Morgunblaðið - 28.08.1966, Síða 10
10
MORGU NBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. ágúst 1866
Það skriðu skýjaskuggar
yfir Grímsstaðamúlann í vest
urátt þegar við komum á
hlaðið í Svignaskarði í Borg-
arfirði en það var ekki hægt
að sjá jökulinn (Snæfells-
jökul) í fjarskanum fyrir
enda múlans; mistrið hafði
speglað sig í Faxaflóanum,
stigið upp og hulið hvítan
skalla hans með grámóðu
sinni. Það var heitt. Fjöllin
í austurátt teygðu sig upp á
móti lágskýjunum sem sigla
hægt suður þennan dag; nær
handan Gljúfurár og Norður-
ár mátti sjá Arnarholt, Hamr
enda, og fleiri bæi með sæti
úti og breitt yfir. Það er
fallegt í Borgarfirðinum, og
þar heyrist hanagal á sunnu-
dagsmorgnum og jarm heim-
Skúli, Guðmundur, Vaskur og NútíS, framtíff og voff voff á Kastalahói.
A kastalarústum fra' dögum
Snorra leika sér nú lítil börn
Komið við í Svignaskarði í Borgarfirði
alninga áður en búið er að
mjólka og þeir fá á pelann
sinn.
Heimalningarnir í Svigna-
skarði eru fjórir og halda
sig jafnan við íbúðarhúsið
því enginn garður er um-
hverfis það eða á bak við
það og því engin jarðarber
til að stela og engin blóma-
beð til að traðka yfir, en
slíkt eins og allir vita sem
verið hafa í sveit, er mesta
unun öllum heimalningum.
Þessir heimalningar eru lat-
ir, nafnlausir þótt undarlegt
megi virðast, og liggja helzt
við olíutankinn sem stendur
við þá hlið hússins sem snýr
að þjóðveginum. Okkur datt
í hug að skíra þá eftir fjöl-
skyldu Bandaríkjaforseta.
Þeir hafa nefnilega velt sér
upp úr olíunni.
Bóndinn, leiguliðinn, á
Svignaskarði heitir Skúli
Kristjánsson, og kona hans
Rósa Guðmundsdóttir. Þau
búa í húsi, sem byggt var
árið 1909 og þótti þá (og er
enn) mjög reisuleg bygging,
enda þar boðin lengi nætur-
gisting og greiðasala. Skúli
er búfræðikandidat frá
Hvanneyri, rauðskeggjaður
maður með yfirlit bóndans,
sem vinnur vel að sínu búi
og hefur gaman af því. Hann
á þrjá traktora, 550 kindur,
kýr einnig og góðhesta. Og
til að reka úr túninu eru á
bænum tveir hundar, Lappi
: ■ - -
og Kátur. Vaskur er sá þriðji
og var í heimsókn þennan
dag frá öðrum bæ. Hann
gerði lítið, sat rólegur meðan-
vinir hans ráku féð úr tún-
inu, niður með ánni og út
á engjar, spókaði sig upp á
hólnum þar sem eru kastala-
rústir frá dögum Snorra
Sturlusonar, sperrti annað
eyrað og reigði skottið hátt.
Uppi á Kastalahól, til hlið-
ar við rústirnar, er heima-
grafreitur, girtur dröfnóttum
hlöðnum steinvegg. Þar hvíla
hjón, sem keyptu Svigna-
skarð 1903 og gerðu jörðina
að stórbýli fyrir dauða sinn.
Fyrir gafli leiðanna stendur
Guðmundur Daníelsson, óðals
bóndi, f.2. júlí 1873. d. 27.
marz 1939, og kona hans Guð
björg Sæmundsdóttir, f.
29.8, 1873 — d. 29.9. 1958.
Á grafreit þeirra hefur ekki
gróið gras, heldur prýða mold
ina lítil blóm og fögur. Þarna
á hól fortíðarinnar leikur
sér lítill drengur, Guðmund-
ur Skúlason, fimm ára hnokki
sem er ljóshærður, rauður
í kinnum og stingur putta
upp í sig af feimni, þegar
ókunnugir spyrja hann spurn
inga. Samt á hann þrjá hesta,
tvær hryssur, eitt folald, og
vonast til að eignast fleiri.
Systir hans heitir Guðbjörg
sex ára og gerir sér það helzt
til gaman að fara á bak Bleik
gamla og láta hann ganga
niður að hliði og heim að bæ,
skokka stundum, aldrei
stökkva.
— Þú heitir Skyrhámur,
fullyrðir hún við gestkom-
anda. — Skyrháááá—mur!!!!
Lítil stúlka með ljóst hár,
blá augu, og ljósbláan borða
á höfðinu, sem ríður niður
— Þykir þér ekki gaman
að hrossum? Það lifnaði yfir
honum. Hann strauk á sér
rautt hökuskeggið, og fékk
sér sígarettu og svaraði.
— Jú, ég fékkst töluvert
við hesta þegar ég var á
Hanneyri. Svo hef ég haldið
þessu áfram og átt nokkra
hesta, sem hafa staðið sig
vel, sumir ágætlega. Hryss-
an mín, Ljónslöpp, sem nú er
orðin 14 vetra, fékk Faxa-
skeifuna í fjórðungsmóti
hestamanna hér. Tilberi, 13
vetra, hefur staðið sig anzi
vel í 300 metra stökki. Ann-
ars er hann nú farinn að
eldast, greyið. Móri minn er
11 vetra, en á síðasta fjórð-
ungsmóti varð hann samt
efstur á tölti.
Annars, ef þú spyrðir mig,
þá mundi ég ekki vita hvað
ég á marga hesta nú orðið —
það er frekar erfitt að fylgj-
ast með því — ætli þeir séu
ekki eitthvað yfir 20 tals-
ins.
— Er ekki erfitt fyrir einn
mann að heyja fyrir svo mik
inn búpening.
— Ja, ég er nú ekki einn á
sumrin. Við heyskapinn hef
ég alltaf stráka og vinnu-
menn, sem hjálpa mér við
að koma heyinu í hlöður.
Svo er nú aðstaðan heldur
erfiðari vegna þess að ég hef
afnot af eyðibýli handan
Gljúfurár, auk þess sem ég
nýti Svignaskarðið og Fróð-
hús, eyðibýlið niður með
ánni.
Nú kemur kaffi og heima-
tilbúið brauð á borðið. A
meðan við étum, verður
Skúli að bregða sér frá. Við
sjáum hann út um gluggann
þar sem hann tengir eina
dráttarvélina við heyvagn-
inn. Kátur stendur hjá, sperrt
-
■
Heimagrafreiturinn á Svignaskarði. Hér hvila hjón, sem ekki
vildu yfirgefa jörðina sem þau gáfu alla sina krafta.
að hliði á gamla Bleik með-
an við göngum í bæinn og
þiggjum kaffi. í stofunni
blasa við á veggjum myndir
frá skóladögum húsbóndans,
fjölskyldumyndir, tvö mál-
verk af Svignaskarði, og eft-
irprentun af Stóðhrossum
Jóns Stefánssonar. Húsgögn-
in eru greinilega frá eldri
tímanum, hafa yfir sér virðu
legan blæ, auðsjáanlega smíð
uð undir áhrifum gamallar
danskrar húsgagnagerðarlist-
ar. Það voru stóðhross Jóns
sem komu mér til að spyrja
Skúla:
ur að vanda. Svo gengur
hann undir vagninn og beyg
ir sig næstum niður að jörðu
þótt vagninn sé undir stoð
tvær hans hæðir. Kátur á
Svignaskarði er með manna-
læti. Bóndinn Skúli Kristj-
ánsson ætlar að hirða í dag.
Glóhærð Guðbjörg fer á
Bleik niður að hliði í næst-
síðasta sinn. Úti á hlaði
stendur Guðmundur Skúla-
son og tekur puttann úr
munni sér. Gestirnir eru farn
ir.
— Brandur
■ÍL . " ^
T~ < >- * -
"4' Ig^'V
■*
Guóbjörg á gamla Bleik: Þú heitir Skyrhámur
ÍBÚÐ ÓSKAST
Óskum eftir 3ja — 5 lierb. íbúð. — Uppl. í dag og
næstu daga kl. 9—12 og 13,30—17.
Prentsmiðja JÓNS HELGASONAR
Síðumúla 8 — Sími 38740.
(iuðjón Styrkársson
hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 6. — Sími 18354.
Schannongs minnisvarðar
Biðjið um ókeypis verðskrá
0. Farimagsgade 42
Kþbenhavn 0.
BÖÐVAR BRAGASON
héraðsdómslögmaður
Skólavörðustíg 30. Simi 14600.