Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 1
32 SlfiHJR Kínverski herinn berst í Honan Skipulögð samtök kinverskra skóla- barna: „Litlu, rauðu hermennirnir Aero Commander ílugvél eins og sú sem nauðlenti á GrænlanðsjöklL Nauðlenti á Grænlandsjökli Bandaríkjamaður í einkaflugvél nauðlenti er benzínið þraut TVEGGJA hreyfla fiugvél af gerðinni Aero Commander varð að nauðlenda á Grænlandsjökli í gærdag sökum elðsneytisleysis. Vél þessi er bandarísk og í einka eign, í henni var aðeins einn flugmaður. Hann hafði verið á leiðinni frá Kanada til Narssassu aq, en þegar þangað kom var ólendandi vegna veðurs. Hann átti þá aðeins eftir eldsneyti til um 50 minútna flugs og ætlaði að ná Kulusuk en það tókst ekki. Þegar í óefni var komið til- kynnti hann nauðlendíngu sera virðist hafa tekizt eftir atvikum Ýel, því hann var hinn hressasti þegar hann hafði samiband við flugstjórnarstöðina í Syðra- Straumfirði á eftir. Leitariflugvél var þegar send af stað frá Syðra-Straumfirði og fann bún brátt Commander-véi- ina. Skyggni var gott en snjór- inn ósléttur. Þó taldi bandariski flugmaðurinon að hægt væri að lenda þar í næsta nágrenni. Orion-vél var send frá Keflavík um hálf sex-leytið í gær, til að kasta til flugmannsins vistum og hlífðarfatnaði. Flugstjórnin á Reykjavíkurflugvelli taldi ólík- legt að reynt yrði að lenda á jöklinum í myrkri og yrði beðið til morguns með að ná mannin- um burt, þar sem hann væri ekki slasaður. Peking, Tokíó, 27. febrúar. FORSÆTISRÁÐHERKA Rauða-Kína, Chou En-lai, hef ur gefið kínverska hernum fyrirskipun um að láta til skarar skríða í Honan-hérað- inu, en þar berjast stuðnings- menn og andstæðingar Maós blóðugri baráttu. Þetta er í fyrsta sinn, sem Chou hefur gefið hernum beinar fyrir- skipanir og álíta fréttamenn í Peking, að hann hafi fengið í hendur völd, sem miðstjórn hernefndarinnar áður hafði. Yfirmaður þessarar nefndar Gerist U Thant milli- göngumaður í Vietnam? Rangoon, Hanoi, Saigon, 27. febrúar — AP-NTB DIPLÓMATAR og stjórnarem- bættismenn í Hanoi binda mikl- Boston-morðing- inn fundinn Boston, 27. febr. NTB-AP. ALBERT De Salvo, sem játað hefur á sig morð og nauðgun á 13 konum í Boston 1964, var handsamaður í úthverfi Boston- borgar á laugardagskvöld eftir 32-klukkustunda dauðaleit lög- reglumanna í Massachusetts. De Salve slapp ásamt tveimur fé- lögum sínum úr haldi í Bridge- "ater-fylkissjúkrahúsinu á föstu dag. Var álitið að hann væri vopnaður og stefndi í átt til Ont- ario. Ofsahræðsla greip um sig viða í Bandarikjunum er fregn- aðist um undankomu hans. DeSalvo gafst upp fyrir lögreglu mönnum í fataverzlun í Lynn, einu úthverfa Boston. Hann kvað hafa flúið með þá von í huga, að hann yrði skotinn á flóttanum. Kvaðst hann engum hafa ætlað að gera mein, sízt af öllu kon- ura, Sagðist DeSalvo vona, að hin mikla leit, sem að honum var gerð opnaði augu yfirvalda íylkisins fyrir því að hann þarfn aðist aðhlynningar. DeSalvo sagði einnig, að hann mundi fremja sjálfsmorð, etf hann yrði sendur aftur í Walpole fangelsið, en þar hafði hann verið fangi áður en hann var sendur til Bridgewater-sjúkrahússins. Lee Bailey verjandi DeSalvos lét svo ummælt í gær, að De Salvo þarfnaðist og vildi sjálfur fá hjálp sálfræðinga. DeSalvo gafst upp án þess að veita mótspsrrnu, er hann heyrði það í útvarpi, að 10.000 dölum hafði þeim verið heitið, sem ná mundi honum lifandi. „Ég vissi að enginn mundi skjóta á mig, þegar svo miklir peningar voru i boði“, sagði DeSalvo. ar vonir við dvöi aðalritara SÞ, U Thants, í Rangoon, en hann dvelst þar nú í „leyfi“. Að því er franskur blaðamaður í Hanoi hefur upplýst, flaug sendinefnd háttsettra stjórnmálamanna í Hanoi til Rangoon um sl. helgi. Mikil leynd hvíldi yfir þessu ferðalagi, en það hefur aukið mjög á vonirnar um að U Thant muni hafa milligöngu í lausn Vietnam-málinu. Stjórn N-Viet- nam hefur gagnrýnt tillögur U Thants varðandi Vietnam, en sú gagnrýni hefur verið hófsöm og ekki hefur komið til deilna milli aðalritarans og Hanoi-stjórnar- innar á opinberum vettvangi. U Thant hefur sagt, að friðarum- leitanir væru mögulegar, ef Bandarikin hættu loftárásum á N-Vietnam og einnig hefur hann lagt til, að báðir aðilar drægju úr hernaðaraðgerðum sinum. Á þetta sjónarmið U Thants hefur Hanoi-stjórnin ekki getað fallizt. Er U Thant var að því spurður í Rangoon hvað hæft væri í þeim orðrómi, að hann muni ræða við n-vietnömsku sendi- nefndina svaraði hann því til, að hann hefði engar sérstakar ráðagerðir á prjónunum. Fuli- trúi Bandarikjanna hjá SÞ, Art- hur Goldberg, er nú einnig stadd ur í Asíu. Um 1500 unglingar, sem báru kyndla, umkringdu franska sendiráðið í Saigon í dag og gerðu mis'heppnaða tilraun til að setja eld að hinni 6-lhæða háu byggingu. Unglingarnir réðust inn í sendiráðið og köstuðu hús- gögnum og skjölum út í garðinn fyrir utan og kveiktu síðan í þeim. Með aðgerðum sínum vildu unglingarnir, sem kváðu Framhald á bls. 30, // er Lin Piao varnarmálaráð- herra, en til hans hefur ekk- ert spurzt í fimm mánuði. Chou fyrirskipaði hernum, að taka á sitt vald allar ritstjórnar- skrifstofur og upplýsingamið- stöðvar í Honan. Síðan hin mikla menningarbylting öreiganna í Kína gekk í garð hefur á fjöl- mörgum veggspjöldum í Peking verið ráðist á hernaðarmálaráð- herra Honan-héraðs, Chang Chu, fyrir að hafa látið skjóta á stuðn ingsmenn Maós. Honan telur um 50 millj. íbúa. Á veggspjöldum í Peking í dag segir, að 9 skipulögð samtök rauðra varðliða hafi verið leyst upp sökum þess, að þau voru gagnbyltingarsinnuð. Voru sam- tökin ásökuð um eyðileggingu á eignum ríkisins og fyrir að hafa beitt ofbeldi við konur og börn. Ýmsar heimildir í Peking herma, að í sumum tilvikum hafi rauðir varðliðar gengið í lið með and- stæðingum Maós. Foringjar þess- ara samtaka hafa verið hnepptir í fangelsi. ■, Þá segir fréttastofan Nýja Kina, að Rauðu varðliðarnir hafi verið hvattir til að sýna meiri stillingu í baráttu sinni gegn andstæðingum Maós, gagn- Framhald á bls. 24. Pasternak. Sjálfsævisaga Pasternaks birt með athugasemdum í Novy Mir Moskvu, 27. febr. — NTB. SJÁLFSÆVISAGA rúss- neska skáldsins Boris Past ernaks verður innan skamms birt í sovézka bók menntaritinu Novy Mir. — Þessi sjálfsævisaga hefur ekki verið birt áður. Past- ernak skrifaði endurminn- ingar sínar 1957, sama ár og útkoma bókar hans, „Dr. Zhivago“, vakti mikla ólgu um nafn hans heima og erlendis. Áður var vitað, að Paster- nak hafði ráðgert að skrifa endurminningar sínar, sem áttu að heita „Menn og að- stæður“, en enginn vissi hvort þær hefðu komizt lengra en í uppkast. Er skáld- ið lézt árið 1960 tók kona hans, Sinaida, þau handrit, sem hann lét eftir sig í sínar vörzlur og gerði yfir þau spjaldskrá. Þær þýðingar á verkum Pasternaks, sem prentaðar hafa verið á síðari árum eru byggðar á þessu spjaldskrárefni frú Paster- naks. Novy Mir þykir nauðsyn- legt, að athugasemdir fylgi þessari sjálfsævisögu, þegar hún birtist í tímaritinu „þar eð hún inniheldur ekki ein- ungis staðreyndir heldur og mótsagnakennd og huglæg við horf“. Tímaritið vísaði á bug hand ritinu að „Dr. Zhivago", er Pasternak bauð því það til birtingar á sínum tíma. Bók- in var gefin út á Vesturlönd- um ári síðar, og þegar Paster nak voru veitt bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1958, var honum vísað úr sovézka rithöfundasambandinu. Þess má geta, að brot af endurminningum Pasternaks, „Tilraun til sjálfsæj;visögu“, auk kvæða eftir skáldið, voru gefin út í bókarformi af Helgafelli, 1961, í þýðingu Geirs Kristjánssonar, rithöf- undar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.