Morgunblaðið - 28.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1967, Blaðsíða 12
* 12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967. áfflSHai Nauðsynlegt að byggð eflist að Reykhólum Þaraþurrkstöð álitlegft fyrirtæki, sem ber að hraða Ur rœðu Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi SIGURÐUR Bjamason flutti i gær ræ®u í Neðri deild AI- þingis fyrir þingsályktunar- Þingmál f gær Neðri deild: I Frumvarp um verðlagsmál fcjávarútvegsins var til fyrstu um ræðu. Enginn kvaddi sér hljóðs ©g var frv. vísað til annarrar um- ræðu og sjávarútvegsnefndar. ! Jónas Pétursson (S) mælti fyrir nefndaráliti landbúnaðar- nefndar við aðra umræðu um „ /arðeignasjóð ríkisins. Gerði nefndin nokkrar breytingartil- Jögur fyrir frumvarpið. t Skúli Guðmundsson (F) beindi þeim tilmælum til landbúnaðar- nefndar að hún sendi Búnaðar- þingi, er nú situr á rökstólum, frumvarpið til umsagnar áður en það væri afgreitt úr deildinni. * Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra og Jónas Pétursson bentu á, að Búnaðarþing tæki þetta mál til meðferðar og væri ejálfsagt að huga að athugasemd- um þingsins, en ekki sáu þeir ástæðu til að fresta framgangi málsins. Frumvarpið var samþykkt með áðurorðnum breytingum að tillögum landbúnaðarnefndar og síðan vísað til þriðju umræðu. Efri deild: Friðjón Skarphéðinsson flutti framsögu fyrir nefndaráliti meiri hluta allsherjarnefndar. Sagði hann áð aðalbreyting frumvarps- ins væri vörnm gegn náttúru- hamförum væri gefið meira rúm en í núgildandi frumvarpinu. Nefndin hefur sent frumvarpið til umsagnar Rauða krossins og Slysavarnafélagsins. Svaraði Slysavarnafélagið og gerði eng- ar athugasemdir en Rauði kross- inn svaraði ekki. I Einnig tók til máls Alfreð Gíslason (K) og flutti hann til- lögu um að vísa málinu frá með rökstuddri dagskrá. Taldi hann með öllu óþarft að hafa löggjöf »em þessa í gildi. Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra benti á það, að líklega væri Alfreð eini læknirinn sem dæmi væru um, að mótfallinn væri löggjöf um varnir gegn nátt úruhamförum. Atkvæðagreiðslu var frestað. Jóhann Hafstein dómsmála- ráðherra flutti framsögu fyrir frv. um veiting ríkisborgararétt- ar, en það var afgreitt frá neðri deild fyrir skömmu. Var frv. v,s- að til annarrar umræðu og alls- herjarnefndar. Frumvarp um löggilding verzlunarstaður í Egilsstaðakaup- túni var til fyrstu umræðu, en það var afgreitt frá neðri deild fyrir skömmu. Enginn kvaddi sér hljóðs og var frv. vísað til annarrar umræðu og allsherjar- nefndar. Þá mælti Ingólfur Jónsson fyrir frv. er afgreitt var frá neðri deilir fyrir stuttu um varnir gegn . útbreiðslu sauðfjársjúkdóma. Var frumvarpinu vísað að lok- inni ræðu ráðherra til annarrar umræðu og landbúnaðarnefndar. Til þriðju umræðu var frv. um Fávitastofnanir. Alfreð Gislason flutti tölu fyrir breytingartillög- um, er hann flytur ásamt Karli Kristjánssyni (F). Auður Auðuns (S) gagnrýndi tillögurnar og taldi ekki ástæðu til að sam- þykkja þær. . , Atkvæðagreiðslu var frestað. tillögu þeirri er hann flytur um þaraþurrkstöð að Reyk- hólum, ásamt Birgi Finns- syni og Matthíasi Bjarnasyni. Sigurður Bjamason sagði að unnið hefði verið að til- raunum með þaravinnslu undir forustu Sigurðar Halls- sonar og væri talinn ömggur markaður fyrir þessa fram- leiðslu m.a. í Noregi og Frakk landi. Uppbygging Reykhóla. í upphafi máls síns ræddi Sigurður Bjarnason almennt um uppbyggingu Reykhóla og kvaðst telja eðlilegt að á þessu glæsilega hötfuðbóli myndaðist byggða- kjarni fyrir sveitirnar í A-Barða strandasýslu. Mikið hetfði verið rætt um hagnýtingu jarðarinnar og margar nefndir starfað í því sambandi. Nú er ákveðið að reisa heima- vistarskóla fyrir gagnfræðastig- ið að Reykhólum og standa allar sveitir Austur-Barðastrandasýslu að þeirri framkvæmd en þegar henni er lokið verður fyrst hægt að fullnægja skólaskyldu í þess- ari sýslu. Ræðumaður sagði að þýðing- armikið væri fyrir sveitirnar að upp risi þéttbýliskjarni, þar sem saman væri komin ýmis þjón- ustustarfsemi fyrir sveitirnar og í því sambandi væri nauðsyn- legt að hefjast handa um upp- byggingu atvinnufyrirtækja þar. Þegar væru hatfnar framkvæmd- ir við mjólkurbú á Reyktoólum sem að vísu hefði verið slegið á frest í bili, og ákveðið hefði verið að byggja ferjubryggju á Stað í Reykjanesi, sem mun hafa verulega þýðingu fyrir sveitirn- ar og eyjarnar á Breiðafirði. Þá vék Sigurður Bjarnason að þara- þurrkstöðinni og sagði að 1000 tonna verksmiðja fyrir þara- vinnslu mundi kosta 3 millj. kr. En nauðsynlegt væri áð bora í sumar eftir meiri jarðhita en nauðsynlegar boranir mundu kosta 500—600 þús. kr. Þegar hetf ur verið þurrkað um 1200 kg. af þara og selt til Noregs, þar I sem þessi starfsemi hefði þegar vakið töluverða athygli. Sigurð- ur Bjarnason sagði að lokum að mál þetta hetfði verið lagt fyrir iðnaðarmálaráðherra og Iðn þróunarráð og kvaðst hann vænta þess að það væri komið á þann rekspöl að iðnfyrirtæki þetta gæti risið á hinum náttúruauðuga stað að Reykhólum. Þingsálykt- unartillagan er á þessa leið: Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því. að hraðað verði undirbúningi að byggingu þara- þurrkstöðvar á Reykhólum í Aust ur-Barðastrandarsýslu. Skal stefnt að því, að ársframleiðsla hennar verði a.m.k. 1000 tonn af þurrum þara á ári þegar I upphafi með stækkunarmöguleik um síðar. Jafntframt verði undir- búin nauðsynleg löggjöf um stofn un og rekstur fyrirtækisins. Starfsemi búreikninga- stofu færð í nútímahorf - Sagði Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra á Alþingi i gær INGÓLFUR Jónsson, landbúnað- armálaráðherra, flutti framsögu í gær fyrir frumvarpi ríkisstjóm arinnar um Búreiknistofu land- búnaðarins. Frumvarpið er flutt til að sam ræma skipulag búreiknistofunn- ar kröfum tímans og jafnframt gera bændum auðveldara með að gera sína búreikninga. Ingólfur Jónsson, land'búnað- arráðherra. Frrv. þetta er samdð af nefnd og var Ólaíur Björns- son, prófessor, formaður nefnd- arinnar. Búreikningas'krifstofa hefur starfað um 30 ára skeið, en árangur af starfsemi hennar hetfur ekki orðið eins mikill og æskilegt hefði verið, bæði vegna þess að fé hefur ávallt verið af skornum skammti til að standa undir rekstri hennar og eins það, að löggjöfin og skipulagið hef- ur ekki verið í því formi, sem æskilegt hefði verið. Það þykir því henta að breyta löggjöfinni í það form, sem samrýmist nú- tímanum meir. í frv, er kveðið svo á, hvert hlutverk búreikningaskrifstofu er. Það er í fyrsta lagi að leið- beina bændium með færslu bú- reikninga og stuðla að því, eftir því, sem við verður komið, að bændur færi sem flesta reikn- inga um búrekstur sinn. Annað atriðið er að safna búreikningum víðs vegar að af landinu, bæði frá einstökum bændum og félags búum með það fyrir augum að fá sem réttustu mynd af bú- rekstri bænda í heild og jafn- framt af einstökum greimim landtoúnaðarins. Þriðja atr. að lagfæra búreikninga, er stotfnun inni berast og það mun vera í samræmi við reglur, sem hún setur hlutaðeigandi að kostnað- arlausu og vinna úr þeim tölu- legar upplýsingar um allar greinar landibúnaðarins. Senda skal viðkomandi bónda búreikn- ing hans uppgerðan, í samráði við búnaðarhagfræðinaut eins fljótt og við verður komið og auk þess birta ytfirfærslu um nið urstöður búreikninganna fyrir hvert ár. Gefa skal út aðgengi- leg eyðublöð fyrir búreikninga með glöggum skýringum. Þá skal einnig gangast fyrir búreikn inganámskeiðum til leiðfoeining- ar bændum, er búreikninga vilja halda. Einnig skal vinna að því með útgáfustarfsemi, námskeiðum og á annan hátt í samráði við búnaðarfoagfræði- ráðunauta Búnaðarfélagsins og aðra starfsmenn þess að útforeiða meðal bænda hagkvæmri þekk- ingu á niðurstöðum búreikninga skrifstofunnar. Hún skal vera rí'kisstj. og þeim aðilum, er hverju sinni fara með verðlag3- og framleiðslumál landfoúnaðar- ins, til aðstoðar við útreikinga eða gagnasöfnun að þvi leyti, sem slíkt er innan starfssviðs stofnunarinnar. Þetta eru meginverkefni bú- reikningaskrifstofunnar og má segja, að það sé talsvert, og að það sé tvíþætt í aðalatriðúm. Annars vegar að gefa bændum með þeim niðurstöðum, sem bú- reikningarnir sýna, á glöggan hátt rétta mynd af því, hvaða búgrein borgar sig og hvernig rekstrinum skuli hagað, til þess að fá sem beztan og eðlilegastan árangur. Og reynslan hefur sýnt, að það er ákaflega misjöfn niður staða og misjafn árangur hjá ýmsum bændum með búrekstur og misjafnt hve miklar tekjiu- Framhald á bls. 24. Umrœður um skipan sendinefndar íslands á Allsherjarþinginu: Kommúnistar kröfðust neitunar- valds í sendinefndinni 1946 — Þagnarskylda forsenda samstarfs í utanríkismálanefnd NOKKRAR umræSur urðu í Neðri deild Alþingis í gær vegna frv. er nokkrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa flutt um starf- semi utanríkisráðuneytis- ins en þar er m.a. gert ráð fyrir að haft skuli náið samstarf við utanríkismála nefnd Alþingis um með- ferð utanríkismála svo og skuli allir þingflokkar hafa rétt til að tilnefna fulltrúa í sendinefnd íslands á AIls- herjarþingi Sameinuðu þjóöanna. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, sagði að að því er varð- aði utanríkismálanefnd væri frv. þetta efnislega samhljóða því sem hann hefði boðizt til þess að gera ef vissum skil- yrðum um þagnarskyldu væri fullnægt. Frv. þetta væri efnislega samhljóða tillögu milliþinganefndar um þing- skaparbreytingu að því er varðaði utanríkismálanefnd en skv. þeim tillögum væri nefndin bundin þagnarskyldu ef utanríkisráðherra óskaði. Þá vék utanríkisráðherra að fullyrðingum þess efnis að það væri lögbrot að ekki væri haft samráð við utanríkis- málanefnd. Hann sagði að engin ákvæði væru um sam- band ráðuneytisins við nefnd ina, nema í þingsköpum, en þau ákvæði næðu einungis til þess tíma er Alþingi sæti ekki. Það væri hins vegar aðallega sumarmánuðir og væri þá sjaldnast stór mál á sviði utanríkismála, sem til meðferðar kæmu. Utanríkis- ráðherra sagði að trúnaðar- brot hefðu verið framin árin 1958—1959 og væri hann reiðubúinn til þess að leggja fram gögn um það, þegar rannsóknarnefnd Framsóknar flokksins, sem boðuð hefði verið, birtist. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, gerið sérstak- lega að umtalsefni þann lið í frv. sem fjallaði um sendi- nefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann sagði að það vært fyrst og fremst Sósialista- flokkurinn, sem bært ábyrgð á þvi að sá háttur var ekki upptekinn í byrjun, að allir þingflokkar ættu fulltrúa í sendinefnd íslands á Allsherj- arþinginu. Árið 1946, þegar slík sendinefnd var fyrst skip uð, ætlaðist Ólafur Thors, sem þá gegndi starfi utanríkisráð- herra til þess að aliir þing- flokkar ættu fulltrúa í sendi- nefndinni. Því var hafnað af Sósíalistaflokknum, nema með því skilyrði, að fulltrúar hvers einstaks þingflokks hefðu neitunarvald í sendi- nefndinni. Þetta hefði leitt til þess að meirihluti sndinefnd- arinnar hefði ekki getað tekið ákvörðun um mál, ef einn fuil trúi var andvígur ákvörðun nefndarinnar og utanríkisráð- herra. Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.