Morgunblaðið - 13.01.1967, Side 8

Morgunblaðið - 13.01.1967, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1967. Báðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Lagfæringar á ráð- herrabústaðnum tBíNXÐ er nú að endurbótum og lagfæringum á ráðherra- búataðnum við Tjarnargötu. Sett tr verða nýir gluggar með tvö- Badu gleri í húsið, og ennfrem ur verður skipt um járn á hluta þess. Þá á einnig að fara fram næ&lningarvinna innanhúss. Ráðherrabústaðurinn komst f eigu ríkisins í tíð Hannesar Hafsteins, eða 1904 og var þá fceypt af Sólbakkaverksmiðj- unni á Önundarfirði og flutt þaðan. Var húsið reyndar gefið Landssjóði, en til þess að eigna skiptin gætu formlega talizt sala greiddi Landssjóður fyrir það 1 kr. Húsið er timburhús, en stend ur á steyptum grunni. Niðri eru setustofa, borðsalur og eldhús, en á efri hæðinni er íbúð Dýr- finnu Oddsteinsdóttur, húsvarð- ar, þrjár stofur og eitt svefn- herbergi, > Nauðungaruppboð sem augl. var í 46., 47. og 48. tbL Lögbirtinga- blaðsins á v/s Stjaman R.E. 3, þingl. eign Sjö- stjörnunnar h.f. Reykjavík, fer fram eftir kröfu Stofnlánadeildar sjávarútvegsins miðvikudaginn 18. janúar 1967 kl. 3.30 síðdegis, við skipið þar sem það liggur í Reykjavíkurhöfn. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Afar ódýr frímerki Wf frá Austurríki Tvö þúsund og átta hundruð falleg, mismunandi safnfrímerki og sérfrímerki, raunverulegt verð- mmti um 320 mörk en í auglýsingaskyni aðeins 300,00 íslenzkar krónur, gegn póstkröfu, svo lengi, sem birgðir endast. — Póstkort nægir. MARKENZENTRAIÆ, Dempschergasse 20, 1180 Wien. Á ekkert skylt við menn- ingu, byltingu né alþýðu Ummæli aðalfulltrúa Sovétríkjanna hjá SÞ um „menningarbyltinguna“ í Kína New York, 10. jan. (William N. Oatis — AP) NIKOLAI T. Fedorenko, aðal- fulltrúi Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kom á þriðjudagskvöld fram í sjónvarpsþætti Marv Griff- ins í New York, og var þætt- inum endurvarpað um öll Bandaríkin. Ræddi Fedorenko þar í rúma hálfa klukkustund við Griffin og aðra gesti, aðal- lega um ástandið í Kína. Sagði hann að hin svonefnda ,4nenningarbylting“ í Kína ætti ekkert skylt við menn- ingu, ekkert við sanna bylt- ingu, og ekkert við alþýðuna. Þar gætti hvorki Marxisma, Leninisma né kommúnisma. Aðalfulltrúinn sagði, að Sovétríkin væru fylgjandi því að Kína fengi sæti hjá Sameinuðu þjóðunum, og styddu .Jandið og þjóðina“, en gætu ekki lýst stuðningi við stefnu leiðtoganna í Pek- ing. Þótt hann væri sérfræðing- trr í kínverskum bókmennt- um og hefði verið búsettur í Kína í 12 ár, kvaðst Fedor- enko 1 rauninni ekki vita hvað þar væri að gerast. Sagði hann að ástandið þar væri „mjög alvarlegt og mjög flókið". Eins og til er ætlazt í sjón- varpsþætti Griffins, ræddi Fedorenko þrjáir bækur, sem hann hefur ritað (á rússn- esku) um Kína og Japan, sýndi myndir af eiginkonu sinni, þremur dætrum og tengdasyni, og spaugaðist við stjórnandann. Einnig næddi hann við aðra gesti þáttarins, færði hljómsveitarstjóranum, Bob Croáby, Havana-vindil, þakkaði brezku leikkonunni Lynn Redgrave vinsamleg ummæli um Sovétríkin, og bauð Griffin að koma þangað í heimsókn. í viðræðum sínum við Griffin viðhafði Fedorenko orðaleik. Sagði hann að konu sinni lík&ði vel við Ohannel 5 (rás 5, sem sendir m.a. sjóp,- varpsþátt Griffins frá New York), og einnig líkaði henni við Chanel No 5 frá París (þ.e. ilmvatnið). Kvartaði Fedorenko yfir þvi að sífelld útfærsla Bandarikjamanna á „hinni hörmulegu styrjöld í Vietnam“ hefði mjög skaðleg áhrif á sambúð Sovétríkjanna og Bandarikjanna, og kvað það einlæga ósk Rússa að endir verði bundinn á styrjötdina, svo sambúðin fái að þróast á sem beztan hátt. Aðspurður hvernig unnt væri að koma á samningavið- ræðum í Vietnam, sagði Fed- orenko að frumskilyrðið væri að Bandarikjamenn hættu loftárásum á Norður- Vietnam. Það, sagði hann, gæti skapað aðstæður til við- ræðna. Fulltrúinn sagði að sendi- fulltrúar Bandaríkjanna hjá SÞ væru „hvað eftir annað að gefa yfirlýsingar um friðar- vilja, en raunin væri sú að stríðið héldi áfram — orð og athafnir stönguðust þannig á“. Að sjónvarpsþættinum iokn um sagði hann við frétta- menn að yfirvöld í Washing- ton yrðu að ræða friðsar- samninga við „þjóðfrelsis- fylkingu“ Viet Cong skæru- iiða, sem væri eini rétti full- trúi stríðsaðilanna í Vietnam. Þótt Griffin segðist álíta styrjöldina í Vietnam nauð- synlega, sagði hann Fedo- renko að um öll Bandarikin væri þess óskað að henni yrði lokið, og tóku áhorfend- ur, aðallega unglingar, undir þau orð hans með lófatakL Einnig var mikið klappað fyr ir Fedorenko sjálfum, þegar hann gekk inn á sviðið, hár maður vexti með mikið hár. Sagði hann að það væri gam- all siður í heimalandi sínu að ganga með sítt h'ár, en nú væri sá siður alþjóðlegur. í STUTTU MÁTI Belgrad — NTB JÚGÓSLAVNESKI rithöfundur- inn Milooan Djilas, var látinn laus úr fangelsi á gamlársdags- kvöld skv. sérstakri náðun frá Tító, forseta Júgóslavíu. Tveir aðrir menn, þeir Daniel Ivin og málarinn Leonid Seika, sem set ið hafa í fangelsi fyrir að hafa Nauðungaruppboð sem augl. var í 57., 59. og 61. tbL Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hL í húseigninni nr. 12 við Hjálm- holt hér í borg, þingí. eign Emils Hjartarsonar, fer fram eftir kröfu Ágústar Fjeldsted hrl., Boga Ingi- marssonar hdl„ Jóns Arasonar hdl., og Brands Brynjólfssonar hdl., á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 18. janúar 1967 kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. gagnrýnt stjórnina voru einnig látnir lausir. Þeir voru báðir nánir samstarfsmenn rithöfund- árins Mihajlo Mihajlom, sem dæmdur var í eins árs fangeisi á síðasta árL Wadhington — NTB TILKYNNT var í Washington I dag, að Boeing flugvélaverk- smiðjurnar og General Electric hefðu fengið samninginn um smíði fyrstu hljóðfráu farþega- þotunnar í Bandaríkjunum. Er tilkynningin var gefin út, höfðu samningsviðræður staðið í 30 mánuðL Helzti keppinautur Boeing voru Lockheed-flugvéla- ver ksmið j urnar. TOYOTA1967 TOYOTA LANDCRUISER — Traustasti og kraft- mesti Jeppinn á markaðinum. Með stálhúsi og rúmgóðum sætum fyrir 6. VERÐ AÐEINS KR. 192 þúsund. Innif. í verði m.a.: Tvöfaldar hurðir — Klæddur toppur — Aflmikil miðstöð — Riðstraumsrafall (Alternator) •— Toyota Ryðvörn — Vökvatengsli — Stýrishögg- deyfar — Stór verkfærataska — Dráttarkrókur — Sólskermar — Vindlakveikjari — Inniljós — Rúðu- sprauta. TOYOTA UMBOÐIÐ Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA O

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.