Morgunblaðið - 12.04.1967, Side 5

Morgunblaðið - 12.04.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967. Albert Guðmundsson, ræðismaður Frakka, og Luðvik Hjalmty sson, framkvæmdastjori ræða við frúr í samkvæminu. Ljós m.: Ingim. Magn. Ka'Upmannahöfn, 5. apríl NTB. • Seint í apríl má nuði verður .skotið á loft geimfari á vegum evrópsku geimvísindastofnunar- innar, að því er danska utanrikis ráðuneytið skýrði frá í dag. Verður geimfarinn skotið frá geimstöð í Kaliforníu í Banda- ríkjunum með Scout — eldflaug. Geimfarið á að komast á braut, sem liggur bæði yfir Norður- og Suðurpólinn, með jarðnárid 350 km og jarðfirð 1100 km. Geim- Jarið verður kallað „ESRO I“. FRETTABREF UR REYKHÓLASVEIT Miðhúsum, 2. apríl. VETURINN hefur verið kaldur og vindasamur, innistöður á sauðfé miklar og er því að von- um farið að ganga á heybirgðir manna. Félagslíf hefur verið lítið í vetur. I þorralak héldu kven- kvenfélagskonur þorrablót í NILSOL SólgBeraugu Mikið úrval af hinum vinsælu ítölsku Nilsol sólgleraugum árgerð 1967 nýkomið. Geirdal og voru skemmtiatrðin þeim til sóma. Einn fundur hefur verið í Bændaveri Reykhólahrepps að Melbæ og urðu umræður miklar að vanda. Halldór Gunnarsson sýndi litskuggamyndir víðsveg- ar af landinu. í vetur hefur Kvenfélagið Liljan haldið uppi kvöldvökum fyrir félagskonur. Hér er búið að vera læknis- laust nú í níu mánuði og ekki er vitað neitt um það, að verið sé að leysa það vandamál eða eigi að leysa það, og þarf að stokka vel upp í þeim spilum áður en lengra er haldið aftur í aldir. Símaþjónusta er hér fyrir neðan almennt velsæmi og er t. d. 25 taltækjum hrúgað saman á eina linu og má segja, að nær því ómögulegt sé að tala lang- línusímtöl fyrir braki og brest- um, þruski og fleiri aukahljóð- um og oft getur það tekið tím- ana tvo að komast að símanum á mesta annatíma dagsins. Þrátt fyrir margendurteknar kvartan- ir er ekkert gert til bóta af hálfu Landssímans. Hinsvegar á símþjónninn í Króksfjarðar- nesi, Haukur Friðriksson, sér- stakar þakkir skilið fyrir lipurð sína við að gera sitt bezta, til þess að leysa úr þvi öngþvejti sem ríkir hér í símamálum. Hér fara allir flutningar fram á landi og hefur stundum verið reynt að halda leiðinni opinni í sambandi við áætlunar ferðir á þriðjudögum, en þá rísku í París og bennt hann þar úti fyrir kirkjudyrum og leikið illa tvo hermenn úr landgöngu- liði flotans sem stóðu vörð við kirkjuna. Allt um þetta var Humphrey bjartsýnn er hann kom aftur heim í dag og sagði í svarræðu er hann flutti forsetanum við móttökuathöfnina í dag að hann væri sannfærður um að vinir Bandaríkjanna í Evrópu væru ekki síðri vinir þeirra nú en fyrri og bjartsýni ætti allan rétt á sér í þeim efnum. Kvaðst Humphrey vona að á næstu tveim áratugum gæti samvinna og samhugur Bandaríkjanna og Evrópu læknað að fullu gömul sár hinnar öldnu álfu. ,Þá koma opnar dyr í stað járntjaldo- ins“, sagði Humphrey. hingað til Reykhóla. Snjómokst- urinn virðist tilheyra einhverj- um huldumanni. Enginn virðist hafa með hann að gera og eru vinnuaðferðirnar oft líkari því að óvitabörn væru að leik en ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Mjólk- urflutningar hafa verið óörugg- ir í vetur eins og búast mátti við, en þó er enn þá barið höfð- inu við steininn með það. að þang að skuli hún fara og ekkert ann- að. Á meðan mjólkurframleiðs'l- an er ríkur þáttur lífsafkomu okkar þá er okkur ekki sama hvernig unnið er að þessum mál- um. Þó að náttúrufegurð sé hér mikil og hér gæti dropið smjör af hverju strái, ef vel væri á málunum haldið, er þó líkara því að þetta byggðarlag til- heyrði þróunarlöndunum, en ekki einu ríkasta þjóðfélagi Evrópu. Svo langt er hér alit á eftir í flestu því er þjónusta nefnist og aðbúnað allan til þes« að lifa menningarlífi a seinni- kemur læknirinn frá Búðardal | hluta tuttugustu aldar. Veglegt FÉLAG íslenzkra ræðis- manna efndi til veglegs hófs að Hótel Sögu sl. laugardagskvöld og fór það hið bezta fram. Meðal gesta voru Emil Jónsson, utanrikisráðherra, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, Páll Ásg. Tryggvason, deildarstjóri, sendiherra Dana, Kronmann, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og Sigurjón Sigurðsson, lögreglu stjórL Hófinu stjórnaði Ludvig Storr, aðalræðsmaður Dana, en hann er formaður Félags ísl. kjörræð- ismanna. Félagið var stofnað árið 1964 og var fyrsti formaður þess Arent Claessen, en elzti ræðis- maðurinn er sjálfkjörinn for- maður. Aður en hófið hófst var aðal- fundur félagsins haldinn og er Ludvig Storr núverandi formað- ur þess og hefur verið frá 1965. Aðrir í stjórn eru Sigurgeir Sigurjónsson, aðalræðismaður Israels, Karl Þorsteins, ræðis- maður Portúgal, Jakob Frí- mannsson, Akureyri, ræðismað- ur Svía, og Sveinn Valfells, aðal ræðismaður Tyrkja, sem tók eæti Kristjáns Gíslasonar, aðal- ræðismanns Belgíu, í stjórninni, en hann baðst eindregið undan endurkjöri. Nólorauga Cokksins Moskvu, 10. apríl — NTB ÞAÐ virðist nú verða æ erfiðara að fá inntöku í kommúnista- flokk Sovétríkjanna. Sovézka tímaritið „Flokkslíf“ skýrði frá því á sunnudag, að 48 þúsuad sovézkir borgarar sem sótt hefðu um inngöngu í kommún- istaflokkinn í fyrra hefðu orðið frá að hverfa, þeim hefði verið neitað um inngöngu. Félagatala kommúnistaflokks Sovétríkjanna miðað við 1. janúar þessa árs er sögð 12 684.133 félagar, þar með tald- ir þeir sem eru á e.k. reynslu- tíma" eða um 6% þjóðarinnar. Flestir eru flokksfél'agarnir úr riópi embættismanna og þeirra er stunda þjónustustörf eða alis 45 9%. Verkamenn í flokknum eru taldir 38.1% og bændur 16% en sé félögum skipt eftir kvnj um eru konur í miklum minni- hluta eða 20.9%. Það fylgdi og frétt bessari að 1 fyrra riefði 62.868 sovézkum borgurum verið visað úr flokkn- um fyrir hegðar* ósamrýman- lega sönnum kommúnisma. hóf íslenzkra ræðismanna Hnmphrey kominit heim Einna mestar voru mótmæla- aðgerðirnar í París er Humphrey kom þar fyrir helgina og hefur bandaríska utanríkismálaráðu- neytið sent frönsku stjórninnd mótmæli af því tilefni en munn- leg þó. Við það tækifæri voru um 160 óeirðarseggir handtekn- ir, og höfðu þá hafzt sitthvað að, kastað eggjum og málningu að bifreið Humphreys, haft uppi hróp og köll og borið stór spjöld með vígorðum gegn Bandaríkj- unum og loks og það sem harð- ast var á tekið, rifið niðux banda- ríiska fánann við kirkjuna banda Washington og Parfs, 10. apríl NTB, AP. HUBERT Humphrey, varafoa* seti Bandaríkjanna kom í di^ mánudag, heim úr viðburSa- ríkri Evrópureisu sinni og va» vel fagnað af Lyndon B. John- son Bandaríkjaforseta, sem kvaS sendimann sinn hafa byggt brú vináttu og skilnings milli Banda ríkjanna og V-Evrópu. Var Humphrey fagnað með töluverðri viðhöfn er hann kom til Hvita Hússins í dag að gefa forsetan- um skýrslu um för sína. Alls sótti Humphrey heim sjð höfuðborgir V-Evrópulanda og var aðalmarkmið hans að full- vissa bandamenn Bandaríkjanrva í Atlantshafsbandalaginu um að Bndaríkin fylgdust vel með allri þróun mála í Evrópu þótt svo kynni að virðast sem Vietnam- málið ætti allan hug þeirra þessa stundina. Ludvig Storr, aðalræðismaður Dana, flytur ræðu í samkvæminu. Á myndinni má m. a. sjá Emil Jónsson, utanríkisráðherra (t.h.) og Geir Hallgrímsson, borgarstjóra (t,v.) Það bar því gleggst vitni að ekki fór Humphrey neina óþurft- arreisu í þessum tilgangi að ein- mitt Vietnam-málið varð tilefni mótmælaaðgerða þeirra er lýttu heimsókn hans víða og síðast í Briissel á sunnudag þótt sjald- an kæmi þar til harðra átaka, enda oftast beitt eggjum og plastpokum fullum af málningu og mótmæ’endur yfirleitt ekki í hittnara lagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.