Morgunblaðið - 28.02.1967, Page 16

Morgunblaðið - 28.02.1967, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBPÚAR 1967. IJtgefandi:: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. MIKILVÆGIR GJALDEYRISSJÓÐIR ¥ Tpplýsingar ^ Nordal, Jóhannesar*^ bankastjóra, um gjaideyrisstöðuna hljóta að vekja mikila athygli. Sam- kvæmt ’þeim hefur heildar- greiðsluj'öfnuðurinn á sl. ári verið í jafnvægi og nettó- gjaldeyriseign hélzt svo ti'l óbreytt frá árslokum 1965. Gjaldeyrissjóðirnir námu í árslok 1966 1915 milljónum króna á móti 1912 milljónum króna í árslok 1965. Það, sem er sérstaklega at- hyglisvert er, að þessi árang- ur hefur náðst þrátt fyrir mikið verðfall á helztu út- flutningsafurðum þjóðarinn- ar. — AFRAM- HALDANDÍVID■ SKIPTAFRELSl T^egar athugaður er vöru- " skiptajöfnuðurinn og duldar greiðslur á árinu 1966 er gert ráð fyrir að nokkur halli hafi orðið á viðs'kipta- jöfnuðinum í heild, það er að segja á viðskiptum bæði með vörur og þjónustu á árinu 1966. Er það svipaður halli og á árinu 1964, en töluvert lak- ari afkoma en 1965, en þá varð rúmlega 200 milljón króna hagstæður jöfnuður. Ef athuguð er þróun út- flutningsteknanna síðustu ár- in, kemur í ljós að árið 1965 er eitthvert bezta ár í 9Ögu þjóðarinnar, bæði að því er varðaði aflabrögð og þróun verðlags á erlendum mörk- uðum. Jókst framleiðsluverð- mæti íslenzkra útflutnings- afurða á því ári um nærri því fjórða hluta og kom það fram bæði í mikilli aukningu útflutnings og að nökkru í miklum útflutningsbirgðum í árslok. Markaðshorfur héld- ust enn góðar fyrri hiuta árs 1966 og hélt verðlag erlendis áfram að hækka. Síðari hluta ársins fóru aðstæður á erlend um mörkuðum hins vegar mjög versnandi og varð þá mikið verðfall á útflutnings- vörum íslendinga, svo sem síldarmjöli og lýsi og fryst- um fiski. Þetta verðfall ásamt minni þorskafla gerði meira en vega upp á móti því, að metsfldarafli fékkst á árinu 1906. Samkvæmt upplýsing- um Jóhannesar Nordal benda bráðabirgðatölur til þess að verðmæti útflutningsfram- leiðslunnar á árinu 1966 hafi orðið um 2% minna en á ár- inu 1965. Hér er því um að ræða mi'kil umskipti, sérstak- lega þegar haft er í huga að þetta er í fyrsta sinn síðan órið 1960, sem verðmæti út- flutningsframleiðslunnar hef- ur lækkað, en á fimm undan- förnum árum hafði það auk- ,izt að meðaltali um nær 14% á ári. Að vísu jókst útflutn- ingsverðmætið þrátt fyrir þetta á árinu 1966 um tæp- lega 8%, en það stafaði ein- göngu af birgðabreytingum. Á árinu 1965 höfðu útflutn- ingsvörubirgðir aukizt mjög mikið, en þær lækkuðu um rúmar 100 •milljónir króna á órinu 1966. Á móti halanum á við- skiptajöfnuði ársins 1966 koma hinsvegar ýmsar fjár- magnshreyfingar er námu nettó svipaðri upphæð. Niður staðan varð því sú, að heild- argreiðslujöfnuðurinn, eins og hann kemur fram í gjald- eyrisviðskiptum bankanna, var í jafnvægi á árinu 1966, sem kom fram í því, að nettó gjaldeyriseign bankanna hélzt svo til óbreytt. Þetta tvennt, að gjald- eyrissjóðir þjóðarinnar eru nær tveir mil'ljarðar króna og greiðslujöfnuður hefur verið í jafnvægi á síðastliðnu ári, þrátt fyrir ýmsa erfiðlei'ka út flutningsframleiðslunnar, er þjóðinni ómetanlega miki'ls virði. Það treystir lánstraust hennar og alla efnahagslega aðstöðu út á við og það trygg- ir áframhaldandi frjálsræði í verzlun og viðskiptum, stöð- ugt fjölbreyttara vöruúrval og heilbrigða viðskiptahætti. Er það eitt af stórafrekum núverandi ríkisstjórnar að henni hefur tekizt að breyta öngþveiti í gjaldeyrismálum og viðskiptamálum, sem ríkti þegar vinstri stjórnin hrökkl- aðist frá völdum, í frjáisa og eðlilega viðskiptahætti. Að sjálfsögðu verður að berjast fyrir því af alefli að tryggja framv. gjaldeyrisstöðu þjóð- arinnar út á við og jafnframt greiðslujöfnuð. Vitanlega hef ur verðlag íslenzkra útflutn- ingsafurða mest áhrif á það, hvernig það tekst. í bili skap- ar lækkandi verðlag margvís- lega erfiðleika. En það er vissulega ekki ný saga, að verðfall afurða á heimsmörk- uðum hafi í för með sér vand kvæði fyrir íslenzka bjarg- ræðisvegi og efnahagslíf. s s s s s s s s s s s s s s s s s i s s s > s s s s s s s s s s s s s s I s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s j s s í s j s s s } s s s s s s s s s s s s s ) s I s s s s s s s s s s s s s } s s I s s s s I ! s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s } s s Forsetahjónin í Tanzaniu, Julius Nyerere og kona hans, Maria Magige. Nyerere leiðir Tanzaníu æ lengra til vinstri SÚ ráðstöfun Julíusar Nýer- ere, forsaetisráðherra Tanza- niu, að þjóðnýta alla hanka landsins og verzlunarfyrir- tæki, kom nokkuð á óvart bæði heima fyrir og erlendis. Nyerere hefur um árabil ver- ið einn virtasti og happasæl- asti þjóðarleiðtogi í Afríku og sú skoðun verið rikjandi, að hann væri gæddur þeirri festu og hófsemi, sem þyrfti til að halda þjóð hans frá hrakföll- um og öfgafullum flokkadrátt um. Þjóðin hefur átt við erfið leika og fátækt að etja og viljað leggja kapp á að efla iðnað sinn, en hefur skort er- lent lánsfé til þess að þar yrði nóg að gera. Þessar síðustu ráðstafanir forsetans þykja heldur ólíklegar til að bæta úr í þeim efnum. Eins og í flestum Afríku- ríkjum er jafnan nokkur ólga í Tanzaniu. Áður en landið fékk sjálfstæði ferðuðust af- riskir stjórnmálamenn um það þvert og endilangt og ráku sin óábyrga áróður. öll vandræði, sem fólkið átti við að stríða og fátækt þess, var Englendingum að kenna. Þeg ar sjálfstæði yrði fengið yrði allt gott. Á þeim dögum var Nyerere leiðtogi hins stóra sjálfstæðis- flokks TANU. En hann var flestum hófsamari. Hann var- aði alltaf við of mikilli bjart- sýni og meginstefið í ræðum hans var, að þegar sjálfstæð- ið yrði fengið, biði þjóðarinn- ar mikil vinna og erfið bar- átta fyrir því að bæta lífs- kjör sin. Hann lagði alla áherzlu á að efla samvinnu og einingu milli kynþáttanna, sem landið byggðu, Afríku- manna, Evrópumanna og Ind- verja — og varaðist of stór loforð. Svo varð landið sjálfstætt. Englendingar höfðu ekki arð- rænt Tanganyika og þeir héldu áfram að veita landinu ýmiss konar aðstoð. Þannig varð engin bylting í efnahags málunum. Afríkumenn tóku við hinum ýmsu embættum og fengu sömu laun og Eng- lendingar höfðu haft. Breyt- ingar á lífskjörum almenn- ings urðu hinsvegar tiltölu- lega litlar. Þar við bættist það tjón, er þjóðin varð fyrir vegna verðfalls í hampi, aðal- útflutningsvörunni. Ástæðan var ekki fjandskapur Vestur- veldanna, heldur eingöngu sú, að ýmiss konar gerfiefni voru fundin upp, sem þóttu betri og ódýrari en hampurinn. Fjöldi manna varð því fyrir sárum vonbrigðum og smám ari sem sögðu — eins og svo saman urðu þær raddir sterk- víða annars staðar í nýfrjáls- um ríkjum Afríku að allt væri óbreytt, aðeins smá hóp- ur manna hefði tekið við mun aðarlífi Englendinga, hýbýlum þeirra, launum og bifreiðum en þjóðin í heild þjóðist jafnt og áður og hin fögru loforð frá því fyrir sjálfstæði væru aldrei efnd. Þó hefur verið tiltölulega minna um það í Tanzaniu en mörgum öðrum Afríkuríkj- um, að ráðherrar og embætt- ismenn berist mikið á. Nyer- ere hefur sjálfur lifað tiltölu- lega fábreyttu lífi og verið á verði gegn hvers kyns óbófi eða spillingu. Engu að síður er mikið djúp milli embættis- manna og hinna fátæku lands búa. Og eitt af því, sem hef- ur valdið Nyerere hvað mest- um vonbrigðum er það hve fljótir baráttufélagar hans frá fyrri tíð hafa verið að gleyma hugsjónum sínum, hversu ófúsir að gera sér grein fyrir því, að þó baráttan gegn Eng- lendingum sé unnin, verði að halda áfram að berjast gegn fátæktinni. Nokkrir þeirra hafa ekki skilið, að einmitt nú þurfa þeir að taka á öllu sínu baráttuþreki. Nyerere varð fjótt ljóst, að eitt er að vera áróðursmaður, að berjast fyrir sjálfstæði, vera uppreisnarmaður og halda eldheitar föðurlands- ræður - en annað að sitja á valdastóli og rísa undir þeirri byrði og ábyrgð, sem stjórn fátækrar millj.þjóðar krefst. Og nýja kynslóðin, - mennta- mennirnir og embættismenn- irnir upprennandi, sem verið er að ala upp til þess að vinna landi sínu og þjóð. Þeir gera fyrst og fremst kröfur fyrir sjálfa sig, krefjast bættra lífs skilyrða og bættrar vinnuað- stöðu fyrir sig, en hugsa minna um þjóðfélagið og þess hag. Þeir gera sér e.t.v. ekki grein fyrir því sjálfir, en þeir eru markvisst að vinna að því að koma sér fyrir sem ný yfir stétt í landinu. Því var það nú fyrir skömmu, að Nyerere tók óblíð um höndum á stúdentum, er þeir héldu fjöldafundi og fóru kröfugöngur. Þeir voru fyrst og fremst að mótmæla laga- frumvarpi, þar sem svo var kveðið á, að þeir, eins og önn ur ungmenni í landinu, skyldu vinna þegnskylduvinnu í tvö ár, að námi loknu, til að flýta fyrir uppbyggingu atvinnu- vega landsins. Stúdentarnir neituðu harðlega og kröfðust sömu skilyrða og stúdentar á Vesturlöndum. En Nyerere varð hinn harðasti og sagði, að þeir skyldu gera sér það Ijóst, að þeir byggju ekki í auðugu vestrænu háþróuðu iðnaðarþjóðfélagi — og land þeirra næði aldrei að komast svo langt, ef þeir svikjust und an merkjum og neituðu að að stoða við uppbygginguna. Jafn framt lýsti hann því yfir, að Tanzania væri fyrst og fremst land verkamanna og bænda það er að segja, öllum lands- búum bæri að lifa sem bænd Ur og verkamenn. Nyerere forseti, hefur alltaf verið talsmaður þeirra stefnu, sem kallast Afrískur sósía- lismi. Þessi stefna er víða rek in í nýfrjálsum ríkjum Afríku en með mjög svo mismunandi hætti. Fer því fjarri, að hægt sé að skýra afrískan sósía- lisma sem eina stefnu. í meg- Framhald á bls. 24 s s s > s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i > s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Fram úr þeim erfiðleikum hefur ræzt og væntanlega mun svo einnig verða nú. Og þégar á móti blæs hjálpar það auðvitað mjög, að við höf um í góðærinu byggt upp öfl- uga gjaldeyrissjóði, sem nú er hægt að ganga nokkuð á, ef nauðsyn krefur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.