Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967. Bandalag háskóla- manna ítrekar kröf- ur um samningsrétf FUNDUR var haldinn í fulltrúa- ráði Bandalags háskólamanaia 23. febr. sl. Aðalmálið á dag- skrá fundarins var öflun samn- ingsréttar fyrir háskólamenntaða menn í þjónustu ríkisins. Hefur það verið eitt aðalbaráttumál Bandalagsins undanfarin ár, og er tilkomið af því, að háskóla- menn í opinberri þjónustu hafa oftast nær maett litlum skilningi, þegar um launakjör er að ræða, bæði innan þeirra samtaka, sem samið hafa fyrir þá, og eins af hálfu ríkisvaldsins. Að vísu var með kjaradómi 1965 gerð all- veruleg leiðrétting á kjörum há- skólamanna, en síðan hefur aftur sótt í sama horfið. Með tilliti til þessa leggja háskólamenn mikla og vaxandi áherzlu á að geta samið um kjör sín á veg- um eigin samtaka, en þurfa ekki að hlíta forsjá aðiia, sem í engu sinna óskum þeirra. Kom greini lega í Ijós á fundinum, að há- skólamenn hafa fullan hug á að fylgja þessum sanngjörnu kröf- um sínum eftir, en fyrir liggur samþykki allra aðildarfélaga BHM um, að Bandalagið skuli fara með samningsréttinn fyrir Aðalfundur I Kaupmanna- samtakanna AÐALFUNDUR Kaupmanna- samtaka íslands 1967 verður haldinn að Hótel Sögu í Áttihaga sal þriðjudaginn 2i8. febrúar n.k. kl. 10.00 f.h. Sigurður Magr.ússon, formað- ur samtakanna, mun setja fund- inn með setningarræðu. Framkvæmdastjóri samtakanna Knútur Bruun, hdl. flytur árs- skýrslu um starfsemi á vegum K.í. sl. starfsár. Lagðar verða fram og afgreiddar tillögur frá nefndum og stjórn samtakanna. Viðskiptamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason mun ávarpa fundinn og halda móttöku • fyrir fundarmenn í ráðherrabústaðn- um að fundi loknum. þeirra hönd. Á fundinum var eftirfarandi tillaga einróma samþykkt: ..Fundur h’i'Hnn i funtrúa- ráði Bandalags háskólamanna fimmtud. 23. fev'r,'ar 1967 vill enn á ný ítreka kröfur sínar um, að Bandalagið fái samningsrétt fyrir háskólamenn í þjónustu ríkisins. Telur fulltrúaráðið, að núver- andi ástand í samninvsréttar- málum háskólamanna sé óvið- unandi og muni leiða til endur- tekinna árekstra, þar til viðun- andi lausn fæst. Beinir fulltrúa- ráðið því þeim eindregnu til- mælum til ríkisstjórnarinnar, að hún leggi fyrir yfirstandandi Al- þingi breytingartillögu á lögum nr. 55/1962, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem feli í sér fullan samningsrétf fyrir Bandalag háskólamanna um laun og önnur kjör háskóla- manna í þjónustu ríkisins.“ Bandalag háskólamanna hefur auk kjaramála látið menntunar- og menningarmál til sín taka. Hefur Bandalagið nú í undirbún ingi að afla svara frá forystu- mönnum stjórnmálaflokkanna varðandi ýmsa þætti ofan- greindra mála um afstöðu flokk- anna til þeirra. Svörin verða síð- an gefin út í sérstökum bækl- ingi. Bandalag háskólamanna telur nú innan sinan vébanda um 1.400 meðlimi í 12 aðildarfélögum, eða nær alla háskólamenn á landinu að tannlæknum undanskildum. Á ofangreindum fundi bættist Félag menntaskólakennara í hóp inn, en það er landsamtök kenn ara við menntaskólana fjóra. Önnur aðildarfélög BHM eru: Dýralæknafélag íslands Fél. háskólamenntaðra kennara Félag ísl. fræða Félag ísl. náttúrufræðinga Félag ísl. sálfræðinga Hagfræðafélag íslands Lyfjafræðingafélag íslands Læknafélag fslands Lögfræðingafélag íslands Prestafélag fslands og Verkfræðingafélag íslands. (Frá Bandalagi háskólamanna). Ef árekstrar geta verið broslegir þá varð einn slíkur á Akureyri siðastliðinn laugardag. Tvær kyrrstæðar bifreiðar stóðu gengt hvor annarri við Hafnarstræ ti. Á milli þeirra voru svo aðrar tvær að mætast og um leið ætlaði sú þriðja framúr annarri þei.ra. Árangurinn varð KRASS, fjórar skemmdar bifreiðar. Vörubílstj.fél. Þróftur gav 100 þús. til hjúrfaverudar SÍÐ \STLIÐINN sunnudag heim 1 sótti stjórn Vörubílstiórafélags- ins Þróttar formann Hjarta- og æðaverndarfélags Reykiavíkur, en þá var nýlokið aðalfundi j Þróttar. Höfðu stmrnarmenn | með'erðis svohljóðandi gjafa-, bréf: Samkvæmt ákvörðun aðalfund ar Vörubílastjórafélagsins Þrótt ar í ReykjavLk í dag, skal með bréfi þessu lýst yfir, að Þróttur gefur hér með Hjarta- og æða- verndarfélagi Reykjavíkur. — Eitt hundrað þúsund krón- Með gjöf þessari vilja vöru- bílstjórar í Reykjavík votta Hjarta- og æðaverndarfélagi 'Reykjavíkur þakklæti sitt fyrir brautryðjanda starf þess og leggja fram litinn skerf til styrkt ar og eflingar hinnar þýðingar- miklu starfsemi félagsins. Reykjavík, 26. febrúar 1967. Afmæ”s5ýningii Iýkur í kvöld AFMÆLISSÝNING Sigurðar Kristjánssonar, listmálara, sem staðið hefur í Málverkasölunni Týsgötu 3 undanfarna daga, hef- ur verið vel sótt. Um 200 manns hafa séð sýninguna, 4 málverk hafa selzt. Sýninguni lýkur í kvöld kl. 19. f stjórn Vörubílastjórafélags- ins Þróttar. Guðmundur Kristmundsson, Ásgrímur Gíslason. Stefán Hannesson, Pétur Guðfinnsson, Einar Ögmundsson. Stjórn Hjarta- og æðaverndar félags Reykjavíkur hefir beðið blaðið um að flytja stjórn og öllum félagsmönnum Vörubíla- stjórafélaffsins Þróttar beztu ■ þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Einhugur um breyíingar á NATO — segir Henrik Sv. BjÖrnsson, sendiherra / Paris FULLTRÚAR 15 NATO-ríkja þ.á.m. Frakkland hafa sam- einast um stofnun nefndar, sem rannsaka á skipan banda lagsins með tilliti til breyttra viðhorfa í heimsmálunum og er framkvæmdastióri Atlants bandalagsins, ítalinn Manilo Brosio formaður nefndarinn- ar. Upphafsmaður þessa er utanríkisráðherra Belgíu Pi- erre Harmel. Mbl. átti í gær tal við Hen- rik Sv. Björnsson, sendiherra í París og fastafulltrúa hjá NATO og sagði hann þá, að ekki hefði enn verið ákveðið hveriir skipaðir yrðu í nefnd- ina. Hver ríkisstjórn um sig mun skipa sinn fulltrúa í nefndina og verða það vænt- anlega menn frá viðkomandi ráðuneytum eða fastafulltrú- arnir — um það eru engar fastar reglur — sagði Henrik, en Brosio er formaður nefnd- arinnar. Enn eru engar ákveðnar hugmyndir komnar fram um breytingar, enda verður það hlutverk nefndarinnar að fjalla um það, en hún á að skila bráðabirgðaskýrslu um ■m Henrik Sv. Björnsson. málið til ráðherrafundarins, sem haldinn verður í júnímán uði og síðan endanDgar til- lögur fyrir fund ráðhérranna í desember næstkomandi. Stárfið er í rauninni ekki byrjað enn — sagði Henrik, ákveðið hefur verið að nefnd in haldi fund í næstu viku. Á utanríkisráðherrafundi í desember siðastliðnum kom tillaga um að bandalagið yrði endurskoðað frá utanríkisráð- herra 3elgíu og ákvað fund- urinn að þetta mál skyldi tekið fyrir og í framhaldi af því er stofnun nefndarinnar, sem fjalla á um málið — sagði Henrik. Hugmyndin með þessu er, að taka til endurskoðunar framtíðarhlutverk NATO í ljósi heimsmálanna eins og þau líta út í dag og þeirrar þróunar, sem orðið hefur síð- an bandalagið var stofnað. Hins vegar hefur flutningur- inn engin áhrif á þetta og er hann alls kostar óháður þessu. Gert er ráð fyrir því í sátt.málanum, að bandalagið verði endurskoðað árið 1969 og nú er farið að nálgast þann tíma og eru þessar tillögur í og með bornar fram með hlið sjón af því. Allar þióðirnar eru mjög einhuga um þessar breyting- ar og innan NATO rfkir gott andrúmsloft — sagði Henrik að lokum. Eldur í fost- eignusölu ELDUR kom upp í skrifstofu- húsnæði Fasteignasölu Vilhjálms og Guðfinns við Aðalgötu 6 í Keflavík, um hálf áttaleytið í gærkvöldi. Aaðalgata 6 er gam- alt þriggja hæða timburhús og eru einnig í því tvær íbúðir. — Slökkvilið Keflavikur rauf milli- vegg til að komast að eldinum og tókst að hindra útbreiðslu hans þannig að skemmdir urðu ekki miklar nema á skjölum og bókum fasteignaskrifstofunnar. Manlio Brosio. | Lundlegu og írshútíð í £tykkishóhni LANDLEGA hefur verið ! Stykkishólmi um þessa helgi enda verið hér hvassviðri og éúagangur. Ekki er vitað annað en að vegir séu allir færir og gekk bílnum vel yfir Kerlingar- skarð í gærdag. Árshátíð Gagnfræðaskólans í Stykkishólmi var haldin síðast- liðinn laugardag í skólahúsunum og var þar fjölmenni mikið. Dag- skráin var fjölbreytt og veiting- ar konunglegar og sáu ungling- arnir um allt sem að hátíðinnl laut. Meðal skemmtiatriða voru leikþáttur, bókmenntakynning, þjóðdansasýning og lúðrasveit barna lék undir stjórn Víkings Jóhannssonar. Síðan var dansað og var árshátíðin skölanum og nemendum hans til mikils sóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.