Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967.
Fyrirtæki í Reykjavík
vantar sendil
hálfan daginn, þarf helzt að ráða yfir
skellinöðru. Góð laun 1 boði. Umsóknir
ásamt upplýsingum um nafn, aldur og
heimili, sendist Mbl. fyrir 16. þ.m. merkt:
„2253.“
Frá Búrfellsvirkjun
Á næstunni þarf að ráða vegna verktaka:
1. Fjóra pípulagningamenn.
2. Þrjá rafsuðumenn.
3. Fimm rafsuðumenn með rafsuðu-
próf (certificate).
4. Fjóra verkamenn.
Fosskraft
Suðurlandsbraut 32 — Sími 38830.
Loftverkfæri
Til sölu nú þegar eftirtalin loftverkfæri:
Ný tveggja hamra Hydor dieselloft-
þjappa, 225 cubikfet.
Benzínloftþjappa, eins hamars
Tveir stórir fleyghamrar
Tveir litlir fleyghamrar
Tvær borvélar
Slöngur og byrgingar.
Auk þess eru til sölu nýlegur 6 cyl. Trad-
er-dieselmótor.
Upplýsingar gefnar í síma 13536.
Enginn drykkur er
eins og Coca Cola
Allir þurfa oð hressa sig
viðdagleg störf. Coca-Cola er ljúffengur
og hressandi drykkur sem léttir skapið
og gerir störfin ánægjulegri.
Hugleiðingar
um veiðimál
UNDANFARIÐ hafa öðru hvoru
verið að birtast greinar og um-
mæli varðandi laxveiði og veiði-
mál. Er gott eiit um það að
^egja að um slík mál sé raett og
ritað, ef þess er gætt að réttu
máli sé ekki hallað, eða einn
aðili upphafinn á kostnað ann-
ars. Þar sem þessi skrif hafa
aðallega komið fram frá þeim,
er telja sig málsvara stangaveiði-
manna, og ýmis ummseli þeirra
I garð bænda eða veiðieigenda
ekki fullkomlega sannleikanum
samkvaem, þá finnst mér rétt
að einnig komi fram rödd frá
þeirra hálfu. En ég vil taka það
fram að það sem sagt er í þessu
greinarkorni er eingöngu mín
persónulega skoðun á þessum
málum, byggð á þeirri reynslu
í veiðimálum, sem ég hefi öðlast
á síðastl. 30 árum. Geri ég ráð
fyrir að allur þorri bænda hafi
svipaðar skoðanir.
Tilefni þessara skrifa eru tald-
ar „kaldar kveðjur“ frá síðasta
Rúnaðarþingi, og er þá vitnað
í ummæli formanns Búnaðarfé-
lags íslands og búnaðarmála-
stjóra, er þeir viðhöfðu í sam-
bandi við afgreiðslu á frum-
varpí til breytinga á lögum um
lax og silungsveiði. Ekki heyrði
ég þeirra ummæli og er því
fjærri mér að ætla að fara að
halda uppi svörum fyrir þá
mætu menn, til þess eru þeir
áreiðanlega vel færir sjálfir,
finni þeir ástæðu til.
í Morgunblaðinu þann 14.
marz s.l. er grein eftir Jakob V.
Hafstein þar sem hann tekur
þessi mál til meðferðar, og er
auðheyrilega í byrjun greinar-
innar í allmiklum vígahug. En
sennilega hefur hugmyndaflugið
og skáldið í honum haft fullmikil
tök á penna hans, því honum
finnst hann vera kominn út í
ógurlegt gjörningaveður, og vera
þá sjálfsagt f fylkingarbrjósti
gegn berserkjum eða tröllum
bænda og veiðieigenda. En sem
betur fer rennur þessi hamur af
síðar í greininni, er hann segir:
„Mín skoðim er sú að hagsmun-
ir veiðiréttareigenda og neyt-
enda þeirra hljóti og eigi að
fara saman í þessum miklu fram
tíðar- og hagsmunamálum allrar
þjóðarinnar, og að slíku beri að
stefna". Undir þessi orð get ég
vissulega tekið, en hvaða til-
gangi þjónar þá það tal, er sí-
fellt kemur fram bæði í um-
ræddri grein og víðar, að veiði-
menn séu hlunnfarnir í samn-
ingum, „hafðir að fóþúfu" sam-
anber grein Velvakanda 11. marz
s.l. o.s.frv.?
í minni sveit er það orðalag
notað, er ótfyrirleitnir fjárplógs-
menn ná þeim tökum á mein-
lausum fáráðlingum, að þeir
geta haft út úr þeim fé.
Ekki kannast ég við að slikt
geti komið fyrir við samninga
um veiðileigu. Og ólíklegt finnst
mér að stangaveiðimenn séu
nokkuð þakkMtir þeim mönnum,
er vilja skipa þeim í flokk þeirr-
ar manngerðar.
Eins og allir vita eru fleiri
tugir af laxveiðiám leigðar út
til stangaveiði hér á landi. Víð-
ast eru veiðifélög, og þó að til
sé Samband veiðifélaga þá
annast þó hvert félag útleigu
fyrir sig, án þess að hafa nokkur
samráð við aðna, og engin lög
eða fyrirmæli eru um hámarks-
eða lágmarksleigu, þar gildir að-
eins framboð og eftirspurn sem
betur fer — þar er engin þving-
un eða kúgun til, og þá leiðir
auðvitað af sjáltfu sér að hver og
einn gerir það algjörlega upp
við sjálfan sig hvort hann kaupir
veiðaleyfi eða ekki.
í Morgunblaðinu 16. þ.m. er
haft eftir gjaldkera Starigaveiði-
félags Reykjavíkur að: „stanga-
veiðimenn hefðu hingað til séð
fyrir því að þessi eign bænda
sem árnar eru, hafi verið nýtt
— ekkert sjálfsagðara en bænd-
ur fengju sanngjarna leigu fyrir
ár sínar“. Þetta er að vísu vel
sagt, en getur valdið nokkrum
misskilningi, etf ekki fylgja skýr-
ingar. Við förum ekki inn á
skemmtistað eða veitingahús
fyrst og fremst til að styrkja
fyrirtækið eða einstaklinginn,
sem rekur það, heldur af því að
okkur finnst við hafa þörf fyrir
það, sem þar er boðið og viljum
greiða gjald fyrir.
Eins er með stangaveiðimenn-
ina, þeir kaupa ekki veiðileyfi
fyrst og fremst til að styrkja
bændur, heldur tii að fullnægja
þessari löngun sinni. Og þannig
fá báðir aðilar nokkuð fyrir sitt
framlag.
Á það má benda, að stanga-
veiðimenn hafa viljað fá það í
lög tekið að útlendingar mættu
ekki taka veiðiár á leigu hér á
landi. Bendir það til þess að um-
hyggja þeirra snýst ekki ein-
göngu um hag veiðieigenda, og
má telja það í alla staði mann-
legt, en þá er Mka bezt að vera
ekki með neitt yfirskin.
í áðurnefndri grein J.V.H. er
þess getið að stangaveiðimenn
hafi á undanförnum 10 árum
lagt fram 8 millj. kr. „til við-
bótar verðmæti veiðileyfanna".
Ekki er gerð nánari grein fyrir,
hvernig þessi tala er fengin út,
en eftir orðunum er svo að skilja
að þetta sé látið sem einskonar
uppbót á viðskiptin. Má vera að
slíkt eigi sér stað í einstöku til-
felli þar sem um gamla samn-
inga er að ræða, og leigan því
alls ekki í samræmi við núver-
andi verðlag. En hitt mun þó
vera aðalregla að í samningum
er gert ráð fyrir að viss hiuti
leigunnar sé greiddur með seið-
um, og því alls ekki rétt að tala
um það sem sérstakt framlag.
Um hitt þó einstaklingar, sem
ástæður hafa til, leggi fram fé
í fyrirtæki, sem að þeirra áliti
eru líkleg til að gefa arð, svo
sem laxeldisstöðvar, er ekki
nema gött eitt að segja, og vona
allir að slíkt beri góðan árang-
ur.
Að bændur hafi verið tómlátir
oig aðgerðalitlir á sviði fiskirækt-
ar, má sjálfsagt viðurkenna, en
til þess hafa legið frambærileg-
ar orsakir, og þá fyrst og fremst
sú að þekking manna á þessum
hlutum hefur verið af skornum
skammti sem viðbúið er, þar sem
engin tilraunastanfsemi hefur
verið hér á landi, og öll við-
leitni i ræktunarmálum mjög
handahófskennd. En nú líta
menn bjartari augum á framtíð-
ina í þessum efnum, ef laxeldis-
stöð ríkisins fær sæmileg starfs-
skilyrði eftirleiðis, undir stjóm
veiðimálastjóra, Þórs Guðjóns-
sonar, sem átt hefur mestan þátt
í að skapa þann áhuga í þessum
málum, er nú virðist vera að
vakna, sem þó hefur orðið fyrir
ýmsum ómaklegum árásum,
engum til sóma.
Þau kynni, er ég hefi haft af
forsvansmönnum stangaveiði-
manna eru öll á einn veg, að
þar verður ekki á betra kosið.
Það hafa verið menn, sem stað-
ið hafa við alla samninga, og
gert sitt til að öll sambúð og
viðskipti gengju sem bezt. Ber
slíkt að þakka. Þetta sama á við
um allan fjölda veiðimanna. En
hitt er því miður staðreynd, að
1 hópi þeirra eru menn, sem
hafa tilhneigingu til að fara
ekki eftir settum reglum um
veiði og veiðiaðferðir. Veldur
slíkt atferli öllum aðilum leið-
indum. Þá er enn til hópur
manna, sem telur sig til stanga-
veiðimanna, er stundar þá ljótu
iðju að fara í ár og veiðivötn 1
algjöru leyfisleysi, og hirða ekkl
um neinar reglur, en láta greip-
ar sópa. Slíkir menn eru ekkl
veiðimenn, heldur miklu frem-
ur ræningjar, og ættu alls
staðar að vera brottrækir. Vegna
þess er hér hefur verið fram tek-
ið er nú svo komið að ekki er
annað fært fyrir veiðieigendur,
en að hafa löggæzlu alls staðar
þar sem um veiði er að ræða,
ella eiga á hættu að allt verði
eyðilagt. Er slíkt auðvitað mjög
kostnaðarsamt.
Óhætt má fullyrða að það sé
sameiginlegt álit allra bænda,
að veiði og aðstaða til lax- og
silungsveiði séu þau hlunnindi,
sem sveitirnar eigi að hafa full-
an rétt á, og arður af þessum
réttindum eigi fyrst og fremst
að renna til að gera sveitirnar
byggilegri og aiuka trú fólksins
á landið. Það er því ekki ástæðu-
laus sá uggur sem margir bera
í brjósti við að horfa upp á þá
þróun, sem nú blasir víða við,
að góðar bújarðir sem hlunnindi
tilheyra, hatfa lent í eign einstakl
inga, er ekki hafa kært sig um
að reka búskap, en aðeins hirt
hlunnindin, en hús og tún níðst
niður. Ofan á það bætist að við-
komandi sveitarsjóðir hafa ekki
rétt til að leggja útsvör á þær
tekjur, sem þarna falla til, sem
virðist þó vera sjálfsögð rétt-
lætiskrafa.
Með þessum línum hefi ég
reynt að skýra mitt sjónarmið til
þessara mála. Bændur og sann-
ir stangaveiðimenn eru báðir
jafn réttháir samningsaðilar 1
þessum málum, þar er um frjálsa
saimninga að ræða, og kemst þvi
engin kúgun að á 'hvorugan veg-
inn. Og að mínu áliti vinna þeir
menn ekki þarft verk, sem eru
að reyna að koma því inn, að
annar aðilinn hlunnfari hinn.
Staðarbakka, 25. marz 1967.
Benedikt Guðmundsson.
Heildverzlanir - innflyt jendur
Fyrirtæki í Reykjavík getur tekið ýmsar vörur í
umboðssölu, margar vörutegundir koma til greina.
Tilboð merkt: „Umboðsverzlun 2311“ sendist Mbl.
fyrir 20. apríl.
Bif reiðarstjóri
Iðnfyrirtæki óskar eftir að ráða röskan
mann sem bifreiðarstjóra nú þegar. Þyrfti
jafnframt að inna af hendi sölumennsku.
Umsóknir ásamt uppl. um fyrri störf send
ist afgreiðslu Mbl. fyrir föstudag 14. apríl
merktar: „Bifreiðarstjóri 2312.“