Morgunblaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 23
MOKCiUWBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1967, 23 Skaðræðismenn ÖLXi tækifæri þurfa dýrkend- ur áfengispúkans að nota til að ófrægja starísemi góðtemplara- reglunnar. 100 ára afmæli iðn- aðarmanna samtakanna þurfti Guðmundur H. Guðmundssom að nota í samtali við Morgunblaðið 3. febrúar sl. til þess að niða stúkustarfsemina og regluna. „Það er nú eimn skaðræðisvald- urinn í þjóðfélaginu, öll þeesi stúkustarfsemi." Þessi voru orð Guðmumdar. Vegna málefnisins er varla - ÞÓRUNN Framhald af bls. 22 kraftur þessarar konu, þótt veik- byggð væri og fíngerð. Hún hafði iifað íslenzka endurreisn að fullu, frá fátækt til bjarg- álna. Hún varð að vísu aldrei auðug að veraldlegum gæðum, ' því að þau skiptu hana ekki méli. Hún var þó auðugri en hinir ríku, vegna þess að lífið hafði fært henni hina æðstu fullnægju að vera sáttur við sjálfan sig og aðra. Trúa á Guð sinn, elska land sitt og þjóð og þó umfram allt, náunga sinn — gera skyldu sína við alla þessa aðila og vera elskaður og virtur af sínum samferðamönnum. Þið kaupið það ekki fyrir gull! Þórunn var ein af systkinun- um frá Nikulásarhúsum í Fljóts- hlíð, sem mörgum eru kunn. Hún átti einn son, Frímann ís- leifsson, fyrrv. bónda í Oddhól á Rangárvöllum, sem nú býr í Reykjavík. Hann, bræður henn- ar tveir, Sigurður og Markús, og fjölmargir vinir og frændur kveðja nú Þórunni og biðja hana fyrir kveðju til hinna syst- kinanna, sem á undan eru farin. Góða ferð, kæra frænka. P. F. rétt að taka slíku skítkasti þegj- andi, en í sambandi við það mega templarar minnast orða skáldsins: „Taktu ekki níðróginn nærri þér, það næsta gömul er saga, að iakasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helzt vilja naga“ Nú er það skjalfest víða í blöðum landsins, að ýmsir for- ustumenn þjóðarinnar, ráðherr- ar, borgarstjóri og fleiri embætt ismenn hafa oft fært góðtempl- arareglunni þakkir fyrir þjóð- þrifastarf fyrr og síðar, og sum- ir þessara manna hafa einnig verið templarar um lengri eða skemmri tíma , en svo leyfir G.H.G. sér að kalla regluna skað ræðisvald. Slíkt er reyndar ekki ný bóla. Þegar Elía spámaður hafði sagt hinum spillta konungi ísraels, Akab, til syndanna og fundum þeirra bar saman, sagði Akab: „Ert þú þar, skaðvaldur ísraels.“ Þannig snúa óhlutvand- ir menn sannleikanum við og kalla hinn saklausa skaðvaldinn. Elía svaraði líka Akab á þessa leið. „Eigi hef ég valdið ísrael skaða, heldur þú og ætt þín, þar sem þér hafið virt boð drottins að vettugi.“ Meistarimn sagði við læri- sveina sína, að þeir skyldu vera glaðir og fagna þegar menn töl- uðu „ljúgandi allt illt“ um þá, „því að þannig ofsóttu þeir einn ig spómennina." Hér var aðeins minnt á Elía spámann. Guðmundur skáld Guðmunds- son orti um góðtemplararegl- una: „Berðu ægishjálm prúð yfir aðkast og nið, afli kærleikans knúð alla komandi tíð, og þú hlýtur, þú hlýtur að sigra um síð.“ Skáldinu var vel kunnugt um, að dýrkendur áfengispúkans höfðu nítt góðtemplararegluna allt frá upphafi hennar og svo er enn. G.H.G. kallar hana nú skaðræðisvald. Hann talar hreystilega um gagnsemi þess stundum í félagsstarfi að taka eitt glas, skyldi hann aldrei hafa tekið dálítið meira? Um tvítugsaldur var ég iðn- aðarmaður, vann bæði að húsa- smíðum og skipasmíðum og varð upp úr því útlærður hús- gagnasmiður. Samstarfsmenn mínir þurftu aldrei að styðja mig á heimleið frá verki, en það kom fyrir að ég þurfti að styðja einhvern þeirra, stundum ekki hinn lakasta, sem hafði þá fengið meira en eitt glas, eins og oft vill verða, án þess þó að vera talinn drykkjumaður. þessir hættu þó þegar bannið kom, því að þeir voru drengskaparmenn. Það eru oftast ekki hinir svo- kölluðu drykkjumenn, sem valda limlestingum á mönnum og oft manndrápum á þjóðbraut- unum, vegna ölvunar við akst- ur. Það eru hinir, setn bera sig hreystilega og þykjast færir í allt, þótt þeir hafi fengið sér eitt glas eða tvö eða þrjú, eða nokkrar ölflöskur. Ekki eru mörg ár síðan að Brauðstofan S'imi 16012 Vesturgötu 25. Smurt brauð, snittur, öl, gog og sælgæti. — Opið frá kl. 9—23.30. kona ein hér á landi bað mann sinn að aka ekki sjálfur heim af mannfagnaði, þar sem hann hafði fengið eitt glas eða fleiri, en hann þóttist fullfær. Þetta varð þó hans síðasta nótt, því að hann fórst í bilslysi og hans var sökin. Það er þessum skaða sem við templarar viljum af- stýra, en hljótum svo róg og níð fyrir það eitt að fylla ekki flokk skaðraeðismanna, sem þykjast vera bindindismenn, en eru það ekki og eru í þessu hættuleg- ustu mennirnir og þeir sem við- halda drykkjusiðunum. Það er ekki stúkustarfinu, sen» þarf að útrýma, heldur þeim skaðræðis hugsunarhætti, sem alltaf viðheldur meinsemdinni. Edison, sá mikli iðnaðarmaður, sagði að líkja mætti því, að spilla heila sínum á áfengis- neyzlu, við það að láta sand í vél. Iðnaðarmenn nota mikið vélar, en áreiðanlega vilja þeir ekki smyrja vélar sínar með sandi. Ég óska þeim allra heilla með sína mörgu sigurvinninga, og forði Guð og gæfan þeim frá Áfengispúkanum. Pétur Sigurðsson. Tilkynning um breitt símanúmer Eftirleiðis verða símanúmer í veitingasal og eldhúsi 19480. — Skrifstofa 19521. Sæla-Café Brautarholti 22. íbúð til leigu Til leigu er ný fjögurra til fimm herbergja íbúð í Árbæjarhverfi. í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi. Mjög vandaðar innrétting- ar. TJpplýsingar í síma 13536 aðeins milli kl. 3 og 4 í dag og kl. 11 — 12 f. hád. á morgun. 4 LESBÓK BARNANNA Hrofnkelssagn Freysgoða Ágúst Sigurðssnn teiknaðL Hrafnkell sat á Hrafn- kelsstöðum ok rakaði fé tamaa Hann félök brátt miklar virðingar í her- aðinu. Vildi svá hverr gitja ok standa sem hann ▼ildL í þenna tíma kómu sem mest skip af Nóregi til íslands. Námu menn þá sem mest land í herað inu um Hrafnkels daga. Engi náði með frjálsu at litja, nema Hrafnkel bæði orlofs. Þá urðu ok allir at heita sínu lið- sinni. Hann hét ok sínu trausti Lagði hann land undir sik allt fyrir aust- an Lagarfljót. Þessi þing- há varð brátt miklu meiri ok fjölmennari en sú, er feann hafði áðr haft. Hon gekk upp í S’knðudal ok tipp allt með Lagarfljóti. Var skipan á komin á land hans Maðurinn var miklu ▼insælli en áðr. Hafðl feann ina sömu skaps- muni um gagnsemd ok risnu, en miklu var mað- urinn nú vinsælli ok gæf- ari ok hægari en fyrr at öllu. Oft fundust þeir Sámr ok Hrafnkell á mannamótum, ok minnt- ust þéir aldrei á sín við- skipti. Leið svá fram sjau vetr. Sámr var vinsæll af sínum þingmönnum, því at hann var hægr ok kyrr ok góðr órlausna ok minntist á þat, er þeir bræðr höfðu ráðit hon- um. Sámr var skartsmaðr mikill . 17 Útkváma Eyvindar ok liðsafnaðr Hrafnkels. Þess er getit, at skip kom af hafi í Reyðar- fjörð, og var stýrimaðr Eyvindr Bjarnason. Hann hafði útan verit sjau vetr. Eyvindr hafði mik- it gengizt um menntir ok var orðinn inn vaskasti maðr. Eru honum sögð brátt þau tíðendi, er gerzt höfðu, ok lét hann sér fátt finnast. Hann var fáskiptinn maðr. Og þegar Sámr spyrr þetta, þá ríðr hann til skips. Verðr nú mikúl fagnafundur með þetm bræðrum. Sámr býðr honum vestr þangat, en Eyvindr tekur því vel ok biðr Sám ríða heim fytir, en senda hesta á miti varningi hans. Hann setr upp skip sitt ok býr um. Sámr gerir svá, ferr heim ok lætr reka hesta á móti Eyvindi. Ok er hann hefir búit um varnað sinn, býr hann ferð sína til Hrafn- kelsdals, ferr upp eftir Reyðarfirði. Þeir váru fimm saman. Inn sétti var skósveinn Eyvindar. Sá var íslenzkr at kynL skyldr honum. Þenna svein hafði Eyvindr tekit af válaði ok flutt útan með sér ok haldit sem sjálfan sik. Þetta bragð Eyvindar var upp hafit, ok var þat alþýðu rómr, at færi væri hans líkar. Skrítlo Gerða: „Ef ég eignast niann, þá vildi ég óska að hann yrði lítillátur. Gunna þú þarft nú # varla að efast um, að svo 11. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 10. febr. 19® Sýrlenzk molbúasaga: Eru allir asnar mínir vísir? EINU sinni var einfeldn ingur nokkur í Sýrlandi, sem keypti sér tíu asna til að leigja út og græða peninga. En þótt riki- dæmi hans væri mikið, var gáfunum ekki fyrir að fara hjá honum, bless uðum. Fyrsta daginn leigði hann skógarhöggsmanni asnana og um kvöldið fór hann að sækja þá og leiguna. Skógarhöggs- maðurinn skilaði ösnun- um og greiddi leiguna og eigandinn lagði hinn ánægðasti af stað með þá heim á leið. Á leiðinni dat.t honum í hug, að rétt væri að slá tölu á asnana og komst þá að raun um, að þeir voru aðeins níu, enda gleymdi hann að telja þann asnann, sem hann sat sjálfur á. „Skógarhöggsmaður- inn er svikarL hann hef- ur stolið einum asnanum mínum," hugsaði Sýr- lendingurinn. Hann flýtti sér af baki og til að vita vissu sína, taldi hann asnana aftur. Og viti menn, þá voru þeir orðnir tíu. „Skógarhöggsmaður inn er þá enginn þjófur, eftir allt saman“, hugs- aði hann. Sýrlendingurinn hélt nú förinni áfram og til að fullvissa sig um, að allt væri með felldu, datt honum í hug, að rétt væri að telja asnana á ný. Og þá reyndust þeir aðeins vera níu, því ekki hugkvæmdist honum fremur en áður að telja með þann asnann, sern hann sjálfur reið. „Skógarhöggsmaður- inn er þjófur og þorpiri. Hann hefur stolið einum asnanum mínum.“ Þar með stökk hann af baki í miklum hugaræs- ingi, og taldi asnana enn þá einu sinni og þeir voru, — reyndu tíu að þessu sinni. „Guði sé lof. Ég hefi haft skógarhöggsmann- inn fyrir rangri sök. All vísir.“ Hann fór aftur á bak og hélt ferðinni áfram. Samt var hann ekki sann færður um að asnarnir væru allir, því að hvern* ig gat á því staðið, að hann fékk ekki alltaf sömu tölu, þegar hann ta\di þá? „Það er bezt, að ég kasti tölu á þá einu sinni enn“ hugsaði hann, áhyggjufullur á svip. Hann taldi nú asnana — — — og þeir reynd- ust þá eftir allt saman ekki vera nema níu. „Furðulegt!“ hrópaði hann og stökk af bakL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.