Morgunblaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1067. FRETTA- MYIMDIR IJR VIVISUIVI ÁTTIJM \ Franska fréttakonan Michele Ray, sem fór til Vietnam á sj ar sín vegum og ferðaðist um landið þvert og endilangt sunn- an landamæranna núverandi, var eins og kunnugt er af frétt- um tekin höndum fyrir þremur vikum og hefur síðan setið í fangelsi Viet Cong. Voru ýmsir farnir að óttast um Iíf henn- ar er hún kom fram heil á húfi á mánudag sl. og hafði þá ver- ið látin laus án frekari formála. Myndin var tekin af Michele á An Khe-flugvelli skömmu áður en hún flaug suður til Saig- on. Eins og sjá má er hún klædd svörtum buxum og skyrtu og með stráhatt og sagði Viet Cong hafa leyst sig út með veglegu hófi og búnaði þessum að gjöf. Kínverska sendiráðið i Moskvu birti þessa mynd á laugardag og sagði hana tekna af atburði er orðið hefði við sendiráðið kvöIdiíF áður, er fjarlægður hefði verið sýningargluggi þar sem hafðar voru til sýnis myndir af meintri árás sovézkrar lögreglu á kínverska stúdenta á Rauða- torginu 25. janúar sl. Sögðu Kínverjar sendiráðsstarfsmennina hafa sætt meiðingum af sovézk- um „þorpurum“ sem þarna höfðu verið að verki, en á myndinni sjást hvorir tveggja, kín- verskir sendiráðsstarfsmenn og sovézkir „þorparar" og eru að þrasa um brottnám sýningar- gluggans, sem sést vinstra megin á myndinni. Á miðvikudag sl. fór fram hatíðleg athöfn í Accra, hófuðborg Ghana, er þar tok aftur við emhætti sínu og völdum Nana Ofori-Atta II. ættarhöfðingi og mestur valdamaður í suðaustur- hluta landsins, sem steypt hafði verið af stóli í tíð fyrri st jórnar Ghana-ríkis. Á myndinni takast þeir í hendur ættarhöfð inginn Nana og Joseph Ankrah, hershöfðingi, sem nú fer með æðstu völd í Ghana. Bandaríska flugvélamóðurskipið Franklin D. Roosevelt kom við í Höfðaborg í S-Afríku á heimleið frá Vietnam sl. laugardag í kurteisisheimsókn. Af áhöfn skipsins eru 400 blökkumenn og olli það yfirvöldum í S-Afríku miklum erfiðleikum, því erfitt var að samrýma skyldur gestgjafa kynþáttalöggjöf landsins. Móttökufagnaður varð því ekki sem skyldi, en til að sýna þakk- lætisvott fyrir meintan en góðan viðurgerning tók áhöfnin sig til og gaf blóðbanka borgarinnar drjúgan skammt af völdu bandarísku blóði, bæði blakkra áhafnarmanna og hvítra og hristu margir Höfðaborgarbúar höfuðið yfir því tiltæki en Frank- lin D. Roosevelt lét úr höfn tólf tímum fyrr en ráðgert hafði verið- Þessi vangasvipur kemur flest- um kunnuglega fyrir sjónir, enda er hér kominn Fhilippe de Gaulle, sonur Frakklands- forseta, sem á laugardag sl. tók við stöðu skipherra á freigát- unni „Suffren". Myndin var tekin við það tækifærL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.