Morgunblaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1967.
«►
1
Sögulegt
sumarfrí
eftir Stephen
Ransome
Jú, hann mundi eftir því þeg-
ar Kerry fór út 1 gærkvöldi.
— Fór nokkur út rétt skömmu
áður?
— Já, hr. Ransome, einhver
fór út. Er nokkuð að, hr. Ran-
some?
— Nei, nei. Mér datt bara í
hug, að hann hefði farið út með
hattinn minn, það var allt og
sumt. En hver var það?
— Hr. Lang. Hann fór út lík-
lega svona kortéri á undan ung-
frú Race. Sagðist þurfa að vera
á verði, ef einhverjar fréttir
skyldu berast frá frú Lang.
Geta þessi tvö atriði verið jafn
mikilvæg og Kerry heldur þau
vera? Kannski — en ég skil að
minnsta kosti ekki, hvernig það
mætti vera.
Ég barði að dyrum hjá Kerry,
eldsnemma. Hún var vöknuð,
en lá enn í rúminu og var að
hugsa. Hún hugsar mest snemma
morguns áður en hún fer á fæt-
ur, segir hún. Ég athugaði sár-
ið. l>að var hreint, þótt ljótt
væri og það var greinilegt, að
það þurfti að taka nokkur spor
í það.
Vitanlega vildi ég ekki taka
að mér þann saumaskap. Hún
vildi alls ekki leita til heimilis-
læknisins, og stóð. á því fastar
en fótunum, að við steiniþegðum
um þetta. Umræðunum lauk
þannig, að hún samþykkti, að ég
færi með sig til læknis nokkurs
í Temple, tólf mílna leið í burtu,
þar sem hún gæti fengið gert að
sárinu, án þess að nokkur hér
vissi — þar með talinn maður-
inn, sem sárinu hafði valdið.
— Þú veizt, að þetta getur ver
ið hættulegt, Kerry, sagði ég.
Þessi maður svífst einskis. Og
þú bætir hann ekki í skapinu
með því að ögra honum svona.
— Nei, það er líka einmitt
min hugmynd, sagði hún.
tg endurnýjaði umbúðirnar
og notaði til þess hreinan vasa-
klút. Við fórum niður og þar
var Glenda að útbúa morgun-
verðinn handa heimilisfólkinu
og gestunum. Heljarmikil kaffi-
kanna sauð á vélinni Og þarna
var allskonar matur samankom-
inn, svo að ég fékk vatn í munn-
inn. Glenda vill ekki, að fólk
éti morgunverðinn í rúminu.
Bezta aðferðin til að heilsa sól-
inni, segir hún, er að rífa sig á
fætur og fá almennilegan morg-
unverð, sem getur haldið manni
upp fram eftir deginum. Já, það
er meiri húsmóðirin hún Glenda.
Katy hafði einhvern veginn
lifað af gigtina sína. Lág og þri-
breið tifaði hún fram og aftur
um eldí^úsið að hjálpa Glendu.
Hún bar svo á borð, en Glenda
sat hjá okkur. Við töluðum 'sam
an eins og góðir kunningjar tala.
Við Kerry gættum þess að
minnast ekki á hvarf Evvie, en
bráðlega fór Glenda sjálf að
minnast á það, rólega og blátt
áfram.
— Já, þetta með hana Evvie
..... hann Brad lætur eins og
hann hafi engar áhyggjur af því,
en ég veit, hvað hann er óróleg-
ur út af því. Vitanlega er kven-
maðurinn einbeitt að eyðileggja
sitt eigið líf og þeirra, sem næst
ir henni standa. Ég vona bara,
að hún hafi ekki komið sjálfri
sér í einhverja bölvun, því að ef
svo er, veit ég að Brad gerir
það sem hann getur til að bjarga
henni.
Svona er Brad — fljótur að
rétta hjálparhönd, jafnvel konu,
sem hefur leikið hann grátt að
ósekju. Þessi hjálpsemi er víst
eitthvert ættareinkenni. Að
minnsta kosti hefur Kerry feng-
ið bróðurpartinn af henni.
— Ewie hefur fengið sinn
skerf af Brad og spillt honum,
og nú vil ég bara, að hún láti
hann í friði, sagði Glenda. —
Og auk þess hefur hún sinn eig-
in mann, til að losa hana úr
klípunni.
— Amen, sagði ég.
— Hún gerir Brad miklu
meiri áhyggjur en sanngjarnt er
— en það verður Brad annars
að sjá um sjálfur. Ég get ekki
leyst það vandamál fyrir hann.
Og ég get meira að segja ekki
hjálpað honum neitt að ráði,
nema hvað ég sýni honum, að ég
treysti honum til að hafa stjórn
á þessu — og það er ég viss
um, að hann hefur gert. Þetta
verður erfitt fyrir ökkur bæði,
en ég er viss um, að hann get-
ur leyst vandann með tíð og
tíma.
— Ég dáist mest að þessari
rdsemi þinni, Glenda, sagði ég.
Kerry sendi mér illt auga fyr-
ir þessa athugasemd.
Á leiðinni til Temple, sagði ég:
— Þú segir auðvitað ekki lækn-
inum sannleikann um þetta sár?
— Nei, ég datt á eldhúsgólf-
inu með steikarhníf í hendinni,
sagði Kerry. — Ég var heppin,
að ég skyldi ekki alveg reka mig
í gegn — finnst yður ekki, lækn
ir?
— Var þetta raunverulega
hnífur?
— Það held ég ekki.
— Kannski öxi?
— Hann hjó nú ekki til mín,
sagði Kerry og dálítinn hroll
setti að henni, — heldur stakk
hann. Hvað sem vopnið kann að
hafa verið, þá stakk hann mig
með þvL
Mér fannst ég eiga að geta
kunnað svarið við þessu, en ég
var bara ekkert sérlega gáfað
ur í dag.
— Settu þig í spor þessa óða
manns, sagði ég. — í gærkvöldi
stóð hún hann að einihverju, og
hann var næstum búinn að
myrða hana í staðinn. Hann
hlýtur að vera í dálitlum vand-
ræðum. Hlýtur að vera dauð-
hræddur. Þarf að hafa augun
með þessari forvitnu kvensu, en
veit ekki í hvora áttina hann á
að líta. Spurningin verður þá:
Hvernig getur hann þá vitað,
hver konan var? Mundi hanfi
segja stúlkum hæpnar sögur og
pota í síðurnar á þeim?
— ’Hann gæti líka dansað Við
þær og kreist þær.
— Og svo gæti hann líka
gægzt inn um svefnherbergis-
glugga. Þetta yrði nú talsverð
fyrirhöfn, en það væri líka til
mikils að vinna. Og svo, þegar
hann kemst að því, hver kven-
maðurinn er, sem hefur platað
hann. Hvað gerir hann þá?
Kerry leit upp og manaði mig
til að hræða sig.
— Hann heldur, að þú sért að
leggja gildru fyrir hann, eða að
minnsta kosti að komast að því,
hver hann sé, og hvað hann hafi
í hyggju — og þetta ertu einmitt
að gera. Þér er eins gott að horf
ast í augu við það. Þú ert að
biðja um endurtekningu á leikn
um frá í gærkvöldi, en bara verð
ur sú endurtekning hættulegri
og ef til vill lífshættuleg.
Einbeitt hakan á Kerry lyft-
ist ofurlítið, en ekki sérlega sann
færandi. Það var ekki vafi á
því, að undir niðri var hún dauð-
hrædd.
Hún kom út úr lækningastof-
unni með fjögur nálspor í sér og
ofurlítið fölvari.
Á leið okkar til Crossgate aft
ur, sagði hún: — Við skulum
líta inn til hans Dicks, og svo
bætti hún við, án þess að bregða
svip: — Ég held hann sé svo ein-
mana.
— Dettur þér aldrei í hug,
Kerry, að þú sért háifgerð slettl
reka?
— Mér finnst þetta koma mér
býsna mikið við Steve. Og auk
þess er þessi óvissa alveg óþol-
andi. Maður heyrir of mikið af
hálfyrðum hjá fólki, og bráðum
kemur að því, að Glenda — svo
rólynd sem hún er — gæti far-
ið að láta sér detta í hug sitt af
hverju.
— Svo að þú telur, að við eig-
um að fara að hefja leit að
Ewie?
— Já, og það heldur fyrr en
seinna.
— Ef þú ætlast til einhverrar
hjálpar af mér, verðurðu að
minnsta kosti að hætta að fara
á bak við mig. Láttu mig heyra
það, sem eftir er af sögunni. Þeg
Evvie kom með þessa uppá-
stungu við Brad og hann beit
hana af sér, hvernig brást hún
þá við því?
— Brad sagði, að hún hefði
orðið heiftarlega vond, slegið til
hans og hótað honum öllu illu.
Án þess að vera neinn geð-
veikifræðingur, hafði ég upp-
götvað ýms geðveikieinkenni hjá
Evelyn, fyrir mörgum árum. Sál
arlíf hennar er þannig úr garði
gert, að dómgreindarleysi henn-
ar verkar spillandi á sjálfsvirð-
ingu hennar, og þar sem hún
'hefur ekki vit á að kenna sjálfri
sér um þetta, kennir hún öðrum
um það — þeim, sem henni
standa næst, andlega — og hefn-
ir sín á þeim. Ég vildi hvorki
vera í Dicks sporum — enda þótt
manngreyið tilbiðji hana, þrátt
fyrir þessa ágalla hennar — og
þá ekki Brads, eins og stendur.
— Hverju hótaði hún? Að
spilla hjónabandi Brads og
Glendu? Þegar Kerry svaraði
þessu með því að kinka kolli,
bætti ég við: — Og það bölvað-
asta er, að sennilega tækist
henni það.
Ég gat alveg séð Evvie fyrir
mér, þar sem hún var að nota
þessa takmörkuðu leikhæfileika
til hins ítrasta og ganga með
bros eins og köttur, sem er ný-
búin að éta kanarífugl, til þess
að fara í taugarnar á Glendu. Fá
ein eitruð hálfyrði, sem hún léti
falla í sveitarklúbbnum, mundu
breiðast út eins og farsótt. Og
þá mundi Brad finna að hann
ætti illilega í vök að verjast.
Hann gæti neitað öllu mánuðum
saman, en milljón slíkar neitan-
ir gætu ekki afsannað það. Og
hvað snerti áhrifin af slíku á
konu Brads....... Það hlutu að
vera einhver takmörk sett þol-
gæði Glendu gagnvart svona auð
mýkingu, og ekki sagt, að traust
hennar á honum væri óbrigðult.
— Við verðum að finna Evvie
eins fljótt og við getum, sagði
Kerry — og reyna svo einhvern
veginn að losa Brad við hana
fyrir fullt og allt.
— Það gæti nú orðið fullerf-
itt, sagði ég, og var efagjarn.
— Það er að minnsta kosti
enn verra, ef okkur tekst það
ekki, svaraði Kerry.
Við ókum fram hjá húsi Race-
hjónanna og fyrir hornið, þar
sem afleggjarinn liggur heim til
Martins dómara, frá aðalvegin-
um, og svo til Langhússins, sem
var minnst þessara þriggja.
Þetta er hvítt múrhús, eftirlík-
ing af gömlum bóndabæ, og var
byggt í stað hins, sem brann fyr
ir fjórum árum, þegar Stella,
fyrri kona Dicks, fórst í elds-
voðanum.
Við fundum Dick á gangi úti
fyrir húsinu, þar sem hann lét
sér auðsjáanlega leiðast. Það var
auðséð, að enn hafði hann ekk-
ert frétt frá Evvie.
—4 Hvar getur hún verið,
Dick? sagði Kerry, er við höfð-
um heilsast. — Þú hefur sjálf-
sagt fyrir löngu spurt gömlu
skólasysturnar hennar í New
York og skyldfólkið hennar í
Boston og þessar frænkur í
Mackinac?
— Ég hef spurt alla, sem mér
hafa getað dottið í hug, sagði
Dick. Ég er búinn að eyða mikl-
um upphæðum í símtöl. Allir
hafa lofað að láta mig vita, jafn
skjótt sem þeir verði hennar var
ir, en ennþá hef ég ekkert heyrt.
— Skildi hún virkilega ekki
eftir neitt bréf?
Dick leit rannsakandi á Kerry.
— Ekki beinlínis. Að minnsta
kosti ekki til mín. Svo bætti
’hann við, hikandi: — Ég skal
sýna ykkur nokkuð, sem ég
fann.
Við eltum hann inn í setu-
stofuna. Hann tók kruklað papp-
írsblað af skrifborði Ewie. Áð-
ur en hann rétti Kerry það,
sagði hann, svo sem til skýring-
ar: — Ég fann það samanhnoðað
hjá pappírskörfunni. Og ég hef
engum sagt frá því fyrr en nu.
Þetta var orðsending, skrifuð
með settlegri rithönd Ewie. Ég
las það yfir öxlina á Karry.
Kerry fékk strax handaskjálfta,
er hún hafði séð ávarpið.
„Elsku Brad: —
Ég þoli þetta ekki lengur. Að
eiga heima svona nærri þér, sjá
þig svo oft — það er meira en
ég get afborið. Ég verð að fara
burt. Þó langar mig í rauninni
ekkert til að fara. Bara við gæt
um byrjað aftur frá byrjuninni
— gleymt öllum heimskulegu
mistökunum okkar og byrjað
nýtt líf saman — elsku Brad,
það líf skyldi verða hamingju-
samt. Ég finn í hjarta mínu, að
þú ert eini maðurinn......“
Þarna endaði það í miðri setn
ingu. Kerry fór að lesa það aft-
ur og var taugaóstyrk.
— Hversvegna hætti hún í
miðju kafi? sagði Dick rólega.
Gerði hún sér allt í einu ljóst,
að þetta var vonlaust? Eða datt
henni snögglega í hug, að betra
væri að segja þetta munnlega
við Brad?
Hann tók bréfið af Kerry og
hleypti brúnum. Ég fór að geta
mér til um, hve oft hann væri
búinn að lesa það. Honum leið
sýnilega illa.
— En þetta kemur mér nú
samt hreint ekkert á óvart, skilj
ið þið. Þegar ég giftist Ewie,
vissi ég að hún elskaði Brad
ennþá. Kvöldið sem hann giftist
Glendu, var heldur en ekki
stand hér heima. Ég átti þá við
drykkjuskap og móðursýkiskast
að kljást.
Kerry flýtti sér að segja: —
Gerðu það fyrir mig, Dick, að
sýna þetta bréf engri lifandi
sálu.
— Ef þú ert hrædd við, hvað
ég kynni að vera að hugsa......
sagði hann. Hann hristi höfuðið.
Brad segist ekki vita, fremur en
ég, hvert hún hafi farið, og ég
trúi honum. Þegar hún fór, var
hún ekki að yfirgefa mig einan,
heldur og Brad. Af því að hún
„þoldi þetta ekki lengur“. Og
það er ekki nema satt hjá henni,
þetta hefði aldrei getað gengið
til langframa ,að búa hérna. Ég
var líka bölvaður asni að setjast
ekki að annars staðar.
Dick var raun/verulega að
ásaka sjálfan Sig fyrir móður-
sjúkar ímyndanir Evvie. Maður-
inn hlaut að elska hana heitt,
að vera ekki feginn að losna við
hana.