Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 14

Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. Aðallega um ekki neitt Eftir J. B. Priestley Á ÞESSU heimili erum við þeirr ar skoðunar, að það sé æskilegt «ð vera vel upplýstur. Þegar öllu er á botinn hvolft, þá lifum við á tímum nákvæmra miðlunar- tækja, sem verða stöðugt snilld- arlegri og við reynum eins og unnt er að hafa gagn af þeim. Við metum það afar mikils, það sem gert hefur verið fyrir okk- ur og það sem verið er að gera fyrir okkur af uppfyndninga- mönnum, tæknisérfræðingum og öðrum. Við erum næstum að drukkna í flóði fjölmiðlunar- tækja. Blöðin streyma eins og stríður straumur í gegnum úti- dyrnar okkar, fljóta til og frá uppi og niðri og renna síðan skítug út um bakdyrn- ar. Ef við höfum misst af einhverri fréttadagskránni í sjón- varpinu, þá skrúfum við á aðra. Umræður um málefni líð- andi stundar hlustum við á með opinn munninn og stundum aug- un líka. Sjónvarpshnötturinn Telstar skín okkar vegna. Pen- ingum, sem varið er í þessi sím töl frá Wathington, Salisbury (Rhodesiu) og Bangkok hefur ekki verið sóað algjörlega til einskis. Priestleyarnir eru að hlusta. (Lesendur eru samt sem áður varaðir við því, að ég á bráðlega eftir að breyta þessari staðhæfingu). Enda þátt konan min eyði aldrei neinum tíma í íþróttavið- töl og þess háttar, þá er hún ef til vill næmari miðlunarmóttak- andi, hvernig sem á því stendur en ég er. Þannig hlustar hún oft á ferðaviðtækið sitt, á meðan hún er í baði og einhver gæti sagt, að enn væri verið að mjólka ösnur í það. Og hún verður ekki allt í einu uppnæm fyrir ýmsum mikilvægum málefnum, eins og ég verð. Hvort sem það er í út- varpinu eða blöðunum kann svo að fara að eitthvert efni er rifj- að upp einu sinni of oft fyrir tnig og þá varpa ég því burt Ifrá mér þangað þaðan sem það kom. Konan mín, sem er eng- inn bjáni en vel mentuð mann- eskja, getur enn hlustað á efni, sem ég hef fyrir löngu fengið óbeit á, vegna þess að það var að gera mig vitlausan. En sam- anlagt þá erum við ágætt lið tfjölmiðlunarmóttakenda. Jafnvel þó að við séum enn í keng við að hlusta, horfa eða lesa, þá réttum við úr okkur við og við. Stundum finnst mér eins og fólkið við fjölmiðlunar- tækin séu að prenta endur fyrir mig. Þetta þarfnast nokkurnar BkýringaT. Á jóladag — 1904 eða 1905 — fór ég að leika mér við Btrák í næsta húsi, sem hafði verið gefin leikfangaprentvél. Allt það sem hún gat prentað, voru fjórar skítugar endur. Eft ír að við höfðum safnað saman öllum pappírsbleðlunum, sem til voru heima hjá okkur, eyddum Við kveldinu í ofboðslegri hrifn- ingu í að prenta endur, hundr- uð og aftur hundruð af öndum. Og nú 'kemur það fyrir, þegar ég er að lesa, hlusta eða horfa ®ð ég get ekki að því gert að mér finnst, sem eitthvað vanti á það, sem verið er að miðla mér, að það sem mér er skýrt frá, sé ekki þess virði að vita það — að það sé bara verið að prenta tfyrir mig endur, endur, endur. Það er á þennan hátt, sem Við lendum í þessum anda kring lumstæðum. Gerum ráð fyrir að forsetinn ætli innan fárra daga að .Bkýra á blaðamannafundi frá á- kvörðun, sem hann hyggst taka. En áður en það verður, koma engar raunverulegar fréttir frá honum — ekki neitt. Eða for- Sætisráðherrann ætlar að flytja hina miklu barátturæðu sína um helgina. En þar til það verður — ekki neitt. Skýrt verður frá ■kýrsiu friðarnefndarinnar á tföstudag en þangað til — ekki laeitt. Og það er á meðan þetta — •kki neitt — stendur yfir, á með an við erum að bíða eftir hinum raunverulegu fréttum, að við bú um við andaástandið, og erum jafnvel enn ver sett, vegna þess að þrátt fyrir það að endur, endur, endur geta verið til- breytingarlausar (nema fyrir tvo litla drengi á vetrarkvöldi), þá eru þær að minnsta kosti J. B. Priestley eitthvað, en það sem okkur er boðið — aðeins vegna þess að fjöl miðlunartækin verða að halda á- fram af fullum krafti — er aðal- lega ekki neitt. Ekki neitt — ekki neitt Við skulum íhuga flóknasta og íburðarmesta þátt fjölmiðlunar- tækninnar — sjónvarpið. Útsend ingastöðvarnar einkum BBC, hljóta að verja óhemju fé í að senda okkur þetta — ekki neitt. — Fréttamönnum, tækni- mönnum og útbúnaði er smal- að saman í flugvélar, hrúgað upp í bíla og lestir í því skyni að •skýra okkur frá og sýna okkur, Ihvað fólk mörg þúsund mílur 4 burtu er að hugsa og hvað því tfinnst um ekki neitt. Símalínur eru upppantaðar klukkustundum saman, svo að Smith, Jones og Brown geti komizt inn á þær og talað beint til okkar um ekki neitt. Háskólakennarar eru týnd ir saman úr kennslustofum, stjórnmálamenn úr skrifstofum sínum og blaðamenn úr bjór- knæpunum, til þess að þeir geti sezt saman á einn bekk í sviðs- Ijósinu og sagt okkur hreinskiln inslega allt um ekki neitt ástand ið. Þejr, sem stjórna þessum út- varþsþáttum, eru sér svo með- vitandi um ábyrgð sína á þess- um fundum um ekki neitt að þeir valda mér skelfingu. Augun í þeim virðast aigjörlega hverfa; það gæti verið dómsdagur. Ég get vel gert mér í hugarlund eiginkonur þeirra, óttaslegnar en með samanbitnar varir,, þar sem þær eru að búa til heitar súp- ur, heit böð og með vasaklúta vætta Kölnarvatni. Ég sé þá í anda, sem hringja til þess að kvarta, óðir út af því, hvernig 'farið er með þetta ekki neitt, en það eru þeir, sem ekki virð- ast hafa ánægju af neinu nema kvikmyndum sem þóttu lélegar þegar árið 1934. Stutt en algengt afbrigði af helztu — ekki neitt — dagskrán um eru flugvallarviðtölin. Utan- ríkisráðherra Ruritaniu er kom- inn til landsins og fréttamenn okkar eru þegar komnir á stað- inn með allan útbúnað. Hvað hefur hann svo að segja. Hann hefur ekkert að segja. Þarna höfum við það — með öllum um- búðum og komið í dósina. Þannig fáum við ekki neitt frá flug- vellinum til þess að bæta við ekki neitt í sjónvarpssalnum. Þetta kostar peninga auðvitað, en er þeim ekki betur varið á þennan hátt heldur en að fóðra nokkur hundruð gamla menn með vindlum og whisky, sem þeir eru að byrja að fara á mis við. Hversu mikinn viðbjóð myndi ég ekki hafa á því að búa í landi, þar sem skattar væru lágir, vindlar og whisky ódýrt og ekki einn einasti stjórn fálamaður fengi tækifæri til þess að segja ekki neitt á flugvell- inum. Nú, ef þetta alt gerðist í sam- bandi við ekki neitt, hvað ger- ist þá — hinar raunverulegu tfréttir eru loks til staðar — í sambandi við — eitthvað? — Svarið er, að eftir svo mikið nm ekki neitt, þá er eitthvað næstum of mikið til.þess að hægt sé að þola það. Fjölmiðlararnir eru næstum gengnir af göflun- um. Þarna er það komið — eitt- hvað. Síðan byrja þeir að tæta það í sundur, fram og til baka, aftur og fram. Efnið er tekið til meðferðar ofan frá, neðan tfrá og frá öllum hliðum. Það er tætt í sundur og síðan skeytt saman aftur. Það er látið fara í gegnum fíngerðari og fíngerð- ari síur. Það er rannsakað og álitsgerð gefin út um það af öllum hugsanlegum sérfræðing- um, þar sem allt kemur fram nema ef til vill venjuleg heil- brigð dómgreind. Löngu áður en piltarnir eru búnir að ganga frá því, eru sum okkar farin að stynja úr leiðindum. Á þessu stigi málsins stynjum við út af yfir-fjölmiðlun. Hvað mig varðar — og hér get ég ekki talað raunverulega tfyrir munn neins annars — þá á það, sem frá er greint hér að framan, við allar þessar bæk ur um mikilsverða atb'urði, sem venjulega er hrúgað saman en ekki skrifaðar af Bandaríkja- mönnum, sem hafa varið þrem árum í að tala við 10,000 vitni. Þær eru seldar Hollywood, bóka útgáfum og vikublöðum, stund- um áður en þeim er fulllokið og ef til vill stundum áður en byrjað hefur verið á þeim. Marg ar þeirra hefðu verið betri, ef 9,000 af vitnunum hefðu' verið skilin eftir, en rithöfundur komið í staðinn). Pólitíkin alráðandi Er ég að gefa í skyn, að fjöl- miðlunartækni okkar sé komin úr öllu samræmi við það, sem vert er að miðla fjöldanum? Vissulega ekki. Við lifum ekki í svo fátæklegri veröld. Alls kyns hutir kunna að vera að gerast, sem þér og mér væri sönn á- nægja að vita um. Stjarneðlis- fræðingur í .Cambridge eða Suð ur-Californiu kann þegar að hafa eygt nýja tegund af alheimi. Sál- tfræðingur í Mið-Evrópu kann að hafa komið fram með nýja og óvænta kenningu um dulvitund- ina. Bezta skáldsaga okkar tíma kann að vera nýkomin út í Bras- ilíu. Sjúkdómafræðingur í Barce- lona, Stokkhólmi eða Baltimore er ef til vill í þann veginn að tframkvæma uppgvötvun, sem hef ur í för með sér, að héreftir verðum við verndum fyrir því að fá venjuegt kvef. Það kann að vera málari í Yucatan eða 'tónskála í Odessa, sem nr|yndi vekja athygli ókkar allra, ef við vissum um þá. Það kynni að vera þjóðfélagsvísindamaður í Leipzig eða Grenoble, sem gæti skýrt okkur frá því, hvers vegna menn ing okkar væri úr sér gengin. Guð einn veit, hvað er að ger- ast og það er sennilega miklu meira en þarf, til að sjá öll- um fjölmiðlurum okkar fyrir það miklu efni, að þeir spryngju. Hvers vegna á þá þetta út- blásna ekki neitt og þetta eitt- hvað, sem gert er að ekki neinu, þegar svona mikið er fyrir fjöl miðlarana? Einfaldlega af því að það er pólitiskt. Fyrir fjölmiðl arana okkar eru jafnvel póli- tiska engar fréttir, ekki neitt, mikilvægari en nokkurir þeirra 'hluta, sem drepið var á hér að framan. Ef við sleppum meiri ‘háttar ógæfum, eins og þeim sem áttu sér stað við Aberfan eða í ítölsku flóðunum, getum við með sanni sagt, að nú séu mikilvægustu fréttirnar, þær sem eiga höfuðfyrirsagnirnar, pólitískar. Þannig hefur þetta ekki alltaf verið. Ég man eftir því, að skýrt var frá symphoniu eftir Elgar með forsíðudálki í vin sælu dagblaði. Nú myndi skýrt frá henni í 150 orðum á innsíðu og hún myndi sennilega ekki vinna til þess að verða nefnd á nafn í sjónvarpinu. Dálkurinn, sem getið var, myndi sennilega segja okkur frá því, hvað Har- old Wilson sagði um nærri þvl alla hluti eða hvað Ted Heath sagði um Wilson eða hvað Jer- emy Thorpe sagði um Heath. Ég efast úm það, að það sé nokkurs staðar, sem ekki kysi Ieiðandi stjómmálamaður frem- ur dagskrá eða grein um ekki neitt, þar sem hann væri að minnsta kosti nefndur á nafn fremur en dagskrá eða grein um eitthvað annað — t.d. lækningu við krabbameini eða uppgötvun á nýrri rekistjörnu. Happasælir stjórnmálamenn geta ekki að þvl gert, að þeir eru afskaplega hé- gómagjarnir og sjálfhverfir menn. (Ritstjóri blaðs sagði mér einu sinni, að þeir væru tíu sinnum verri en primadonnur, leikarar og þess konar fólk). Sennilega er það mesti veikleiki lýðræðisfyrirkomulagsins, að eng inn þægilegur, hógvær náungi getur nokkurn tímann öðlast verulegt vald í því. hann er eyði lagður á leiðinni upp. Og auðvitað erum við þar á vegi staddir, sem þeir vilja, að við séum. Vetnissprengjan vof- ir enn yfir höfði okkar og bíð- ur eftir einu röngu símtali. Það er þörf á að láta okkur vita, að þeir ætla að veita okkur eitthvað eða taka jafnvel enn meira af peningum okkar. Þann ig er okkur farið — með augu, eyru og huga galopinn — höng- um við jafnvel yfir dagskrá um ekki neitt. Við hlustum á hvaða leiðinda heimskuvaðal sem er. Við horfum á gömlu spilagaldr- ana, sem þeir nota ekki einu sinni spil við. Vegna þess hraða og þess yfirbragðs sem er yfir innanríkis- og alþjóðamálum og vegna hinnar gífurlegu útþenslu fjölmiðlunartækjanna, er búið að gera okkur öll að flónum. ! Sökum þess að — eitthvað — er of áhættusamt, kann svo að j fara að það verði ■— ekki neitt I — allan tfmann. Guðrún Duníelsdóttir — Minningurorð — HINN 1. febrúar sl. andaðist hér í 'bæ, frú Guðrún Daníelsdóttir, búsfreyja á Laugaveg 76. Hún Var dóttir Níelsínu ólafsdóttur og Daníels Daníelssonar, síðast dyravarðar í stjprnarráði ís- lands. Hvorttveggja kunnar ættir og verða ekki raktar hér. Frú Guðrún var fædd 26. apríl 1895, og ólst upp hjá foreldrum sínum hér í bæ og um 5 ára' 'skeið í Brautarholti á Kjalarnesi og víðar. Guðrún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan. Á fyrri stríðsárunum kynntist hin glæsilega, unga mær manns- efni sínu, Þórarni Kjartanssyni, miklum myndar- og dugnaðar- manni, sem þá var nýlega kom- inn frá Kaupmannahöfn, að af- loknu námi þar í hjólbarðavið- gerðum. Þau Guðrún og Þórarinn gift- ust árið 1917. Nokkuð mörg ár böfðu þau hjón búið á Lauga- Veg 76, er þau réðust í að byggja Stórhýsi á sama stað og má kalla inikið þrekvirki að koma því upp, þar sem þetta var á kreppu- 'árunum kringum 1930. Þau sæmdarhjón eignuðust 12 mannvænleg börn og eru nú 10 þeirra á lífi, flest þeirra gift fyrir nokkru og flutt heimanað, þótt lengi byggi sumar fjölskyld- ur barnanna í stóra húsinu við Laugaveginn. Guðrún missti sinn ágæta eig- inmann árið 1957, eftir 40 ára 'ástríkt hjónaband og bjó hún síðasta áratuginn, er hún lifði sem ekkja með þeim börnum 'sínum er enn voru ógift, síðast með þeim Gunnari og Þóri. Önnur börn þeirra hjóna eru Gerður, Daníel, Guðfinna, Kjart- an, Lárus, Þóra, Sigríður og ólöf. Látin eru þau Kristveig og Níeis. Frú Guðrún og faðir minn voru systkinabörn og móðir min Og hún góðar vinkonur alla ævi Og hélzt alla tíð góð vinátta með tfrændsemi, milli okkar fjöl- skyldu og fólksins á Laugaveg 76. Margar voru þær berjaferðir, sem farnar voru sameiginlega, af þessum tveimur fjölskyldum. Öftast var ekki langt farið, kannske rétt upp fyrir Árbæ eða Baldurshaga. Berin voru oftast af skornum skammti — fá og smá krækiber. Það var fullkomið aukaatriði. Okkur börnunum þótti berjaferðirnar dásamlegar — fegurð náttúrunnar, leikir og bílferð með Gunnu frænku, Þórarni og öllum þeirra börnum, tfrændsystkinum okkar, jafnöldr- om og góðvinum. En gleðin er og þessum sólskins- og æsku- tferðalögum mun seint verða gleymt. Það má nærri geta, að um- fangsmikið varð heimili þeirra Guðrúnar og Þórarins, er börn- unum tók að fjölga og ekki nein- um aukvisum hent, að hafa stjórn og uppeldi á hendi á slík- >um stað. Þegar inn á þetta stóra heimili (kom, varð • fljótt vart við þann anda, sem þar ríkti. Ég held ekki ég muni neitt heimili, sem var 'betra og Ijúfara að koma á, en á Laugaveginn, eimmitt til þessa tfrændfólks. Hjónin voru mjög samhent og skapgóð. Þau voru það sterk í stjórnsemi sinni, yfir stóra barna- 'hópnum, að þau þurftu ekki á 'harðstjórn að halda. Þau þurftu 'ekki annað en biðja hvert barn- anna sem var, um eitthvert við- 'vik, þá var því þegar hlýtt og 'það með glöðu geði, en ekki ólund, eða eftirgangsmunum. Þegar gestur kom og hafði heilsað húsfreyju og bónda, komu börnin, sem heima voru, gengu til gestsins og heilsuðu ófeimin, frjálsleg og glaðleg, en 'drógu sig síðan fremur í hlé, Væru þau ekki ávörpuð, eða kvödd til einhverra hluta. Á þessu heimili var góður andi ríkjandi milli allra. Það var tekið upp á ýmsu, sem vakti kæti og talsvert hlegið, en mik- 111 hávaði, eða læti voru aldrei ríkjandi og sízt innan dyra. Það var þessi glaði prúðmann- ■legi blær, hjá þessari fjölskyldu, ísem ég bezt man eftir og sjaldan *hef ég kynnzt eins skemmtilega kurteisum börnum og þar. Þegar litið er til baka yfir lífsstarf Guðrúnar Daníelsdóttur, 'að ævidegi hennar loknum, vildi ég eiga þá ósk, ættjörðu minni til handa, að hún eignaðist sem tflestar konur á borð við hina látnu heiðursfrú. Stefán Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.