Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967. 31 ítfttfiNAriONAl. UPPEff MANTLE PRCUeCT Sepot.t <0 . SvitiRo<*wv.:' ®|i Or»»w«. CfnKHte f ' w 3 *) S-.'r.tofttatfí . rttlj' seoiocicAt i SKSVÍY Of CAKAOA PAfíR •AÍTMENT WN65 rscrfWKAi swsvevs; 1 Faktúrumálið enn írétti Frá jarðfræðihinpfinu um Atl ant«haf'*hrypror'nn í R'<unvísindastofnun háskólans í gær. Fremst sitja Guðmundur Sig valdason og Trausti Einarsson. ísland rnjög mikiivægt # — í rarensóknum AtBantsliafsSiryggfarins ÍSLENZKIR vísindamenn á sviði jarðfræði og skyldra greina hófu ráðstefnu um Mið-Atlantshafshrygginn í gær kl. 3.30 í Raunvísinda- stofnun háskólans. Dr. Sig- urður Þórarinsson, formaður Jarðfræðifélagsins setti þing- ið. Þakkaði hann sérstak- lega Sveinbirni Björnssyni eðl isfræðingi, sem hefði átt hug- myndina að þessu þingi og annast að mestu undirbún- ing. Fykk hann síðan fundar- stjórn Guðmundi Sigvalda- syni, jarðefnafræðingi. Þrjú erindi voru flutt í gær. Sigurður Þórarinsson flutti yfirlit um hnattsprungu kerfið, Trausti Einarsson yfir- hryggjarkerfi, sem spennti um allan heim. Um lönd liggja- kerfin á nokkrum stöðum, í Austur-Afríku og Palestínu, um sprungukerfin miklu í Kaliforníudal og um ísland. Hafa miklar rannsóknir á þessu síðustu áratugina hleypt fjöri í kenningu Wegeners um landarek, hvernig sem það hafi átt sér stað, en hún gerir ráð fyrir að einhvern tíma hafi öll löndin verið samhangandi, en síðan rekið í sundur. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um ástæð- una og gat fyrirlesari um ýmsar þeirra. Nú eru mjög ofarlega á baugi kenningar um að hnötturinn sé að Framan á bókinnl meff fyrirlestrum frá jarfffræffingabing- inu um Atlantshafshrygginn í Ottawa 1965 er mynd sem sýnir sprungurnar á Þingvöllum. iit yfir jarðsögu fslands og Haraldur Sigurðsson um ís- lenzka basalhlaðann. Næsti fundur er á miðvikudag. Sigurður Þórarinsson rakti f erindi sínu fund sprungunn- ar í Atlantshafshryggnum, er kom fram við kortlagningu í Lamonde rannsóknarstöðinni í Bandarrirjunum árið 1953, þar sem Bruce Heezen var m. a. að störfum. Hryggurinn var þá löngu fundinn. Vakti þessi fundur mikla athygli og leiddi til sívaxandi rannsHrna og þess að Heezen setti fram kenningu sina um að Atlants- hafshryggurinn væri hluti af stækka og telur Heezen að auðveldast sé að skýra spungukerið með útþenslu. Hafa m. a. kórallarannsóknir verið notaðar í því skyni, en dagsveiflur eru í kórallalög- um og ættu því að vera 365 hringir eftir árið. En .fundizt hafa 400, sem þykir benda til að jörðin hafi verið minni og fleiri dagar í árinu. Hafa rannsóknir á hryggnum auk- izt mjög síðustu 15 árin, eink- um síðan paleomagnetiskar rannsóknir komu til. Stórar ráðstefnur hafa verið haldnar um þetta efni, svo sem ein í London 1964 og önnur í Ott- Sigurffur Þórarinsson setur þingiff. awa 1965. Kom nýlega út á prenti bók upp á 500 blað- síður með fyrirlestrum vís- indamanna þaðan. Og kvað fyrirlesari það sýna vel hve mikilvægt ísland væri í þess- um rannsóknum að framan á bókinni er birt mynd af sprungunum á Þingvöllum. Sagði hann það kostinn við ísland, að þar sé hægt að rannsaka ýmislegt á þessu sviði niður í smáatriði, sem ekki er hægt á sjávarbotni. Sýnd hann myndir af sprung- um á íslandi. SA af Reykja- vík, á Þingvöllum, uppi undir Hofsjökli, norður af Mývatni, sprungukerfið við Dettifoss o. f. og sagði það verkefni bíða að kortleggja þessi sprungukerfi á fslandi. Þá flutti Trausti Einarsson yfirlit yfir jarðsögu svæðisins milli Norður-Evrópu og Græn lands, mótunarsögu íslands, sköpun þyngdarsviðsins á ís- landi og aldurshámark hryggj ar á íslandssvæðinu. Sagði hann að ísland lægi jarðsögu- lega á mjög athyglisverðum stað, á eyði því, sem varð er Grænland færðist vestur um 1200 km fyrir um 150 millj. ára, en áður lá það nálægt Noregi. Þá kemur 100 millj. ára eyða, sem ekki er vitað um, þangað tii ísland kemur fram, en síðan eru nú talin aðeins 25 millj. ár og er alltaf að styttast ævi fslands með nýjustu rannsóknum. Hrygg- urinn sé þá brot í vissu spennusviði. Og upphaf hans annað en uppstreymi um hann. Telur Trausti að þessi hreyfing verði ekki rakin í jarðsögu fsland og hafi verið löngu liðin er saga íslands hófst. Hvað gerðist i 100 millj ára eyðunni kvaðst hann ekki taka afstöðu til. Síðasti fyrirlesarinn var Haraldur Sigurðsson. Talaði hann um myndun íslenzka basalfhlaðans, ræddi hug- myndir með og móti landreki frá eldgosabelti vegna inn- skota ganga, þykkt basalt- hlaðans, súra hnyðlinga úr djúpbergi, samanburð við nið- urstöður jarðsveiflu- og þyngd armælinga og súrt berg á fs- landi. Á eftir hverju erindi voru bornar fram spurningar sem fyrirlesarar svöruðu. Kaupmannahöfn, 27. febrúar. MÁLAFERLUNUM gegn danska forstjóranum Elmo Nielsen var haldið áfram í Kaupmannahöfn í gær og meffal annars var fjall- aff um ákæru um aff hafa svikiff út útflutningslán aff upphæff 122 þúsund danskar krónur. Nielsen er sagður hafa fram- vísað falsaðri staðfestingu á pönt un frá bandaríska fyrirtækinu Moreddi í Kaliforniu þar sem sagði að þetta fyrirtæki hefði panfað húsgögn fyrir 389.400 dkr. í gegnum arkitektastofu Pauls Nörreklint. Nörreklint teiknaði húsgögn sem voru fram leidd hjá Nielsen. Nielsen neitar sekt sinni á þeim forsendum að hann hafi talið þetta fullnægj-. andi staðfestingu og þegar verið búinn að panta hráefni og hefja framleiðslu. Nörreklint sagði við yfir- heyrslu að Nielsen haifi ekki get- að tekið pöntunina sem bindandi samning, og kvaðst ekkert hafa vitað um lánsféð. Réttarhöldun- um verður haldið áfram næ;tu daga. — Rytgaard. Benóný Benediktsson skákmeistari Reykjav. SKÁKÞING Reykjavíkur hófst 19. janúar sl. og lauk 26. febrúar. Þátttakendur í meistaraflokki voru 20, í 1. flokki 12, í 2. flokki 17 og í unglingaflokki 5 effa alls 54. Skákmeistari Reykjavíkur varff Benóný Benediktsson. Sigraffi hann í úrslitariffli meistaraflokks meff 514 vinning af 7 mögulegum. Er þetta í þriffja sinn, sem Ben- óný verffur skákmeistari Reykja- víkur. í 2. sæti varff Haukur Angantýsson meff 414 vinning, en Benóný tanaði fyrir Hauki í síffustu umferff. 1 b-riðli meistaraflokks varð Bragi Björnsson efstur með 7 vinninga, vann alla andstæðinga sína, en næstur í röðinni varð Jónas Þorvaldsson með 414 vinn- ing. Sigurvegari í 1. flokki varð hinn ungi efnilegi skákmaður, Júlíus Friðjónsson, með 8 vinn- inga '' mögulegum. Júlíus vann T r haustmóts T.R. 1966 10ó,„. ^nnað sæti 1. flokks hreppti Guðmundur Vigfússon með 714 vinningi. Efstir og jafnir í 2. flokki urðu þeir Finnur Kr. Finnsson og Gunnar B. Arnkelsson með 614 vinning hvor, en sigurvegari unglingaflokksins varð Barði Þorkelsson einnig með 614 vinn- ing. Hraðskákkeppni skákþingsins fór fram sl. sunnudag og voru keppendur 54 að tölu. Tefldar voru 10 umferðir, hver umferð tvöföld. Efstir urðu þeir Ingvar Ásmundsson og Haukur Ang- antýsson með 1514 vinning hvor eða 77,5% af tefldum skákum. Þeir munu heyja 10 skáka ein- vígi nk. sunnudag um titilinn „hraðskákmeistari Reykjavíkur 1967“. í 2. sæti keppninnar varð Björn Þorsteinsson með 14 vinn- inga, en 3. til 4. sæti hrepptu Guðmundur Ágústsson og Jón Friðjónsson með 1314 vinning hvor. Tvíhlóð sig á sama sólarlirinffnum n Þorlákshöfn, 27. febrúar. NOKKURT magn af loðnu barst hingað í s.l. viku og hóf verk- smiðjan hér bræðslu hennar á föstudag hefur vinnslan gengið vel. Veiðisvæðið hefur verið hér mjög nálægt og hafa bátarnir stundum ekki verið nema um eina klukkustund til hafnar. Sem dæmi má nefna að vélskipið ARNAR kom hér á fimmtudag kl. 15.30 og landaði 200 tonnum. Að því loknu hélt skipið til veiða, en var komið aftur um miðnætti með-200 tonn. Nú virð- ist veiðin vera einna helzt í ná- grenni við Vestmannaeyjar, og mun nokkurt magn hafa borizt þangað um helgina. — St. E. S. BONN 27. febrúar, AP - NTB. — Komið hefur verið á að nýju stjórnmálasambandi milli Vestur- Þýzkalands og Jórdaníu, að því er tilkynnt var í Bonn í dag. Jórdania var eitt tíu Arabaríkja, sem slitu stjórnmálasambandi við V-Þýzkaland, er v-þýzka stjórn- in viðurkenndi Ísraelsríki 1965. UM nónbilið var NA-átt um allt land, víðast —6 vindstig, en 8 vindstig í Æðey og 7 á Horni. Norðan lands var hríð- arveður og 5 til 10 stiga frost, en vægara frost og éljagang- ur á Suðurlandi. Á Loftsölum var hlýjast, eða tveggja stiga hiti. Lægðin suður af landinu hreyfðist austur, svo að í dag mun verða ákveðnari norðan átt og talsvert frost. BLAÐBURÐARFÓLK 1 EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Sólheimar I Skipholt II Túngata Tjarnargata Lambastaðahverfi Vesturgata II Sjafnargata Baldursgata Gnoðarvogur Kjartansgata Talið við afgreiðsluna, sími 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.