Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 1

Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 1
32 SEOUR 54. árg. — 82. tbl. MIÐVIKUDAGUR 12* APRIL 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bjarni Benediktsson, forsœtisraðherra í ulvarpsumrœtiunum: Raunverulegur þjdðarauður íslendinga hefur Þessi mynd var tekin í byrjun mánaðarins og sýnir smíði Boeingþotu Flugfélags íslands á lokastigi. Boeingþota Flugfélagsins nær fullgerð Afhent í maí, hefur flug í júni Seattle, Washinigton, 11. apríl. Einkasikeyti til Morgun- btaðsins frá AP. í Boeingverksmiðjunum í Seattle er nú verið að leggja síðustu hönd á samsetningu Boeing 727C þotu fyrir Flug- félag íslands. Verkið er unn- ið í hinum nýju samsetning- arverksmiðjum Boeing í Renton. Þegar samsetning- unni lýkur verða einkennis- litir Flugfélags íslands mál- aðir á þotuna og síðustu at- huganir gerðar áður en hún fer í fyrstu flugferðina til reynsluflugvallar Boeing í Seattle. Þotan verður afhent eigendunum í maí. Þotan, sem getur flutt allt að 131 farþega, verður notuð á flug- leiðum flugfélagsins milli Reykja víkur, Lundúna, Kaupmanna- hafnar, Osló og Glasgow. Flug- hraðinn er um 1000 km á klst. og flugþol allt að 4800 km. Síð- an framleiðsla 727 hófst hafa 40 flugfélög um heim allan keypt 584 slíkar þotur og hafa þegar verið afhentar 385. Fyrsta Bo- eing 727 þotan fór í áætlunar- flug í febrúar 1964. í þotu Flug- félags fslands hefur verið ákveð- ið að hafa aðeins sæti fyrir 119 farþega, þannig að þægindi þeirra verði eins og bezt verð- ur á kosið. Þotan er knúin þremur for- þjöppu-hverfihreyflum af gerð- inni Pratt & Withney JT8D-7 og er samanlögð orka þeirra 16 þús- und hestöfl. Hreyflarnir eru aft- ast á þotunni, tveir sinn hvoru megin á bol hennar og einn aft- ast á sjálfum bolnum. Þeir eru búnir til lofthemlunar við lend- ingar. Hreyflar þessir hafa reynzt með afbrigðum gangöruggir og Framhald á bls. 31. Ráðstefna æðstu manna Ameríkuríkja í Uruguay Afó/mæ/ooðgerð/r # Montevideo, er Johnson forseti kom jbangað i gær Montevideo, 11. apríl, AP—NTB. Á MORGUN, 12. apríl, hefst ráðstefna æðstu manna Ameríkuríkja í Punta del Este í Uruguay. Kom John- son B:\ndarikjaforseti til Montevideo, höfuðborgar Uruguay, í dag og fór strax með þyrlu til Punta del Este, sem er 145 km austur af höf- uðborginni. Miklar varúðar- ráðstafanir höfðu verið í sam bandi við komu forsetans til Montevideo, og Punta del Este hefur nánast verið breytt í virki vegna komu forsetans. Á ráðstefnunni munu fyrst og fremst verða rædd verzlunar- pólitísk mál. Embættismenn í Washington gáfu í skyn á mánu dag, að Bandaríkin mundu gera vissar tilslakanir varðandi inn- flutning ríkja rómönsku Ame- ríku. Bendir það til þess, að Bandaríkin munu slaka á kröf- um sínum um að bandarísk fjár hagsaðstoð sé notuð til kaupa á bandarískri vöru. Þá er lík- legt, að Bandaríkin muni lofa, að aðstoða rómönsku Ameríku og öðrum minna þróuðum löndum til að fá frjálsari að- gang að heimsmörkuðunum. Ríki rómönsku Ameríku hafa að undanförnu farið þess á leit við Bandaríkin, að þau fái að nota Framhald á bls. 31 aukizt 40-50% frá árslokum 1959 — Aukning eigna í atvinnutækjum yfir 50% — aukning þjóðartekna á mann V:t 1959-1966 — Ráð- stöfunartekjur kvæntra launa- manna hafa aukizt um 47% í RÆÐU þeirri er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti í útvarpsumræSunum í gærkvöldi vakti hann athygli á þeirri staðreynd að raunverulegur þjóðarauður íslendinga hefur aukizt frá árslokum 1959 þar til nú milli 40% til 50%. Á þessu árabili hefur eign landsmanna í atvinnutækjum auk- izt um enn hærra hlutfall en sjálfur þjóðarauðurinn eða nokkuð yfir 50%. Þjóðartekjur á mann jukust um þriðjung frá árinu 1959 til 1966 og alþjóðlegar skýrslur sýna að 1965 urðu þjóðar- tekjur á mann hérlendis með þeim allra hæstu í heiminum. Á fyrrnefndu tímabili hafa ráðstöfunartekjur kvæntra fjöl- skyldumanna í fjölmennustu launastéttum aukizt um 47% og verður því ekki um það deilt að verkalýðurinn hefur fengið meira en sinn fyrri hlut til ráðstöfunar. Samvegið verkamannakaup hefur að meðaltali hækkað að kaupmætti skv. vísitölu framfærslukostnaðar um tæp 25% eða sem næst fjórðungi frá árinu 1963 til ársloka 1966. Jafnframt benti forsætisráðherra á að þegar skattar í heild væru skoðaðir kæmi í ljós að þeir væru skv. síðustu skýrslum lægri hér en í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. í lok ræðu sinnar sagði Ingólfur Jónsson landbúnað- arráðherra: „Við Sjálfstæðis- menn munum halda áfram að vinna að uppbyggingu at- vinnuveganna og aukningu framleiðslunnar. Við munum stuðla að því að komist verði áfallalítið yfir þá erfiðleika sem gert hafa vart við sig vegna verðfalls afurðanna og lélegs afla, það sem af er þess ari vertíð. Við munum leggja kapp á að skapa fjölbreytni í framleiðslunni og auka at- vinnutækin.“ Hér fer á eftir frásögn af útvarpsumræðunum í gær- kvöldi en Mbl. mun síðar birta í heild ræður talsmanna Sjálfstæðisflokksins í þessum umræðum: Bjarni Benediktsson vék að því í upphafi ræðu sinnar að svo virt- ist sem báðir stjórnarandstöðu- flokkarnir hefðu tekið ástfóstri við atvinnurekendur. öðru vísi mér áður brá. í kenningarkerfi kommúnista er stéttarbaráttan eitt aðalatriðið og atvinnurek- endur fyrirbæri, sem útrýma ber með öllu. Og hver kann að telja upp öll þau ónefni, sem Tíminn á sinni hálfrar aldar ævi hefur valið íslenzkum atvinnurekend- um? Þá koma upp í hugann nöfn eins og „braskarar", „Grimsbý- lýður“, „afætur“ svo fátt eitt sé nefnt. Hin síðustu misseri er það hins vegar talið höfuðásök- Bjarni Benediktsson unarefni á ríkisstjórnina að hún hafi ekki nægan skilning á erfið leikum atvinnurekenda. í umræðum um útvegsmál fyrir rúmum tveimur árum vitn uðu stjórnarandstæðingar í tvo mikilsvirta útgerðarmenn og eig- endur fiskiðjuvera, sem sögðu annars vegar að ekki fengjust lán til kaupa á vélum til fisk- iðnaðar og hins vegar að ekki væri hægt að halda við þremur frystihúsum á viðreisnartímum. í þessum umræðum benti ég á að fjármunamyndun í fiskiðnaði hefði aukizt mjög í raunveru- legum verðmætum og benti á að harla óliklegt væri að hinir tveir Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.