Morgunblaðið - 28.02.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967. JT iR cg KR hafa örugga forystu í 1. deild - eftir auðvelda sigra á sunnudag ÞAÐ er augljóst eftir leikina í I. deild um helgina að ÍR og KR munu enn einu sinni berjast um efsta saetið í I. deild í körfu- knattleik, en þessi tvö félög hafa nú trygga forystu í deildinni og hafa unnið alla sina leiki til þessa. KR burstaði ÍS á sunnu- dagskvöld 93—35, og ÍR vann ÍKF örugglega 7fr—55. ÍR — ÍKF 76—55, I. deild. Leikurinn var fremur jafn fyrstu mínúturnar en ÍR liðið var mun sterkara er á leið og hafði yfirburðastöðu 43—26, þeg- ar flautað var til hlés. Það veikti ÍKF liðið að mun að Ingi Gunn- arsson, slasaðist snemma í leikn- um og varð að yfirgefa leikvöll- inn, og þrátt fyrir hetjulega bar- áttu þeirra er eftir stóðu, réðu þeir ekki við hina fljótu og skot- öruggu ÍR-inga og urðu að lúta lægra haldi 76—55, en síðari hálfleikur var mun jafnari eins og stigin bera með sér. Hjá ÍKF var Friðþjófur beztur og skoraði 21 stig, En Hilmar skoraði 14 úr ótölulegum fjölda tilrauna, sem á stundum skemmdu upphlaup liðsins. Hjá ÍR var Agnar stiga- Enska knattspyrnan 30. UMFERÐ ensku deildar- keppninnar fór fram sl. laugar- dag og urðu úrslit leikja þessi: 1. DFILD: Burnley — Chelsea 1-2 Everton — West Ham 4-0 Fulham — Liverpool - 2-2 Leeds — Aston Villa 0-2 Manc'hester U. — Blackpool 4-0 Newcastle — Arsenal 2-1 N. Forest — Leicester 1-0 Sheffield U. — Southampton 2-0 Stoke — Sheffield W. 0-2 Tottenham — Manchester C. 1-1 W.B.A. — Sunderland 2-2 2. DEILD: Birmingfham — Ipswidh 2-2 Olympíumeistarinn í svigi kvenna Christel Haas fót- brotnaði á fimmtudaginn á æf ingu í Austurríki. Það eru fleiri félagasamtök auralítil en þau íslenzku. — Sænska skíðasambandið glím- ir nú við skuldabagga sem nemur tæplega 6 millj. ísl. króna. Bury — Blackfbum 1-2 Coventry — Oharlisle 2-1 Hull — Cardiff 1-0 Millwall — Derby 3-2 Northampton — C. Palace 1-0 Norwiöh — Bristol City 1-0 Plymouth — Huddersfield 2-3 Portsmouth — Wolverhampt. 2-3 Preson — Bolton 1-3 Rotherham — Charlton 2-0 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee — Partick 0-0 Dunfermline — Dundee U. 3-3 Rangers — St. Mirren 3-0 Stirling — Celtie 1-1 Staðan er þá þessi: 1. DEILD: 1. Manchester United 41 — 2. Liverpool 41 — 3. N. Forrest 38 — 4. Chelsea 35 — 5. Tottenham 35 — 2. DEILD: 1. Coventry 43 — 2. Wolverhamton 39 — 3. Blackburn 37 — 4. Huddersfield 36 — UM 200 þús. manns munu safnast saman á helztu knatt- spyrnuvelli Evrópu annað kvöld. Þá fer fram fyrri hluti 8 liða úrslita í Evrópubikars- keppni meistaraliða Evrópu. Evi ópubikarleikirnir eru þeir sem félögin hafa mest upp úr og þvi er það keppikefli hvers liðs að komast sem lengst í þessum mótum. Annað kvöld mætast: Real Madrid — Inter Milan. Linfield (N-írland) — Cska Búlgaríu. Vojvodina (Júgóslavía) — Celtic. Ajax (Holland) — Dukla Prag. Real og Inter Mi'an eru einu liðin sem eftir eru í keppninni sem hafa unnið Evrópubikarinn. Real Madrid er handhafi bikarsins nú og '’”fnr unnið hann 6 sinnum. hæstur með 16 stig, Skúli skor- aði 13 og Birgir 12. Dómarar voru Marinó Sveins- son og Jón Eysteinsson. KR — ÍS 93—35, I. deild. Eins og úrslitin bera greinilega með sér var hér um algera ein- stefnu að ræða á vellinum. Pressuvörn KR-inga setti Stú- dentana algerlega úr jafnvægi og samspil þeirra og öll eðlileg geta hvarf eins og dögg fyrir s.lu. KR- ingar náðu knettinum hvað eftir annað af andstæðingunum þegar þeir hófu leik við endamörk þannig að KR liðið skoraði oft tvær til þrjár körfur án þess að Stúdentarnir næðu að komast fram fyrir miðjan völlinn. Hefur KR liðið náð skemmtilegum tök- um á þessari hressilegu varnar- aðferð og vrður gaman að sjá þá beita henni gegn sterku liði eins og ÍR. Flest stig skoruðu fyrir KR: Einar Bollason 34, og átti hann skínandi góðan leik, hitti vel og náði fjölda fríkasta, Gunnar skoraði 17 stig, Kolbeinn 14 og Hjörtur 12, og átti allt liðið góðan dag, enda mótstaðan ekki mikil. Fyrir ÍS skoraði Hjörtur Hannesson 12 stig og Grétar 7. Dómarar voru Ólafur Geirsson og Kristbjörn Alberts- son. Karl Jóhannsson, fyrirliði KR. KR-ingar aftur í 1. deild Hafa tryggt sér sigur jbo nokkrir leikir séu eftir «>- Á SUNNUDAGINN fengust úr- slit í 2. deild handknattleiks- manna, þó nokkuð sé eftir af mótinu í heild. KR-ingar tryggðu sigur sinn í deildinni með því að vinna Þrótt með 19 mörkum gegn 16. Hefði KR-ingum raunar nægt jafntefli og getað tapað eina leiknum sem þeir eiga eftir — en samt hlotið sigurinn. Má því segja að það sé nokkuð greinilegt hvert sé sterkasta lið 2. deildar í ár — þó að vísu KR- ingar hafi verið dálítið heppnir með sum stig sín og eins með úrslit milli annarra félaga. Þrótturum veitti betur Leikurinn var framan ai mjög jafn og veitti Þrótturum heldur betur. En KR-ingar tóku það þá til bragðs að setja sérstakan mann til höfuðs Hauki Þorvalds- syni, máttarstólpa Þróttarliðsins. Tókst þetta mjög vel hjá KR og hafði það í för með sér að Þrótt- arliðið brotnaði gersamlega. Er 10 mín. voru eftir af leiknum var staðan 15-15, en KR skoraðv 4 mörk gegn 1 i síðasta hluta leiksins — og tryggði sigur sinn í leiknum og rétt til setu í 1. deild næsta vetur. Beztu menn KR voru nú sem fyrr Karl Jó'hannsson og hinn ungi en efnilegi markvörður. En drjúgur hefur einnig Halldór Björnsson verið iiðinu, því hann hefur gert ýmsa af hættulegustu mótherjum KR „óvirka með strangri gæzlu. Keflavík vann Á laugardagiskvöldið léku Keflvíkingar og Þróttur og var það jafn leikur og tvísýnn. Kefl víkingar sigruðu með 20 mörk- um gegn 17 og hækkuðu upp í 2. sætið á töflunni. Akureyringar áttu að koma suður um sl. helgi og leika hér tvo leiki, en veðurfar hamlaði flugferðum og var leikjunum frestað. Tvö heímsmet í shautohlaupi HOLLENZKI heimsmeistarinn 1 skautahlaupi, Cees Verkerfk, setti um helgina tvö heimsmet í skautahlaupi á alþjóðlegu móti í Inzell. Hann hljóp 1500 m á 2:03.9. Eldra metið átti landi hans Ard Shenk og var það 2:05.3 sett á sömu braut. Þá setti Verkerk heimsmet í 5000 m hlaupi á 7:26.6. Eldra metið átti Norðmaðurinn Fred Anton Meier og var það 7:28.1 sett 1965. Ölafur Guöfliindsson þjálíari IR ÓLAFUR Guðmundsson hinn gamalkunni sundkappi hefur nú verið ráðinn sundþjálfari hjá Í.R. Stóð til að Ólafur tæki við þeim starfa upp úr nýárinu en ekki gat orðið af því fyrr en nú. Ekki þarf að kynna Ólaf fyrir sundunnendum. Um árabil var hann í röð allra fremstu sund- manna landsins, óvenju fjöl- hæfur, keppti í öllum greinum sundíþróttarinnar og átti ís- lenzk met bæði í baksundi og flugsundi. Æfingar ÍR I sundi eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 8 síðdegis og á föstudögum kl. 7. Vænta forráðamenn félags ins að þeir sem áhuga hafa á sundæfingum, ekki sízt yngra fólk, noti sér æfingarnar og kennslu Ólafs. Næsta landsmót UMFÍ undirbúið HÉR með er óskað eftir þátt- töku í eftirtöldum hópíþróttum á Landsmóti UMFÍ 1968: Konur: Handknattleikur. Karlar: Knattspyrna og körfu- knattleikur. Þátttaka sendist til undirritaðs sem fyrst og eigi síðar en 1. maí Undankeppni í hópíþróttum hefst í sumar og er reglugerð um hana að finna í fundargerð 15. sambandsráðsfundar UMFÍ. F. h. undirbúningsnefndar hóp Sigurður Helgason, form„ Laugagerðisskóla, Snæfellsnesi, Borgarnes. - U THANT Framhald af bls. 1. sig tilheyra „hinni framfarasmn uðu æskulýðsfylkingu", vilja mótmæla stefnu frönsku stjórn- arinnar í Vietnam-málinu. Stjórn S-Vietnam rauf stjórnmálasamr band við Frakkland árið 1966. Franski sendiherrann hefur sent utanríkisráðherra S-Viet- nam mótmælaorðsendingu vegna þessa atburðar. Síðar gáfu unglingamir út yf- irlýsingu, þar sem „uppgjafa- stefna nokkurra ábyrgðarlausra Bandaríkjamanna, sem mótfailn- ir eru aðgerðum Bandaríkja- manna í Vietnam" er vítt. Virt- ist þessari yfirlýsingu vera bent að J. William Fulbrigiht, öldung- ardeildarþingmanni. Þöglir og svipbrigðalausir S- Vietnamar leituðu í dag að lik- amsleifum ættingja sinna í rúsc- um heimila sinna í þorpinu Ap Do, en hermenn Viet Cong vörp- uðu 34 sprengjum á þorpið í birt ingu í morgun. Um 30 óbreyttir borgarar fórust í sprengjuregn- inu en a.m.k. 70 aðrir særðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.