Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.02.1967, Qupperneq 32
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967 Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað Togarinn lceland II. fdrst með áhöfn litgerðarmaðurínn Jónas Björnsson missti fyrra skip sitt fyrir 3 árum og reiknar með að hætta útgerð HÖRMULEGT sjóslys varð við Bret»n-höfða á Nova Scotia síðastliðinn laugardag er kanadíski togarinn Iceland II fórst og með honum 16 manna áhöfn. Síðari hluta laugardags tóku menn eftir því að togarinn hafði strandað skammt frá strönd inni á grynningum og velktist skipið í öldurótinu. Vegna veðurs urðu björgunarflokkar frá að hverfa, en þeir höfðu verið á bátum og þyrlum við strandstað. Á sunnudag fund- ust lík áhafnarinnar 10 að tölu rekin á ströndinni. Mbl. hafði af því fregnir að útgerðarmaður togarans Jónas Björnsson, skipstjóri væri stadd ur hér á landi, en börn hans eru búsett hér. Mbl. hafði tal af Jónasi í gærkvöldi, og sagði hann þá: — Togarinn Iceland II var 260 tonn. Ég fór heim til ís- lands á gamlársóag og þá var skipstjórinn að bíða eftir veðrh Hann ætlaði út eftir nýárið, en það gerði þá ótíðarkafla. Skips- höfnin var öll skipuð frekar ung um mönnum, skipstjórinn var t.d. 35 ára og þeir voru bæði fjöl skyldumenn og einhleypingar. Annars skipti ég mér ekki svo mikið af mannaráðningum á skipið. Ég lét skipstjórann að mesíu leyti um það. Hann var 1. stýrimaður hjá mér í sumar og geta hafa orðið breytingar á áhöfninni síðan ég hafði síðast fréttir af henni. — Já, ég er búinn að reka tog araútgerð í 7—8 ár. Ég fór vest- ur 1052, Fyrst eignaðist ég Ice- land I, en það sökk í ís fyrir þremur árum, en þá varð guði sé lof mannbjörg. Honum var bara stímað í land. Annars vert ég sáralítið um þetta slys á Ice- land II. Ég hringdi vestur í fyrra kvöld, en náði ekki í þá sem voru á staðnum, þar sem flakið liggur og þær upplýsingar, sem ég fékk voru afar litlar, nema að á föstudagskvöld hafði skip- stjórinn á Iceland II tal af öðr- um skipstjóra, sem þá var í hófn og þá sagði hann að hann væri að fara inn til hafnar, sem heit- ir Luisborg. Allt var þá í lagi um borð. Þetta mun vera hið síðasta, sem heyrðist til skipsms, hvað svo sem gerðist á eftir. — Ég veit ekki til þess að ís- lendingar hafi verið um borð. í>að var íslendingur hjá mér i fyrra í tvö ár samfleitt, en hann var farinn fyrir hálfu árL — Ég hóf togaraútgerð 1654. Toigarinn Iceland II var smíðað- ur 1964 í Bathurst í New Bruns vick. — Undanfarna vetur hef ég ekki verið á vetrarfiskiríi og því kom ég til íslands um áramétin að halda áfram útgerð eftir þetta síðustu og ég reikna ekki með áfall. Mjög stormasamt hefur verið við strendur Nova Scotia og Ný- fundnalands alla síðustu viku. Fórust 18 manns af togaranum Cape Bonnie síðastliðinn fimmtu dag á St. Lawrencetflóa, er tog- arinn strandaði þar. Þá var tveggja fiskibáta saknað frá sl. miðvikudegi úti fyrir ströndum Nýfundnalands. Á þessum bátum voru 7 manns. Jcnas Björnsson, útgerðarmaður. Mannlaus gúm- báfur á reki SELÁ, sem er á leið til Lyse- kil, fann í gærdag um kl. 14 gúmbát á reki mili Færeyja og íslands, nánar tilíekið á 64.06 norðlægrar breiddar og 10.10 gráðum vestlægrar lengdar. Var báturinn án ein- kenna og augsýnilegt að hann hefði verið lengi í sjó, fúinn, hálffullur af sjó og í honum engin merki manna. Ekki tóst skipverjum á Selá að ná bátnum, sem var gulur og svartur, vegna sjógangs, og ekki hafði verið ákveðið í gær hvort Landhelgisgæzlan færi að huga að bát þessum. — Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar mun ekki kunnugt um neina skips tapa, sem báturinn gæti verið frá. Togarinn lceland II. Surtur her&ir sig SURTSEYJARGOSIÐ herti sig um helgina og sögðu sjómenn, sem voru að veiðum á sunnudags nóttina að fallegt hefði verið að sjá eldana í Surtsey. Gosið er enn svipað og það hef ur verið, kemur úr sama gígn- um, rennur undir hraunið og vellur glóandi fram niðri við ströndina og dembir sér í sjóinn. En hraunstraumurinn hefur auk- izt. Ekkert gos er nú þeim meg- in sem húsið er. Þegar Gullfoss fór hjá Surtsey í fyrrinótt var mikið hraun- rennsli við ströndina. Andri fékk 140 milljón kr. verðfallstrygging- arfé til aðstoiar frystiiðnaðinum RÍKISSTJÓRNIN mun beita sér fyrir því, að stofnaður verði sjóð ur með 140 milljón króna stofn- framlagi til að standa undir verð falli á sjávarafurðum á árinu 1967, (svo (se!m það kann að verða miðað við verð á árinu 1966. Hér er um verðfallstrygg- ingu að ræða, sem mun nema frá 55—75%. Það sem kann að verða eftir í sjóðnum í árslok 1967 er gert ráð fyrir að verði varið til stofn unar verðjöfnunarsjóðs hrað- frystiiðnaðarins, enda náist sam- komulag um uppbyggingu slíks sjóðs milli aðila til eflingar frystiiðnaðinum í framtíðinni. Gert er ráð fyrir, að ríkis- stjórnin leggi fram frumvarp þessa efnis á Alþingi í þessari viku. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing um* þetta mál frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna: „Störf fjögurra manna nefnd- ar þeirrar, sem fjallað hetfur um rekstrargrundvöll frystihúsanna og í eiga sæti fulltrúar ríkis- stjórnarinnar og hraðfrystiiðn- aðarins, hafa leitt til þess, að ríkisstjórnin hefur gefið kost á: a) 55%—75% verðlfallstrygg- ingu á árinu 1967, miðað við endanleg verð ársins 1966 á þeim frystum afurð- um, sem hagræðingarfjár- greiðslur ná til. Verðtrygg ingin miðast við fiskteg- undir og greiðist frystihús- unum jafnóðum og sölu- samtökin greiða fiskand- virðið. b) Afurðalán verði óbreytt í krónutölu frá því, sem var á árinu 1966. c) 75% hagræðingarfjár verði greitt við veðsetningu af- urða. Hagræðingarfé verði óbreytt frá árinu 1966. f tilefni af þessu vilja stjórn- endur undirritaðra samtaka hrað frystiiðnaðarins lýsa yfir eftir- farandi: Þrátt fyrir þá staðreynd að hraðfrystihúsaeigendur telja, að með þessum ráðstöfunum sé Ejorgað úr Hainarijarðar- höfn MAÐUR datt í Hafnarfjarðar- höfn aðfaranótt sunnudags um kl. 01.00. Mjanninum var bjargað af lögreglu og fleirum, og var hann orðinn sæmilega hress, að sögn Hafnarfjarðarlögreglunnar í gær og virtist ekki hafa orðið meint af volkinu. hvergi nærri nógu langt gengið I þess, að ekki verði gripið til inn til lausnar aðsteðjandi rekstrar- heimtuaðgerða gegn hraðfrysti- vandræðum hraðfrystiiðnaðar- húsunum á meðan athugun á ins, fallast þeir, eftir atvikum, fjárhag þeirra fer fram“ á þessa skipan mála í trausti 43 tonn Bíldudal, 27. febrúar. ÁGÆTUR afli var hjá netabát- um í síðasta róðri. Andri fékk til dæmis 43 tonn, sem mestallt var góður fiskur, rétt fyrir síð- ustu helgi. Siðan hefur verið bræla en þó fóru bátarnir út í fyrradag. Hér er nú mikið frost, 10—11 stig og ekki sjóveður hjá rækjubátum. Rækjuafli hefur verið frekar tregur að undan- förnu. I bezta yfirlæti á rjúpnaveiðum Þremenningarnir i Danmarkshavn senda Mbl. skeyti og segja frá dvöl sinni — Tvisýnt um flugveður norður — HER er 30 gráðu frost, heið- skýrt veður og logn — segir í skeyti dagsettu 24. febrúar, sem Mbl. hefur borizt frá þre- menningunum í Danmarkshavn á Grænlandi, Jóni R. Steindórs- syni, flugstjóra; Gunnari Guð- jónssyni, flugmanni og Jóhanni Erlendssyni, flugvirkja — en eins og kunnugt er skemmdist flugvél þeirra, Glófaxi, í lend- ingu í fyiri viku þar nyrðra. — Flugvélin Glófaxi stendur hér úti á ísnum með brotinn vinstra hjólaútbúnað og vinstra skíði. ísinn er alltaf á hreyfingu og frá honum berast drunur, en flmgvélinni er ekki hætta búin að sinni. — Við vorum aldrei í neinni hættu og í gær gerðum við ráð- stafanir til þess að verja flug- vélina. Farið er að birta eftir 3ja mánaða myrkur. — í gær var skotinn hér ís- björn og tveir aðrir skömmu áð- ur. Talsvert er af rjúpu hér um slóðir og á morgum förum við á skytterí. Við lifum hér í bezta yfirlæti, borðum hátíðamat, t.d. moskuuxasteik og rjúpuir. Á kvöldin er spilað á spil, lesið, skrifaðar dagbækur o.fl. Hér starfa 12 menn, sem allir senda vinum sínum á íslandi beztu kveðjur og við biðjum ykkur einnig fyrir kveðjur til fjöl- skyldnanna og annarra kunn- ingja og vina. Skíðið undir Gljáfaxa var ókomið til landsins í gær, er Mbl. hafði samband við Svein Sæmundsson, blaðafulltrúa Flug félags fslands, en von var á því á hverri stundu. Fremur óhag- stætt veðurútlit var þá við Dan- marktíhavn og óvíst, hvort flogið yrði nú í morgun. Það er ætlun Flugfélagsins, að Gljáfaxi fari strax og veðúr leyfir til þess að sækja þremenningana og munu þá fara í förina sérfræðingar til þess að rannsaka skemmdirnar á flugvélinni svo og fulltnúi tryg'g ingarfélagsins. Þá mun flugvél- inni ætlað að ljúka við þá áætl- un, sem Glófaxi átti að fara og ljúka þar með skíðafluginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.