Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 1967. - UMRÆÐURNAR Framhald af bls. 1. miklu athafnamenn hefðu orð- ið afskiptir í þessari miklu aukn ingu. En ef svo væri sýndi það fánýti fullyrðinga stjórnarand- stæðinga um að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu hinir ríku orðið ríkari en hinir fátæku fátækari, því að báðir þessir menn hefðu verið taldir í hópi hinna efnaðri íslendinga áður en viðreisnarstjórnin tók við. Ég minni á þessi orðaskipti nú vegna þess að nú er það berum orð- um viðurkennt af fulltrúum eig- enda hraðfrystihúsa að árið 1964 hafi verið gott ár fyrir þá og 1965 hið bezta sem sú at- vinngrein hafi nokkru sinni not- ið. Á slikum uppgangstímum hraðfrystihúsanna þurftu menn þó að standa í hörðum umræðum á Alþingi til þess að verjast ásökunum um, að búið væri að leika hina öflugustu eigendur þeirra óhóflega illa. óneitanlega skapa atvinnurekendur sér hættu með ótímabærum barlómi því að viðbúið er að fyrir þeim fari eins og fjárhirðinum, sem hræddi þorpsbúa með að kalla „úlfur úlfur“ þó að enginn úlf- ur væri á ferðinni með þeim afleiðingum að þegar úlfurinn loksins kom trúði honum eng- inn svo að fjárhópurinn stóð varnarlaus fyrir gini vargsins. !>að er og mjög tortryggilegt þegar þeir sem lengst af síns stjórnmálaferils hafa unnið að því að útrýma atvinnurekend- um og athafnamönnum snúast með þeim til ásökunar í garð stjórnvalda þegar óyggjandi rök eru fyrir að sízt var á atvinnu- rekendur hallað. Forsætisráðiherrann vék síð- an að efnahagsþróuninni hér á landi og sagði að einum eða tveimur kynslóðum hefði tek- izt að breyta svo landinu að það væri nú mun betra og við- ráðanlegra að búa í en áður var. Frá árslokum 1959 hefur þjóðarauður aukizt milli 40 til 50%. Eign landsmanna í alls konar atvinnutækjum hefur á þessu áírabili aukizt um enn hærra hlutfall eða nokkuð yfir 50%. Þetta þrekvirki hefur unn- izt án þess að á almenning hafi verið hallað með of háum skött- um og skýíslur sýna að skattar f heild eru lægri hér en t.d. í Sviþjóð, Noregi og Danmörku. Þá vék Bjarni Benediktsson að hag hinna lægst launuðu og benti á að þjóðartekjur á mann jukust um þriðjung frá 1959 til ársins 1966. Á sama tímabili hafa ráðstöfunartekjui kvæntra fjöl- skyldumanna 1 fjölmennustu launastétlum þ.e alls almenn- ings aukizt um 47%. Þessar töl- ur sýna svo ekki verður um deilt að verkalýðurinn hefur fengið meira en sinn fyrri'hlut til eigin ráðstöfunar auðvitað nokkuð misjafnt eftir stétt og ástæðum. Eftir að júnísamkomu lagið var gert 1964 hefur sam- vegið verkamannskaup að með- altali hækkað að kaupmætti skv. vísitölu framfærslukostn- aðar um tæp 25% eða sem næst fjórðungi frá 1963 til ársloka 1966. Þetta eru niðurstöður Efna hagsstofnunarinnar og staðfesta athuganir Kjararannsóknarnefnd ar þær, svo langt sem þær ná. Síðan á miðju sl. ári hefur hraðfrystur fiskur lækkað í verði nú þegar yfir 10%og ástæða er til að ætla að lækkunin kunni að verða meiri. Síldarlýsi lækk- aði einnig á sl. ári um 37%% frá því sem það var hæst á ár- inu og síldarmjöl um 25%. Rétt er þó að geta þess að lækkunin frá því verði sem lagt var til grundvallar um vorið var nokkru minni eða 29% og 15%. Við þetta getur engin íslenzk ríkisstjórn ráðið. Vegna hinnar góðu fjár- hagsafkomu ríkissjóðs og grund vallar styrkleika atvinnuveg- anna var unnt að bregðast við verðfallinu með verðstöðvunar lögum og ráðstöfunum til að- stoðar sjávarútveginum. Stjórn- arandstæðingar hafa ekki sýnt fram á önnur úrræði og hvort tveggja þessi löggjöf var sam- þykkt samhljóða á Alþingi. Verð fallið nær til rúmlega 2/3 af öllum útflutningsvörum okkar en vöruútflutningur er rúmlega fjórði hluti af þjóðartekjunum. Ef gífurlegf aflamagn á síldveið unum bætti ekki úr skák mundi vandinn vera miklu meiri en nú er‘. Ég hef stundum talað um það að verkalýðssamtökin hafi ekki ætíð sýnt næga þjóðholl- ustu og borið fram óraunhæfar kröfur en ég skal nú vera manna fúsastur til þess að viðurkenna að á síðustu árum hefur tekizt þjóðhollt samstarf milli ríkis- valdsins verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda til að ráða fram úr aðsteðjandi vanda. Sumir segja að hið háa verð- lag stafi af óhóflegum verzl- unargróða en ekki vilja þó stjórnarandstæðingar sem sjálf- ir fást við verzlun ýmist félags- verzlun eða einkaverzlun viður- kenna að álagning sé of há í þeim verzlunargreinum. Þaðan heyrast stöðugir kveinstafir um að óhóflega sé þjarmað að verzl- uninni. Skýringin á hinu háa verðlagi hérlendis liggur hins vegar í margháttuðum kostnaði sem stafar af jöfnun lífskjara í sveiflukenndu og misbrigða- sömu þjóðfélagi. En þegar til lengdar lætur borgar þessi kostn aður sig betur en nokkur önnur útgjöld sem við leggjum á okk- ur. Þegar ákveðið var að ráðast í stórvirkjun og stóriðju á fs- landi töldu sumir að það væri ekki tímabært vegna þenslu í framkvæmdum og velgegni at- vinnuveganna. Nú hljóta menn að spyrja eftir reynslu þessa eina árs með öllum þeim verð- sveiflum sem orðið hafa og ó- stöðugleika veðurfars og gæfta- leysis að undanförnu: Var of snemma hafizt handa um stór virkjun og upphaf stóriðju? Eða mátti þetta ekki seinna vera? Reynslan hefur sýnt okkur að verðlag á einhæfri útflutnings- vöru er óvíst og afli og veður- far er stöðugum breytingum undirorpið. Þessi sígilda reynsla hlýtur að kenna öllum þeim sem sjá vilja og skilja að fs- landi er lífsnauðsyn að fá fleiri stoðir undir velmegun sína og að nýta þarf öll gæði landsins til þess að við getum haldið á- fram að inna af höndum þær skyldur, sem fylgja því að vera íslendingur. Lúðvík Jósefsson (K), sagði, að viðreisnin hefði nú staðið í sjö ár. Ástandið væri þannig nú, að aldrei hefðu styrkir verið jafn háir og nú, og skuldir við útlönd hefðu vaxið. Vaxtahækk unin hefð- lagzt þungt á atvinnu vegina, og væri vaxtabyrðin nú gjörsámlega að sliga þá. 1 upphafi viðreisnar hefðu Jó- hannes Nordal og Jónas Haralz, viðreisnarpáfar, talið, að útveg- inum væri um megn að auka framleiðnj sína. Slík hefði ótrú- in verið á höfuðgreinum atvinnu lífsins. En staðreyndin hefði orð ið sú, að framleiðniaukningin hefði aldrei orðið meiri. En það væri ekki að þakka stefnunni. Með löngum vinnudegi og óvenju miklum afla hefði þetta tekizt, þrátt fyrir fjandskap við reisnarpostulanna. En nú væri allt að komast í þrot. Togaraútgerð væri í kaida koli, smábátaútvegur væri svo til að fara sömu leið. Allt verð- lag í landinu hefði stórhækkað og um leið hefðu lánsfjárhöft verið hert og væru nú að kyrkja allt atvinnulíf. Hér blasti við tvenns konar ástand: Annars vegar mef þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur, hins vegar lamaðir atvinnuvegir. Annars vegar met innfl. og met eyðsla, brosandi heildsali og pattaralegur við- skiptamálaráðherra, en hins veg ar háskælandi útgerðarmaður í Sandgerði Það sem gera þyrfti, væri, að beita skynsamlegum leiðum í efnahagsmálum með samvinnu við launþega, þannig að hugs- að væri um útflutningsatvinnu- vegina og um sjálfstæði þjóðar- innar. Því yrðu atvinnurekendur, milliliðir bændur og launþegar að styðja Aliþýðubandalagið í kosningunum í vor. Eysteinn Jónsson (F) kvað ríkisstjórninni hafa mistekizt, þrátt fyrir gott áríerði, verzlun- arkjör versnað, .kaupmáttur tímakaups sama og ekkert hækk að og atvinnurekstur dregist áfram. Allt hefði snúizt öfugt og óðadýrtíð ríkt. Stjórnin hefði því átt að vera búin að segja af sér fyrir löngu, en hún hefði þráast við að sitja. Verðstöðv- uninni væri haldið við með nið- urgreiðslum, klipið af fram- kvæmdafé. Búast mætti við tröllauknum halla á viðskiptum við útlönd. Ríkisbáknið ykist með ofsahraða, eyðslan og sukk- ið sætu í öndvegi. Ríkisstjórnin hefði notað úreltar aðíerðir. Einn aðalvandinn væri skortur reksturslána, en það væri versti mölur sem hugsast gæti. Stjórn in virtist hafa óbeit á að veita þá forystu, sem ríkisvaldið gæti veitt, og væru Framsóknarmenn ráðnir í að beita allri orku sinni til að koma á þeirri breytingu, sem hér væri þörf. Nýja fjár- málapólitík þyrfti; nauðsynlegt væri að koma á samstarfi, sem byggt væri á því að vinna sam- an. Stjórnin væri ístöðulaus út á við — hrokafull inn á við. Framsóknarflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri í vexti. Ingvar Gíslason (F), talaði í nokkrar mínútur fyrir Fram- sóknarflokkinn í þessari umferð, kvað ríkisstjórnina hafa reýnt að kúga skoðanir almennings með afskiptum af þættinum „Þjóðlíf“. Tuttugu læknisihéruð væru læknislaus o.fl. ábótavant í heilbrigðismálum, stjórnin leggði hömlur á skólabyggingar. Undanfarin ár hefðu verið ár hina glötuðu tækifæra. Því væri tími kominn til umskipta. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, benti í upphafi á, að Ey- steinn kvartaði nú mikið yfir örri verðbólgu og segði hana aldrei hafa verið meiri. Minnti ráðherra á, að vinstri stjórnin hrökklaðist frá vegna þess, að hún réði alls ekki við verð- bólguna. Þá rakti ráðherra hrakspár stjórnarandstöðunnar, fyrst voru það móðuharðindi er við blöstu, en er ekki rættist, var gripið til að tala um hina leiðina, sem raunar enginn vissi hvað væri. Helzt væri haldið að leiðin væri vörðuð höftum og skömmtunum. Frelsi í samskiptum einstakl- inga, hefði verið eitt aðalstefnu mið stjórnarinnar og væri nú allt annað ástand í þeim málum, en þegar þurfti að fá leyfi fyrir öllu. Ráðherra benti á, hversu stjórnarandstaðan hefði verið neikvæð Hún hefði barizt gegn gjaldeyrisvarasjóðnum, er næmi nú um 2000 millj kr. Hún hefði barizt gegn samningunum við svissneska álfyrirtækið, og gegn voldugri virkjun við Þjórs á. Þeir samningar hefðu skapað tímamót í atvinnumálum þjóð- arinnar, og yrði þess minnst lengi, hversu stjórnarandstaðan brást gegn þeim. Þá rakti ráð- herra öra uppbyggingu fiskiflot ans, en benti á um leið, að minnkandi þorskveiði sýndi, að tilefni væri til að hefjast handa um friðun uppeldisstöðva ung- fisksins á landgrunninu. Væri það tvímælalaust eitt af þeim málum, er næsta stjórn kæmi til að vinna að enda væri grund- völlur fiskiveiðiframtíðarinnar byggður á þessu. í lokin rakti ráðherra nokkur af helztu um- bótamálum sem komið hefði ver ið í framkvæmd í tíð núverandi ríkisstjórnar. Eggert G. Þorsteinsson sjáv- arútvegsmálaráðherra rakti í ræðu sinni umbætur í félags- málum og benti á, að almanna- tryggingar hefðu stóraukizt á kjörtímabilinu, svo og ýmsar fjárveitingar til mannúðar- og líknarstofnana. Fyrsti maí hefði verið lögskipaður frídagur, verzlunarmenn hefðu fengið aðild að atvinnuleysistrygging- arsjóði, orlof hefði verið hækkað. Nú væri unnið að undirbúningi lífeyrissjóðs fyrir alla lands- menn. Ástandið 1 húsnæðismálum hefði gjörbreyzt. fbúðalán hefðu stórhækkað og hefði húsnæðis- málastjórnarlán aldrei verið meiri. En það þyrfti að lækka byggingarkostnaðinn og yrði það bezt gert með ránnsóknum og með því að koma á samkeppni milli einstaklinga og félaga um byggingu íbúða. Ráðherra rakti hina miklu uppbyggingu fiskiskipaflotans, og benti á um leið, að hún krefð- ist aukin hafnarrýmis og hefði því verið lagt fram hafnalaga- frv. er tryggja ætti grundv. fyrir aukningu á hafnarrými. Nú væri verið að ljúka smíði á síldarrannsóknarskipi, er til- búið yrði í ágúst. Þá væri verið að ljúka útboðslýsingu á haf- rannsóknaskipi. f lokin benti ráðherra á, að í athugun væri, að fá nýtízku skuttogara leigðan hingað til lands til reynslu og kynningar. Þá væri ríkisstjórn- in einnig að beita sér fyrir þvl, að keyptir yrðu fjórir skuttog- arar og hefðu nokkrir aðila lát- ið í ljós áhuga á því að kaupa þá. ★ f síðari umferðinni tók Geir Gunnarsson (K) fyrstur til máls. Hann lagði áherzlu á, að kjósendur yrðu með atkvæði sínu að tryggja umbætur í hús- næðismálum. Byggingarkostnað- ur hefði hækkað mikið og brask- arar haft sig mjög í frammi. Alþ.bdl. vildi stuðla að umbót- um á þessum sviðum. Aðeins verulegur sigur þess gæti tryggt að núverandi stjórn félli. Fram- sókn hefði enga möguleika á að vinna kjördæmi og því síður uppbótarþingsæti. Öll ný at- kvæði sem hún fengi, féllu dauð. Þess vegna stæði baráttan milli stjórnarflokkanna og Alþýðu- bandalagsins. Bjöm Jónsson (K), seinni ræðumaður flokksins í þessari umferð, kvað öll skilyrði hafa verið til efnalegra framfara, þótt á móti blési um stundarsakir. Ríkisstj. hefði átt að láta at- vinnuvegina njóta arðsins, sem þeir hefðu skapað, en hann hefði verið hirtur af verzlunarvaldi og fjárfestingarsjóðum. Verið væri að þurrka út togaraflotann og bátaflotann; síldveiðar væru ó- tryggasta atvinnugrein sem til væri. Skattheimtunni hefði ver- ið breytt yfir í nefskatta af al- menningi. Stórfelldur hallarekst- ur ríkisbúsins vofði yfir, eðlileg kjarabárátta vinnandi fólks væri í sjálfheldu, sem brjótast yrði úr. Auka þyrfti framleiðslu- getuna með hjálp tækni og vís- inda, sem vær.i eina leiðin. Alþ. bdl. yrði að fá úrslitaáhrif á Al- þingi. Allan ágreining innan Alþ. bdl. bærd að harma, en þar mundu hin stærri atriði ráða. Ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra minnti í upp- hafi máls síns á aðkomuna þeg- ar viðreisnarstjórnin tók við völdum. Hann sagði, að þeir sem nú eru það ungir að þeir muna ekki þá tíma ættu að kynna sér það á hvaða vegi þjóðin var stödd í upphafi þess stjórnartímabils, sem nú hefur staðið talsvert á áttunda ár. Hann rakti síðan áhrifin af stefnubreytingunni, sem ríkis- stjórnin beitti sér fyrir 1960 og sagði að þá hefði verið lagður grundvöllur sð rnesta og giæsi- legasta framfaratímabili sem yfir þjóðina hefði komið. Þá vék ráðherranr að virkj- unarmálunum og sagði að með stórvirkjun í Þjórsá hefði ný og heillarík stefna ver*ð mörkuð i virkjunarmálum. Með byggingu álverksmiðjunnar fæst stor kaupandi að þeirri raforku sem virkjunin við Búrfeil hefur um- fram aðrar þarfir landsmanna. Þannig mun álverksmiðjan borga öll þau lín, sem tekin verða vegna þessarar virkjunar og verða lánin því aldrei baggi á þjóðinni. Með pessu er í raun inni lagður grundvöllur að áframhaldandi virkjunum í land inu á ákjósanlegan hátt. Vegna þess að rétt var að farið við Ingólfur Jónsson virkjun Búrfells má ætla að um mörg ár a.m.k. verði raforkan allt að 60% ódýrari en verið hefði frá smærri virkjun í Þjórs á. Þeir sem vildu smærri virkj- un gleyma því að atvinnuveg- irnir á vélaöld byggjast að miklu leyti á því að þeir' eigi kost á raforku með hagstæðu verði. Víða um land munu koma byggðakjarnar, sem not- færa sér þá aðstöðu, sem til- tölulega ódýr raforka veitir. Margþætt löggjöf, sem sett hefur verið undanfarið miðar að því að jafna aðstöðuna og koma í veg fyrir að öll fólksfjölgun verði á Faxaflóasvæðinu. Árang urinn er þegar farinn að koma í ljós. Skv. manntali Hagstof- unnar hefur fólki nú fjölgað f ýmsum byggðarlögum, þar sem fækkun varð fyrir 5—10 árum. Löggjöf um landbúnað sem rik- isstjórnin hefur beitt sér fyrir hefur átt stóran þátt í hagstæðri þróun landbúnaðarins og bætt- um kjörum bænda. Nefna má að mikil endurbót hefur verið gerð á bændaskólunum og að- sókn aukizt mjög mikið að þeinr í lok vinstristjórnartimabilsins voru lánasjóðir landbúnaðarins gjaldþrota en árið 1966 voru veitt 1578 lán að upphæð 154,1 milljón króna úr stofnlánadeild landbúnaðarins. Síðan 1960 hef- ur oftast tekizt að greiða fullt grundvallarverð fyrir afurðirn- ar. Mátti það verða vegna lag- anna um verðtryggingu búvara, sem seljast á lágu verði erlendis. Áður en nú- verandi ríkisstjórn komst til valda urðu bændur sjáifir að bera tapið af slík/um sölum. Miklar umbætur hafa verið gerð ar á jarðræktarlögum og rækt unin stóraukizt. Fram tii 1960 var ríkisframlag skv. jarðrækt- arlögum 5—10% af heildarkostn aði en síðustu 5 árin hefur þetta hækkað mjög mikið og var 1965 18,2% af heildarfjárfest- ingu í sveitum. Búnaðaríélag íslands hefur fært út kvíarnar í tíð núver- andi ríkistjórnar, aukið leiðbein ingarstarf o.fl. Árið 1958 var fjárveiting til þess 2.6 milljónir en 1967 13,6 millj. Á valdatíma Framsóknarmanna fengu búnað arsamböndin 520 þús. í framlag en 1967 er það áætlað um 4 millj. Árið 1961 ákvað Stéttarsam- band bænda að gera áætlun um hugsanlegar framkvæmdir 1 landbúnaði fyrir áratuginn 1961 —1970. A hálfnuðu áætlunartírr.abil- inu kemur í Ijós, að framkvæmd irnar eru miklu meiri á flestum sviðum en inenn þorðu að gera áætlun um. Aukinn stuðningur ríkisvaldsins með fjárfrarr.lög- um og endurbótum á búnaðer- löggjöf hef ír gert hinar miklu framkvæmdir áhugasamra og dugandi bæt’da mögulega.-. í tíð vinstri stiórnarinnar var tollur af flestum búvélum 33% en fyrir 4 árum var tol.urinn lækkaður 10%. Framleiðnisjóður landbúnað- arins var stofnaður í vetur með 50 millj. kr. stofnframlagi. Jarð- eignarsjóður ríkisins verður stofn aður með 36 millj. kr. framlagL Mikið af þeim endurbótum sem gerðar hafa verið á landbúnaðar löggjöfinni síðustu 7 árin hefur verið gert í góðri samvinnu við stjórn Stéttarsambands bænda og trúnaðarmanna bændastéttarinn- ar. Fram'hald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.