Morgunblaðið - 13.01.1967, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 13. JANÚAR 1967.
BILALEICAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
IMAGNUSAR
skiphoiti21 símar21190
eftir lokun simi 40381
síw 1-44-44
\mum
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31100.
LITLA
bíluleígon
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið i leigugjaldi.
Sími 14970
BILJVLEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
SPMM TÍMA
FYRIRHOFN
f --=*OUJUr/BJkM
/A£/L/V7/3P
RAUOARÁRSTlG 31 SfMI 22022
ÖKUKENNSIA
HÆFNISVOTTORÐ
ÚTVEGA ÖLL GÖGN
VARÐANDI BÍLPRÓF
ÁVALT NÝJAR
VOLKSWAGEN
BIFREIÐAR
35481
RAGN A R TÓMASSON
HÉRAÐSDÓMSLOGMAÐUR
Austurstræti 17 - (Silli «t Valdi)
S(MI 2-46-45
Málflutningur Fasteignasala
ALMENN LÖGFRÆÐISTÖRF
Húseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
Á' Góða veizlu
gera skal
Lesertdur skrifa:
„Kæri Velvakandi.
Er við undirritaðir ásamt
dömum vorum, mættum til
dansleiks skömmu eftir mið-
nætti við veitingahúsið Ládó að
faranótt nýársdags 1967, héld-
um við að húsinu yrði lokað
um 0.30 þá nótt. Sú var vist
ætlun húsráðenda en samt sem
áður var utan dyra um þetta
leyti (0.15) múgur og marg-
menni og tróðst mikið. Aðrir
betur siðaðir stilltu sér upp í
röð þar á meðal vér. Stóð nú
í stimpingum og troðning þar
til laust fyrir klukkan eitt en
þá mætti lögreglan. Stóðu nú
verðir laganna eins og glópar
og vissu ekkert hvað gera
skyldL Laks fór einn þeirra inn
eftir mikið erfiði til skrafs við
dyraverði. Kom sá hinn sami
út að vörmu spori og tilkynnti
með vart heyrandi röddu að
nú þegar væri of margt í hús-
inu og ekki yrði fleira fólki
hleypt inn. Þá var klukkan
eitt. Hann sagði jafnframt, að
miðar yrðu endurgreiddir dag-
inn eftir eða hinn næsta.
Þetta eyðilagði dansinn fyrir
mjög mörgum sem hurfu á
braut og einnig fyrir hreysti
menni sem húktu fyrir utan til
kl. 2 en komust þá inn vegna
„góðmennsku" dyravarðar.
Dansleiknum lauk klukkan 3
og höfðu þeir þá aðeins 1
klukkustund til skemmtunar
fyrir 300 kr.
Eftir þetta vikum við okk-
ur að þessum lögregluþjónum
og spurðum þá hve marga hús-
ið tækL svarið var stutt og
laggott: „Um 480“. Þeir okkar
sem komust inn, heyrðu hins-
vegar á samræðum dyravarða,
að húsið tæki um 460. Einn
okkar hafði miða nr. 500. En
þó að allir kæmust ekki að
sem vildu, var þó innifyrir
eins og í vel fullri síldar-
tunnu.
Ekki voru nógu margir hank
ar fyrir allar yfirhafnir og var
því fleygt upp á hillur fyrir
ofan þá án þess að númer
væru gefin og ekki bætti það
úr að frá vatns- eða skólplögn
á hæðinni fyrir ofan lak vökvi
ofan á yfirhafnirnar.
Um skemmtiatriði er það að
segja, að happdrætti var aug-
lýst í Morgunblaðinu 28.12 ‘66.
Þetta happdrætti fór aldrei
fram og er það staðfest af þeim
sem voru frá upphafi til enda.
Um endurgreiðslu miða er
þetta að segja: Við íórum til
veitingastaðarins og fengum
tvo ónotaða miða endurgreidda
umyrðalaust. Að þvi loknu
spurðum við mjög kurieislega
hve mikinn fjölda gesta húsið
tækL Manngarmurinn brást
reiður við og sv-araði á þessa
leið: „Þú hefur fengið þína
miða endurgreidda og hefur
þú ekkert hér meira að gera.“
Við spurðum manninn aftur
kurteislega og rólega. Þá öskr-
aði karl fjúkandi vondur:
„Spyrjið lögreglurva." Við svör
uðum að við hefðum gert það
og að fjöldi gesta væri 480, en
samt hefðum við miða nr. 500.
Við það þraut þolinmæði
mannsins og ýtti hann okkur
til dyra en þaut sjálfur upp á
loft
— Regnstjörnurnar.
Á" Snertið ekki hús
Thor Jensens
Lesandi skrifar:
Það er ástæða til þess að
bauna á ósmekkinn yfir eða
öllu heldur ofstjórn skipulags
og byggingarmála höfuðborgar
íslands h.f. Allt tiltækt verður
að nota til þess að forða land-
inu frá þeim ósóma að ryðja
burt fallegu og einkar hug-
þekku minnismerki um einn af
velgjörðarmönnum islenzku
þjóðarinnar Thor Jensen.
Dönsk ofstjórn og íslenzk
rányrkja höfðu gert ísland að
einu allsherjar FL.AGI þegar
fátækur og umkomulaus dansk
ur drengur kom hingað á ísa og
landflótta árL Þessi drengur
byggði margar skýjaborgir og
kom mörgum þeirra í fram-
kvæmd og jafnframt varð
hann fyrirmynd annarra í
þeim efnum.
Ekki hefur hann frekar en
aðrir framámenn sloppið við
öfund hinna lítilsigldu, þegar
hann reisti hið gullfallega hús
sitt við tjömina, sem tákn um
framfarahug sinn og trú á ís-
landi.
Þetta hús setti myndarbrag á
kotbæinn Reykjavík og setur
enn svip á höfuðborg íslands
og hefur jafnvel verið getið
allt austur í Kína og þar sýnt
sem tákn um reisn og smekta
fslendinga og það hjá þjóð,
sem hefur lengsta og að mörgu
leyti glæsilegasta sögu að bciki
og vonandi á mikla framtíð
fyrir sér, þótt eitthvað syrti I
álinn í bili.
Ósmekkvísi nýríkra valda-
manna er alþekkt úr sögunni
og felst meðal annars í því að
hrifsa til sín eða eyðileggja
allt sem einhversvirði er og
hrófla upp einhverju bákni 1
staðinn til minningar um sína
tröllauknu heimsku.
Fyrir tveim áratugum voru
margar menningarborgir álf-
unnar ein rjúkandi rúst, en eitt
af þvi fyrsta, sem gert var I
viðreisnarátt var að endurreisa
fornar byggingar með miklum
kostnaði þegar þörfin fyrir
íbúðar- og verksmiðjuhúsnæði
var yfirþyrmandL Endurreisn
þessara fornu verðmæta hefur
eflaust eflt kjark og lífsvilja
milljónanna, sem lifðu hörm-
ungar heimsstyrjaldarinnar og
hefur það haft ómetanlegt
GILDL
Við eigum fáar minningar
um bjartsýna framfaramenn
eins og THOR JEINSEN og við
megum ekki láta dægurflugur
byggja sér glerskápa á þeim
stöðum, þar sem ómetanlegar
söguminjar prýða nútíð og
framtíð.
— S.Ó.
'Ár Kína — Fréttir
Menn hafa komið að máli
við Velvakanda og beðið hann
að koma því á framfæri við
Útvarpið, að Stefán Jónsson
verði látinn lesa fréttirnar frá
Kína.
Símaskráin 1967
Símnotendur í Reykjavík, Kópavogi og
Hafnarfirði, munið að frestur til að senda
inn breytingar rennur út laugardaginn
14. janúar 1967.
Verzlunarpláss óskast
Ilöfiim verið beðnir að útvega lítið verzlunarpláss
fyrir sérverzlun.
Málflutnings og fasteignastofa,
Agnar Gústafsson hrl. og Björn Pétursson,
Austurstræti 14, Símar 22870 — 21750.
Bæjarsíminn í Reykjavík.
Hestamannafélagið Fákur
verður í félagsheimilinu laugardaginn
14. janúar kl. 8,30.
Spiluð verður félagsvist.
Dansað á eftir.
Ath. að árshátíð félagsins v^rður
4. febrúar að Hótel Borg
Regnföt
allar stærðir fyrirliggjandi af
ungbarnaregnfötum.
★
Rauðar telpna regnkápur með flauels
áferð nýkomnar.
★
Herra regnúlpur og regnföt.
Miklatorgi, Lækjargötu 4.
mWlkVÖLD