þín kann að vera mikil, byrð'in þín þung. En ef þú ásakar Guð í hiarta þínu fyrir hana, er skynsamlegra af þér að ásaka hann fyrir það að láta þig fæðast inn í þennan heim. En það gerirðu ekki! Þú vilt vera írjáls til að velja * og hafna en lifa samt í þjáning- arlausum heimi. Það er ekki hægt. Þú vilt læra og lifa samt í áhættulausri voröld. En það er ekki heldur hægt. Göfugmannlegt, viturlegt er viðhorf Þorsteins Erlingssonar, þegar hann kveður um mikið <?,sjóslys á þessa leið: Við sökum þig aldrei, ættjörð kær, hver ógn, sem á vegi stendur, og blessaður sé þi nn breiði sær og blessaðar þínar strendur, hvar helzt sem oss banaboðinn r.ær og bíða vor dauð ans hendur. Heiðursgestir kveöja presthjúnin, taliö frá vinstri séra Magn- ús Guðmundsson og kona lians frú Áslaug Sigurbjörndóttir, biskup íslands og frú Magnea, frú Gréta Björnsson og Jón Björnsson, sem önuðust málun og skreytingu kirkjunnar. Séra Berharö Guðmundsson og frú. Soknarprestunnn sera Magnus Guömundsson stígur í fyrsta skipti í prédikunarstól biunar nývígðu kirkju. Soknarnefnd og prestar asamt biskupi islands ganga til kirkj uvígslunnar. Kirkja vígð í Grundarfirði fjölda. Okkur hafa borizt margar myndir af athöfninni sem fór fram með miklurn hátíðarbrag. Myndirnar eru teknar af Bæring Cecilssyni Eins og áöur hefur veriff Skýrt í Morgunblaðinu, var hin nýja kirkja í Grundar- firði vígð sunnudagin 31. júlí í hinu fegursta veðri og aff viðstöddum miklum mann- í Grundarfirði. Birtum við nú nokkrar myndanna. Nýja kirkjan ber í Kirkjufellið. Kirkjan stendur hátt og ber yfir kauptúnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.