Morgunblaðið - 28.02.1967, Page 19

Morgunblaðið - 28.02.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 28. FEBRÚAR 1967. 19 Jónas Halldórsson frá Leysinsfjastöðum í Austur-Húnavatns- sýslu sigraði nýlega í meistaraflokki á Skákþingi Norðurlands, sem haldið var á Akureyri, og varð skákmeistari Norðurlands í 5. sinn. Vann hann þá til eignar mikinn verðlaunagrip, sem keppt hefur verið um árum saman. — Myndin er frá verð- launaafhendingunni. Jón Ingimarsson (t.v.) afhendir Jónasi gripinn. Stúlka óskast Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í brauð- gerð vora. Uppl. ekki í síma. G. Ólafsson & Sandholt Laugavegi 36. Kæliskápar — Frystiskápar — Frystikistur 14 GERÐIR - STÆRÐIR VIÐ ALLRA HÆFI • ATLAS kaeli- og frystitækin eru glæsiieg útlits, stílhrein og sígiid. • ATLAS býður fullkomnustu tækni, svo sem nýja einangrun, þynnri en betri, sem veitir aukifi geymslurými og meiri styrk. • ATLAS full- nýtir rýmið með markvissri, vandaðri innréttingu, og hefur m.a. lausar, færanlegar draghillur og flöskustoðir, sem einnig auðveldar hreinsun. • ATLAS kæliskóparnir hafa nýtt, lokað ★ ★ ★ djúpfrystihólf með nýrri gerð af hinni snjöllu, einkaleyfisvernduðu 3ja þrepa froststill- ingu. • ATLAS býður einnig sambyggða kæli- og frystiskópa með sér hurð og kuldastillingu fyrir hvorn hluta, alsjólfvirka þíðingu og raka blósturskælingu. • ATLAS hefur hljóða, létta og þétta segullokun og möguleika á fótopnun. • ATLAS skóparnir hafa allir færanlega hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. • ATLAS hefur stöðluð mól og inn- byggingarmöguleika með þar til gerðum búnaði, listum og loft- ristum. • ATLAS býður 5 óra óbyrgð ó kerfi og trausta þjónustu. • ATLAS býður hagstætt verð. • ATLAS er afbragð. KÆLISKÁPAR . — 4 STÆRÐIR SAMBYGGÐIR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR . — 2 STÆRÐIR FRYSTISKÁPAR .... — 3 STÆRÐIR FRYSTIKISTUR .... — 3 STÆRÐIR VIÐAR-KÆLISKÁPAR — 2 STÆRÐIR með og ón vín- og tóbaksskáps. Val um viðartegundir. FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK Boðnir 4 danskir háskólastyrkir DÖNSK stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1967-68. Einn styrkj- anna er einkum ætlaður kandí- dat eða stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir eða sögu Danmerk- ur, og annar er ætlaður kennara til náms við Kennaralháskóla Danmerkur. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim, ef henta þykir. Styrkfjárhæðin nemur 892.50 dönskum krónum á mánuði, en að auki er veittur sérstakur styrkur vegna ferðakostnaðar í Danmörku. 50.— danskar krón- ur. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, fyrir 25. marz n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum, svo og heilbrigðisvottorð. Sérstök umsóknareyðublöð fást í mennta málaráðuneytinu. Frá menntamálaráðuneytinu. Góufagnaður í Lindartungu Borg, Miklaholtshreppi, 20. febrúar, 1967. I GÆR, sunnudaginn fyrsta góu dag, bauð kvenfélagið ,,Eyjan“ í Eyjahreppi til „Góufagnaðar" öllum húsráðendum úr Mikia- holtshreppi og Kolbeinsstaða- hreppi. Sam-koma þessi var haldin í félagsheimilinu Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi. Sótti hana mikill fjöldi fólks úr þremur hreppum. Veitingar voru fram- úrskarandi höfðinglegar og fjól- breytb dagskrá og skemmti fólk sér af lífi og sál. t Formaður kvenfélagsins „Eyi- an“. frú Kristín Þorleifsdóttir á Þverá, setti samkomuna. Þá var sýnt leikritið „Amor kemur í heimsókn". Sigurður Helgason, skólastjóri, söng gamanvísur eftir Margréti Guðjónsdóttur húsfrú á Dafs- mynni. Þá sýndu fjórar komur „Morg- unleikfimi“ undir stjórn Sigurð- ar Helgasonar, skólastjóra, og var mikið hlegið af því. Þá var þátturinn „Hver er maðurinn.“ Loks var stiginn dans af miklu fjöri. Einar Halldórsson og S’g- valdi Fjelsted léku á harmonikk- ur. Samkoma þessi fór á allan hátt mjög vel fram og var ölL- um til sóma er að henni stóðu. eykur fegurð augna yðar Augun búa yfir leyndum töfrum, sem þér getið auðveldiega framkallað Kynnist May- belline snyrtivörum. Byrjið með ULTRA+ BRO W—• litli línu burstinn gerir yður mögulegt að forma augabrúnirnar mjúkum eðlilegum línum. Næst notið þér ,ULTRA*SHADOW — mjúkur burstinn tryggir að liturinn verður jafnt borinn á. Með FLUID EYELINER (burstinn. er í lokinu) virðast augun stærri og bjartári. Gleymið ekki hinum frábæru eiginleikum burstans (Duo-Taper Brush).| sem fylgir ULTRA+LASH Mascara litunum. Með honum getið þér sveigt og aðskilið augnhárirtj þannig að þau virka þéttari og lengri. — Páll. Heildverzlun Péturs Péturssonar Suðurgötu 14 - Sími 21020 Wolsey NYLONSOKKAR Ensk gæðavara með úrtöku. 15 denier, 30 denier. CREP — 15 og 30 denier. WOLSEY KLÆDD ER VEL KLÆDD. Sölustaðir: Parísarbúðin, Austurstræti 8. Verzl. Alma, Hafnarfirði, Verzl. Drífa, Akureyri. — Kaup- fél. Höfn, Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.