Morgunblaðið - 12.04.1967, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967,
'01*4%,
Mjólkurdrykkir og ísréttir
FYRR í vetur kynnti Mjólkur-
samsalan nokkra drykki og
rétti, sem framleiddir eru úr
mjólk og mjólkurafurðum. Upp-
skriftir nokkurra mjólkurrétta
hafa áður birzt hér á síðunni,
en hér eru uppskriftir ýmissa
mjólkurdrykkja og ísrétta:
Blandið öllu saman í skál
og þeytið rösklega.
Issúkkulaði
3 tsk. kakó
1 tsk. flórsykur
1 tsk. vanillusykur
2 msk. vanillu- eða
1 1. vanillu, súkkulaði
eða nougatís.
Rúlluterta
3 egg
135 gr. sykur
35 gr. kartöflumjöl
55 gr. hveiti
Vz tsk. lyftiduft.
Bakið rúllutertuna við 225 —
250 gr. C. í 5 — 7 mínútur.
Vefjið rúllutertuna upp með
smjörpappír á milli og kælið.
Smyrjið góðri sultu yfir innra
borð kökunnar, leggið ísinn á,
en hann er skorinn í tvennt eftir
lengdinni, og vefjið kökuna upp.
Borin fram heil eða skorin í
sneiðar og sett á ábætisdiska.
Borðuð með kaffi eða sem ábæt-
isréttur. Skreytt með rjóma, ef
vilL
Draumterta
3 egg
125 gr. sykur
1 Vz tsk. lyftiduft
2 msk. kakó
50 gr. kartöflumjöl.
Á sama hátt getum við fyllt
draumtertu með einum lítra af
ís, vanillu eða nougat.
Karamellurönd með vanil-
hús.
MJÓLKURDRYKKIR
Appelsínumjólkurdrykkur
2 msk. appelsínusafi
Vz tsk. flórsykur
2 msk. vanilluís
2 dl. mjólk.
Blandið saman í skál ís, flór-
sykri og appelsínusafa, hellið
kaldri mjólk yfir og þeytið rösk-
lega í 3 •— 5 mínútur með hand-
þeytara en í 2 mínútur í hræri-
vél.
Bananamjólkurdrykkur
Vz banani
% msk. sítrónusafi
2 msk. vanilluís
2 dl. mjólk.
Merjið banann, setjið í skól
ásamt sitrónusafa og ís, hellið
kaldri mjólk yfir og þeytið rösk-
lega.
Iskaffi
1 tsk. kakó
1% tsk. kaffiduft
1 tsk. flórsykur
1 msk. vanilluís
1 msk. súkkulaðiís
2 dl. mjólk.
Mjólkurdrykkur.
súkkulaðiís
2 dl. mjólk.
Blandið öllu saman í skál og
þeytið rösklega.
EMMES — ís
ís með súkkulaðisósu
Vt 1. vanilluís
% 1. nougatís
2 msk. hnetur.
Súkkulaðisósa
25 gr. kakó
1 dl. vatn
Vz tsk. vanillusykur
150 gr. sykur
’A dl. sterkt kaffi.
Blandið öllu í súkkulaðisósuna
saman í potti og látið suðuna
koma upp í sósunni. Hana má
nota heita eða kalda. Vanillu-
ísinn er settur heill á fat og
nougátsísinn spændur upp með
skeið og lagður yfir vanilluís-
inn. Súkkulaði sóunni er hellt
yfir og söxuðum hnetum (val-
hnetum, hezlihnetum eða möndl-
um) er stráð yfir.
Rúlluterta eða draum-
terta fyllt með w
200 gr. sykur
1 Vz dl. vatn
2 dl. rjómi
% 1. mjólk
5 egg
1 msk. sykur
1 1. vanilluís.
Brúnið sykurinn og rennið
honum innan í hringmóti með
gati í miðju. Leysið afganginn
af sykrinum upp í vatninu og
kælið. Blandið þeyttum rjóma
saman við sykurlöginn. rétt áður
en borið er fram. Þeytið eggin
lauslega með sykri og mjólk og
síið niður í hringmótið. Bindið
yfir og sjóðið í vatnsbaði í 1 Vz
klst. við 125 gr. C. Hvolft úr
mótinu á disk og miðjan fyllt
með ís. Borið fram með keua-
mellusósu.
Karamellusóa
125 gr. sykur
2 — 3 dl. vatn.
Sykurinn brúnaður á pönnu,
vatnið sett saman við. Hrært í
þar til það verður eins og síróp.
Kælt, hrært út í þeyttan rjóma
eftir smekk, rétt áður en borið
er fram.
Leikið' við bornin.
Leikklúbbur
fyrir börn
ÞAÐ er miklum erfiðleikum
bundið fyrir margar ungar kon
ur að komast nauðsynlegustu
erinda frá börnum og heimili.
Sérstaklega á 'þetta við að vetri
til, þegar illa viðrar og ekki er
hægt að senda lítil börn á gæzlu-
vellina. Stálpuð börn nágranna
eru þá bundin við skólanám og
því ekki hægt að fá þau til að
hlaupa undir bagga. Það er ekki
ýkja fjölmennur hópur „heima-
kvenna“ sem er það lánsamur
að hafa börn sín tíma úr degi á
leikskóla. En hvað skal tekið til
bragðs, þegar heimsókn til tann-
læknis, eða annað álíka mikil-
vægt er óumflýjanlegt? Oft leita
konur á náðir nágrannakvenna
í þeirri von að geta endurgoldið
greiðann í því sama síðar. Marg-
ar eru þær líka ömmurnar, sem
ekki telja eftir sér ferð í annan
borgarhluta til að sitja hjá
barnabarni sínu stund úr degi.
En gaman er að heyra um,
hvernig konur í öðrum löndum
leysa þessi vandamál, því að
þau eru víða hin sömu.
í lítilli borg í Bandaríkjunum
tóku sig saman fimm konur, sem
allar bjuggu í næsta nágrenni
við aðra og átti hver þeirra eitt
barn, en þau voru öll á svipuð-
um aldri. Stofnuðu þær leik-
„klúbb“ fyrir börnin, sem var
hagað þannig, að þær skiptust á
að gæta barnanna 5 morgna vik-
unnar, þ.e.a.s. einn þeirra hafði
öll fimm börnin á mánudegi, en
hafði síðan frí næstu fjóra
morgna. Sú næsta hafði þau svo
á þriðjudegi o.s.frv. Þann dag,
sem þær áttu að hafa leik„klúbb
inn“ á sínu heimili, gerðu þær
ráð fyrir að sinna eingöngu börn
unum, leika við þaú, lesa fyrir
þau o.s.frv. Hinum dögunum
gátu þær svo ráðstafað að vild,
farið í bæinn, unnið nauðsynleg
hússtörf án truflunar eða sinnt
hugðarefnum sínum í ró og næði.
Gafst þessi tilhögun mjög vel
og allir voru ánægðir, börnin
fengu tækifæri til að leika við
jafnaldra sína, og mæðurnar gátu
komizt frá heimilinu til inn-
kaupa eða annarra nauðsynlegra
erinda án þess að eiga í erfið-
leikum með að fá barnfóstru.
Þennan skemmtilega snaga og herðatré væri gaman að hafa
í forstofunni hjá sér. Þvi miður eru slík herðatré ekki fáan-
leg á íslandi enn, þetta er næstum ný útgáfa af þeim þarfa
hlut.