Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967. 3 Torsis kv Samtal IVibl. við Rahr VALERY Tarsis, sem nú býr í Frankfurt við ána Main er á förum til Bergen, þar sem hann mun halda fyrirlestra á vegum stúdentasamtaka og einnig mun hann opna mál- verkasýningu rússneskra list- málara, þar sem sýnd verða málverk m.a. eftir Títoff, sem er nýtízkulegur og trúarleg- ur listmálari og hefur því ekki fengið inngöngu í félag listmálara í Moskvu. Títoff hefur ekki verið leyft að fara til Björgvinjar. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali, sem Mbl. átti við Rahr, bókaútgefanda í Frankfurt, en eins og menn muna kom Rahr til íslands á síðastliðnu ári ásamt Tars- is. Samkvæmt upplýsingum Rahr, hefur Valery Tarsis kvænzt 28 ára gamalli sviss- neskri stúlku, sem hann kynnt ist, þegar hann dvaldist í Sviss, en þar reit hann bók um Rússland. Hann er mjög hamingjusámur — sagði Rahr, og býr ekki langt frá Frank- furt í nýju húsi, en því mið- ur hafa þau enn ekki fengið síma og því er ekki unnt að ná tali af honum um síma. Rahr sagði að Tarsis hafi ekki verið áreittur af Sovét- stjórninni og að hann hefði ekki hug á að fara til Rúss- lands, því að hann vissi að eigi þýddi að sækja um leyfi til þess að fara til landsins. Aðspurður um það hvort Tarsis hefði hug á að koma til íslands að nýju sagði Rahr, að Tarsis hefði notið mjög dvalarinnar á fslandi. Það hefði verið mikil ánægja að koma til íslands eftir allt amstrið í Bandaríkjunum. Fólkið var gott, veðrið var Valery Tarsis — kvæntur svissneskri stúlku. gott, allt var gott — við nut- um dvalarinnar á íslandi báð ir tveir. Velheppnaöar ferðir til sólarlanda Gullfoss kom ■ gær úr suðurferðinni 1 GÆRMORGUN lagði Gull- foss að bryggju í Reykjavík og var þar með lokið fyrstu ferð hans með ísleozkt skemmtiferðafólk - til sólar- landa. Ferðin hófst 17. ja. sl., og hélt skipið þá til Azor- eyja, fór þaðan til Kanarí- eyja og víðar, en síðan til Portúgal, en þar fóru farþeg- ar af skipinu og flugu til ís- lands, en aðrir fóru út í þeirra stað og skipið hélt aftur af stað suður á bóginn. Er fyrri hópur skemmti- ferðafólksins kom heim hafði Mbl. tal af nokkrum og spurð ist fyrir um ferðalagið og var hið sama upp á teningn- um hjá öllum: Þeir áttu varla nógu sterk orð til að lýsa hversu gaman var í ferðinni. í gær hafði svo Mbl. tal af Kristjáni Aðalsteinssyni skipstjóra á Gullfossi og spurði hann um ferðirnar. Sagði Kristján m.a., að þetta hefði verið nokkuð lengri úti- vist, en skioshöfnin á Gull- fossi ætti að venjast, eða 41 dagur. Farþegar í síðari ferð- inni hefðu verið 129, en eitt- hvað færri í þeirri fyrrL -— Og veðrið? .— Þegar á heildina er iitið má segja að við höfum ver- ið heppnir með veður. Að' vísu var slæmt í sjóinn á leiðinni til Azoreyja, svo og á Biskaiflóa á leiðinni heim. í suðurhöfum var hins vegar alltaf bezta veður og sléttur sjór. — Bar á sjóveiki hjá far- þegum? — Það var ekki svo mikið. Dálítið á leiðinni út til Azor- eyja, en aftur á móti minna á leiðinni heim, enda fólk þá orðið sjóvanara. Fólki er Kristján Aðalsteinsson miklu hættara með að verða sjóveikt fyrst í stað, heldur en ef það er búið að vera eitthvað á skipinu, jafnvel þótt veðrið hafi verið gott. — Og þú telur ferðirnar vel heppnaðar? — Ég held að það sé ómögu legt annað en að segja að þær hafi heppnazt prýðilega. Þetta var kátt og skemmtilegt fólk sem var með okkur og furðulega samstilltir hópar, — já, það má segja að þetta hafi verið eins og á stóru heimili. Ýmislegt var gert sér til gam- ans á skipinu og voru t.d. haldnir dansleikir á kvöldin. Sumir höfðu orð á því, að þeir vildu ekki fara frá borði, held ur leggja strax af stað í aðra slíka ferð, og víst er um það, að ein kona var með skipinu allan tímann, þ.e. fór í báðar ferðirnar. — Og hvað er nú framund- an hjá ykkur? — Við förum inn í okkar gömlu ferðir aftur. Förum sennilega til Vestmannaeyja á miðvikudagskvöld og leggj- KOMIÐ er á markaðinn frá Ru- pert Hart-Davis forlaginu í Lund únum safn íslenzkra þjóðsagna undir nafninu „Mead Moon- daughter and Other Icélandic Folk Tales" (Mjaðveig Mána- dóttir og aðrar íslenzkar þjóð- sögur). Þýðandinn er dr. Alan E. Boucher, sem kennir ensku við viðskiptadeild Háskóla ís- lands og hefur sett saman fjöl- margar bækur um íslenzk efni, ma. „The Hornstranders", sem er skáldsaga um Hornstrend- inga. Þetta er fyrsta útgáfa ís- lenzkra þjóðsagna á ensku síðan 1890. um síðan af stað til Bremer- haven á laugardag. — Reiknarðu með áfram- haldi á ferðum Gullfoss til sólarlanda? — Ég veit ekki hvað verð- ur. Miðsvetrartíminn er allt- af fremur dauður timi hjá farþegaskipum, og þá er senni lega helzt að fara þangað sem sól og betra veður en hér heima er. Hins vegar tók skip ið engar vörur í ferðinni og voru því farþegar tæplega nógu margir ef litið er á það af fjárhagslegum sjónarhól. f bókinni eru 24 þjóðsögur, meðal þeirra Búkolla, Djákninn á Myrká, Grámann, Bakkabræð ur, Sæmundur fróði. Loppa og Jón Loppufóstri, Hildur álfa- drottning og Velvakandi og bræð ur hans. Sögurnar eru mynd- skreyttar af Karólínu Lárusdótt- ur, sem stundar nám við Ruskin listaskólann í Oxford. Þýðandinn hefur samið stutt- an inngang og aftast í henni eru skýringar um sögurnar og upp- runa þeirra. Bókin kemur út innan skamms í Bandaríkjunum hjá forlaginu Chilton Books. IsEenzknr þ£óðsögnr í enskri þýðingu ÖSlugt tryggíngaEélag i hjarta borgarinnar.. ALMENNAR TRYGGINGAR í! pósthússtræti » SlMI 17700 STAKSTtliAR Styrjöldin 1 Vietnam Kins og að líkum lætur er enn mikið rætt um styrjöldina í Víet nam um heim allan og hér hafa orðið talsverðar umræður um. ástandið austur þar. Menn grein- ir nokkuð á um það hvort rétt- lætanlegt sé að heyja styrjöld- ina í Víetnam til að stöðva fram- rás kommúnismans. Á sama hátt var á sínum tíma um það deilt hvort lýðræðisþjóðirnar ættu að mynda hernaðarbandalag til þess að stöðva yfirgangsstefnu komm únista í Evrópu. Um hitt ætti ekki að þurfa að deila að það er heimskommúnisminn, sem ber ábyrgð á styrjaldarátökunum í Víetnam, það hefur verið opin- ber stefna kommúnista að leggja hvert þjóðlandið af öðru undir járnhæl kommúnismans og sú stefna hefur nú verið í fram- kvæmd í Suð-austur-Asíu. „Vietnamnefndin" Hin svokallaða „Víetnam- nefnd“, sem hér hefur verið sett á laggirnar er runnin undan rót- um kommúnista. Það voru þeir, sem buðu öðrum samtökum þátt- töku, en gættu þess rækilega að bjóða ekki stjórnmálasamtökum ungra Sjálfstæðismanna né Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, þátttöku í þessum að- förum, enda hafa þeir væntan- Iega gert sér grein fyrir því að Sjálfstæðismenn mundu skilja hver tilgangur þeirra var, en auðvitað er hann sá einn að brjótast út úr þeirri einangrun, sem kommúnistar hafa verið í varðandi utanríkis- og varnar- mál og s»rstöðu þá sem þeir hljóta að hafa varðandi heims- málin alm»nnt, því að þeim er fullljóst að húsbændur þeirra austan t{"Ids ætlast til þess að þeir styðji stefnu, sem er í fullri andstöðu við hagsmuni lvðræðis- þjóða og K-ð gera þeir líka bæði leynt og Ijóst. Afstaða ungra F ramsóknarmanna og Jafnaðarmanna Eðlilegt og sjálfsagt er að lýð- ræðissinnar ræði í sinn hóp við- kvæm mál eins og styrjöldina í Víetnam og reyni að beita á- hrifum sínum á þann veg, sem þeir telja skynsamlegast. Og auðvitað efast enginn um vilja U Thants til að koma á friði i Víetnam, og slíkt á líka fyrst og fremst að vera hlutverk Sam- einuðu þjóðanna. Hitt er frá- leitt að hlýða kalli kommúnista og ganga til liðs við menn, sem fylgja þeim kenningum að styrj- aldir séu réttlætanlegar til að undiroka þjóðirnar og koma á kommúnisma, en þykjast í liina röndina mestu friðarsinnar. Við kommúnista á ekkert að ræða heimsmál eða öryggismál, af þeirri einföldu ástæðu að þeir berjast í grundvallaratriðum fyrir alU "ðru en því, sem sam- rýmzt r Ar íslenzkum hags- munum ?ða hagsmunum lýð- ræðisþjóða yfirleitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.