Morgunblaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 10
10 MUlUiU 11 CL<At;i&, fUOAULíAVjrtlíV IV. rfiiDIVUAIV ÍVOI. Aldarminning: Matthías Árnason Mathiesen, skósmíðameistari Fæddur 10. febrúar 1897 SKfeMMUÞORPIÐ, svo var nokkur hluti byggðarinnar við IHafnarfjörð kallaður um miðja öldina sem leið. Svæði þorpsins takmarkaðist af Linnetskletti að sunnan, en Gömlu-Fjarðar- götum að norðan, eða af Linnets stíg og Reykjavíkurvegi. 1870 voru eftirtalin hús á þessu svæði og bæir: Verzlunarhús Linnets syðst með vöruskemmum og pakkhúsum. f Linnetsgerði var bær kallaður „Strýta“, þar fyrir vestan Ólafsbær, kenndur við Ólaf hreppstjóra Þorvaldsson, þar næst var Beikishúsið, þá Skemman, bærinn sem þorpið tók nafn sitt af. Þar hjá Bjarna- bær og vestast og nokkru hærra Brekkubær. Með sjávargötunni var Þórarinshús og ofan við gafl inn á því Árnahús. Árnahús byggði Árni Jónsson prests í Arnarbæli Mathiesen 1852. Þangað fluttist hann með konu sinni Agnesi Steindórsdótt- ur Jónssonar, en kona Stein- dórs var Anna Katrín Kristjáns- dóttir Velding. Árni og Agnes bjuggu áður á Ófriðarstöðum. Jafnframt því sem hann stund- aði búskap var hann starfsmað- ur hjá Nordborgarverzlun hér í Hafnarfirði, og er því víða í kirkjubókum og manntölum kallaður assistent eða verzlun- arþjónn. Árni og Agnes voru gefin sam- an í hjónaband 8. október 1843. Sýning í Bogasal SÍÐASTL. laugardiag opnaði Eliias B. Ha’Mórsson sína a'ðra sýningu hér í borg, em hann Býndi teikningar við lijóð Steins Steinar® „Timinn og vatnið“ á sama stað fyrir nokknim áruim. í þetta sinn færist hann meira í fang og sýnir okkur fleiri hdið- ar á li®t sintni. Á sýningunni eru alllt í senn: pastelmyndir, tré- ristur og málverk. Jafn ólíkt og eðli myndanna er þá orkar það tvímælis að' sýna siáka fjöl- breiyitni í jafn litlum og einlhæf- um sal og Bogasalurinn' er. Ég befði persónulega vdljað að pas tel my ndima r hefðu verið látnar víkja til hags fyrir ffleiri fnálverk eða tréristur, því ein- bvernveginn virðast þær ekki eiga þama heima — raska bæði heildarsvíp sýningarinnar og vekja ekki löngun tiil nánari kynna. Það er óvenjulegt að sjá tré- ristur á sýnimgum hér og jafnan ámægjulegt — einkum ef árang- ur hefur ná'ðzt í útfærslu svo sem sjá má í nokkrum mynd- um á þessari sýningu — í kyrr- stæðum myndum og einföldum Iþar sem koma fram húsaþyrp- ingar nær hann beztum árangri og virðist vinna af hvað mestri alúð, svo sem í mynd er ber heitið „Sunnudagur", svo og einnig í myndunum „Austan úr f jörunni" og „Frá Króknum'*. Þar koma fram ríkust blæbrigði ofe sterkust tilfinning fyrir sam- spili ljóss og skugga. En l'íti maður aftur á móti á tjáningar- fylLri myndir hans þá sér mað- ur strax mikiinn mun — Elíasi er ósýnt um að hemja kraf-tiinn og láta formin spi-la þannig gegn hvort öðru að jafnvægi myndist á ffletinum. Þetta kemur greini- lega frarn í rnynd er nefnist „Barizt um hyl!M“, að því leyti •ð efri helmingurinn er mun ■iðri þeim neðri hvað grafisk verðmæti snertir. Þarna kemur það fram sem oft viltl geraH á kostnað g-raf- ískra eiginda: frásögnin verðu-r of sterkur þá-ttur í útfærslunni — en þetta er hilutur, sem tekur marga langan tóma að yfi-rvdnna. Það er nefnilega mikii lisit að sa-mræma frásögn og skapa-ndi vinnu þannig, að úr verði sterk hei-ld án þess að a-nnað tveggja yfirgnæfk Ég er svo bj-artsýnn að álíta að með betri einbeit- ingu muni Elíasi takas-t að sam- ræma þetta tvennt og þá um leið rvá mun athyglisverðari árangri. Finna má að þvá að ekiki eru ali- ar myndirnar eins vel heppnað- ar í þrykki. Trériistan er þa-nn- i-g að hún krefst ekki endilega full komin-na verkfæra og hefur að því leyti aLgjöra sérstöðu inn- an hi-nna mör-gu fjöllbreyttu gra-fíisku aðferða. Með falsbeini einu að vopni má ná hinum ágaet asta árangri. TiLfinn-ing só fyrir fjósinu, sem kemur fram í grafík Elíasar og er nauðsynleg öllum þeim, sem við grafík flást, heldur á- fram 1 málverbuim h-ans. Hann er M'ka sterkastur þar í mynd-um m/eð einföldum formum, txi. eins og í my-ndum nr. 3, ð og 10. Han-n notar álþekka litaimeðferð hvort sem hann má-Lar óhlutlægt eða hl-utlægt og þar finnu-r mað- ur vísi að einhverju persónu- íegu, sem hann mætti einlbeita sér að ná betur fram. Mér er óhætt að fu'lilyrða að ég hefi ekki séð heillegri málverk frá hendi Elíasar en á þess-ar' sýningu og ekki heW-ur tréristu-r þær þar sem hann er beztur og þó ég sé ful'Lviss að hann sé miáður til að setja upp m-un sterkari sýningu en þetta, þá er margt ánægjulegt að sjá í Bogasal-num og er fólk frekar hvatt en Latt til að sjá sýninguna. Bragi Ásgeirsson. Matthías Á. Mathiesen skósmiðameistari. Börn þeirra voru: Anna Katríft f. 3L júlí 1844, átti Þorvald bóndM Ólafsson í Ási. Guðmund- ur f. 22. nóvember 1845, d. 22. nóvember 1848. Rannveig f. 23. desember 1846, d. 27. maí 1847, Ingibjörg f. 26. marz 1847, d. 31. október 1869, Rannveig f. 2. júlí 1849, d. 3. marz 1858, Jón f. 30. júní 1849, átti Guðrúnu Jensdóttur, Jensína Ólína f. 28. marz 1852, átti Einar Jóhannes- son Hansen. Þessi börn voru öll fædd á Ófriðarstöðum. Theodor Árni f. 20. desember 1853, átti Þuríði Guðmundsdóttur frá Kópavogi. Guðmundur f. 9. okt. 1855, d. 24. janúar 1859. Matthías f. 10. febrúar 1867. Þessir þrír bræður fæddust í Árnahúsi. Matthías var tíunda barn Árna og Agnesar. Mun það nokk uð einstætt, að hjónum fæðist barn með 12 ára millibili og það á 25. hjúskaparári. Öll voru börn þeirra hin mannvænlegustu og dugleg með afbrigðum. Þar sem Matthías var borinn í þennan uppkomna systkinahóp, mætti •ætla að hann hafi verið dekur- *)arn. Engar heimildir hef ég *þó fyrir því. En er tímar liðu •og Matthías óx kom það fram, að hann þurfti nokkru meiri umönnunar en hin börnin. Um •fermingu tók hann alvarlegt fótarmein. Hljóp fóturinn upp og blógnaði um hnéð. Lagðist hann í rúmið af þessu fótarmeini. Að sjálfsögðu var læknis vitjað, en hver ráð hafa verið til fundin veit ég ekki. En alla umönnun hlaut hann frá móður sinni og systur, Jensínu Ólínu, en um ára bil voru þær einskonar bæjar- hjúkrunarkonur. Gerðu þær að sárum manna og áttu nokkurt lyfjasafn og sömdu sjúkdóms- lýsingar, sem þóttu einstaklega nákvæmar. Árnahús var þannig byggt. — Allt var það af timbri. Dyr voru á miðjum vesturvegg og and- dyri eða gangur þar inn af. Úr ganginum lá stigi upp á loftið. Þar var geymsla í miðju og her- bergi í báðum endum. Úr gang- inum lágu dyr á hægri hönd í stofuna, en á vinstri hönd dyr í eldhúsið, sem var rúmur helm ingur efri enda hússins, þar voru á þili dyr í lítið kamers eða herbergi. Nú þegar Matthías var orðinn rúmfastur af sínu fótarmeini, var honum búin hvíla í þessu litla herbergi. Lítill fjögrarúðu gluggi var á hliðinni. Jarðlagið lá upp að gluggakistu og blasti við grasþemba. Út um gluggann sá til næstu bæja og húsa. Má þar til nefna Skemmunna, Beik- ishúsið, Nýjahúsið, hús Ólafs borgara Jónssonar og Ólafsbæ. Þá sá í gafla Linnetspakkhús- anna. Ekki þarf getum að því að leiða, að þarna gerðist æfi Matt- híasar vonarsnauð og erfið. Mun honum ekki hafa dottið í hug: Hvað verður um mig? En Matt- hías átti góða lund og glataði aldrei voninni um að komast á fætur og verða nýtur maður. Vini átti hann marga og jafn- aldra. Þeir heimsóttu hann eftir megni og styttu honum stund- ir. En einn var sá vinur, sem mest og bezt reyndist. Var það húskötturinn. Hann lá jafnan er innistöður voru hjá honum í bóli Matthíasar. Fékk hann þá marga góða strokuna og margt vingjarnlegt orðið. Og kisi vildi launa fyrir sig. Á flakki sínu um bryggjur og bólverk kom hann þar sem ungir piltar voru að veiða kola og smáufsa. Hnuppl- aði hann þá oft veiðinni frá pilt- unum og bar heim og færði Matt híasi. Og stundum kom fyrir að hann færði honum kjötbita. Þeim hafði hann hnuplað úr kjöttunnum i verzlunum. Var kisa fyrirgefið hnuplið, þar sem þetta var af vináttu einni gert. Kisa hefur fundizt, að bágt væri til bjargar hjá vini hans rúm- liggjandi og viljað bæta úr því með aðdráttum. Það kom seinna í ljós að kisi skyldi fleira en margan grunaðL Þegar nú svo var komið, að enginn bati var sjáanlegur hjá Matthíasi við þær aðgerðir er hann gat notið heima, ’var unn- ið að því ráði að koma honum til útlanda til læknisaðgerðar. Var Matthías því eitt vorið send ur á sjúkrahús í Edinborg í Skotlandi. Matthías var því haf- inn upp úr rúminu upp á hest og reiddur til Reykjavíkur í skip. Jafnaldrar hans og vinir fylgdu honum á leið að Hrauns- holtslæk. Kisi fylgdi honum einnig þangað og kvaddi þar vin sinn. Þegar Matthías kom til Ed- inborgar tók þar á móti honum Sveinbjörn tónskáld Sveinbjörns son, sem kom honum á sjúkra- hús og annaðist hann sem hann væri skilgetinn sonur hans. Eins og komið var varð það eina ráð- ið sem hægt var að beita, að taka fótinn sjúka af um mitt lærið. Lá svo Matthías þarna meðan hann greri sára sinna. Fékk hann svo gervifót og tók að æfa göngur á honum. Matt- hías hafði farið utan með haust- skipum. Um vorið var hans svo heim von og kom til Reykja- víkur. Var hann sóttur þangað á hesti. Að sjálfsögðu hefur ver- ið um það rætt á heimilinu að Matthíasar væri von. Þegar Matthías kom ríðandi að Hrauns holtslæk, hver beið hans þá þar? Kisi gamli vinurinn. Urðu þarna miklir fagnaðarfundir. — Kisi hefur sjálfsagt fengið að lifa í Árnahúsi til hárrar elli. Þegar Matthías var nú heim kominn fatlaður, lítt fær til að bera kol og salt á bakinu, eða standa við skak á jöktunum mun það hafa verið til umræðu í heimilinu hvað «hann gæti lagt fyrir. Gert að lífsstarfi. Var það ofan á að koma honum til náms í skósmíðaiðn. Honum var því komið til náms hjá Rafni Sig- urðssyni skósmíðameistara i Fischersundi í Reykjavík. Eftir fjögra ára nám tók hann sveins- próf. Vann hann svo nokkurn tíma sem sveinn á verkstæði meistara síns. Brátt setti hann á stofn eigið verkstæði. Var hann fyrst til húsa í kjallara hússins nr. 5 við Austurstræti, þar sem nú stendur Búnaðarbanki íslands. Um aldamótin festi hann kaup á húsinu nr. 5 í Bröttugötu og fluttist þangað með verkstæði sitt. Seinna byggði hann svo húsið nr. 30 við Bröttugötu. Þar stofnaði hann einnig skóverzl- un. Á þessum árum var þilskipa- útgerðin í miklum vexti í Reykjavík og víðar. Þurftu því margar hendur til að smíða stíg- vél á sjómennina. Fyrirtæki Matthíasar blómgaðist því vel. Mun hann hafa kennt nær 30 mönnum iðngrein sína. Þar af stofnuðu margir eigin verkstæði víða um landið, en þó aðallega í Reykjavík. Hafa sumir læri- sveinar hans verið iðnmeistar- ar allt fram undir þetta. Einn- ig stofnaði Matthías til útgerðar með þremur mönnum öðrum. Hét skipið Sæborg R.E. 1. En útgerð þeirra lánaðist ekki. Matthías var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ástríður Hannesdóttir frá Deildartungu. Þau skyldu samvistum. Matthías kvæntist öðru sinni 12. nóvem- ber árið 1900, Arnfríði Jóseps- dóttur frá Akranesi, mætri konu og duglegri. Var þess og full þörf, að kona Matthíasar væri svo búin til lífsstarfsins, þvi heimilið varð er tímar liðu stórt og mikið að gera. Þar voru oft I heimili milli 20 og 30 manns. Svo er mér tjáð að haust eftir haust hafi þau hjón lagt að velli 50 sauði til búsins ásamt öðru er til þurftL Reyndist Arnfríður Matthíasi góður lífsförunautur og stoð er hann þurfti á að halda, enda mat Matthías hana mikils. Þeim hjónum varð 4 barna auðið. Elztur var Jón f. 27. 7. 1901, nú kaupmaður í Hafnar- firði. Tvíkvæntur var Jón. Fyrri kona hans Soffía Axelsdóttir héðan úr Hafnarfirði. Missti Jóa hana eftir skamma sambúð. Seinni kona Jóns er Jakobína Júlíusdóttir Petersen og áttu þau tvær dætur. — Árna Matt- hías f. 27. 7. 1903, lærði lyfja- fræði, en gerðist svo verzlunar- stjóri, kvæntur Svövu Einars- dóttur Þorgilssonar og áttu þau 3 börn. — Theodor Árni f. 12. 3. 1907, nam læknis- fræði og stundaði lækningar hér í Hafnarfirði með miklum ágætum. Kvæntur var Theodór Júlíönnu Sólonsdóttur og áttu þau 3 börn. — Svava Guðrún f. 20. 3. 1909, gift Guðmundi vél- stjóra Sigurðssyni og eiga þau 3 börn. Árið 1913 fluttust þau hjón til Hafnarf jarðar með börn sín og áttu hér heima upp frá því. — Keypti Matthías þá húsið nr. 30 við Austurgötu. Matthías setti þegar upp skósmíðaverkstæði og var lengi til húsa í kjallara- herbergi að Strandgötu 19, hjá systur sinni Jensínu Ólínu og manni hennar Einari J. Hansen, Seinna fluttist hann í skúr er hann byggði við hús sitt og þar var hann þar til hann hætti skó- smíði. Matthías var mikill félagsmað ur og tók mikinn þátt í margs konar félagsskap. Hann starfaði ötullega í Goodtemplarareglunni bæði meðan hann var í Reykja- vík og hér í Firðinum. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Skó- smiðafélags Reykjavíkur og lengst af formaður þess meðan. hann var í Reykjavík. Meðan hann var í Reykjavík tók hann mikinn þátt í stjórnmálum og eldheitur Heimastjórnarmaður og fylgdi Hannesi Hafstein að málum. Hann var einn af stofn- endum Heimastjórnarfélagsins FRAM og lengi í stjórn þess. Var þá fulltrúi í niðurjöfnunar- nefnd Reykjavíkur. Það vill oft til bera, að þeir sem heitastir og einlægastir eru í málum verða fyrir ýmsu misjöfnu. Mun Matt- hías hafa reynt slíka hluti þeg- ar andstæðingar Heimastjórnar- manna og Hannesar Hafsteins komust til valda. Matthías var einn af stofnendum Landsmála- félags Sjálfstæðismanna í Hafn- arfirði. Var honum Fram-nafnið svo kært að hann fékk því til leiðar komið, að það hlaut nafn- ið FRAM. Matthías dó 1929, en kona hans lifði lengur, dó 1951. — Verð- ur ekki annað sagt, en að allvel hafi rætzt úr með piltinn, sem um stund lá sjúkur og far- lama í Árnahúsi í Skemmu- þorpinu í Hafnarfirði. Gísli Sigurðsson. Skrifstofuhúsnæði Gott skrifstofuherb. til leigu í Miðbænum. Tilboð sendist til Mbl. merkt: „8990“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.