Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967.
>
BILALEICAN
FERD
SÍMI 34406
Bensín innifalið í leigugjaldi.
SENDU M
IVIAGIXÚSAR
SKIPMOLTI21 SIMAR 21190
eftir lokun simi 40381
a, ,u j-44-44
\mim
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigon
Ingrólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensin innifalið í leigugjaldL
Sími 14970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
SMBifl TÍMA
OG FYBIRflOTN
/7==>B/UU£/*JU$
Ite/LtyœF
BAUOARABSTIG 3T SÍMI 22022
Fjaðiir. fjaðrablóð. hljóðkútai
púströr oJl varahlutlr
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐBIN
Laugavegi 168. — Suni 24180.
K R. Knattspyrnudeild
Hópferðabílar
aJUar stærðlr
® i
mfiin/tft
Simar 37400 og 34307.
Kópavogur
leiguhúsnæði
6ska eftir lítflli leiguíbúð I
Kópavogi, sem um 25—25
ferm., upphitað vinnupláss
gæti fylgt. Möguleikar fyrir
leiguliða að fá aukavinnu við
léttan iðnað á staðnum. Til-
boð seindist Mbl. í síðasta lagi
á föstudag merkt „X — 2309“.
Sjónvarpið og
börnin
Sjónvarpseigandi skrilar:
„Kæri Velvakandi
Ég er mjög ánægður með sjón
varpið og finnst það hafa farið
vel af stað. En ég er hins vegar
óánægður með breytinguna á
sjónvarpstímanum á sunnudög-
um. Það var ágætt að byrja
klukkan fjögur eins og áður, en
afleitt síðan sendingin hófst
ekki fyrr en klukkan sex.
í fyrsta lagi missa þeú, sem
horfa á sjónvarp, af kvöldfrétt
um útvarpsins. f öðru lagi —
og það er þó mikilvægara —
truflar þetta mjög matmálstím
ann. Barnatíminn er fluttur á
hinum venjulega matmálstíma
allra landsmanna — og fer allt
borðhald á heimilum út um
þúfur. Börnin komast ekki í
ró fyrr en um síðir — og þá
fara þau oft svöng i rúmið, því
erfitt er að hemja þau við mat
borðið, eins og fyrr segir.
Þetta er bölvað fyrirkomu-
lag og mælist illa fyrir hjá öll-
um, sem ég þekki. Oþarfi var að
teygja dagskrána fram á kvöld-
ið nema þá með lengingu henn-
ar. Ágætt var að byrja barna-
tímann það snemma að honum
lyki nokkurn veginn fyrir mat
— og Denni dæmalausi þyrfti
líka að hafa sýnt sig fyrir mat-
artímann, þvi stálpaðri börnin
lita hann sem eins konar fram-
hald barnatímans.
Velvakandi viltu ekki koma
þessu á framfæri við sjónvarpið
og biðja herrana þar að íhuga
málið aftur.
Annars þakka ég sjónvarps-
mönnunum allt annað.
Sjónvarpseigandi"
^ Tóbaksauglýs-
ingar
Bindindismaður skrifar:
„Velvakandi,
Mér finnst ánægjulegt að sjón
varpið skyldi loks hætta að
taka við tóbaksaugíýsingum.
Þetta ætti að verða útgefendum
blaða og tímarita hvatning til
þess að stöðva birtingu þessara
hvimleiðu og ég segi — stór-
hættulegu auglýsinga. Ég skil
i rauninni ekkert í blaðaútgef-
endum að láta tæla sig til þess
að ganga til liðs við tóbakssal-
ana. öllum er fyrir löngu Ijóst,
að tóbakið skaðar heilsu manna
— ekkert lítið. heldur stóríega.
Ég vil beina þeim tihnælum
til útgefenda blaða og tímarita
að þeir leggist á sveif með
okkur, sem viljum efla hreysti
og menningu íslendinga: Útrým
um tóbaki og víni. Burt með
Bakkus. — Bindindismaður"
Velvakandi langar til að gera
örlitla athugasemd við þetta
bréf, eða öllu heldur að koma
með skýringu. Blaðaútgefendur
eru sennilega ekkert verri
menn en bindindismaðurinn,
sem bréfið skrifar. En eins og
honum er kunnugt berjast blöð
in í bökkum fjárhagslega og
útgáfustarfsemi hefur aldrei
þótt ábatasöm á íslandi. Það
er ósköp einfal mál — og skilj
anlegt. Mörgum útgefanda er
sennilega Ola við tóbakið, þótt
hann telji sig ekki hafa efni á
að hafna auglýsingum, sem
greiddar eru fullu verði. Þegar
ÖIlu er á botninn hvolft eru aug
lýsingar blöðunum það sama
og síldin er sjómanninum.
ÍC Hvað hrjáir okkur
mest?
Reykvíkingur skrifar:
„Kæri Velvakandí.
Þvi ertu alltaf að hleypa þess
um leiðinda kerlingum inn í
dálkana þína — þessum, sem
stöðugt eru að prédika um skað
semi áfengis og sjá rautt, ef
þær heyra minnst á vin? —
Vissulega getur vínið haft slæm
ar afleiðingar. En við, sem
teljum okkur kunna að fara
með vín á réttan hátt, álítum
það hreinasta óþarfa að láta ein
hverjar kerlingar segja okkur
fyrir verkum, skammta okkur
eða leggja okkur lífsreglurnar.
— Þeir, sem stöðugt eru að
prédika um hætturnar af bjórn-
um, telja sig að líkindum ekki
ofurselda Bakkusi. Vitanlega
eiga þeir að hafa frelsi til þess
að svara fyrir sig. En það fer
f taugarnar á öllu venjulegu
fólki, þegar þessar dömur og
herrar telja sig þurfa að hafa
vit fyrir öllum landslýð. Leifið
hverjum og einum að hafa vit
fyrir sjálfum sér. ákveða hvað
honum er fyrir beztu — og
Iátið hann f friði — hvort, sem
hann vill drekka eða ekki. Fólk
er orðið þreytt á þessum hei-
lögu manneskjum, sem stöðugt
telja sig þurfa að grípa fram
fyrir hendurnar á samborgurum
sinum — til þess að „frelsa“ þá.
Látið hvern og einn um að
„frelsa" sjálfan sig, skiptið ykk
ur ekki af högum annarra. Gef
ið ykkur meiri tíma til þess að
Ieysa eigin vandamál og þegar
þið reynið að bæta þjóðfélagið,
byrjið á ykkur. Áfengisbölið er
ekki það eina. sem hrjáir okk-
ur. Sá, sem laus er við áfengið,
er þar með ekki syndlaus.
Reykvíkingur".
it Umferðin
„Heiðraði Velvakandi!
Er ég las greinina í dálknum
þínum, sem Skútukarl skrifaði
þann 5. apríl varð ég fyrir sár-
um vonbrigðum sérstaklega
vegna þess, að ég hélt að karl-
menn gætu ekki verið svona
miklir „nöldurseggir".
Þessi blessaður Skútukarl
heldur því fram að kvenfólkið
ætlist til að karlmenn víkji fyr
ir því og álítí sig sem heilagar-
kýr í umferðinni en þarna fat-
ast honum heldur betur.
Það væri þokkalegt ef allar
konur tækju ökupróf með það
markmið fyrir augum, að
treysta eingöngu á karimennina,
þegar út í umferðina væri kom
ið, því að þessir „uppörvandi**
þjóðfélagsbræður hafa víst mik
ið meira en nóg með sjálfa sig.
Ég get vel skilið að skútu-
karli finnist það vera neyðar-
úrræði, að víkja fyrir kven-
manni í umferðinni, þvi að sam
kvæmt sjólögunum verða allir
að víkja fyrir seglskútum.
Aðeins eitt að lokum:
Verum samtaka í að sýna
fyllstu varúð í umferðinni, en
kennum ekki öðrum um það
sem afvega fer hjá okkur.
Virðingarfyllst,
Ein nitján ára!
★ Kvikmyndahús
„Velvakandi!
Sl. sunnudag fór ég i bíó kL
9. Sá gífurlegi sóðaskapur, sem
mér þar mætti. var slíkur, að
jafnvel karlmönnum ofbauð.
Popkorn, plastpokar og margs
konar bréfadrasl huldi gólfin.
Þessu er snarlega hægt að
kippa I lag með þvi að hætta
sölu sælgætis í kvikmyndahús-
um eða þrífa húsin milli sýn-
inga.
Hneyksluð húsmóðir".
HAFNARSTRÆTI 3SIMI20455
fermingar
PHILIPS útvarpstæki í miklu úrvali.
PHILIPS plötuspilarar 4 gerðir.
PHILIPS segulbandstæki í miklu úrvalL
PHILIPS rafmagnrakvélar 4 gerðir.
PHILIPS hárþurrkur ___ijuill ~
PHILIPS tæknileikföng ■MMRDMIÍ
RONSON
hárþurrkur
HEIMILISTÆKI S.F.
... ------------- - ---
Trilla óskast
Óska að kaupa trillu má vera allt að 5 tonn.
Tilboð er greinir ásigkomulag verð og greiðslu-
sldhnála sendist MbL fyrir laugardag. Mert
TKILLA „2088“
Einbylishús — Hafnarfjörður
Til sölu einbýlishús við Hverfisgötu. 3
svefnherbergi og bað á efri hæð samJiggj-
andi stofur og eldhús á neðri hæð. Bíl-
skúr.
Skip og Fasteignir
Austurstræti 18 — Sími 21735.
Eftir Iokun 36329.
Bezt sð auglýsa í IVCorguublaðinu