Morgunblaðið - 13.01.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 13. JANÚAR 1967. Lydia *vo? í>ú veizt allt, er það ekki? Um bílinn og skólann og háis- menið? — Jú, kannski mest af því öllu en þó ekki alveg allf. — Jæja, þegar bíllinn fór í tjörnina, þá var það rétt eins og það síðasta væri að deyja. Og svo þegar ég gekk í burtu og þurrkaði út sporin mín, fann ég reglulega til þess. Mér var nú alveg sama um bílinn, en samt var eins og ég hefði einhverja löngun til að hringa mig upp inni í honum. f>að var eins og að langa í móðurkviðinn aftur. Eða hvað finnst þér, Harvey? — Ég er nú ekki klókur á það, sagði ég. Ég veit ekki, hvað ég hef verið að hugsa, því að áður en ég vissi, stóð þarna mað ur, með spjald í hendi, þar sem á stóð: „Línurnar mínar tengja mig saman“. Hann var með sítt úfið skegg, sem náði niður á maga, og hann stóð þarna ber- fættur í skikkju úr grófu munka klæði. Galopin augun voru alveg hvít, eins og í blindum manni, en hann var ekki með neina be' li- skál með blýöntum eða skóreim um í. Hann var hávaxinn og fremur fríður. Lydia stanzaði og bað mig að gefa honum eitthvað. — Æ, gerðu það, Harvey. — Hann er enginn betlari. * Eftir E. V. Cunningham — Jú, ég betia........ ég bið .....sagði blindi maðurinn. — Um hvað? Um peninga? Ég hafði enn tíu dala seðiiinn í hendinni, sem ég gat ekki feng- ið víxlað á járnbrautarstöðinni. — Gefðu honum hann? bað Lydia. — Ekki peninga, sagði blindi maðurinn. Oá spurði Lydia, hvað þetta merki þýddi, þetta með línurn- ar. — Þær tengja mig honum og þér. — Og hvað biðurðu um? spurði Lydia. Hún var búin að taka seðilinn af mér. — Ég er með tíu dali hérna. Taktu þá. — Ég bið aðeins um að vera ekki einn. Eigðu peningana sjálf. Ég er ekki að biðja um peninga. — Ertu ekki einmana? spurði Lydia, með skjálfandi röddu og tárin runnu niður kinnarnar á henni. — Ekki alltaf.........nei...... ekki alltaf. Við gengum burt og ég þerr- aði Lydiu í framan. Mér er svo grátgjarnt stundum, sagði hún, skömmustuleg. — En þú mátt ekki halda, að ég sé það alltaf, því að það er ég ekki. Hefurðu séð hann áður? — Já, hundrað sinnum, svar- aði ég. — Ó! Berfættan að vetrar- lagi? — Oað er sjálfsagt. Ég get ekki sagt, að ég hafi tekið eftir þvi — Hefurðu ekki tekið eftir því? Oú hlýtur að hafa stein í hjarta stað, Harvey. Ég var áður að spyrja þig, hvort þú værir einmana. Veiztu, hvað ég átti við? Pabbi og mamma voru dá- in og ég átti kannski einhverja frændur og frænkur, en ég var einmana engu að síður, það var allt og sumt. 24 — Faðir minn framdi sjálfs- morð, sagði ég henni loksins. — Er það það, sem þú ert að lesa út úr mér? — Hvernig þú getur talað! — Jæja, hvernig heldurðu, að mér líði? Ég er með stein í hjarta stað! Já, ég verð að segja, að þú ert skáldleg í þér, en hversvegna horfistu ekki í augu við hlutina? Sarbine drap ekki hann föður þinn. Og heldur ekki minn. Hann vill bara kála okkur báðum, það er allt og sumt. Við vorum nú komin að gisti húsinu. Hún dró hönd sína úr minni, og sneri sér beint að mér. — Mikil skepna geturðu verið' æpti hún. — Já. Annað veifið elskarðu mig og hitt veifið er ég skepna. — Ég hef aldrei elskað þig ......ekkert einasta augnablik! — >að getur nú legið milli hluta. En aðalatriðið er, að áð- ur en við förum inn og setjumst niður og fáum OKkur einn lítinn, verðum við að hugsa fyrir þér í nótt. Ég á heimili, en hver veit nema Sarbine sé þar þeg ar fyrir, eða einhver af árum hans. Og einhversstaðar verð- urðu að sofa. Ég ætla að fá tvö herbergi hérna....... — Nei! — Ver.tu nú róleg. — Nei, það verð ég ekki. — Láttu eins og þú hafir eitt hvert vit, sagði ég ákafur. — Eg ætla ekkert að fara að leita á þig. Ég sagði tvö herbergi. Og ég sækist ekki einu sinni eftir að hafa þau hvort við hliðina á öðru, skilurðu? Hún starði á mig, skuggaleg á svipinn. — Hvert ætlar þú kannski að fara? Hún yppti öxlum en kinkaði síðan kolli. — Gott og vel. Fáðu þessi herbergi. En þú verður að borga fyrirfram, er það ekki? — Jú, ætli ekki það. — Ég er nú blönk núna, en ég á peninga í bankanum, svo að ég get staðizt allan kostnað- inn við þetta. í>að vil ég að sé skellt og fellt. miMiR HIMINBJÖRG Félagsheimilí Heimdallar OPIÐ HÚS í KVÖLD FRÁ KL. 8,30. SJÓNVARP — SPIL — TÖFL. NEFNDIN. — Kysstu mig nú! — meðan enginn sér til. COSPER PIR v~--'— — !Það skil ég, samþykkti ég. Við skiptum öllum kostnaði við þetta að jöfnu. Er það ekki? — Allt í lagi. — Og líka ölmusugjöfum? — Hvað áttu við með því? — Jæja rétt fyrir skömmu, meðan þú varst ekki sérlega fjandsamleg þá ætlaðirðu að gefa brjálæðingi tíu dali, sem ég mun hafa átt...... — Hann var enginn bíjálæð- ingur. — Hvort sem hann var það eða spámaður, þá ætlaðirðu samt að gefa honurn aurinn. — í>ú ert ljóta skepnan, Har- vey...... það ertu sannarlega! Ég sver að ég ætla að semja kostnaðarreikning fyrir daginn. Ég vil ekki skulda þér túskild- ing. Ekki einn skítugan eyri! — Mér er skítsama um það allt saman! Þetta hefur verið langur dagur, sagði ég, og svo gekk ég að afgreiðsluborðinu og skrifaði okkur inn, og lét þess getið, að þetta væri systir mín og við vildum hafa sitt hérberg- ið hvort okkar. Hún var kom- in þarna við hliðina á mér og sendi mér auga, sem sagði bet- ur en nokkur orð, að ef nokkuð væri,' sem hún vildi síður vera en ástin mín, þá væri það syst- ir mín. Sannast að segja leit hvorugt akkar sérlega aðlaðandi út. Eftir að hafa metið okkur og vegið, druslulegan klæðaburð og farangurskort fór afgreiðslumað- urinn að efast um, að hann hefði nokkur einsmanns her- bergi laus. — Sjáðu til, sagði ég við hann, — það er orðið of fram- orðið og ég of þreyttur til að fara að karpa um þetta, en helm ingurinn af þessu iúsuga hóteli stendur auður og það veiztu eins vel og ég. Viltu fá uppistand eða láta okkur hafa herbergin með góðu? Hann lét sig, með illu þó, og svo fylgdi sendill okkur upp á fimmtu hæð og vísaði okkur til •tveggja herbergja, sem voru sam liggjandi. Ég fékk honum tíu dala seðil og sendi hann niður eftir smápeningum og vindling- um, og svo sagði ég Lydiu, að ég ætlaði að þvo mér og réð henni að gera slí'kt hið sama. Sendillinn kom upp aftur með vindlingana og smápeningana og ég hélt áfram hreinsunarathöfn- inni. Hann fór eitthvað að gera athugasemdir um óhreinindin á okkur. — Þú ert óþarflega framhleyp inn, sagði ég við hann. — Ég varð svona við að velta mér á stöðvarpalli. Svo gaf ég honum einn dal og viðurkenndi um leiá mína eigin fimmauraheimspekí, að sannleikurinn.sé tilgangslaus. Ég greiddi mér, gekk fram f ganginn og barði að dyrum hjá Lydiu. Hún svaraði mér gegrtum annaðhvort tár eða hlátur, að dyrnar væru ólæstar. Þegar ég kom inn, sá ég, að hún lá endi- löng á rúminu og skellihló. — Lofaðu mér að hlæja með þér. — Nei, þú hefðir ekkert gam- an af því, sem ég er að hlægja að, Harvey. Þú ert svo hlægileg ur sjálfur. Ég á við, hverrug þú ferð að hlutunum, eins og fyrst og fremst þegar þú fórst að fara niður á neðanjarðarbrautina. Það var svo bjánalegt. — Já, það var heimskuiegt, samþykkti ég. Hún settist upp, þerraði -á sér augun og spurði mig í alvöru, hvort ég hefði nokkurn tíma fundið nokkurn hlut. — Hverskonar bjánaspurning er nú þetta? — Ég á við, að þetta men er væntanlega ekki fyrsti hlutur- inn, sem þér hefur verið sagt að finna. Fannstu nokkurn t.íma nokkuð af hinum hlutunum? — Langar þig í eitt glas? spurði ég. — Já, víst langar mig í það. Veiztu nokkuð, hvernig bað er að vera vinnukona, Harvey? Það auðmýkir mann. — Þú þykist kannski vera auðmjúk? — Hlustaðu nú á það, sem ég ætla að segja þér. Ég á við, að þegar maður verður að hlusta á kjaftæðið í þeim, og saurugan hugsunarhátt og þröngsýna ágirndar-heimsku, kvöld eftir kvöld, láta það skipa sér fyrir og þveita sér fram og aftur, án þess að mega nokkurn tíma opna sinn munn á móti — ef maður ekki- verður auðmjúkur við þetta, þá verður maður bara að apa og bjána...... Ég greip í handlegginn á henni og hlammaði mér á rúmið hjá henni. — Þetta er ekki nema satt, sagði ég. — Vitanlega.... — Vitanlega hvað? — Þú hlustaðir á talið þeirra viku eftir viku? — Nú, ég var neydd til þess. Ég vann þarna. — Gott og vel, þú vannst þar. En hlustaðirðu nokkurn tíma? — Stundum. BtíÐIN - DÁTAR - Dansað frá lcl. STANZLAUST Allir í Búðina í kvöld 8.30-11.33 FJÖR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.