Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 23. MARZ 19fTT.
Áffrœður á páskadag:
Þorsteinn F. Einnrss.
SORSTEINN er fæddur á Skip-
tun í Stokkseyrarhreppi, og voru
foreldrar hans Einar Svein-
björnsson, kynjaður úr Hruna-1
Wiannahreppi, Snorrasonar og
Guðrún Ólafsdóttir af Álftanesi.
Á unglingsárum stundaði Þor-
steinn sjóróðra, en fluttist til
Reykjavíkur árið 1906 og hóf
'trésmíðanám hjá Sigurjóni Sig-
urðssyni. Hann kvæntist 1909
Ragnhildi Benediktsdóttur Odds-
sonar frá Sámsstöðum í Fljóts-
'hlið. Varð þeim sex barna auðið,
er öll komust til fullorðinsára.
Að námi loknu vann Þorsteinn
í nokkur ár hjá Flosa Sigurðs-
syni og síðan alllengi hjá Magn-
úsi í Bátastöðinni, en tók þá til
við húsbyggingar, sem urðu
hans ævistarf. Eru þau orðin
mörg húsin, sem Þorsteinn hefur
lagt hönd að hér í höfuðborginni.
Mun láta nærri, að hann hafi
sjálfur staðið fyrir byggingu um
sjötíu húsa, smárra og stórra, og
er Laugarneskirkja þeirra mest.
Hæglátur maður er Þorsteinn
og yfirlætislaus, en þéttur fyrir
og ákveðinn í skoðunum. Hann
er starfssamur svo að af ber, og
má raunar segja, að honum hafi
aldrei fallið verk úr hendi.
Kröfuharður er hann að vísu, en
fyrst og fremst á þann veg að
heimta mikið af sjálfum sér.
Virðast það hafa verið hans
æðstu boðorð um dagana að
vanda sem mest það, sem hann
Vann öðrum, og að hafa aldrei
ranglega af neinum. Þetta held
ég að sé það, sem öðru fremur
einkennir smiðinn og manninn
Þorstein Einarsson, og styðst ég
í því mati við fjörutíu ára kynni
mín af honum.
Lífsbaráttan hefur ekki orðið
honum neinn dans á rósum, frek-
ar en svo mörgum öðrum alda-
mótamönnum. Þó varð margt til
þess að létta honum hið dag-
lega strit. Hann eignaðist starfs-
gleði í ríkum mæli og hefur not-
ið góðrar heilsu. Hann átti góða
eiginkonu, sem bjó honum fag-
urt héimili, á meðan hennar naut
við, og nú á efri árum getur hann
umflúið einmannaleikann með
samneyti við afkomendur sína
í þrjá ættliði.
Þorsteinn ber árin vel og er
kvikur á fæti, enda hraustur til
líkama og sálar, nema hvað
heyrnardeyfa bagar hann. Á átt-
ræðisafmælinu hefur hann hug
á að safna um sig litla stund
sem flestum venzlamönnum sín-
um og öðrum vinum og kunn-
ingjum, og verður í því skyni
staddur í Átthagasal Hótels Sögu
síðdegis á páskadag.
Vinir hans árna honum allra
heilla áttræðum og þakka hon-
um liðnar stundir.
A.G.
Þeir leika fyrir dansi á Húnavöku
"■- í ...■niiiiin^ni||i|||nii||f.
Sigurgeir Sverrisson, Skarphéðinn Einarsson, Gunnar Sigurðsson, Baldur Valgeirsson, Jón Karl
Einarsson, Þorlákur Þorvaldsson.
BLÖNDUÓSI, 22. marz. — f vet-
ur stofnuðu 6 ungir menn á
Blönduósi danshljómsveit er
þeir nefna Sveitó. Hún hefur
leikið á öllum aimennum dans-
leikjum, sem hér hafa verið
haldnir víða um jól, og hlotið
ágæta dóma.
Á annan í páskum hefst Húna-
vakan og stendur í viku. Hefur
verið samið við Sveitó um að
leika þar fyrir dansi öll kvöldin,
en oftast áður hefur þurft að
sækja hljómsveitir út fyrir hér-
aðið.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
er Gunnar Sigurðsson, bakari og
einsöngvari Baldur Valgeirsson,
skrifstofumaður.
MttLLOJk
sisters
sýna akrobatik
á hjólum
í hléinu.
BINGÚ!
í DAG
SKÍRDAG
KL. 3.00
Spilaðar verða
15 umferðir.
PÁSKABINGÓ
FYRIR BÖRNIN
í DAG
SKÍRDAG
KL. 3.00
BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU ~k-
TEIKNARI: JORGEN MOGENSEN
— Alþjóðlegur
Framh. af bls. 22.
okkar að gera plánetuna, sem
Við byggjum, að minnsta kosti
hæfa til ábúðar, er merkir enn
Sem fyrr það, öðru fremur, að
Við verðum að skapa leiklist
handa friðsamlegri samtíð og
bræðralagi í framtíð, þar sem
menn eru hver öðrum til hjálpar.
Árið 1967 sendum við þennan
'boðskap til allra leikhúsa heims-
ins. í honum felst krafa um, að
listinni verði ákveðin stefna, sem
Brecht sá fram á að ætti um
eftirfarandi kosti að velja:
„Á þessum tímum stefnukjöraí
Verður einnig listin að kjósa sér
stefnu. Hún getur orðið tæki hin-
um fáu, sem taka að sér að
skapa okkur örlög og krefjast
átninaðar, er verður að verai
blindur í meira lagi; en hún get-
ur líka svarizt í fóstbræðralag
með fjöldanum og lagt ðrlög
hans í hans eigin hendur. List
getur framselt mannkynið vímu,
tálsýnum og kraftaverkum. List
getur aukið á fáfræði, en hún
getur einnig eflt þekkingu. List
getur höfðað til afla, sem sýnai
mátt sinn í eyðileggingu, — en
engu að síður til afla, er opin-
bera mátt sinn í hjálpræðisverk-
SAMKOMUR
Hjálpræðisherinn
Skírdag kl. 20,30 samkoma.
Major Ona stjórnar og talar.
Föstudagurinn langi.
Sarakomur kl. 11,00 og 20,30.
Brigader Ingibjörg og óskar
stjórna og tala.
Páskadagur kl. 11.00 og 20.30
samkór. Kafteinn Bognöy og
frú stjórna og tala.
Annar í páskum kl. 20.30
samkoma. Cand. theol. Auður
Eir Vilhjálmsdóttir talar.
Almennar samkomur
Boðun fagnaðarerindisins,
að Austurgötu 6 Hafnarfirði
föstudaginn langa kl. 10 fyr-
ir hádegi, páskadag kl. 10 fyr
ir hádegi, að Hörgshlíð 12,
Reykjavík, skírdag kl. 4 eftir
hádegi, föstudaginn langa kl.
4 eftir hádegi, péiskadag kl. 4
eftir hádegi.
RÚSSNESKIR stjarnfræðing-
»r hafa nú yfir að ráða
tveins geysifullkomnum stjarn
rannsóknarstöðvum: — 1.
Stærsta radíórannsóknarstöð
heims, sem byggð er af yfir
2000 sérkennilegum sívalning-
um og nær yfir meira en 16
hektara svæði í nánd við
Kharkov. Þetta er að vísu
ekki hreyfanlegt eins og skál-
stjörnukíkirinn í Jodrell
Bank-stjörnurannsóknarstöð-
inni i Englandi. En þetta
snýst með jörðinni sjálfri og
„nær kringum himininn* á
einum degi. Það getur „séð“
fyrirbrigði á himni, sem eru
í 10 milljón ljósára fjarlægð
og heþningi eldri en sólin
okkar. 2. Þeir eru einnig að
byggja stærsta stjörnukiki í
heimi, sem á að fá aðsetur í
2000 metra hæð í Kákasus.
Það mun taka fimm ár að
slípa sjálf glerin í kíkinum.
Smíði kíkis þessa verður að
öllum líkindum lokið árið
1970-
Það verður samkoma
í Grindavíkurkirkju föstu-
daginn langa kl. 20,30. Allir
velkomnir.