Morgunblaðið - 13.01.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 13.01.1967, Síða 12
r 12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR I&67. VIÐAMIKIL OG MARGHÁTTUÐ LÖGGJÖF VIÐREISNARSTJORNAR f Eflir Jóhann Hafstein, dóntsmáiaráðherra Iðnsýningin 1966 vakti mikla athygli og sýndi vaxtarmátt og eflingu íslenzks iðnaðar. ' En hvað liggur þá annað eft- ir þessa ríkisstjórn? Liggur eitt Ihvað eftir hana í löggjöf og framkvæmdum í landinu? Hér Iþarf ég að fara fljótt yfir sögu, því að annars mundi ræðu min verða alltof löng. >ess vegna verður mál mitt nú meira og minna registur yfir ýmis konar mikiLvæga löggjöf, sem sett hefur verið á undanförnum tveim kjörtímabilum, en ég staðhæfi, að sé mikið mik- illvægari og blómlegri löggjöf en á nokkru öðru támabili jafn löngu. í>að var að vísu mikill fram för í löggjöf íslendinga rétt eft ir að þeir fengu heimastjórmna og sézt það af sögulegum heim- jldum, en ég held að á engu öðru tómabili verði jafnað til ja fn umfangsmikillar löggjöfar, eins og á því tímabili, sem lið- ið er, síðan viðreisnarstjórnin itók við völdum 1959. Lög um efnahagsmál og skipan innflutnings og gjaldeyrismála Ég nefni þar fyrst hina um- ifangsmiklu almennu löggjöf um efnahagsmál frá 20. febr. 1960 og lög nr. 30 frá 25. maí sama ár um skipan inn- flutnings og gjaldeyr- iismála. f>ar segir í upphafi: plnnflutningur á vörum til landsiriis skal vera .frijiáls, nema annað sé ákveðið í sérstökum lögum e’ða í reglugerð“ — Inn- .ílutningurinn var gefinn frjáls, að mestu strax og í dag er frjáls innflutningur í velflestu. V:ð höfum eignast gjaldeyrissjóð- •vo við eigum nú nærri 2 mill- |arða eða um 2000 milljónir kr. Við höfum endurheimit á grund velli þessarar löggjafar og þeirrar stefnu, sem samkvæmt benni hefur verið fylgt, láns- traust erlendis, þannig að við höfum opnað á ný Lokaðar dyr lijá erlendum iánastofnunum með stórlánum til framkvæmda 1 þjóðfélagi okkar — til raf- væðingar í landinu og annara Éramkvæmda. Bankalöggjöfin endurskoðuð Ríkisstjórnin endurskoðaði alla bankalöggjöfina árið 19160. Samræmdi þá löggjöf og setti í heilsteyptara form. Sfðan var sett ný bankalöggjöf, 1960 um Verzlunaribanka íslands og 1962 um Samvinnubanka íslands. Lausaskuldum breytt Ég skal svo nefna nokkur lög um lánsfíármál og fjárfesting- arsjóði. Sett voru lög um að breyta lausaskuldum a'ílri þriggja höfuðatvinnuveganna í föst og hagkvæm lán. En aillir aðalatvinnuvegirnir, sjávarút- vegur, landlbúnaður og iðnaður, stóðu þannig, að hundruðir milljóna króna voru í lauisum og óumsömduim skuldum, sem hvíldi eins og 'mara á atvinnu- vegunum. f samíbandi við Lána- breytingarnar fóru fram sam- Þriðja grein ræmd reikningsskil hjlá atvinnu fyrirtækjum, sem höfðu geysi- lega þýðingu og mikiu meiri þýðingu, en menn hafa gert sér grein fyrir, aðrir en þeir, sem í þessum málum hafa stað- ið í peningastofnunum þjóðar- innar og fyriris'varsmenn at- vinnuveganna sjálfra. Stofnlánasjóðir efldir I>að bafa veri’ð sett lög ufn stofnlánasjóði atóra aðalatvinnu veganna. Um Stofnlánadeild landþúnaðarins voru sett ný lög 1962, en stofnlánasjóðir landlbúnaðarins, Byggingaisjóð- ur og lCæktunarsjóður voru þá í greiðsluþrotum. Ég get ekki haft um það fleiri orð nú, an þeir höfðu tekið lán undir stjórn og forsjlá Framsóknar- manna, erlend lán, með svo og svo háum vöxtum. Lánað þau út með miklu lægri vöxtum, svo þegar gengið er skráð rétt þurfti að borga þetta í erlendu fé og sjó’ðirnir voru gjaldþrota. Öllu var þessu kippt í liðjnn, og Stofnlánadeild landlbúnaðar- ins er núna sterk og stælt stofn lánadeild og mun' verða bænd- um ómetanleg á komandi ár- um. í>á var onpuð á ný Stofn- lánadeild sjávarútvegsins. Það voru sett lög 1963 um Iðnlána- sjóð. Sú löggjöf markar tóma- mót í sögu Iðnlánasjóðs. Á tímum vinstri stjórnarinnar hafði Iðnlánasijóður haft til ráð stöfunar h.u.b. 2 milljónir króna að meðaltali á ári til út- lána. En útlán sjóðsins árið 1966, nema alls 76,5 milljónum króna. Af þessu mega menn marka, hversu hér hefur gj'örsamlega skipt um. Þessi sjóður er að verða mjög öflugur og ennþá öflugri vegna síðari ráðistafana, sem gerðar hafa verið. Hagræðingarlán Á síðasta þingi var aftur breytt löggjöfinni um Iðnlána- sjóð og fólust í þeirri breyt- ingu löggjafarinar ákvæði um, að heimilt væri að stofna hag- ræðingarlánadeild við Iðnlána- sjóðinn, og úr þessari hagræð- ingarlánadeild mætti lána tU iðnreksturs með hagkvæmari kjörum, en hin almennu lán Iðnlánasjóðs, lengrj lán, lægri vextir og önnur atriði í sam- bandi við lánin, til þess að gera iðnaðinum betur kleift að standast erlenda samkeppni og breytt viðhorf á tímum nýrr- ar tækni, nýrra verzlunarað- ferða, fríverzlunar og tolla- breytinga. Reglugerð um hagræðingar- lánadeild Iðnlánasjiðs var gef- in út 7. júlí í sumar og í sept- emlbermánuði tók ríkisstjórnin ákvörðun um að heimila Iðn- ilánasjóði áð hefja lánsútvegun til hagræðingalánádeildarinnar, til þess að lánveitingar frá sjóðnum gætu sem fyrs-t hafizt. Þetta mál var síðan undirbúið af iðnaðarmálaráðherra og fjármlálaráðherra og Jóhannesi Nordál, bankastjóra Seðlabank ans og í samvinnu við banka- stjóra Iðnaðarbankans, sem komu fram f.h. Iðnlánasjóðs. Það hefur síðan verið rá’ðgert, að Iðnlánasjóður myndi á næst unni bjóða út fyrst í stað 25 millj. króna almennt skuida- bréfalán. En getur þá Iðnllána- sjóður selt slík skulda- bréf, þannig að hann fái fé til þess að lána til hagræðingar- lána? Líánin þurfa að vera girni leg fyriir almenning og það er meiningin að svo verði. En eitt þótti okkur nauðsynlegt, að þau væru skattfrjáls, eins og spariféið. Til þess þurfti lagá- heimild. og hafa nú verið gerð ar nauðsynlegar ráðstafanir til að svo verði. Jafnframt er hin almenna lánsheimild Iðnlánasjóðs, sem var hækkúð úr 100 millj. í fyrra í 150 millj. nú hækkuð í 300 millj. kr. Allt hefir þetta orðið iðnaði í landinu til mikils styrktar, en að sjálfsögðu veltur þar sem annars staðar mest á áræði, framtaki og framsýni iðnaðar- manna og iðnrekenda sjálfra. Hin glæsilega iðnsýning 1966 vitnaði ótvírætt um vaxtar- mátt iðnaðarins og dugnað þeirra, sem að þeirri atvinnu- grein standa. Sýningin ávann íslenzkum iðnaði aukið traust almennings og var þeim, sem að stóðu, til sóma. Það hafa verið sett ný lög á slíðasta þingi um Fiskveiðasjóð íslands, þar sem sameinuð er Stofnlánadeildin og Fiskveiða- sjóður, það eru með öðrum. orðum samræmdir fjárfésting- arsjóðir útvegsins, Stofnlána- deildin, sem var í Seðlabank- anum og Fiskveiðasjóður, sem var í Útvegsbankanum, undir sameiginlegri stjórn þessara þriggja aðila, Útvegsbanka, Landsbanka og Seðlabanka. Framkvæmdasjóð, Efna- hagsstofnun og Hagráð Það voru sett lög um Fram- kvæmdasjóð íslands, Efnahags- stofnun og Hagráð á síðasta 'þángi. Lögin um Framkvœmda- sjóð íslands, fela í sér, að Framkvaemdabankinn verði lagður niður um áramótin, en við taki Framkvæmdasjóður íslands. Hann fái að því leyti breytt hlutverk frá því sem Framkvæmdabankinn hafði, að hann skipti ekki beint við einstök fyrirtæki og einstakl- inga, heldur við sjálfa fjár- festingasjóðina. Hagráð er nýr vettvangur, sem stofnaður er me’ð þessum lögum, þar sem gert er ráð fyr- ir að saman komi fulltrúar frá atvinnurekstrinum, Launþegum, atvinnurekendum, ríkisstjórn- inni, AJiþingi og opinberum að- iLum. Vettvangur, sem fær igreinargerðir frá Efnahags- stofnuninni um efnalhagsástand ið í þjóðfélaginu, að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári, og þar sem þessir aðilar frá þess- um veigamiklu þáttum í þjúð- félaginu og frá öllum pólitísk- um flokkum getia komið saman og rætt málin í þeim tilgangi, að komast úr þeirri endalausu sjálfheldu, sem við erum í, að þurfa sífellt að vera að deila um hvort eitthvað sé svart eða hvítt í efnahagsmálum. Meim fái raunhæfar og réttar skýrsl- ur, geti rökrætt þær á lokuðum vettvangi og hafi þess vegna a’ðstöðu til þéss að hafa yíir- sýn, enda þó að menn séu úr s'tjórnarandis'töða, um efnahags- málin. Umræður og rökræóur verða þá kannski svoiítið skap- legri um miálin og ef til vlLl einnig tó'klegra, að menn kom- ist að skynsamlegum niður- stöðum. Þetta er tilraun. Við vitum ekki hvort hún tekst. En það er ásæða til þess að ætla, að hún geti borið nokk- urn árangur, og við skulum vona að svo verði. Lög um Atviíinujöfnun- arsjóð Þa’ð voru sett á síðasta þingi iög um Atvinnujöfnunarsjóð. Þessi sjóður er mjög merkileg- ur. Hann er stofnaður með eitt hvað um 350 millj. króna stofn- fié og er það mikið á mæli- kvarða okkar íslendinga. En auk þesss er honum séð fyrir Frá virkjunarstaS vW BúrfelL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.