Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 11
-MOROTJNBIiAÐI©, M®VTKUDAOtTR 12. APRÍL 19«7. „Heldur dauft um far- fuglakomur í Surtsey" — segir Arni Waag i samfali við Mbl, JÞAÐ hefur verið heldur dauft um farfuglakomur hér í Surts- ey,“ sagði Árni Waag fuglafræð- lngur. þegar við áttum tal við hann gegnum talstöðina í fyrra dag, en eins og kunnugt er, dveljast tveir menn, Árni Waag og Völundur Hermóðsson, við rannsóknir á komum farfugla til eyjarinnar, og þá einnig með- fram til að rannsaka magainni- hald þeirra, í því skyni, að kanna, hvort þeir beri með sér fræ erlendis frá. „Við höfum frétt af þvi frá meginlandinu, að skógarþrestir séu almennt komnir, þeir, sem ekki eru hér staðfuglar, en slíkt er algengt. Við höfum aðeins séð 5—6 skógarþresti, hinn 2. apríl, svo að líklegt er að meginhluti skógarþrastanna hafi að þessu sinni farið framhjá Surtsey. Eins og kunnugt er, er það ým- ist, að Tjaldar séu staðfuglar og farfuglar. Við höfum séB 4 hópa af Tjald koma af hafi hing- | að frá suðaustri, og þar er örugg j lega um farfugla að ræða. En Tjaldar eru hérna að staðaldri. Einnig höfum við sér hér Tildr- ur, en hún er farandfugl, eins og það er nefnt. Nokkurs konar millilending, áður en hún held- ur norðar á bóginn. í sjónum í kringum eyjuna er óhemjumikið um ljósátu, og mikið af henni hefir rekið á land. Á henni gæðir Ritan sér, og segja má, að þúsundir af Rit- um séu allt í kringum eyjuna, rétt upp í landssteinum, einkan- lega þó norður eða norðaustur af eyjunnL“ „Og hvernig líður svo ykkur eyjarskeggjum?" „Alveg skínandi vel. Húsið hér er með afbrigðum gott, vel smíð- að, og aðbúnaður allur hinn beztL“ „Og Surtur hefur ekkert angr- að ykkur?“ „NeL sambýlið við hann hef- ur gengið slysalaust, þetta er hinn bezti nágranni. Hraun- rennslið er stöðugt, en þó er nokkur dagamunur á því. Hraunið vellur ekki, eins og þú veizt, upp úr gígnum, heldur rennur neðanjarðar, nærri því niður að flæðarmáli og vellur þar í sjó fram.“ „Og ekkert meira, Árni?“ „Ekkert annað en að við biðj- um að heilsa fólki okkar á meg- inlandinu, og eins og ég sagði áðan, okkur liður alveg skín- andi vel, ekkert sem á bjátar.“ Hundrað dr í Borgarnesi EINS OG kunnugt er átti Borg- •rnes nýlega 100 ára afmæh, og í tilefni af því hefir bókaút- gáfan Iðunn gefið út afmælisrit eftir Jón Helgason ritstjóra: »Hundrað ár í Borgarnesi". Höfundurinn Jón Helgason er kunnur rithöfundur, sem er sýnt um að draga fram í dagsljósið gamlar sagnir og fróðleik, og næg ir að benda á lesbók Tímans, •em hann hefir ritstýrt undan- farin ár, og hlotið vinsældir und ir ritstjórn hans. Sagnfræðilegar tilhneiglngar höf. koma skýrt fram i þessu afmælisriti. t fyrstu köflum rits- ins, eða 254 bls. ef 314 (utan annáls og nafnaskrár) er höf. mjög natinn við að tína saman sundurlaus brot úr fábreyttri *ögu Borgarness, og raða þeim upp I læsilegt rit. Þó er mörgu sleppt, en annað tekið, sem þýð ingarminna er. Verður slíkt allt af matsatriði, og skal ekki sér- ctaklega átalið. Myndir eru allmargar i bók- innþ en þeim er svo handahófs- lega raðað, að þær vísa ekki til þeirra atburða eða aðhafna, sem þær væntanlega eiga þó að skýra. Óviðfeldið er það, fyrst farið er að birta myndir af sum tim hreppsnefndarmönnum, að hafa þá ekki alla. Þá hefði ekki verið óviðeig- andi. að myndir af Ólafi Magnús syni skipstjóra hefðu bifzt í rit- syni, stýrimanni hans og síðar skipstjóra, og Gunnari Ólafs- syní skipstjóra hefðu birst í rit- inu, svo stóran þátt áttu þessir menn í að draga björg í bú Borg nesinga, sem meira munaði um en flest annað þann tíma, sem þeir voru I þjónustu þeirra. Þá eru engar myndir af þeim skipakosti, sem Borgnesingar hafa átt og gert út frá Borgar- hesi, sumpart með öðrum hér- aðsbúum, eins og e/s. Suður- lands, m/s. Laxfoss og siðast m/s. Akraborg. Ekki heldur af fiskiskipunum m/s. Eldborg, m/s. Hafborg og m/s. Hvítá. Öll hafa þessi skip og útgerð þeirra þó ekki átt lítinn hlut í batnandi afkomu kauptúnsins, bæði sem atvinnuveitendur og gjaldþegnar til hreppssjóðs, sem sérstaklega munaði um, áður en útsvarslög- um var breytt þannig, að sam- vinnufélög yrðu útsvarsskyld eftir sömu reglum og önnur at- vinnu- og verzlunarfyrirtæki. Síðasti hluti bókarinnar, sem ber nafnið „Síðasti aldar þriðj- ungurinn", er aðeins 60 bls. Þetta árabil er raunar sá timi í sögu Borgarness, sem megin þættir í athafna og þróunarsögu þess verða tiL og er engu líkara «i höfundi hafi tekizt að gera honum skil líkt og skákmanni, sem lendir í tímahraki. Hann leggur mest af tíma sínum í að f>yggja upp skákina með þraut- hugsaðri byrjun, en þegar nálg- ast síðustu leikina, verður hann að leika af of miklum hraða, og án þess að hafa tíma til að hugsa skákina, sem endar svo með móti hans. Þessi hluti bókarinnaT verður að teljast nauða ómerkilegur og hroðvirknislega frágenginn. Er það ekki afsakanlegt, vegna þess, að til þess að gera þennan kafla sæmilega úr garði, voru heimildir tiltækarL bæði i rituðu máli og hjá fjölda manna, sem enn eru á lífi og þaulkunnugir sögusviðinu. Margt i frásögn bókarinnar frá þessu tímabili er rangt með far- ið, breitt sig óþarflega mikið yfir lítilfjörlega atburðL en aðrir, sem skipta verulegu máli í fram- farasögu þorpsins naumast eða ekki nefndir, t. d. kaupin á Hamrinum, bygging nýja barna- skólans, samgöngumálin o. m. fl. Ekki er að efa, að höfundi hafi verið áhugamál að gera þennan kafla bókarinnar jafnvel úr garði sem hina fyrri, en kunn- ugum dylst það ekki, að nokkr- ir af heimildarmönnum hans, sem getið er í formála, hafi horft í gegn um litað gler til ýmissa atburða, sem þeír sjálfir voru ekki hluttakendur I eða beittu sér gegn. sem ekki aðeins verður til þess, að bókin sjálf verðúr talin léleg heimildarrit um sögu staðarins á þessu tímabilL heldur vinnur gegn því álitL sem höf- undur hefir almennt haft, sem sagnfræðingur. Bókin er prentuð á góðan pappír, og allur frágangur frá prentsmiðjunni hinn snyrtilegasti og myndir ágætar. Friðrik Þórðarson. Svíar lána til Sundahaínar A FUNDI hafnarstjórnar, sem haldinn var 22. marz sl., var lagt fram bréf frá Skánska Cem entgjuteriet, dagsett 17. marz 1967, þar sem fyrirtækið býðst til að lána hafnarsjóði jafnvii-ði 2,4 millj. sænskra króna til Sundahafnar. Samþykkti hafnarstjórn að taka lán þetta og veitti hafnar- stjóri umboð til þess að ganga frá lántöku Sendir Saigon her- lið til N-Vietnam? Saigon, 7. aprfl, AP. FORSETI S-Vietnam, Ngu yen Van Thieu, hótaði í dag, að loftárásir yrðu gerðar á Hanoi-borg eða innrás gerð í N-Vietnam, ef árásum her manna Viet Cong og her- manna Hanoi-stjórnarinnar verði haldið áfram sunnan hlutlausa beltisins. Thieu sagði, að árásir kommúnista í syðri hluta hins 16 km breiða beltis milli S- og N. Vietnam væru vísvitandi brot á Genfar-sáttmálanum frá 1954, og stjórn S-Vietnam áskildi sér rétt til að bregðast við á hvern þann hátt, sem hún sjálf kysi. Er forsetinn var spurður hvern ig þau viðbrögð mundu verða, svaraði hann því til, að annað- hvort yrðu sprengjuárásir gerð- ar á Hanoi-borg eða herflokkar frá S-Vietnam yrðu sendir til N-Vietnam. „Verður að líta á slíkar aðgerðir sem sjálfsvörn", bætti forsetinn við. Stjórn S-Vietnam hefur upp- lýst, að N-vietnamenskir öryggis verðir hafi farið yfir Ben Hai fljótið milii S- og N-Vietnam á miðvikudag og ráðist á lögreglu stöð hálfan kílómetra sunnan landamæranna. Forsætisráðherra S-Vietnam, Nguyen Cao Ky, fór flugleiðis til Quang Tri-héraðsins I dag, en þetta hérað á landamæri að hlut- lausa beltinu. Hefur Ky í hyggju að kanna það tjón, sem komrr»- únistar hafa valdið nýlega rétt sunnan við beltið og við herfor- ingja sína þar. Hlutlausa beltið, sem klýfur Vietnam í tvo hluta um 17. breiddarbaug, var myndað á Genfarráðstefnunni árið 1954. - Beltið hefur verið hlutlaust að orðinu til þangað til síðastliðið sumar, en þá kom þar til átaka milli Viet Cong og Bandaríkja- manna og síðan hafa Bandaríkja menn gert á það fjöldamargar loftárásir. Fiskveiðasamn- in^tir undirrit- '<j aour Osló, 7. aprfl, NTB. INNAN tveggja vikna verðirr undirritaður samningur milll Noregs og Danrnerkur varðandi fiskveiðiréttindi Norðmanna við austurströnd Grænlands. Ef Stórþingið fellst á samninginn í vor mun hann ganga í gildi frá 10. júlí í ár. Samkomulagið heimilar norsk um fiskimönnum að stunda fisk veiðar bæði innan og utan þriggja mílna landlhelginnar á afmörkuðum svæðum. Danir geta rift samningnum eftir fimm ár, ef þessar fiskveiðar valda tjóni á fiskistofninum við aust- urströnd Grænlands. Lyn og Graham McCarty Nýíi skemmtikioftar í Leikhúskjalloranam LEIKHÚSKJALI.ARINN hefor fengið nýja erlenda skemmti- krafta þar sem ern ungu ást- rölsku hjónin Lyn og Graham McCarty. Þan hafa náð miklum vinsældum í Bretlandi sem með al annars má merkja af þvi aS þau hafa sungið inn á tvær „Long play“ plötnr fyrir His Masters Voice og einnig nokkrar minni plötur. Þí hafa þau viða komið fram i sjónvarpi og út- varpi. Fréttamenn hlýddu á söng þeirra fyrir nokkru og er lítill vafi á að þau munu vinna hylli íslenzkra gesta. Lyn og Graham voru kennarar í Ástralíu og héldu þeim starfa áfram fyrst eft ir að þau komu til Bretlands. Þau sungu svo gjarnan í frístund um sínum og það gekk svo vel að þau ákváðu að gera það að atvinnu. Áður en þau komu hing að til lands fóru þau í bókasafn til að lesa sér tiL En bæklingarn- ir sem þar var að fá voru um tuttugu ára gamlir og ekki mik- ið á þeim að græða sögðu þau. — Það er ekki fyrr en maður ferðast um og sér önnur lönd að maður skilur hvað er gott að vera heima. En þangaðtil ætl um við að fara eins víða og við getum sögðu hjónin. Þau Lyn og Graham skemmta í einn mán- uð í Leikhúskjallaranum, og hljómplötudeild Fálkans mun fá síðari Long play plötu þeirra ina an skamms. Öskum eftir sendisveini strax Ingólfsapótek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.