Morgunblaðið - 26.11.1966, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 26. nóv. 1966
Um 1000 verk eftir Picasso
85 ára afmælissýning í París
HIN geysimikla afmælissýning,
sem Frakkar og Parísarbúar
gangast fyrir til heiðurs Xista-
manninum Pablo Picasso á 85 ára
afmæli hans, var opnuð í París
i»m sl. helgi og verður opin til
12. febrúar í vetur. Heimspressan
virðist sammála um að þetta sé
óumdeilanlega sú yfirgrips-
mesta, fj-ölbreyttasta og glæsileg-
asta listaverkasýning, sem nokk-
urn tíma hafi verið komið upp í
Iheiminum til heiðurs einum lista
manni, enda leitun á öðrum eins
í margar aldir. Sízt skal það
dregið í efa af undirrituðum
fréttamanni Mbl., sem var þar
staddur á fyrsta degi sýningar-
innar, laugardaginn 19. nóvem-
ber. En í þessari fréttagrein
verður ekki gerð tilraun til að
fjalla um list Picassos, heldur
a'ðeins skýr.t frá sýningunni og
opnun hennar.
Ein af ástæðunum fyrir því að
þessi sýning er umfangsmeiri en
nokkur önnur, er sú, að nær eng-
inn frægur listamaður hefði get-
að lagt til sem úrval verka sinna
ium 1000 málverk, höggmyndir,
teikningar, leirmuni og svart-
Estarmynd ir, gerðar á meira en
70 ára listamanmsferli. Hin opin-
bera sýning er á þremur stöðum
í París, í tveimur gömlum höil-
um í miðborginni, milli Signu og
Champs Elisées, og í Biblioteque
Nationale. Að auki eru svo í borg
inni um þessar mundir alls kon-
ar aðrar heiðurssýningar fyrir
Ihinn aldna meistara. „Opera de
Paris“ tekur t.d. upp aftur sýn-
ingar á Ikarosi með leiktjöldum
Picassos, franska kvikmyndasafn
ið sýnir myndaflokk um málar-
ar.n með Guernicu eftir Alain
Eesnais, og fleiri kvikmyndum,
Sem um hann hafa verið gerðar,
einhver stærsti listaverkasalinn
í borginni, Koestler, býður upp
á 100 vatnslitamyndir eftir Pic-
asso o. fl. Og öll Parísarblö'ðin
eru fuli af greinum um Picasso
og mörg gefa út aukablöð.
Menntamálaráðherra Frakka,
André Malreaux, opnaði sýning-
una á föstudaginn, m.a. með þess
um orðum: „Verk Pioassos eru
Sitórkostlegasta niðurrif og endur
sfcöpun á formum, sem gerð hafa
verið á okkar tímum og kannski
nokkurn tíma.“ Var gesta-
fjöldinn svo mikill að ekki varð
þverfótað í sýningarhöliunum.
Og daginn eftir, þegar opnað var
rir almenning, voru bdðraðir.
meðan beðið var eftir áð kom-
ast inn, var nóg að gera við að
skoða Parísardömurar í stuittu,
sportlegu loðkápunum sín-
um og háu vetrarstígvélunum
og herrana með fjölbreyttar út-
gáfur af skeggi. En röðin færðist
nokkuð fljótt fram og ekki það
mörgum hleypt inn í einu, að nóg
svigrúm gafst til að sfcoða lista-
verkin.
í hinni gömlu höll, Grande
Palais, sem var miðstöð stráð-
andi nútímalistar me'ð haustsýn-
ingum sínum í byrjun aldarinn-
ar, hefur nú verið komið fyrir
nær 300 málverkum eftir Pic-
osso. í>ar af eru 100 úr hans eiigu
og hafa aldrei fyrr verið sýndar.
Aðrar koma úr söfnum um víða
veröld, frá New York, Moskvu,
London, Leningrad, Madrid, Hol-
landi, Svíþjóð, Noregi, Italíu,
Tékkóslóvakíu o.s.frv. Ermiálverk
unum komið fyrir í réttri táma-
röð, allt frá því Picasso gerði
sínar fyrstu myndir 14 ára gam-
all árið 1895 og til þessa dags.
Sýningin spannar öll tímabilin
í list hans, sem hafa verið nefnd
ýmsum nöfnum, svo sem
Lautrec-tíminn árið 1900,
er hann fyrst kom til
Parísar og kynntist Toulouse-
Lautrec, Blláa-timafodlið frá 1901
—1904, Rauða-tímabilið 1905—
190ff, Negralistartíminn etfir
1907, Kúbisminn 1910—1917,
synmgunni.
hann sneri sér aftur að klassiísk-
um ballettjöldum, Grafísku boga
Mnurnar 1930—1932, Guemicu-
tíminn 1936—37, og svo eftir
1950, tími fjölbreytni í listum.
Eru nýjustu myndirnar þama
frá 1966. í þessum sölum er,u
margar af kunnustu myndum
Picassos, sivo sem „Konurnar frá
Avignion“ frá 1907 og „Músdk-
antamir þrír“ frá 1921, auk bláu
kastarólunnar, stelpurnar með
dúfuna og fleiri mynda, sem
þekktar er.u af endurprentunum,
Einnar aðalmyndarinnar er þó
saknað, lúnnar skelfilegu og á-
takanlegu myndar um stríð“,
„Guernicu“, sem er í láni í New
York og þótti of vfðkvæm ti'l að
vera send yfir hafið. En sem
uppbót eru þó hlutar úr mynd-
inni, sem Picasso málaði á und-
an, svo sem gapandi hrosshaus-
inn.
f „Petit Palais" hinum m,egin
við götuna, er komið fyrir um
200 höggmyndum fra ýmsum tím
um, 200 teikningum, og 116 leir-
munum, Þarna er t.d. fyrsta
svartkrítarteikningin eftir hinn
12 ár,a gamla Pablo Ruiz, furðu-
lega fínleg og falleg mynd. Gg
þar eru líka nýjustu myndirnar
hans, teikningar í litum frá þessu
ári, sem sýna gamian hrörlegan
listamann að horfa á fagra fyr-ir-
sætu. Síðan Picasso var skorinn
upp vegna gallblöðrunnar í fyrra,
hefiur hann ekki málað, aðeins
teiknað, og satt að segja virðast
þetta fyrstu myndirnar sem ekkd
hrífa eins og aðrar frá 70 ára
ferli hans. Þarna í Petit Palais
er m.a. ein kunnasta höggmynd
hans, „Maðurinn með geitina" og
mar.gt annað forvitnilegt.
í Bibliteque National er s.vo
komið upp 150 svartlistarmynd-
um, gerðum allt frá 1905 og fram
til þessa, nýjustu myndirnar í
fyrsta sinn á sýningu.
í næstu þrjá mánu'ði verður
semsagt í París einstakt tækifæri
fyrir listunnendur að sjálistaverk
Pablos Picassos, þar á meðal
myndir, sem vafasamt er að nokk
urn tíma gefizt aftur tækifæri
til að sjá. Að minnsta kosti verð-
ur bið á að gefi að Mta állan
hans 70 ára ldstaferil á einum
stað. Það má geta nærri hve
erfitt hefur verið að safna sam-
an þessari sýningu, fá tilteknar
myndir úr söfnum í 20 löndum,
sem Jelja hverja mynd meðal
dýrgripa sinna, og koma þeim
örugglega heilum á staðinn. Því
þetta er dýrrnæt sýning. Lista-
verkin eru tryggð fyrir hvorki
meira né minna en 300 millj.
Paloma, dóttir Picassos og Francoise Gilot, fyrir framan mál-
verk eftir föður sinn á sýningunni til heiðurs honum.
Biðröðin til að komast inn á P icasso-sýninguna í Grand Palais.
franka eða 2610 mi'llj. ísl. kr.
Þeirra er Mka vel gætt. Það sér
maður méð því að Mta í kringum
sig. 24 nýir verðir vaka yfir
myndunum í Grand Palais, sem
á nóttinni er flóðlýst tM hægðar-
auka f.yrir vopnuðu Xögreglu-
mennina sem gæta hallarinnar
dag og nótt.
— Marfcaðurinn fyrir Picasso-
myndir er ákaflega blómlegur,
segir listaverkasalinn Sam Kootz.
Verð þeirra hefur hækkað um
300% á sl. 20 árum, og þá eru
foláa tímabildð og kúbistamynd-
irnar undanskildar. Fyrir þær er
hægt að fá hvaða verð sem er. í
fyrra seldi Picasso t.d. mynd í
Tate Gallery fyrir 7,2 millj. kr.
Ein ástæðan fyrir hinu háa verði
er sú, að Picasso hefur sjálfur
takmarkað fjölda þeirra
mynda, sem fara á markaðinn.
Hann málar um 100 myndir á ári,
en lætur ekki frá sér nema 40—
60, fyrir utan tei'kninigar og vatns
litamyndir. Þær tnyndir, sem
hann ekki selur — og sumir segja
að þær séu meðal þedrra beztu
— eru geymdar í bankahólfum
og hinum ýmsu búsum hans í
Frakkiandi. Auk eigin mynda á
Picasso sjálfur gott safn af dýr-
mætum myndum eftir Cezanne,
Renoir, Matisse, Modigliani og
Braque. Margar myndir hef-ur
hann geffð börnum sínum, en
aurnir segja að hann ætM að arf-
leiða listasafn í Barcelona og
söfn í Frakklandi að listaverk-
unum sem eftir eru. Hvað hann
hugsa sér að gera, veSt þó enginn.
Gamli maðurinn er þekktur að
því að vera nokkuð dintóttur.
T.d. vissi enginn hvort hann ætl-
aði að koma frá heimili sínu í
Suður-Frakklandi til að vera við
staddur hátíðina til heiðurs „þess
um manni, sem ber sama nafn
og ég“, eins og Picasso orðaði
það. Hann kom efcki á opnunina.
Reyndar hefði varla nokkur mað
Maðurinn með derhúfuna, sem
Picasso málaði 14 ára, elzta
málverkið á sýningunni.
ur getað vitað. hvor-t hann var
þar, svo þröngt var þar á þingi.
Þó er Picasso sagður við hesta-
heilsu En hann lánaði á þessa
sýningu úr eigin safni 100 mál-
verk, 170 höggmyndir, 200 teikn-
ingar og 115 leirmuni. Sumir
segja að hann hafi fallið fyrir
þeirri freistingu að fá að sjá
blómann úr verkum sínum á ein-
um stað. Hvað um það. Það er
að minnsta kösti stórkostlegt
tækifæri fyrir aðra að sjá blóm-
ann úr verkum þessa mikla
meistara. — E. Pá.
Nýjasta teikning Picassos á sýningunni, „Konan og gamli mað-
urinn“, gerð á þessu ári.