Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28 FEBRÚAR 1967. 17 Kosygin og Wílson: Hvað fór þeim á millj? Voru friðarviðræður um Vietnam á næsta leiti? ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, heimsótti Bretland fyrr í þessum mán- uði, eins og kunnugt er af frétt- um. Að heimsókninni lokinni var að vanda gefin út sameigin leg yfirlýsing um árangur við- ræðna hans við brezka leiðtoga, sem var talsverður. En engin yfirlýsing var gefin um það, sem gerðist hak við tjöldin. Hér á eftir fer lauslega þýdd og endursögð grein, sem birtist í „The Sunday Telegraph" um viðræður Kosygins við Harold Wilson, forsætisráðherra Bret- lands. Höfundar er ekki getið í blaðinu: Meðan dagblöðin voru full af uppsláttarfréttum um það hve Wilson hefði mistekizt glæsilega í Vietnam-málimu — mistök, sem ekki virtust koma Bandaríkjamönnum á óvart, né heldur vera sérlega glæsileg í þeirra augum — tókst Kosygin að ná talsverðum, en minna auglýstum, árangri á því sviði, sem hann hafði mestan áhuga á — málefnum Evrópu. Bent hafði verið á það áður en hann kom, að heimsókn Kosygins til London væri fram hald svipaðra viðræðna sov- ézkra leiðtoga í Paris, Róm, Ankara, og þremur öðrum mik- ilvægum höfuðborgum ríkja Atlanbsihafsbandalagsins. Við- horf Moskvu var því það, að heimsóknin væri fyrst og fremst framhald baráttu Kreml fyrir því að veikja vestræna samstöðu með því að efna til traustra tengsla við hvert hinna helztu aðildarrikja. Viet- nam var aukaaitriði í þessu sambandi, þótt það mál ætti hug Wilsons allan. Hann varð að gæta þess að greiða ekki sovézkum gestum sínum of hátt verð vegna þessarar bar- áttu sinnar fyrir hugðarmál- inu, og svo virðist sem honum hafi ekki alls kostar tekizt það. Tökum sem dæmi mjög mikil væga tillögu Kosygins um samning um brezk- sovézka samvinnu. í ræðu sinnd hinn 9. febrúar bauð Kosygin Bretum samning um vinábtu, friðsam- lega samvinnu og gagnkvæm fyrirheit um að ríkin réðust ekki hvort á annað. í sameigin- legu yfirlýsingunni er ekki minnst á síðasta atriðið, og ekki að ástæðulausu. Á fyrsta einkafundi þeirra eftir ræðuna tilkynnti Wilson gesti sínum að Bretar gætu ekki gleypt við ekki-árásar- samningi, vegna þess að banda- Iagsríki Bretlands fengjust aldrei til að viðurkenna hann (þvi tilgangur Atlantshafs- bandalagsins var og er að verka sem skjöldur gegn hugs- anlegum árásum Sovétrí'kj- anna). Þetta viðurkenndi Kosygin, og virtist sætta sig við samning, er kvæði á um öll menningar-, ví'sinda-, tækni- og efnahagstengsl ríkjanna tveggja. Bretar líta svo á að við höfum heimild bandamanna okkar til samninga á þessu sviði vegna þeirrar stefnu, sem við höfum fylgt i NATO, — þ.e. að heppilegast sé að ræða sambúð Austurs og Vesturs á einkafundum fulltrúa frá einu ríki úr hvorri fylklngu (og þetta var einmitt sú stefna, sem Thomson, aðstoðar utan- ríkisráðherra Breta, ítrekaði á ráðstefnu Atlantshafsbanda- lagsins í París daginn eftir brottför Kosygins frá London). Rússarnir, sem þarna voru að ná fyrsta formlega bvíhliða samningi sínum við eitt af uppi stöðuríkjum Atlantsihafsbanda- lagsins, höfðu enga ástæðu til að kvarta yfir því á þessu stigi málsins, þótt Wxlson hefði sér- staklega undanskiiið hernaðar- ákvæðið. Öryggismál Evrópu. í öllum viðræðum varðandi Evrópu, lagði Kosygin meiri áherzlu á öryggi (og með því orði á Moskva við að halda Þýzkalandi í skefjum), en allt annað, þar með talin bætt stjór.nmálasambúð landanna. Það var til dæmis hann, sem lagði til við Wilson að boðað yrði til öryggismálaráðstefnu Evrópu. Svo virðist sem ágreiningur hafi orðið um það hvort, og á hvaða stigi, skyldi bjóða Banda ríkjamönnum aðild að þesskon- ar ráðstefnu. Wilson og George Brown, utanríkisráðherra, héldu því fast fram að Bandaríkja- menn ættu að eiga fulltrúa á Kosygin þesskonar ráðstefnu frá upp- hafi, vegna þess að þótt þeir væru ekki Evrópuiþjóð, hefðu þeir mikilla hagsmuna að gæta varðandi varnir Evrópu. Wil- son tókst óbeint að fá sínu fram í þessu máli, því Kosygin féllst að lokum á að „öl'l Evr- ópuríki skuli vera meðal aðila að ráðstefnunni". Hinsvegar féllst hann á tillögu Sovétríkj- anna um að boða til þesskonar öryggisráðstefnu — hugmynd sem vakið hefur talsverðar grunsemdir í Bonn, Varðandi Vestur-Þýzkaland sjál'ft (og Austur-Þýzkaland — þar með talið glappaskot Georges Browns varðandi Oder Neiise landamærin) má telja, að frammistaða Breta hafi virzt öllu verri en hún var í raun- inni. Vitað er að Brown tók persónulega málstað Bonn- stjórnarinnar í viðræðunum við Kosygin, og brýndi það fyrir Rússunum að þeir breyttu úr- eltri afstöðu sinni til Vestur- Þjóðverja nútímans, og viður- kenndu þá sem sanna lýðræðis- og friðsemdarþjóð. Oftar en einu sinni reyndi Kosygin, þrátt fyrir þetta, að fá Bretana til að staðfesta opin berlega að núverandi landa- mæri Evrópu væru til fram- búðar (þ.e. að viðurkennda Oder-Neisse landamærin og Járntjald kommúnista í heild). Fór hann m.a. fram á þetta þeg ar rætt var um að skera niður herafla bæði Varsjábandalags- ins og NATO. Árangurinn varð sá að honum tókst að fá inn ákvæði í yfirlýsingunni þar sem sagt er að viðurkenna beri yfirráðasvæði sérhvers ríkis 1 Austur- og Vestur-Bvrópu. Og það var þessi grein, sem vakti svo mikla gremju þegar Brown mistúlkaði hana. Staðreyndin er sú, að Wilson gerði sér far um að leggja áherzlu á að við- urkenning hans næði ekki til þeirrar stefnu Breta að Aust- ur-Þýzkaland væri stjórnmála- lega séð „ekki-ríki“. Kosygin samþykkti þetta málamiðlunar orðalag vegna þess að — jafn- vel fyrir vel þegna aðstoð Browns — hljómaði það nær óskum Pólverja en nokkrar þær yfirlýsingar, sem ti’l þessa höfðu verið gefnar í London. Vietnam. Þetta er í stuttu máli aðdrag andinn að spurningunni hivort það sé rétt að með flausturleg- um tilraunum sínum til að fá Kosygin til að samþykkja brezk-sovézkar friðaraðgerðir í Vietnam hafi Wilson slakað of mikið til varðandi máletfni Evr- ópu — án þess að vinna nokk- uð á varðandi Suðaustur- Asíu? Til að skilja hversvegna brezk-sovézkar tilraunir til að koma á friðarviðræðum milli Wasihington og Hanoi tékst ekki, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að stjórn Johnsons forseta lítur svo á að loftárásir á Norður-Vietnam og friðarviðræður séu tvö óskyld mál. Frá upphafi brezk-sovézku viðræðnanan var ljóst að Moskva taldi það tilslökun af hálfu stjórnarinnar í Hanoi að hún væri reiðubúin til við- ræðna ef Bandaríkjamenn hættu loftárásum. Svo virðist sem falið hefði verið frá fyrri skilyrðum kommúnista um að Bandaríkjamenn kölluðu her sinn heim. Ráðgjafar Johnsons forseta voru hinsvegar harðir á því að báðum aðilum bæri að draga úr hernaðarframkvæmdum, til dæmis að stjórn Norður-Viet,- nam hætti að senda liðsauka og birgðir til Viet Cong ef Banda- ríkin hættu loftárásum. Þessi krafa þeirra fékk byr undir báða vængi þegar könnarflug- vélar þeirra komust að því að óvinirnir notuðu fjögurra daga stöðvun loftárásanna áramótahátíðarinnar til að auka birgðaflutninga suður á bóg- inn. Svo er að sjá sem Wilson og Brown hafi báðir hrifizt af því að Kosygin virtist í fyrsta skipti reiðubúir.n til að taka að sér að reyna að koma á friðar- viðræðum í Vietnam, og viður kenna að jafmvel stjórnin i Norður-Vietnam væri sammála um að eina hugsanlega lausn- in væri á stjórnmálasviðinu. Þessi breytta atstaða Sovétríkj- anna var talin eiga rót sína að rekja til þess að nú, þegar von- laust var talið að unnt yrði að sætta deilur Rússa og Kínverja væri Rússum sama þótt Kín- verjar sö'kuðu þá um svik við málstað kommúnista. Samkvæmt heimildum i Washington hafði Wilson, sem var í stöðugu samfoandi við Hvíta húsið meðan á viku- heimsókn Kosygins stóð látið í ljós áhyggjur yfir þvi á laugar- dag að Bandaríkjamenn kynnu að hefja loftárásir að nýju áð- ur en hann ætti lokaviðræður við Kosygin á sunnudag. Taldi hann bersýnilega að sér hefði tekizt að sannfæra gestinn sinn sovézka um að Johnson óskaði einlæglega eftir friðarviðræð- um, jafnvel þótt hann vildi ekki lofa stöðvun loftárása nema gegn einhverri gagnkvæmri til- slökun Hanoi-stjórnarinnar. Frestun loftárása Með tilliti til þessa ákvað Johnson á laugardagsmorgun (laugardagskvöld etftir brezk- um tíma), þegar áramóta- vopnah'léið var að renna út, að bíða enn með að hefja á ný loftárásirnar á Norður-Viet- nam. Hinsvegar hófust bardag- ar á jörðu niðri samkvæmt áætlun um leið og vopnahlés- Wilson tímanum Iauk. Þennan sunnudag samþykkti Kosygin — enn samkvæmt heimild'um í Washington — að hafa samband við Hanoi og láta vita að tryggt væri að Bandaríkjamenn héldu árásar- banni sínu áfram, ef stjórn Norður-Vietnam féllist á að hætta herflutningum suður á bóginn. Sagt er að þeir Wilson cg Kosygin hafi jafnvel rætt um það hvort hér væri átt við að bannað væri að flytja matvæii, eða hvort einungis væri átt v:ð hermenn og vopn, Sagt er að Kosygin ihafi haldið því fram að ekki væri rétt að ætlast til þess að Hanoi hætti að flytja mativæli til hermanna sinna 1 Suður-Vietnam. Svo kom óvænt heimsókn Wilsons í Claridge's Hotel, þar sem Kosygin bjó, klukkan eitt á mánudagsmorgun, en þá var RAUÐA SKIKKJAN Þessi kvikmynd hefur verið mikið umtöluð, sem hæfir dýr- ustu mynd, sem gerð hefur verið á Norðurlöndum. Því miður verð ég að vera sammála einum af dönsku gagnrýnendunum, sem taldi þessum peningum illa varið. Myndin á að gerast á Islandi á fyrri hluta miðalda. Myndin fjallar um þá gömlu góðu hluti, ást og afbrýði, bardaga og hatur. Sigvarr konungur hefur drepið föður Hagbarðar og fara þeir bræður til að hefna' föður síns. Berjast þeir lengi við syni Sig- vars og veitir hvorugum betur og býður Sigvarr þeim sættir. Fara þeir heim með honum og leggur Hagbarður hug á dóttur hans Signýju. Lítur nú friðsamlega út, en hatrið skýtur aftur upp sinu ljóta höfði og verða mannvíg mikil. Það er vafalaust nokkrum erfiðleikum háð, að vita hvernig þessir forfeður okkar höguðu sér, en vafasamt er að þeir hafi verið eins hálfvitalegir og Inynd- in gefur tilefni til að ætla. Svo dæmi sé tekið, fara Hagbarður og Haki á úlfaveiðar. Þeir á við fjallalæk og skola á sér andlitin. Þetta virðist vera svo fyndið, að þeir hlæja tröllslega á eftir. Og þegar bræðurnir eru saman í gufubaðinu eftir bardagann, sem lauk með friði, hlæja þeir nær viðstöðulaust. Hvað er svona sniðugt? Einnig er Cecil B. deMille sýki áberandi á köflum. Gunnar Björnstrand er í rauninni ekki að leika Sigvarr, heldur Charlton Heston í einni af sinum reglu- bundnu misþyrmingum á Móses, klukkan tfu að morgni í Hanol og nægur tími fyrir orðsend- ingu Rússa að hafa komizt til skila. Skömmu fyrir þennan tíma, og áður en hann fór á fund Kosygins í hótelíbúð hans, hafði forsætisráðherrann verið í símasambandi fijá íbuð sinni að Downingetreet 10 við Hvíta húsið, en í Washington var dagur ekki enn að kvöldi kominn. Talið er að hann hafi fengið staðfestingu á að lof - árásir væru enn ekki hafnar að nýju, þótt ekki væri unnt að bíða mikið lengur, nema já- kvætt svar bærist frá kommún istum. En svarið frá Hanoi var ber- sýnilega enn neikvætt, ef á annað borð nokkurt sivar barst. Þess vegna var það að 41 klukkustund eftir að bardagar hótfust á ný á jörðu, voru banda rískar flugvélar komnar yfir Norður Vietnam. Á yfirborð- inu leit út fyrir að Rússar hefðu gefið örlítið eftir, en Hanoi ekki neitt. Málstaður S-Vietnam í öllum þessum eftirvænting arfullu vangaveltum í London varðandi Norður-Vietnam, ótt- uðust sumir sérfræðingar í Bandaríkjunum, að málstað'ir Suður-Vietnam gleymdist. Stjórn Johnsons forseta, vinn ur að því öllum árum að koma á heilsteyptari, vinsælli, og ef unnt er, sannri meirihluta- stjórn í Saigon á næstu mánuð- um. Litið er svo á að sú stjóm ein geti átt framtíðarvon í bar- áttunni gegn kommúnistum. Það er þessi hugsjón, sem er efst í hugum ráðgjafa John- sons þegar þeir vilja ekki láta lokka Bandarikin til að fallast á einhverja ógnarkosti til að fá frið í Vietnam, jafnvel þótt ástandið í innanríkismálum mæli með því að dregið verði úr hernaðaraðgerðunum. Þær aðgerðir gætu hæglega breytt þeim hernaðarsigri, sem beir telja á næsta leiti, í hræðileg- an stjórnmálaósigur. Pétri postula og öðrum forn- sögulegum persónum. Göngulag- ið er þunglamalegt og svipurinn frosinn í stellingum, sem senni- lega eiga að tákn vald og ábyrgð. Það mun hafa verið sagt 1 Danmörku, að myndin væri betri með íslenzka talinu. Það er hreint ekki ólíklegt að Dönum finnist það, því að þá losna þeír við að skilja það sem sagt er, sem er allt annað en innblásið. Eva Dahlbeck leikur drottning- una af þvílíkum alvöruþunga, að það er auðséð að hún hefur verið búin að lesa endirinn áður en hún byrjaði að leika byrjunina. Samkvæmt fastmótaðri tradi- tion skandinaviskra mynda, verða að vera nektarsenur og myndin bregst ekki þar. Fyrst sjáum við sex natka karlmenn í gufubaði, heldur óspennandi, því karlmenn verða yfirleitt svo- lítið broslegir naktir. Og næst háttar Oleg Vidov hinn rússneski (Hagbarður) Gitte Hænning og fara þau síðan í rúmið. Fáum við að fylgjast allvel með því. Síðan hefjast bardagar ■ í svefn- herberginu og af einhverjum ástæðum er Gitte ekki látin skýla nekt sinni og striplast þarna lengi innan um manndrápin. íslenzku leikararnir Gísli Al- freðsson og Borgar Garðarsson sleppa vel frá sínum hlutverk- um, sem hvorugt gefur tilefni til tilþrifa. Aftur á móti eru þekkt- ir og ágætir leikarar eins og Gunnar Björnstrand, Eva Dahl- beck og Birgitte Federspiel sett í þá óhæfu aðstöðu að leika hlut- verk, sem gefa tilefni til lítils Framhald á blaðsíðu 24. Olafur Sigurðsson skrifar um KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.