Morgunblaðið - 13.01.1967, Side 1

Morgunblaðið - 13.01.1967, Side 1
54. árg. — 10. tbl. FÖSTUDAGUR 13. JANUAR 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þessi börn sitja á akri kínversks samyrkjubús í grennd við Canton. Verið er að fræða þau um ýmis atriði varðandi hemað. Um 11.000 böm og unglingar á aldrinum 10-19 ára ganga í þennan herskóla. Myndina tók japanskur ljósmyndari í nóv. sl. (AP-símamynd.) S-Vietnam, Þorp jofnuð við jorðu i JárnþríhyrningnunV An Dien, 12. janúar, NTB. ÁFOBMAÐ er að brenna og jafna við jörðu öll þorp á 155 ferkílómetra svæði norðvestan Saigon, á „jámþríhyrningnum“ svokallaða, sem skæruliðar Ciet Cong eru sagðir hafa ráðið lögum og lofum í tvo tugi ára eða því sem næst. Var dreift flugmiðum um helgina að vara íbúana við, er síðan hafa þeir verið fluttir brott smám saman í flóttamannabúðir til bráðabirgða en bandarískir hermenn ag tæknisérfræðingar, vel búnir vopnum og með ýmis þungavinnutæki meðferðis, leggja til atlögu við þorp þeirra. Litlum vandkvæðum er bund- ið að brenna þorpin því flest eru húsin gerð úr trjávið og stráum, en neðanjarðar eru loftvarnar- byrgi, forðageymslur og ranghal- ar í ýmsar áttir og á að eyði leggja allt það. íbúar þorpanna, sem eru að meirihluta konur er eiga menn sína í her S-Vietnam, tóku tíð- indunum af stillingu en mörg. r var sárt um að yfirgefa heim- kynni sín og vita lítt sem ekki hvað við tæki. „Mér er ekki meir en svo um að fara héðan með bömin án þess að hafa hugmynd um hvort þar er mat að hafa handa öllum“ sagði kona ein í þorpinu An Dien er hún horfði á hermennina leggja eld í Framhald á bls. 27. Mao Tse-tung enn traustur í sessi Engir fjöldafundir i Peking i gær - Fyrrv. borgarstjóri i Peking myrtur - ,Menningarbyltingarnefnd hersins' komið á Peking, Sbanghai, Hong Kong 12. jan. Ap. — NTB. ískaldir vindar frá Góbí- cyðimörkinni næddu um göt- ur Peking í dag og komu í veg fyrir fjöldafundi rauðu varðliðanna á strætunum. Er þetta í fyrsta sinn, sem ekki hefur verið efnt til hópfunda í Peking í ár. Áreiðanlegar heimildir herma, að Mao Tse tung sé kominn til Peking, en hann hefur að undanförnu haldið sig í heitara loftslagi í Shanghai og grennd ásamt eftirmanni sínum Lin Piao. Á götum Peking var þrátt fyrir kuldann haldin sýning Talið að Boston- morðinginn sé fundinn Carwbridge, Mass., 12. jan. — AP — M J Ö G sterkar líkur benda til, að Bostonmorðinginn al- ræmdi, er myrti 13 konur á tímabilinu júní 1962 til janú- ar 1964, sé fundinn. Maður- inn, sem heitir Albert Des- alvo, var handtekinn eftir fjórar líkamsárásir á konur aeint á árinu 1964. Engin þessara kvenna lézt af völd- um árásanna, en Desalvo ját- aði þegar við handtöku, að hafa kyrkt hinar 13 um- ræddu konur, eftir að hafa framið á þeim kynferðis- glæpi. Játning Desalivos hefur ekki vierið tekin giild fnam tiíl þessa, þar eð geðiheils/u hans er mjög ábótavant. Hins vegar er sann- að, að morðin Ihófust þegar eftir að Desalvo hafði verfð látinn laius úr fangélsi 1962 fyrir kyn- ferðisaflbrot, og kona hans neit- aði að taika hann aftur inn á heimili tþeirra. Lee Bailey, verj- andi Desalvos, Ihefuir látið Sivo ummælt, að Desalvo hafi verið óábyrgur gerða sinna, er hann framdi morðin. Hyggst hann fá tvo geðlækna í lið með sér til að sanna að S’vo sé. Fram kom við réttadhöldin, að Desalvo haifði verið misþyrmt hrottaiega í æsku, og hann hafi lært áð Ibrjótast inn þegar er hann var 6 ára gamalil. í skóla var Desalvo hins vegar fyrir- myndairlbarn og sikýrslur gefa til kynna að hegðan hans hafi í engiu verið átoótavant meðan hann .gegndi herjþjóniustu. Dómur í máli Desa'tvos feliur innan flárra vikna. á „spillingaröflunum", sem svo eru kölluð, og þau höfð að spotti og athlægi. „Spill- ingaröfl“ þessi eru menn sem ásakaðir eru um stuðning við kapítalismann. Var þeim ekið um í vörubílum prýddum stórum spjöldum, þar sem nöfn mannanna og verknaðir þeirra voru kunngerðir. tJtvarpið í Peking sagði, að allt að 500.000 stuðningsmenn Maós formanns hafi efnt til hóp- göngu og fjöldafundar og þar æpt vígorð gegn andstæðingum Maós. í síðustu viku kom til átaka milli fylgismanna Maós og andstæðinga hans á götum Shangihai, eins og kunnugt er af fréttum. bá bárust í dag þær fregnir frá Hong Kong, að fyrrv. borg- arstjóri í Peking Peng Chen hafi verið myrtur sl. mánudag. Dag- blaðið „Morgunpósturinn“ í S- Kína hafði það eftir borgara, að nafni Wong, sem búsettur er í Hong Kong, að hann hafi á 10 daga ferðalagi í Canton séð get- ið um morðið í dreifibréfum þar. Framhald á bls. 27. Þoð er ekki samo hvernig að er farið Bergen, 11. janúar. NTB. LÓGREGLAN í Bergen leitar nú ungs og efnilegs ráns- manns, sem í dag rændi unga stúlku fé því er hún hafði á sér, skilaði henni buddunni, hneigði sig kurteislega og hvarf á brott við svo búið. Atburður þessi átti sér stað á gatnamótum skammt frá banka einum, en þar var stúlkan að fara að leggja mn peninga fyrir föður sinn. Ekki var það ýkjamikið fé, eða tæpar þúsund krónur ís- lenzkar, enda stúlkan ekki nema sjö ára og ránsmaðurinn reyndar að hennar sögn á svipuðum aldri. 18 farast í hríð- arveðri í Mexikó Mexííkó, 12. jan. AP. ÁTJÁN manns hafa farizt i hríðarveðrinu, sem gengið hefur yfir Mexíkó undan- farna daga. 3000 manns i út- hverfum Mexíkó hafa orðið heimilislausir. l»á hefur 4000 manns verið bjargað frá tepptum fjallasvæðum. — Flokkar lækna og björgunar- manna hafa fært hinum heimilislausu fatnað og mat- væli og reist yfir þá bráða- birgðaskýli. Hriðörveður (þefcta er hið mesta, sem gengið hefur yfir Mexiikó í 26 ár. í diag spóði veð- urstofan þar toatnandi og hilýn- andi veðri. Skotárás á lögreglumenn Helsingborg, 12. jan. NTB. FIMMTÁN ára unglingur í Helsingjaborg skaut í dag með vélbyssu á tvo lögreglu- menn á skotæfingarsvæði þar í borg. Skothæfni piltsins var hins vegar léleg og bvorug- ur lögreglumannanna særðist, né heldur vörður æfingar- svæðisins, sem var í för með þeim. Lögreglumennirnir voru vopnaðir, en svöruðu samt sem áður ekki skotárásinni. beir köstuðu sér níður og reyndu að kalla aðvörunarorð til drengsins. Tókst þeim að handsama hann, er hann hafði skotið 10 skotum af vélbyss- unni Var hann færður í varð hald og verður ákærður fyrir morðtilraun. Drengurinn hefur játað við yfirheynslur, að hafa brotizt inn í vopnageymslu æfingar- svæðisins daginn áður og tek ið þar vélbyssuna og önnur vopn. Lögreglunni var til- kynnt um þjófnaðinn og fóru tveir lögreglumenn á vettvang ásamt verði æfingarsvæðins- ins. Var pilturinn þar fyrir og er hann sá til þeirra hóf hann þegar skotárásina. Piltur þessi hefur sagt, að hann hefði skotið á lögreglu- mennina til að hræða þá á brott. Fullvíst er talið, að þeir hefðu orðið fyrir skotum hefðu þeir ekki kastað sér niður þegar í stað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.