Morgunblaðið - 28.08.1966, Side 17

Morgunblaðið - 28.08.1966, Side 17
Sunnu3agHT ift. Sgúst 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Hornstrandir Með vaxandi velmegun og auk- inni bílaeign fer þeim íslending- um fjölgandi, sem eyða sumar- leyfi sínu til fer’ðalaga innan- lands og erlendis. Hinar fjöl- mennu hópferðir, sem ferðaskrif- stofur gangast fyrir til annarra landa, benda til þess, að tölu- verður hópur landsmanna ferð- ist til annarra landa á sumri hverju, og gæta þess oft ekki, að hér á landi eru undurfagrir staðir, sem að mestu leyti eru ónumdir. Þannig ber öllum saman um það, sem ferðazt hafa um Horn- strandir, að það sé einhver feg- ursti hluti íslands, í senn ægi- fagur og stórskorinn. Hornstrand ir eru nú fyrir löngu úr byggð og þeir, sem þangað leggja leið sína að sumarlagi eru fáir. En þangað er mikinn auð að sækja, fugl og eggjatekja, rekavi'ður og fiskur í fjörðum. Hornstrandir eru sá hluti ís- lands, sem við eigum að nema á ný. Sjálfsagt verður þess langt að bíða að menn setjist þar að til þess að lifa á þeim auðæfum, sem þar eru, en þangað til er full ástæða til þess, að þeir fjölmörgu aðilar, sem nú beita sér fyrir ferðum innanlands og utan, hafi REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 27. ágúst p-—-——-—-— Viðey forustu um að kynna íslending- um Hornstrandir á ný, fegurð þeirra og auð. Djúpið Vestfirðingar hafa löngum haldfð tryggð við sína héima- byggð, og þangað leita þeir gjarn an aftur, þótt þeir hafi lengi dval izt í öðrum landshlutum. Það er líka eðlilegt. Þótt lífsbaráttan á Vestfjörð,um sé hörð og erfiðar aðstæður hafi skapað þar harð- gert og dugmikið fólk, er fegurð Vestfjarða slík, að hún hlýtur jafnan að draga til sín þá, sem þar hafa fæðzt og alizt upp, eða dvalizt þar langdvölum. Það á ekki sízt við um hið mikla ísa- fjarðardjúp. Þeir, sem kynnast Djúpinu og lífinu við Djúp, sækja þangað jafnan á ný. Nátt- úrufegurð er þar mikil og töfrar þess sérstæðir. Fyrir yngri kynslóðina í land- lnu er einnig hollt og gagnlegt að koma í Djúpið, og kynnast lífi fólksins þar, því að þar geta þeir enn séð hvernig íslendingar lifðu hér áður fyrr. í fjörðunum inn •f Djúpinu lifa menn enn af bú- skap og veiði jöfnum höndum. Þar veiða menn fisk og skjóta fugl til matar og eggjataka er þar töluverð. Þó mun á síðustu árum nokkúð hafa dregið úr fiskgengd í Djúpið og firðina inn •f því. Sérstaklega er fróðlegt að koma í eyjarnar við Djúp, Vigur og Æðey, þar sem stórbændur hafa búið og búa enn. Fyrir þá, sem ekki hafa áður séð æðar- varp, er sérlega skemmtilegt að ganga t.d. um Vigur og sjá þar kollurnar í hreiðrum sínum út um alla eyjuna og svo spakar, að sá, sem þar gengur um, verður •ð gæta sín að stíga ekki ofan á þær, því að þær eru út um allt, á bæjarveggnum, á gangstígum, hvar sem er. Það er einnig furðu- leg sjón áð sjá hve lundinn hef- ur grafið hluta eyjarinnar í sund- ur og sjá fuglamergðina í eyj- unni. Allt þetta, fuglalífið, fiskurinn og hin sérstæða náttúrufegurð Djúpsins gerir það að verkum, •ð það er einn fegursti og •kemmtilegasti staður á landinu til að koma, og vafalaust á ferð- um fólks eftir að fjölga þangað, ekki sízt, þegar Djúpvegurinn verður fullgei'ður. Þótt Viðey liggi skammt undan landi, munu þeir Reykvíkingar tiltölulega fáir, sem þangað hafa komi'ð og er það mikill skaði. Viðey á sér stolta sögu, þar bjuggu miklu búi framfaramenn og forustumenn íslenzku þjóðar- innar fyrr á öldum, eins og Skúli landfógeti og Magnús Stephen- sen, og þar stendur enn hin sögufræga Viðeyjarstofa og Við eyjarkirkja, sem Skúli byggði. Reisn Viðeyjar hefur verið mikil á undanförnum öldum, en niður- læging hennar einnig sár. Eðli- legt er, að þeim, sem þekkja sögu Viðeyjar, sárni ástand eyjar innar og þó fremur þeirra bygg- inga, sem þar eru. En það er ekki auðhlaupið verk að finna Viðey nú hlutverk, sem sæmir sögu hennar og fortíð. Ýmsar hug myndir hafa verið uppi um það, en mjög hafa skoðanir manna verið skiptar. Hugsanlegt væri, að í Viðeyjarstofu yrði komið upp safnhúsi, þar sem safnað væri saman munum, sem sérstaklega snerta sögu Viðeyjar á undan- gengnum öldum og þeirra manna sem þar hafa lifað og starfað og skapað eyjunni sinn sérstaka sess í íslandssögunni. Jafnframt mundi mörgum þykja skemmti- legt, ef eyjan yr'ði staður, sem Reykvíkingar gætu sótt að sum- arlagi og nytu þar góðviðris- stunda í fallegu og skemmtilegu umhverfi. En hvaða skoðanir, sem menn kunna að hafa á því, hvernig Við- ey verði bezt nýtt, munu menn almennt sammála um naað syn þess, að Viðey verði endur- reist, þótt breyttar aðstæður valdi því að hún muni aldrei aftur skipa þann sess, sem hún áður hafði. Fjármál sveitar- félaga Sveitarfélögin úti um allt land standa nú fyrir miklum og marg- víslegum framkvæmdum, og er það eðlileg aflefðing þeirrar vaxandi velmegunar. sem hér ríkir. — Hinsvegar er ljóst, að tekjur sveitarfélaganna, sem eru fyrst og fremst útsvör skatt- greiðenda, koma mjög ójafnt inn yfir árið, og t.d. munu 20% af útsvörum marera sveitarfélaga ekki greiðast fyrr en á síðustu tveimur vikunum í desember, og á fyrstu fimm til sex mánuðum ársins lætur nærri að einungis innan við 20% útsvaranna séu greidd. Það gefur því auga leið, að þetta skapar verulega erfið- leika í fjármálum sveitarfélaga, en íbúar þeirra gera af skiljan- legum ástæðum kröfur til að þau haldi uppi margvislegum fram- kvæmdum á sviði gatnagerðar, skólabygginga o. s. Jcv. Af þessum sökum ber brýna naúðsyn til að leiðir verði fundn ar til þess að afla sveitarfélögun- um eðlilegra rekstrarlána, þann- ig að framkvæmdir þeirra geti farið fram með eðlilegum hætti allt árið um kring, þótt tekjur þeirra komi inn á mismunandi tímum. Sett hafa verið lög um lánasjóð sveitarfélaga, en hætt er við, að hann leysi ekki öll vandamál sveitarfélaga í þessu sambandi. Hugsanlegt er, að nýtt greiðslukerfi opinberra gjalda geti leyst þennan vanda að einhverju leyti, en þó er ljóst, að sveitarfélögin muni jafnan þurfa á að halda einhverjum rekstrarlánum. A þessu er nauð- synlegt að finna einhverja skyn- samlega og heiltorigða lausn fyrr en si’ðar, því það er engum til góðs að erfiðleikar skapizt í frám kvæmdum sveitarfélaganna á landinu af fyrrnefndum ástæð- um. Sparnaður í opin- berum byggingum Verkefnin, sem að kalla í þjóð- félagi okkar eru-mörg, og það er ljóst, að þjóð, sem hefur aðeins á nokkrum áratugum hafið sig upp úr fátækt og eymd, hlýtur að eiga við veruleg fjármagns- vandræði að etja. Þess vegna er nauðsynlegt, að fyllsta sparnaðar og hófsemi sé gætt í opinberum byggingarframkvæmdum, og á þa'ð bæði við skrifstofubygging- ar hins opinbera, skóla, barna- heimili, sjúkrahús, og svo fram- vegis. En því verður ekki neitað, að svo virðist sem töluverður mis- brestur sé á þessu, og að þeir, sem fyrir opinberum byggingum standa missi stundum sjónar á því hlutverki, sem ýmsar þessar byggingar eiga að gegna. Virðist stundum, sem leitast sé við að hafa slíkar byggingar eins ítourð- armiklar og glæsilegar og mögu- legt er. Þetta er röng stefna. Ljósm. Árni Lárusson. Ákveðið hlutverk Byggingar eins og skólar, barnaheimili og sjúkrahús hafa ákveðnu, takmörkuðu hlutverki að gegna. Og við það hlutverk á að miða þessar byggingar, en ekki annað. Skóla er ætlað að sjá fyrir hús næði til kennslu barna og ungl- inga, og þaðan af eldri aldurs flokka. En til þess að hann geci gegnt því hlutverki, þarf hann einungis að vera einfaldur í snið- um og hagkvæmur, en ekki íburð armikill. Barnaheimili og sjúkra- hús hafa einnig sinn ákveðna til- gang, en þeim tilgangf verður náð án þess að byggðar séu hall- ir úr stáli og gleri. Full þörf virðist vera á því, að opinberar byggingaframkvæmd- ir hér á landi séu teknar til ræki- legrar endurskoðunar, og að strangara eftirlit sé haft með öll um þeim aðilum, sem um þær fjallá, þannig áð einungis sé byggt fyrir þá ákveðnu þörf sepi mæta á, en ekki annað. Verkefn- in eru eins og áður segir svo mörg og aðkallandi í þessu þjóð- félagi, að við megum ekki sjá af neinu fjármagni í tildur og í- burð, þótt vissulega sé ánægju- legt að eiga glæsilegar, íburðar- miklar byggingar í okkar landi. En það verður að bíða betri tíma. Grundvallar- breyting Líklega hefur fólk ekki áttað sig á þeirri grundvallarbreyt- ingu, sem er að verða í at- vinnumálum okkar og viðhorf- um þjóðarinnar til þátttöku er- lendra aðila í atvinnurekstri hér á landi með þeim samningum, sem gerðir hafa verið um ál- framleiðslu og kísilgúrvinnslu á íslandi. En með þessum samn- ingum hefur íslenzk þjóð raun- verulega kastað fyrir borð alda- gamalli tortryggni gagnvart út- lendingum og erlendu fjár- magni og viðurkennt nauðsyn þess við uppbyggingu fjölbreyti legra atvinnuvega á íslandi. í fjöldamörg ár hefur verið unnið að undirbúningi álfram- leiðslu og kísilgúrvinnslu hér á landi. Má t.d. benda á, að þeg- ar fyrir 15 árum fann Baldur Líndal, efnaverkfræðingur, kísil gúrnámuna á botni Mývatns. Gífurlegt undirbúningsstarf ligg ur að baki beggja þessara fyrir- huguðu framkvæmda, en nú eru bæði þessi mál komin á fram- kvæmdastig, og héðan í frá verða þau ekki stöðvuð. Það liggur því í augum uppi, að við hljótum að leita nýrra verkefna á sviði stóriðjurekst- urs, hvort sem það yrði með þátttöku erlendra aðila eða ekki. Olíuhreinsun og magnesíum Fyrir nokkrum árum urðu töluverðar umræður um bygg- ingu olíuhreinsunarstöðvar hér á landi, _en þær umræður féllu niður um skeið, og nokkur and- staða kom fram gegn byggingu slíkrar stöðvar vegna ótta manna við, að það mundi hafa í för með sér minnkun á við- skiptum við Sovétríkin. Nú er greinilegt, að töluverð breyting er í vændum í við- skiptum okkar við Sovétríkin, og þau eru mun tregari en áð- ur til kaupa á þeim framleiðslu vörum, sem við höfum hug á að selja. Með olíuhreinsunarstöð á íslandi mundu skapazt veru- legir möguleikar á uppbyggingu fjölbreytilegs efnaiðnaðar hér á landi. Lítið hefur verið rætt um hugsanlega framleiðslu magnes- íum á íslandi, en þó bendir margt til þess, að hér á landi séu allar nauðsynlegar aðstæð- ur til slíkrar framleiðslu. Notk- un á magnesíum eykst með miklum hraða í heiminum, svo að markaðsvandamál yrðu framleiðslu þess hér á landi ekki til fyrirstöðu. Hér er um hið merkasta mál að ræða, sem full ástæða er til að athugað verði nánar. Ný atviimu- bylting Ekki er ólíklegt, að þegar ál- verksmiðja og kísilgúriðja hafa tekið til starfa og undir- búningur hafinn að fleiri stór- iðjufyrirtækjum muni menn komast að raun um, að ný at- vinnubylting er í uppsiglingu á íslandi, sem mun skjóta traust- um stoðum undir efnahags- og atvinnulíf landsmanna. Við höf- um lifað slíkar atvinnubylting- ar með stuttu millibili, fyrst og fremst í sjávarútvegi, að nokkru leyti í landbúnaði, en nú er tími iðnaðarins að koma, stóriðnaðar og smærri iðnaðar. Timabil alhliða iðnvæðingar er að hefjast á íslandi. Það mun hafa í för með sér breytingar og eðlilega vaxtarverki nýs upp byggingar- og athafnatímabils, en þótt síðar verði munu menn sannfærast um, að með fram- sýnni stefnu í stóriðjumálum hef ur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks lagt grundvöll að nýrri atvinnubyltingu á ís- landi, opnað dyr alhliða iðn- væðingar í landinu. Iðnvæðinp; Stóriðja, sem byggist fyrst oa fremst á orkulindum okkar mun skapa nýjan grundvöll fyr ir eflingu hins innlenda iðnaðar og verða honum veruleg lyfti- stöng. Álframleiðslan skapar tækifæri til umfangsmikils ál- iðnaðar og hafa iðnrekendur þesar kynnt sér fjölbreytilega framleiðslu úr áli í öðrum lönd- um. Á sama hátt mundi olíu- hreinsunarstöð skapa grundvöll fyrir margvíslegum innlendum hliðariðnaði. Stóriðja með er- lendu fjármagni er að nokkru leyti a.m.k. forsenda alhliða iðn væðingar landsins en iðnvæðing landsins er aftur forsenda þess, að tryggja megi þeim, sem hér búa lífskjör til jafns við hinar háþróðuðu iðnaðarþjóðir Vest- ur-Evrópu og Norður-Ameríku. Til þess að ná því marki verð um við að brjóta nýjar leiðir, kasta gamalli hræðslu og tor- tryggni fyrir borð og taka full- an þátt í þeirri hröðu fram- þróun sem næstu ár og áratugir bera í skauti sér. Við lifum á nýjum tímum, sem krefjast nýrra leiða og nýrra viðhorfa. íslendingar mega umfram allt ekki láta þröngsýn afturhalds- sjónarmið tefja leiðina til stór- bættra lífskjara, sem mörkuð hefur verið á undanförnum ár- um. I breyttum heirpi er það dirfskan og framsýnin, sem skiptir sköpum með mönnum og þjóðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.