Morgunblaðið - 22.12.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.12.1966, Qupperneq 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. des. 1966 Þorsteinn Þorsteinn Gíslason: Skáld- skapur og stjórnmál, 313 bls. Guðmundur G. Hagalín tók saman til minningar um ald- arafmæli höfundar. Almenna bókafélagið, desember 1966. í’OftSTBINN Gíslason var án nokkurs vafa einn af svip- mestu mönnum sinnar samtíð- ar og brá stórum svip yfir ís- lenzkt menningarlíf á fyrsta fjórðungi þessarar aldar. I>að er því fagnaðarefni að Almenna bókafglagið skyldi finna hjá sér hrvöt að minnast þessa merka manns á veglegan hátt, nú þeg- ar liðin eru hundrað ár frá faeð- ingu hans. >ví er ekki að leyna, að minningarrit geta verið dá- lítið tvíeggjuð fyrirhæri. Oft vill svo verða, að slík rit nái ekki eyrum þeirrar kynslóðar, er bók- in er ætluð, og verða þá einungis dauft og harla hljómlítið berg- mál horfinnar tiðar. Höfundur- inn á þá blátt áfram ekki lengur erindi fram í dagsljós hins nýja táma. Hið sama gildir vitaskuld um einstaka þætti á ritíhöfundar- ferli horfinna rithöfunda. I>að er afar sjaldgæft að heildarút- giáfa á verkum slíkra manna sé réttlætanleg frá sjónarmiði hins almenna lesanda. Nægir í' því sambandi að minna á Matthías Jochumsson, sem án efa hefur tapað á þvi að vera getfin aftur eg aftur út í heildarútgáfum. Þetta táknar, að á herðum út- gefandans hvílir þung skylda. Hans er að velja og velja rétt, og það er mikið vandaverk. IÞegar val Guðmundar Haga- líns á verkum Þorsteins Gísla- sonar er athugað, verður ekki annað séð en hann geri sér þetta Gíslason vandamál Ijóst, enda gerir hann góða grein fyrir erfiðleikunum í formála. En ekki get ég verið honum sammiála í öllum grein- um, enda það svo að sibt sýnist ihverjum. Einsýnt var að birta Þætti úr stjórnmálasögu íslands árin 1896-1918 í heild sinni. >að hefði blátt áfram verið óvinn- andi vegur að velja hluta úr þeim til birtingar og óverjandi með öllu, svo merk sem þessi stjórnmálasaga er. Satt að segja eigum við ekki ýkjamargt á prenti um stjórnmálasögu lands- ins á hinum örlagarfku tveim fyrstu tugum aldarinnar, og enn færra af því er merkilegt. >ví er mikill fengur að endurútgáfu þessa rits. Hinu er ekki að leyna, að það hefði að sumu leyti verið ákjósanlegra að gefa stjórnmála- þættina út sérstaklega, og mér dettur þá í hug vetbvangur eins og smábækur Menningarsjóðs. Og raunar má segja, að aldar- afmælis >orsteins Gíslasonar hefði verið vel minnzt með slíkri útgáfu einni saman. En útgáfu- félagið hefur viljað bregða upp alhliða mynd af ritverkum Þorsteins Gíslasonar í þessu minningarriti, og er það bæði skiljanlegt og virðingarvert. En stjórnmálaþættirnir eru þunga- miðja þessarar bókar, og þeir bera höfundi sínum verðugt vitni. >etta yfirlit stjórnmála sögunnar einkennist af yfirsýn og kunnugleika, sem þó verður höfundi aldrei átylla til að sökkva sér niður í smáatriði. Hann tapar aldrei þræðinum, heldur rekur hina raunverulegu abburðarás af undraverðu ör- yggi út úr flækju flókinna deilna og flokkadrátta. Og líkt og Sturlu >órðarsyni forum tekst >orsteini að greina hleypi- dómalaust og sannferðuglega frá viðburðum, sem hann hefur sjálfur átti hlut í að skapa og leysa. Hygg ég að erfibt verði að núa honum um nasir að hafa dregið um of hlut eins á kostnað annars. >að er skaði, að >or- steinn Gíslason skyldi ekki rita meira um íslenzk stjórnmál á þennan hátt, auk blaðagreina sinna. >á er einnig fróðlegt að kynn- ast hluta skáldsögunnar Tíma- mót, og segir útgefandi réttilega, að kaflinn Fólkið í Selkoti bregði upp „forvitnilegri mynd úr lífinu í Reykjavik á mörkum gamals og nýs tíma“. Kaflinn er ritaður á vönduðu máli, sem virðist einkenna öll rit hans, lýsingar í anda raunsæisstefn- unnar, traustar og heillegar. Og þótt ekki verði sagt um þennan bókarkafla, að hann sé neitt stórbrotið listaverk, er auðséð að það er enginn viðvaningur, sem heldur á pennanum. Enn sem fyrr er það hófsemi og samúð sem ólíkum sjónarmiðum, sem setja svip sinn á verkið. Sömu sögu er að segja um þáttinn Skáldaminni, 5 greirtar um jafrnmörg skáld, Sigurð Breiðfjörð, Grím Thomsen, Pál Ólafsson og Matthícis Joch- umsson. Allir þættirnir markast af því, hversu góða hæfileika höfundurinn hefur til að birta heildarmynd, en að vísu fjallar hann fremur um æviatriði skáld- anna en sjálfan skáldskapinn, þótt að sjálfsögðu sé einnig tölu- vert að honum vikið. >að er hins vegar galli á verki útgefandans, að ekki skuli sjást, hvaðan hver þáttur er tekinn né hvenær þeir eru skrifaðir. Slíkt á að telja til sjálfsagðra vinnubragða. Þennan galla er einnig að finna í útgáfu Ijóðannaj þau eru hvergi merkt. Raunar þykja mér ljóðin sízt af því, sem í þessari bók stendur. Með því er ég engan hátt að segja, að ljóð >orsteins Gíslasonar séu ómerki- leg. >au hafa á sínum tíma án efa verið mjög svo framíbærileg- ur skáldskapur, þótt Þorsteinn hafi vissulega ekki staðið í fylk- ingarbrjósti sem ljóðskáld. Hins vegar eiga þau að minni hyggju minna erindi til nútímamanna en aðrir hlutdr bókarinnar. Ljóðagerð hefur tekið svo mikl- um stakkaskiptum á þessari öld, ljóðasmekkurinn hefur breytzt mjög og að mínu viti til batn- aðar. Þar að auki þykir mér meira koma til Þorsteins Gísla- sonar sem ljóðaþýðanda en ljóðskálds. Ég er þess vegna ekki sam- mála Guðmundi Hagalín, þegar hann segir í formála að einsýnt hafi verið, „að ganga fram hjá skrifunum um dægurmálin“, af því að stjórnmálaþættirnir tóku svo mikið rúm í bókinni. Ég geri mér ljósa þá erfiðleika, sem því eru samfara að reyna að gefa rétta heildarmynd af ritstörfum svo afkastamikils höfundar í einu bindi. En ég hefði persónu- lega kosið að sleppa hluta ljóð- anna og taka meira af blaðagrein um. >ví má ekki gleyma, að >or- steinn Gíslason var kannski fyrst og fremst blaðamaður og ritstjóri og þess gætir of lítið í þessari bók. Hann var ritstjóri hvorki meira né minna en sex blaða um ævina: Sunnanfara, íslands, Bjarka, Óðins, Lögréttu og Morgunblaðsins. >að er því harla lítið að birta í minningar- ritinu aðeins fiimm blaðagreinar, auk skáldaþáttanna. Ekki hvað sízt vegna þess að Þorsteinn var óvenju ritfimur blaðamaður, og gætu núverandi blaðamenn mik- ið af honum lært, ekki hvað sízt hvað viðkemur meðferð tung- unnar. >ar kemur einnig skap- hiti hans fram og baráttuvilji, en hvors tveggja sakna ég í þess- ari bók. >að er bara í greininni um íslenzkar bókmenntir við báskólann í Kaupmanna, sem lesandinn finnur hina ólg- andi glóð sem inni fyrir býr. Enda er þetta snilldar vel sam- in grein. Guðmundur Gislason Hagalin ritar einnig skýra og greinargóða yfirlitsgrein um ævi Þorsteins Gíslasonar og störtf, og er það nauðsynlegur þáttur fyrir hina yngri kynslóð er gengur í fyrsia sinn á vit hans. Sú kynslóð hef- ur með þessari bók fengið kær- komið tækifæri til að kynnast einhverjum áhrifamesta menn- ingarfrömuði þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar, manni sem barðizt fyrir íslenzkum há- skóla, alþýðutryggingum, al- mennri skólaskyldu, þróun ís- lenzkrar leiklistar. Eru störf hans í þágu þessara mála ómetanleg. Nokkur formgalli er á bók- inni, að vanta skuli nafnaskrá, en annars er hún smekklega og vel úr garði gerð af hálfu Almenna bókafélagsins. Gautaborg, 18. des. 1966 Njörður P. Njarðvík. samþyikktar atf rafmagns- eftirlitinu. Raíiðjan Sími 19294. A horni Garða- strætis og Vesturgötu. VERZLAMIRIMAR I DOMIJS MEDICA ) m á íslenzkum markaði Nýkomið í miklu úrvali: Weleda blóma- og jurtasnyrti- vörur fyrir konuna, fyrir barnið. BE - PO barnarólan og BAÐBORÐIN eftirspurðu. MÆÐR ABÚÐIN Sími 12505. Blómaverzlunin Eden hf. Sími 23390. Kertaskreytingar, Hyasinthu- skreytingar, skreyttar grenigreinar, krossar og kransar. — Pantið tíman- lega, við sendum um allan bæ. — Einnig úrval af allskonar gjafa- vörum að ógleymdum stóru strá- unum á lága verðinu. EGILSGOTIJ 3 BERKEMANN töfflurnar eru góð jólagjöf. Þýzku kvenskórnir frá Hassía og karl- mannaskórnir frá Manz eru örugg gæðavara. Þessar tegundir fást í: Skóverzlun STEINARS WAAGE Sími 18519. Rafbúð raftækja- og sjónvarpsverzlun. Seljum eingöngu vörur frá viður- : kenndum firmum. : Látið fagmenn aðstoða yður við valið.: Rafhúð Sími 18022. WL' m TIL JÓLANNA: Vinsælu ávaxta Grawenstein vínin eru komin, einnig eplamost og fleiri ávaxtasafar. Nýjar konfektrúsínur, nýjar hnetur, nýjir ávextir, nýtt grænmeti, kerti og spU. Sími 12614. Strætisvagnaleið nr. 1 stanzar við húsið. Aðeins 5 mínútna gangur frá Miklatorgi, þar sem margar leiðir mætast. Ef tíminn er naumur, þá forðizt þrengslin í Miðbænum. ÁVALLT NÆC BIFREIÐASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.